Helgarpósturinn - 05.11.1982, Page 9

Helgarpósturinn - 05.11.1982, Page 9
_Helgai--------- OÚ^tl írinn Föstudagur 5. november 1982 9 Blátúns illur Jón Sumir málarar mega lofa guð fyrir að skaparinn tók þá til sín áður en Listasafn íslands hélt yfir- litsýningu á verkum þeirra. Því jafnvel verk manna sem fóru með eld um strigann og höfuð og skoð- anir þjóðarinnar eru að síðustu látnir hanga sem lognmolla á veggjum safnsins. Listasafn ís- lands, sem notað hefur verið frá upphafi sem eins konar líkhús fyrir málverk, er snillingur í lognmollu- gerð. Sá listamaður sem nefndur var í kvæði Blátúns illur Jón og rímaður síðan við Moggans litlu hjón og ís- land söng um í fyrri kreppunni og langt fram á stríðsárin, heillað af ólgunni sem hann og aðrir lista- menn höfðu vakið, hefur nú fengið dæmigerða stofnanameðferð og verið matreiddur af höfuðkokki kúnstarinnar þannig að verk hans hanga sem saltlausir réttir fyrir þá sem stunda andlega megrun- arkúra. list Cezanne. Litirnir eiga ekkert eða lítið skylt við liti í íslensku landslagi, heldur sverja þeir sig í ætt við litinn sem er á hinu ólist- þjálfaða hugarfari íslendingsins. Hugarfar flestra íslendinga og út- kjálkaþjóða er á litinn eins og veru- lega útþynnt blákka. Hér stafar þetta af því að þjóðin er að mestu blind á liti landsins. Fólk þorir ekki að viðurkenna að ísland er á litinn eins og það er á litinn sjálft en ekki eins og hið hálflitlausa hugarfar íbúanna sem byggja landið. Pað er þetta niðurdrepandi hálf- litlausa hugarfar skreytninnar, fel- uleiksins og blindunnar sem hefur dregið dug úr flestum íslenskum listamönnum eftir heimkomunaj Listamenn hafa orðið að berjastl’ við hina glákusjúku sjón og beðið oftast lægri hlut sem listamenn þótt þeir hafi kannski að lokum hlotið einhver listamannalaun. Jón hefur ekki haft sterk viðhorí' til landslagsins, í hæsta lagi gæðir Það er lofsvert framtak Lista- safns íslands að halda yfirlitssýn- ingar á verkum málara. Sýningin á verkum Kristjáns Davíðssonar var haldin í fyrra, og á þeirri sýningu var hægt að kaupa veggspjald árit- að af listamanninum sem var lofs- vert nýmæli og ódýrt. En á sýningu Jóns Éorleifssonar er aðeins hægt að fá keypta skrá. Hún er reyndar smekkleg útlits en afar innantóm. Skrifin um listamanninn eru dæmi- gerð dauf fræðimannaskrif sem eru svona og svona fræðileg þótt úr penna fræðings hafi runnið. í skránni stendur til að mynda þegar fræðimennskan stendur hæst, að Jón hafi verið höfðingi bæði í lund og á velli og gestrisinn svo af bar. Síðan lýkur fræðimennskunni á þeim orðum að yfirlitssýningin sé haldin listmálaranum til heiðurs. Þetta er djarflega mælt og af inn- sæi og doktorslegri skarpskyggni. En því miður vekur sýningin ekki hugsanir í anda sýningarskrárinn- ar, heldur beiskar hugsanir um það að sýningin leiðir í ljós að lista- maðurinn Jón Þorleifss. hefur látið smám saman undan íslenskum smekk í list sinni (en ekki undan litum landsins) því lengra sem leið eftir að hann kom heim frá námi erlendis. Hinir djúpu litir og efn- iskenndu sem alþekktir eru af skyldleika sínum við sígilda olíuliti, líkt og í mynd sem heitir Rakel frá 1925, víkja fyrir litum þeirrar út- þynntu blákku sem málarar af- skekktra evrópskra þjóða gripu til eftir námsár utanlands og kynni af hann það örlitlum útlendum blæ oftast í Cezannestíl eða þeim Cez- annestíl sem hefur verið meltan- legur fyrir íslenska listnjótendur. Kannski á landið sjálft einhverja sök á því hvað málarar hafa lítið íhugunarkennt viðhorf til landsins og fólksins og lita þess. ísland er jarðsögulega séð ungt land og litir þess eru þess vegna alltaf á ein- hvern hátt ungir, nýir. Hins vegar á hið íslenska veðurfar sér engan aldur, og það eru öðru fremur veðrin á Islandi sem eru gædd lit. En litur veðranna og samleikur hinnar nýju náttúru, sem endur- nýjast oft vegna eldgosa og hins aldurslausa en forna loftslags, eru viðfangsefni sem flestir listamenn reyna að horfa fram hjá. Það staf- ar, grunar mig, af því að íslensk veðrátta er ekki í seljanlegum lit. Við heimkomuna kringum 1930 er auðsætt að Jón hefur strax reynt að komast að samkomulagi við ís- lenskan smekk eða smekkleysi. Fjöllin hætta að vera stílfærð þann- ig að þau hafi yfir sér lögun og blæ hinnar sígildu en endurnýjuðu mál- aralistar. Sama er að segja um trén og landið. Þótt listamaðurinn berj- ist gegn skilningsleysi og lélegum smekk, þá lætur hann stöðugt undan síga, ekki í munninum eða á ritvellinum, heldur á striganum. Fjöllin verða stöðugt Botnsúlu- legri, myndirnar eru málaðar með það í huga að áhorfandinn vjti hvar fjöllin eru „séð frá“ einhverjum stað. Annars standa fjöllin gersam- lega í áhorfandanum, því íslend- ingar geta ekki hugsað óhlutbund- ið eða um heild og það sama er að segja um sjón íslendinga. Allt er miðað við bæjardyr og sjónarhóla í túninu heima. Þessi þröngsýni leggur hemil á andlegt líf þjóðar- innar, ekki bara á listirnar, heldui einkum á stjórnmál og menntir. Sýning Jóns er verðugt íhugunar- efni, þótt hún sé þannig úr garði gerð að verkin séu slitin úr öllu fé- lagslegu, sögulegu og listrænu sam- hengi. Uppreisnarmaðurinn Jón hangir sem hlýðin málverk þar sem forstjóranum þóknast að hengja hann samkvæmt lögmálum þess andlega megrunarkúrs sem ríkir í safninu. Á sýningunni eru engar úrklippur úr dagblöðum, ekki reynt að endurvekja tímann, og auðvitað ekki reynt að nota tæki- færið til að hleypa kappi í íslenska myndlistarmenn, þannig að þeir sýni dug og fái Listasafni íslands verðugan forstjóra en ekki útfarar- stjóra. Mér dettur ekki í hug að safnið hafi viljað falsa líf Jóns, heldur stafar tómleikinn af skorti á ímynd- unarafli og framkvæmdaleysi. En tímar Jóns og okkar eru á ýmsan hátt áþekkir og hefði verið gaman ef safnið hefði gert örlítinn saman- burð. Þó steðjar ekki sama hætta að efnahagnum og listinni núna og í kreppunni kringum 1930. Aðal- hættan núna er að fölsk vinstri- stefna hefur deytt alla alþýðu menningu. Alþýðan hugsar sem smákaupmaður, um vinnu, bónus og vídeo. f skjóli dauða alþýðu- menningarinnar hafa ruðst fram á æðri svið þjóðfélagsins, einkum listasviðið, afkvæmi hátekju- og menntamanna, fólk sem Iítur á list- irnar sem tómstundagaman. Þetta er reynslulaust, innantómt og frekt fólk sem þekkir ekki annað líf en munaðarlíf og svo einhverjar „vett- vangskannanir" sem það kallar og koma í staðinn fyrir lífsreynslu. Þetta á jafnt við um málaralistina og bókmenntirnar. Eftir tíma kerl- ingabóka, sjómannabóka, anda- trúarbóka og síðast kvennabóka ryðjast hátekjumennirnir inn á völl bókaiðnaðarins sem er að leysa bókmenntirnar af hólmi. Áður hafa hátekjumennirnir hreiðrað ’vandlega um sig sem ritstjórar dag- •blaða, eru doktorar og kenna við háskólann, eru forstjórar hjá Flug- leiðum eða aðstoðarmenn ráð- herra. Hátekjumennirnir láta í það skína í blöðum, sem þeir ráða yfirí ’skjóli valds síns, að þeir skrifi létt- an, jákvæðan og glaðlegan trefjar- íkan texta sem muni létta hið and- lega meltingarstarf þjóðarinnar og leysa hana undan harðlífi andans svo hún njóti léttlífis. Gætir þarna áhrifa frá léttmjólkinni úr hand- mjólkuðum kúm? Hátekjumannasögurnar í ár, með sinn trefjaríka texta hinna bókmenntalegu gaprilda, eru aðeins upphafið á nýrri íslenskri menningardellu, áþekkri og í ætt við hina sem Jón Þorleifsson barðist gegn. Yfirlitssýning á verkum Jóns Þorleifssonar í Listasafni íslands - „er verðugt íhugunar- efni, þótt hún sé þannig úr garði gerð að verkin séu slitin úr öllu félagslegu, sögulegu og listrænu samhengi“, segir Guðbergur m.a. í umsögn sinni. 1 1 ' 'v. v\ N , ■ liíwin r+ ★ ★ ★ framúrskarandl ★ ★ ★ ág»t ★ ★ góð ★ þolanleg __ Q léleg Bíóhöllin Hæ pabbi. Bandarísk. Leikendur: George Segal, Jack Warden, Susan Sainl James. Gamanmynd um pabba sem uppgötvar skyndilega aö hann á uppkominn son - sem er svartur á hörund. Atlantic City. Bandarísk. Árgerð 1981. Leik- stjóri: Louis Malle. Aðalhlutverk: Burt Lanc- aster, Susan Sarandon, Michel Piccoli. Félagarnir frá Maxbar. Bandarísk. Leik- stjóri: Richard Donner. Aðalhlutverk: John Savage, David Morse, Diana Scarwind. Dauðaskipið. (Deathship). Bandarisk. Aðal- hlutverk: George Kennedy, Richard Crenna. Nafnið ætti að segja eitthvað til um efni pessar- ar hrollvekju. Fram i sviðsljósið (Being There). Bandarísk, árgerð 1981. Handrit Jerzy Kosinski, eftir eigin skálnsógu. Leikendur: Peter Sellers, Melvyn Douglas, Shirley MacLaine. Leik- stjóri: Hal Ashby. Stjörnubíó Blóðugur afmælisdagur (Happy birthday to me). Bandarisk. Handrit: John Saxton, Peter Jobin og Timothy Bond, eftir sögu John Saxtons. Leikstjóri: J. Lee Thomp- son. Aðalhlutverk: Melissa Sue Anderson, Glenn Ford, Lawrence Dane o.fl. Mynd um dularfullt hvarf sex ungmenna úr kyrr- látum háskólabæ. Absence of Malice. Bandarísk. Árgerð 1981. Handrit: Kurt Luedtke. Leikstjóri: Sidney Poll- ack. Aðalhlutverk: Paul Newman, Sally Fleld, Bob Balaban. Laugarásbíó * Farðu í rass og rófu (Kiss My Grits). Banda- rísk. Árgerð 1981. Handrit: David Neuman, Richard Graddis. Leikstjóri: Jack Starrett. Að- alhlutverk: Bruce Davison, Susan George, Tony Francisosa. Jack Starrett er einn af þessum jaðarleikstjórum i bandarískum kvikmyndaiðnaði sem hrista fram úr erminni ódýrar formúlumyndir á nokkurra mánaða fresti. Nafn Starretts er mér hins vegar minnis- stætt vegna þess að i myndum hans má einatt sjá ansi ferska sviðsetningargáfu sem að visu hefur ekki nýst vegna augljóss skorts á peningum, tima, handritum og góðum leikhópi. Þessi gáfa sést stundum í mynd Laugarásbíós um ungan bónda sem leiðist úti átök við „réttvisina", en uppbygging er öll í molum. Sumir þessara mola eru hins vegar dáldið skemmtilegir, aðrir hallærislegir. Þetta er gamanhasarmynd með helðbundnum hnefa- höggum og bilveltum og minnir stundum á Smok- ey and the Bandit. Gaman væri að sjá hvað Star- rett gæti gert ef hann fengi úr peningum og hand- riti að moða. - ÁÞ. Regnboginn: ★ ★ ★ Framadraumar (My Brilliant Career) Áströlsk. Árgerð 1981. Handrit Eleanor Witcombe, eftir sögu Miles Franklln. Aðalleikendur: Judy Da- vis, Sam Neill. Leikstjóri: Gill Armstrong. Það er synd að þessi Ijómandi huggulega og hrif- andi mynd skuli strax vera horíin úr A-sal Regn- bogans, og þá væntanlega bráðlega úr kvikmynd- ahúsinu. Ekki aðeins að myndin er góð, heldur er hún líka smá sýnishron af því hvernig á að búa til góða kvikmynd við fjárhagsleg vanetni. Hér er ekkert óþarfa bruðl: Settin eru fá einsog leikararn- ir, en samt er þetta mynd full af lifi og krafti, einlæg og hlý. Hún er í senn innlegg i kvenréttindabaráttu jafnt sem baráttu gegn öðru óréttlæti, og skemmti- leg athugun á mannlegu eðli. Myndin er um unga ófriða stúlku og baráttu hennar við að koma sér útúr þvi hlutverki (kúguð eiginkona bónda) sem allir ætla henni. - GA. Fiðrildi (Butterfly). Bandarísk. Árgerð 1982. Handrit: Matt Cimber, John Goff. Leikstjóri: Matt Cimber. Aðalhlutverk: Stacy Keach, Pia Zadora, Orson Welles, James Fra- nciscus. I Roller Boogie. Bandarisk. Árgerð 1981. Leik- stjóri: Mark Lester. Aðalhlutverk: Linda Blair, Jim Bray, Beverly Garland. Þetta ku vera diskómynd eins og þær gerast best- ar, en er e.t.v. svolitið seint á ferðinni. Hún fjallar um diskódans á hjólaskautum og baráttu dansar- anna við ósvífna glæpamenn. Ásinn er hæstur (Ace is High). Bandarísk. Að- alhlutverk: Eli Wallach, Terence Hill, Bud Spencer. Grimmdarlegur vestri í spagettistílnum. Endur- [ sýnd. Austurbæjarbíó Rödd dauðans (Eyes of a Stranger) Árgerð 1981. Handrit: Mark Jackson. Leikstjóri: Ken Wiederhorn. Aðalhlutverk: Luaren Dewes, Jennifer Jason. Glæpamynd - kvennamorðingi boðar komu sína gegnum sima. Háskólabíó Hoodwink. Áströlsk. Árgerð 1981. Handrit: Ken Quinnell. Leikstjóri: Claude Watham. Að- alhlutverk: John Hargreaves, Judy Davis. myndin fjallar um fanga sem reyna að leika á fangelsisyfirvöld, i þeim blgangt ao sieppa t Venjulegt fólk... Emil í Kattholti kl. 3 á sunnudaginn. Bíóbær Frankenstein. Bandarisk. Andy Wartiol á sér nokkra aðdáendur hér sem annarsstaðar og þeir fá hér tækifæri að skoða eina afurð hans. Þetta ku vera með allra blóð- ugustu og svæsnustu myndum, cw þeir sem áhuga hafa á sliku fá þvi einnig sitt. Asjösýning- um komast tveir inn á einum miða. Fjalakötturinn Stella. Grísk. Árgerð 1956. Leikstjóri: Michael Cacoyannis. Aðalhlutverk: Melina Mercouri, Georges Foundas, Aleco Alexandrakis. Mynd um konu sem er ákveðin i að halda Qrjáls- raéði sínu aðskildu frá manninum sem hún elskar. Réttarhöldin. (The Trial). Gerð í Frakklandi 1962, byggð eftir sögu Franz Kafka. Leikstjóri: Orson Welles. Aðalhlutverk: Anthony Perkins. Fjallar um Joseph K sem á að leiða fyrir rétt án þess að nokkur sjáanleg ástæða sé fyrir því. Nýja bíó On any sunday (On any Sunday). Banda- rísk mótorhjólamynd sem tekin er á helstu mótorhjólabrautum Bandaríkjanna, Evr- ópu og Japan. twulist Kór Langholtskirkju flytur REQUIEM eða sálumessu eftir W.A. Mozart sunnudaginn 7. nóv. og mánudaginn 8. nóv. kl. 21.00 í Fossvogskirkju. Einsöngvarar enj Ólöf K. Harðardóttir, Elísabet Waage, Garðar Cortes og Halldór Vilhelmsson. Félagar úr Sinfóniuhljóm- sveit Islands leika, konsertmeistari er Michael Schelten. Stjómandi er Jón Stefánsson. Forsala aðgöngumiða er hjá Úrsmiðnum Lækjargötu 2, f Langholtskirkju og við innganginn. Gamla bíó Kirkjukór Akraness og Isl. óperan býður eldri borgurum Reykjavíkur til ókeypis tónleika i Gamla biói á laugardaginn kl. 10.30 f.h. og kl. 13.30. Flutt verða vinsæl innlend og erlend lög við píanóundir- leik Friðu Lárusdóttur. Nokkrir einsöngvarar munu syngja með kómum, en söngstjóri er Haukur Guð- laugsson, kynnir sr. Björn Jónsson. Á tónleikunum verður Þórður Kristleifsson söng- kennari sérstaklega heiðraður og flutt sex lög úr lagasafni hans. Miðana má sækja i bókaverslanir Lárusar Blöndal og Sigfúsar Eymundssonar. Norræna húsift Marta Bene og Mogens Ellegaard halda tónleika á föstudag kl. 20.30 og á sunnudag kl. 20.30. Á efnisskránni verða m.a. verk eftir Per Nörggárd, Thorbjörn Lundquist, Arne Nordheim og Ole Schmidt (föstud.) og P. Frosini, Rimsky Korsak- ow, búlgörsk þjóðlagatónlist o.fl. (sunnud.), jatn- framt því sem þau kynna sögu harmonikkunnar. lönó Nýja kompaniið heldur jasstónleika i I Iðnó á mánudagskvöldið. Leikin verða lög j af plötu bandsins, Kvölda tekur, auk ann- arra laga sem hafa veriö að gerjast undan- | farna mánuði. viMiurMr Norræna húsiö Á laugardaginn kl. 13.30 verður haldið málþing undir heitinu: List og kirkja. Fundarstjóri verður dr. Þórir Kr. Þórðarson prófessor. Björn Björneboe flytur erindi og svarar fyrirspumum og síðan verða almennar umræður. Málþingið er öllum opið, en fulltrúar kirkjunnar, arkitektar, myndlistarmenn og annað listafólk er sérstaklega velkomið. Háskólafyrirlestur Marcela Follette ritstjóri flytur opinberan fyrirlestur I boði heimspekideildar Háskóla Islands sunnu- daginn 7. nóvember 1982 kl. 15.00 i stofu 101 I Lögbergi. Fyririesturinn nefnist „Moral Responsibility in the Practice of Science and Technology: Sel- ected Issues”. Fyrirlesturinn verður fluttur á en- sku og er öllum heimill aðgangur. Mánaðarlegt vísnakvöld vísnavina verður í Þjóðleikhúskjallaranum á mánudagskvöldið og hefsl kl. 20.15. Gestir kvöldsins verða Magnús Þór Sigmundsson með plötu sina Drauma alda-. mótabarnsins, Háltt í hvoru, Karl Esrason og Stormskersflokkurinn og Aðalsteinn Ásberg Sig- urðsson sem les úr Ijóðabók sinni Fugl. Og auðvit- að er öllum velkomið að troða upp með gítarinri eða hvað sem þeir kunna að hafa í pokahominu. Hópur dansara, jóðlara, hljóðlæraleikara og söngvara frá Týról skemmtir norðanlands og sunnan um helgina. Hópurinn kemur á vegum Flugleiða og verður á Akureyri i dag, föstudag, á Esjubergi i hádeginu á laugardag, þar og á Breiðvangi annað kvöld og á sunnudagskvöld verður heilmikil skiðahátiö á Breiðvangi.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.