Helgarpósturinn - 05.11.1982, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 05.11.1982, Blaðsíða 10
10_____________________________________ Ómagar og utangarðsfólk í Reykjavík: Föstudagur 5. nóvember 1982 Jpésturinn Fæstir eiga sök á eigin fátækt Það má til dæmis minna á, að uin aldamótin 1900 rann meira en helmingur af samanlögð- um útgjöldum sveitarfélaga til fátækramála- meðan u.þ.b. fjórðungur fór tii vegamála og skólamála. Þess verður líka að gæta, að á þessu tíma- bili sem er viðfangsefni mitt var það slík niðurlæging að biðja um fátækrastyrk, að fólk fór ekki á stúfana að biðja urn slíkt fyrr en allar aðrar bjargir voru bannaðar. Fólk var raunverulega orðið stórskaðað bæði lík- amlega og andlega eftir langvarandi sult. Saga hinna sögulausu eftir Þorgrím Gestsson myndir: Jim Smart Þótt fólki sé alltaf kennt sjálfu um fátækt þess er það samt staðreynd, að a.m.k. um 90% þeirra fátæku gátu ekki gert að þessu. Þeir einir sem gátu sjálfum sér um kennt voru óreglumenn, en þeir voru mjög fáir ef marka má niðurstöðu milliþinganefndar sem athug- aði þessi mál á árunum 1902-1905. Megin- hluti fátækra var þá aldrað fólk eða börn undir 16 ára aldri, sjúklingar og talsverður hópur fólks með of þung heimili. Þessu fólki er nú hjálpað með almanna- tryggingum, en það má segja, að samfélög fyrri alda hafi ekki þekkt nein betri úrræði en að gera fátæktina að niðurlægingu. Það var svipt stjórnmálalegum og félagslegum rétt- indum og stjórnvöld gátu skipað því hvert á land sem var í vist. Það var ekki fyrr en eftir 1935 að það kemst á, að styrkur frá sveitarfé- lögunum skyldi ekki rýra kosningarétt fólks. Á kreppuárunum voru stundum hreinlega gerðar um það samþykktir á sellufundum hjá Kommúnistaflokknum í Reykjavík, að ákveðið fólk skyldi ná í fátækrastyrkinn sinn þótt það kostaði að það tapaði kosningarétt- inum.“ Meiri þjóðarsaga - Má segja, að þetta sé róttæk sagnfræði? „Það er erfitt að flokka þetta beinlínis sem róttæka sagnfræði. Þó má segja, að hún sé að því leyti róttæk að hún er fráhvarf frá þeirri sögu sem fyrst og fremst hefur verið skráð hér á landi hingað til. Samt eru þeir nokkrir sagn- fræðingarnir sem hafa fengist við sagnaritun af þessu tagi og kannað sögu vinnuhjúa á íslandi, læsi á fslandi á 18. öld og þróun fólks- fjölda síðustu aldir. Ég vona að þessi tegund sagnfræði sé að því leyti róttæk að hún fái fólk til að fá meiri áhuga á kjörum fólks í landinu en áður og sagan verði meiri þjóðarsaga en sú saga sem leggur mesta áherslu á stjórnmála- menn og aðra framámenn. Cand. mag.-ritgerð Gísla Ágústs Gunnlaugssonar sem varð að bók með mergjaðri lýsingu á fátækramálum í Reykjavík Þetta framlag mitt er í Jressum skilningi róttækt svar að sumu leyti. Egfjalla þarna um þjóðfélagsaðstæður sem við verðum að muna eftir. Velferðarþróunin hefur verið svo hröð, að enn þann dag í dag eru líklega í hverri einustu fjölskyldu þekkt dæmi urn fjölskyldu- meðlimi sem hafa orðið að leita á náðir sveitarstjórna um fátækrastyrk um og fyrir aldamót." - Hvað tekur þú þér næst fyrir hendur - verður framhald á slíkri sagnfræði? „Ég reikna með því að mér takist að ljúka á næsta ári báðum verkefnunum sem ég vinn við núna og veit ekki hvað tekur við. Þó hef ég kannski hugsað mér að snúa mér að sögu fjölskyldunnar á 19. og 20. öld“, segir Gísli Ágúst Gunnlaugsson sagnfræðingur að lokum. Og þá er bara eftir að vita hvernig almenn- ingur á íslandi tekur sögu alþýðu fyrri tíma. Að sjálfsögðu eru allir Islendingar komnir af konungum og öðrum höfðingjum að lang- feðgatali. Til þeirra getum við rakið ættir okkar svo óyggjandi sé, flest meira að segja í beinan karllegg. En flestir þeir sem hafa þraukað í landinu í þúsund ár við hörð kjör og ill oft á tíðum tilheyra sauðsvörtum almúganum sem svo er nefndur. Kjör á borð við það sem J. Ross Browne lýsti eftir íslandsferð sína 1862 og brot er birt úr hér á síðunni. Ætli það séu ekki slík kjör sem við nútíma fslendingar sækjum manndóm okkar í - ef hann er einhver orð- inn." Við bíðum með óþreyju eftir samantekt Gísla Ágústs Gunnlaugssonar um líf og kjör þessara ættmenna okkar. og utangarðsfólk, Fátækramál í Reykjavík 1786-1907“, sem Sögufélag í Reykjavík gefur út um miðjan nóvember í samvinnu við Reykjavíkurborg, og verður fimmta bindi í Safni til sögu Reykjavíkur. „í þessari bók tengi ég sögu fátækra Reykvíkinga, vaxt- arbroddi bæjarins og reyni að lýsa kjörum þessa fólks með ákveðnum dæmum meðal annars tilvitnunum í bréf þess til yfirvalda“, segir Gísli í samtali við Helgarpóstinn, en hann er um þessar mundir búsettur í Þýskalandi þar sem hann vinnur að rannsóknum á sögu Skaftáreldanna á vegum Sagnfræðistofnunarinnar og samnorrænu verk- efni sem kallast miðstjórnarvald og héraðssamfélög á 18. öldinni. Hús í Reykjavík árið 1862. Teikning úr bókinni íslandsferð J. Ross Browne 1862. Fátækt í Reykjavík árið 1862 - eins og það kom J. Ross Browne fyrir sjónir í báðum endum bæjarins eru litlar þyrpingar torf- kofa þar sem fiskimenn og fjölskyldur þeirra búa eins' og kanínur í holum. Það vekur undrun ferðalangs, sem gægist inn í hin fúlu, gleðisnauðu greni er þetta vesalings fólk hírist í, að það skuli ekki vera étið af sniglum eða látast úr gigt. Fiskslor og reykur er í bland við græna mygluna á steinunum, andstyggilegar sníkjujurtir teygja sig niður veggina og vatnspollar eru í stað ábreiða á gólfunum. Jörðin er undir því og ofan á og dagsljósið á ekki auðvelt með að smjúga inn um gluggaborurnar. Þegar tillit er tekið til loftslagsins rná telja að bjóragreni og greifingjabæli í Kaliforníu séu konunglegir bústaðir í samanburði við hin ömur- legu hreysi þessara íslensku fiskimanna. Sú saga sem okkur hefur verið kennd hingað til, íslands- saga eða mannkynssaga, er að mestu saga höfðingja og efnamanna, stjórnmálamanna, presta og annarra yfirstétt- armanna. Fáir sagnfræðingar hafa haft áhuga á sögu al- þýðunnar, hvað þá þeirra fátækustu meðal hennar, þurfa- fólksins, fátæklinganna. Án þeirra hefði þó varla nokkur saga orðið til. Undanfarinn áratug eða svo hefur áhugi sagnfræðinga þó vaknað á alþýðu fyrri tíma, lágstéttunum, þótt verk þeirra hafi hingað til ekki vakið mikla athygli meðal alþýðu okkar tíma. Einn þessara sagnfræðinga af þessari síðustu kynslóð er Gísli Ágúst Gunniaugsson. Hann er einmitt þessa dag- ana að leggja síðustu hönd á bók sem hann nefnir „Ómaga Tildrög þess, að Gísli tók sér fyrir hendur sögu fátæks fólks voru þaú, að félagssaga var stór hluti af sagnfræðinámi hans í Englandi, en meðal sagnfræðinga þar ríkir mikill áhugi á sögu einstakra stétta. „I íslandssögunni er fátækasta fólkinu lítið sinnt, og þegar kom að því að ég veldi mér efni til cand. mag-prófs ákvað ég að fara út í að nota þá aðferðafræði sem ég kynntist úti til að kanna sögu þess. 5 - 15% fátækir Það má teljast víst, að alla tíð, allt frá þjóðveldisöld hafi 5-10 prósent þjóðarinnar verið efnabændur og stjórnmálamenn en 5- 15 prósent fátæklingar. Þeir hafa aldrei komst í söguna og vinnuhjú hafa ekki átt sér skráða sögu heldur. Þetta er allt fólk sem hefur fallið utan íslandssögunnar fram að þessum tíma“, segir Gísli Ágúst Gunn- laugsson. I samráði við Jón Guðnason dósent við Háskóla íslands hafði hann viðað að sér efni um fátækramál, og árangurinn varð ritgerð um fátækramál á íslandi á árunum 1870- 1901, sem síðan birtist árið 1978 í Sögutíma- riti Sögufélagsins. „Þegar ég hafði lokið við ritgerðina var ég oröinn svo spenntur fyrir efninu, að ég ákvað að skrifa cand. mag.-ritgerð um fátækramál og beina rannsókninni að einu byggðarlagi. Ég valdi Reykjavík, en þótt hún sé mið- punkturinn er í hverjum kafla samanburður á kostnaði vegna fátækraframfæris og fjölda þurfamanna við það sem annarsstaðar gerð- ist á landinu. Þannigheld égástandinu íheild í bakgrunninum. Kandidatsritgerðin náði frá 1786-1847, en síðan hef égendurskoðað hana og aukið þannig að þessi bók nær til 1907“. - íslendingar eru sólgnir í allt sem heitir þjóðlegur fróðleikur. En þarna er um að ræða prófritgerðir í háskóla; telur þú að þessi bók muni höfða til almennings? „Það ætla ég að vona. Einmitt í því skyni nota ég bein dænii af fólki til að lýsa högum þess, sterkar og lýsandi endursagnir af bréfum þess til yfirvalda með beiðnum um fátækrastyrki og jafnvel orðréttar tilvitnanir þar sem það lýsir öllum kringumstæðum sínum og lýsingar fátækranefndanna. Ég hika ekki við að nota nöfn fólksins þótt það geti verið viökvæmt mál fyrir suma, því þarna er um að ræða afa og ömmur, jafnvel foreldra núlifandi fólks. En auk þess sem þetta er sagnfræði er hug- myndin að þetta veiti innsýn í bæjarbraginn og þær þjóðfélagslegu aðstæður sem ríktu á 19. öld.“ Mikið af heimildum - Hvernig gekk gagnaöflun um þennan minnihlutahóp samfélags okkar, sem á sér enga opinbera sögu? „Víða annarsstaðar er gagnasöfnun um þetta fólk erfið. Almenningur skilur yfirleitt ekki eftir sig neinar menjar og fólkið sjálft hefur minnstan áhuga af öllum að skilja eftir sigeitthvað handa afkomendunum. En þegar ég vann að þessu verki um fátæktarmál í Reykjavík komst ég yfir svo mikið af heimild- um, að ég varð að velja og hafna vegna þess hvað heimildirnar eru miklar. Hér á landi eru varðveittir nafnalistar, manntalsskrár, prestsþjónustubækur, sókn- armannatöl og töluvert fullkomin manntöl allt frá árinu 1703 og hreppabækur frá seinnihluta 18. aldar sem auðvelda mjög fé- lagssögulegar rannsóknir. Auk þess eru líka ákaflega lýsandi dæmi og ríkulegar lýsingar í þessum bréfum sem ég nefndi, bæði frá fólk- inu sjálfu og sveitarstjórnum á högum og að- stæðum fólks og Iýsingar útlendinga sem hafa skrifað um heimsóknir sínar til landsins. Það má segja að við séum ákaflega heppin að eiga svona mikið af heimildum um alntenning, meira en gerist annarsstaðar." - Hver er svo niðurstaðan? Hvernig var ástandið á tímum kynslóðar afa og ömmu - og langafa og langömmu sumra? „Það var oft á tíðum vægast sagt hörmu- legt. Þess verður að gæta, að fátækramál hafa verið annasamasta verkefni stjórnvalda á ís- landi allt frá þjóðveldisöld fram á þessa öld.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.