Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 05.11.1982, Qupperneq 16

Helgarpósturinn - 05.11.1982, Qupperneq 16
Allsherjar frík Nafnið Minnir nafnið Allsherjarfrík þig á eitthvað? Ef svo er ekki, þá er tími til þess kominn... Af því að við erum nú ísfirðingar í húð og hár (hm) finnst okkur ekki annað tilhlýðilegt en að taka viðtal við ísfirska hljómsveit. Og þar sem hljómsveitin Allsherj- arfrík hefur komið fram á tón- leikum hér í höfuðborginni (þegar þetta blað kemur út) þá drösluðum við helmingnum af sveitinni, Bjarna Brink söngvara og Kristni Níelsar gítarleikara upp á Helgar- póst og spurðum þá nokkurra staðlaðra spurninga. Af hverju stofnuðuð þið hljóm- sveit, strákar? Kristinn: Tja.. Þörf fyrir útrás. Frægð Langaði ykkur ekkert til að verða frægir? Bjarni: Mann langar alltaf til að verða frægur þangað til maður er orðinn það. Hvernig er tilfínningin að vera að fara að spila fyrir fólk scm þið hafið ekki hugmynd um hvernig tekur ykkur? Bjarni: Virkilega spennandi. Ja, sviðskrekkurinn heltekur mig 5—10 mín. fyrir hljómleikana... Kristinn: ...en skreppur saman í fyrsta laginu. Hvað eruð þið búnir að spila lengi saman? Kristinn: U.þ.b. eitt ár. En hug- myndin er tveggja ára. Bjarni: Þriggja. Hvernig varð nafnið til? Bjarni: Já, nafnið. Bæði það að svona nafn getur orðið vinsælt, svo er það táknrænt fyrir okkur sem fyrstir starfa á ísafirði eingöngu á tónleikagrundvelli. Pólitík Hvar standið þið í pólitík? Bjarni: Ég er á móti þessari hreppapólitík á íslandi. Kristinn: Hægri öfgamaður (hlær). Bjarni: Hann er afturhaldssvín, skrifiði það... hahaha (o.s.frv...) Viðhorf ykkar til vímugjafa? Bjarni: Erum á móti lími og svo- leiðis ógeði... Kristinn: ...en það er fyrst og fremst mál einstaklingsins. Hver er virkilega hjálparþurfi í þjóðfé- laginu? Konur og karlar Af hverju haldiði að það sé meira um karlmenn í tónlistarbrans- anum? Bjarni: Þeir eru haldnir meiri sýniþörf, frjálsari. Kristinn: Munurinn liggur i eðli og uppeldi.. Bjarni:... Rétt, rétt. Hvað um kvenréttindamálin? Bjarni: Meðan ég er ekki giftur rauðsokku þá er allt í lagi. Trú? Báðir: já, já, við trúum á guð. Bjarni:.. og hugarorkuna Kristinn:.. og eigin hæfileika, ég . er á móti fóstureyðingum, þið meg- ið skrifa það. Eigið þið ykkur eitthvert mottó? Bjarni: Láta sér líða vel, held það eigi við um alla. Kristinn: Ég lifi eftir því, að maðurinn er alltaf einn. Og einhver spök lokaorð? Bjarni: Við viljum agressívheit! Kristinn: Vona að ég geti ávallt verið sjálfum mér samkvæmur. Við þökkuðum þeim þar með pent fyrir komuna og hentum þeim út. Hrönn og Svanhildur Viðtökur Plata? Er í bígcrð að gefa út plötu? Bjarni: Er það ekki draumurinn Kristinn? Kristinn: Jú, það er takmarkið, en við verðum að vera ánægðir með efnið áður en við þrykkjum því í plast. Við erum í raun og veru tónleikagrúppa. Bjarni: og hugsjónamenn. Plöt- ur eru svo dýrar á íslandi í dag að það er eiginlega betra að ná til fólksins með tónleikahaldi. Hversu lengi haldið þið að þið eigið eftir að tóra? Bjarni: Eins lengi og við höfum áhuga. Kristinn: Svo framarlega sem maður hefur þessa útrásarþörf sem mirinst var á í upphafi. Hvernig tónlist? Hvernig viljið þið flokka tónlist ykkar? Bjarni: Hrátt og hratt rokk. Við erum allir mjög ólíkir innbyrðis í sambandi við tónlist. Kristinn: T.d. held ég mikið upp á sígilda tónlist. Bjarni: En ég held upp á erlenda og innlenda nýbylgjutónlist. Hver semur lög og texta? Kristinn: Bjarni semur alla texta, en lögin koma út í einni sjálf- stæðri heild, hjá hljómsveitinni. Hvar hafíð þið komið fram? Bjarni: Við höfum komið fram nokkrum sinnum á ísafirði og einu sinni á Núpi. Hvernig voru viðtökur og að- sókn? Mjög góðar viðtökur og aðsókn |nest 150manns, en þá varðlíka allt brjálað. Boðskapur? Við semjum dálítið af anti- textum. Reynum að terrorisera fólk, köllum fram viðbrögð með því að semja texta sem eru vilhallir einhverju efni á mjög öfgafullan hátt, þó við séum á móti því. „Kjarnorka" er einmitt gott dæmi um þetta. Við syngjum „Kjarnorka er gjöf til mannsins til að leysa sín vandamál, kjarnorka er bjargvætt- ur mannsins til að draga úr offjölg- un“. Kristinn:Erumfyrst ogfremst mótmælendur. Bjami Brink og Kristinn Ní- eisar, meðiimir Allsherjar- fríks Umsjón: Hrefna Haraldsdóttir og Jóhanna Þórhallsdóttir er sitja fast í mér og gera þetta kvöld eftirminnilegt. Tiltekt Jæja þá kæru lesendur: Þá er komið að lokapunktinum í frásögn minni af leiðangrinum góða. Þeir dagar er nú gengu í hönd eftir ánægjulega tíma í kortagerð- inni gengu aðallega út á tiltekt og öllu er því fylgdi, s.s. næturvarsla á gámum og fleira í þeim dúr. Varðeldur Síðasta sameiginlega kvöldið er við vorum í Angmagsalik var kveiktur varðeldur og smakkað á selkjöti og í fyrsta sinn í ferðinni fengum við ferskar kartöflur. En það verð ég að segja að ekki var þetta skemmtilegasti varðeldur sem ég hef verið við, en eins og Hingað... Hingað til lands var flogið á mánudegi og þriðjudegi en til Bret- lands á fimmtudegi. Þessir dagar voru óspart notaðir til sundferða enda ekki búin að njóta heita vatnsins í 7 vikur, eingöngu þvegið sér úr ísköldu vatni er þarna rann undan jöklum. Einnig var farið með hópinn hina venjulegu túrista- leið (Gullfoss, Geysir og Hvera- gerði). Ólafur forstöðumaður í Tónabæ á þakkir skildar fyrir góð- an samstarfsvilja við hina órólegu en þó langþreyttu Breta, og ekki má gleyma að minnast á plötusnúð- inn sem sá um að halda dúndrandi diskótek og mátti líkja liðinu við beljur sem hleypt er út á vorin, svo mikil voru lætin og ánægjan er þá ríkti. Dúndrandi diskó Og svona í leiðinni langar mig að skjóta þökkum inní til Rafha er góðfúslega lánaði okkur eldavéla- hellur og komu þær sér mjög vel. Og fyrst ég er byrjaður á þökk- um ætla ég að endurtaka þakkir mínar til HP fyrir að hafa valið mig í ferðina. S.B., J.P. Guðjóni og Ragnari Guðleifs færi ég góðar þakkir fyrir þá styrki er ég hlaut frá þeim. En þá er komið að spurning- unni hvort svona lagað borgi sig raunverulega því óneitanlega var þetta dýrt. Var þetta eitthvað meira en bara ævintýra- og skemmtiferð? Þessum og fleiri álíka spurningum varpa ég fyrir róða og stend fastur á því að þessi ferð hafi svo sannarlega borgað sig. Ferð sem borgaði sig Jók hún til dæmis til muna skiln- ing minn á Bretum og þá ekki síður Grænlendingum, svo voru einnig í þessari för ítalir, Ástralir, Dani og Kanadabúar. En ég held að það sé vissara fyrir mig að stoppa nú því ég er að fara út á háskalega braut sem ég veit að ég mun aldrei geta klárað hér í þessum pistli, en eins og gefur að skilja þakka ég bara fyrir birting- una og bið að heilsa öllum. Sigurður. Hæ æðislegi Suðari: Við erum svo spældar yfir viðtalinu við Bjögga. Hann kvartar yfir því að það sé svo mik- ið skrifað um ungu grúppurnar og að það sé samt ekkert að gerast hjá þeim. Við erum gapandi út af þessu. Er Bjöggi að meina að allir hljómleikarnir sem hafa verið séu sjónhverfingar hjá blöðunum eins og Melarokk og Risarokk og Rokkhátíðin mikla í Austurbæ- jarbíói og Hótel Borg og UPP Bjöqgi afbrýðisamur út í Bubba?? ...og við þökkum Sigurði fyrir þessa skemmtilegu pistla og biðjum hann vel að lifa. OG NIÐUR og við gleymum ábyggilega helmingnum. Hefur Bjöggi trú á að myndin Rokk í Reykjavík sé plat og að bestu hljómsveitirnar hafi aldrei verið til, eins og EGÓ, Þeyr, Purrkur- inn, Baraflokkurinn, Vonbrigði, Q4U og margar aðrar eða að nýbylgjubúðin Stuðbúðin sé ekki til? Bjöggi vill kannski líka meina að óskalagaþættirnir séu að ljúga þegar þeir segja að EGÓ sé lang- samlega vinsælasta hljómsveitin. Ætli Bjöggi sé ekki bara afbrýði- samur eins og þegar hann segir: „Sannaðu til, það verður ekki langt þangað til litla Björk verður sett til höfuðs Röggu'Gísla.“ Af hverju á að setja Björk til höfuðs Röggu þegar Ragga er skapandi í tónlist eins og Björk, þó hún syngi stundum skallapopp. Bjöggi skilur ekki að Bubbi var settur til höfuðs honum. Það var af því að Bjöggi studdi dautt og gelt skallapopp eins og hann gerir ennþá. Áður en Bjöggi rífur næst kjaft ætti hann að reyna að skilja hvað Bubbi meinti þegar hann söng: Ég er löggiltur öryrki, hlusta á HLH og Brimkló ég er löggiltur öryrki, læt hafa mig að fífli, styð markaðinn. Okkur finnst að Helgarpósturinn eigi frekar að hafa viðtal við Bubba eins stórt og skallapopparann. Svo þökkum við fyrir frábæran Stuðara og óháða vinsældalist- ann, þið mættuð líka hafa viðtal við Q4U. Dóra og Ása PÚSTUR OG SlMI:

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.