Helgarpósturinn - 05.11.1982, Page 22

Helgarpósturinn - 05.11.1982, Page 22
22 Föstudagur 5. nóvember 1982 Jj&sturinn ./\ alþingi íslendinga ríkir nú undarlegur andi. Þar er allt slétt og fellt á yfirborðinu, - mál eru lögð fram, rædd og greidd um þau atkvæði. Nefndarfundir og þingflokksfundir eru haldnir alveg eins og venjulega. Menn koma úr héraði til að ræða við þingmenn sína. Á göngum spekúlera menn og bpllaleggja. En undir niðri nagar óvissan. I samtölum Helgarpóstsins við þingmenn allra flokka í gærdag kom fram að eitt orð lýsir betur en önnur stöðunni í íslenskum stjórnmálum í dag; Óvissa. Enginn veit hvað kemur til með að gerast á næstu vikum eða mánuðum, jafn- vel ekki á næstu dögum. Menn leika sér að því að spá í ýmsar áttir, - en gefa sér þá Þóáyfirborðinuséalltmeð felldu, er Alþingi nánast óstarfhæft. Upplausn og óvissa um ófyrirsjáanlega framtíð ákveðnar forsendur og fá dæmið til að ganga upp í samræmi við þær forsendur. Á þinginu kemur þessi óvissa fram. Þótt þar sé allt slétt og fellt og líti þokkalega út, kemur í ljós að þau mál sem þar er verið að flytja eru alls ekki málin sem ríður á að leysa. Eins og Magnús H. Magnússon, varaformað- ur Alþýðuflokksins, sagði þá er hægt að ná samstöðu um minniháttar málin nú sem endranær, frumvörp um málefni aldraðra, og ýmsar félagslegar úrbætur. En menn þora ekkert að snerta á þeim málum sem allir eru þó að hugsa um. Enginn veit hvenær bráða- birgðalögin verða lögð fram, og fjárlaga- frumvarpið þýðir heldur ekkert að leggja fram við núverandi aðstæður, því þó hægt væri að koma því í gegnum sameinað þing, þá þurfa fylgifrumvörpin nauðsynlega að leggjast fyrir báðar deildir og í neðri deildinni er lokuð leið, sem kunnugt er. „Ætli flestir séu ekki að huga að því hvað komi þeim sæmilega“, sagði Davíð Aðal- steinsson þegar hann var spurður um stöðuna. „Ætli málum verði ekki þvælt eitthvað áfram", bætti hann við.„En þetta er að mörgu leyti leiðindaástand - þóf og óvissa og menn vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga þyngra. Þessi óvissa hlýtur að valda upplausnaranda, og það er einmitt sá andi sem einkennir þingið“. Ekki eiga stjórnmálamenn aimennt von á að mikið komi útúr viðræðum þeim sem eiga sér stað milli stjórnar og stjórnarandstöðu um þessar mundir. Geir Hallgrímsson hefur nú þegar lýst því yfir að þær viðræður séu tilgangslausar með öllu, en Kjartan Jóhanns- son telur hinsvegar rétt að gefa ríkisstjórn- inni tækifæri enn um sinn, þó hann segi sjálf- ur að hlutirnir gangi mjög hægt og að stjórnin hafi hlutina engan veginn á hreinu í þessum viðræðum. Reyndar sagðist líka Magnús Magnússon ekki trúa öðru en þingmenn gætu komið sér saman um eitthvað sem gerir svip- að gagn og bráðabirgðalögin, en frekar vildi hann ekki ræða þá möguleika. Þeir þingmenn sem Helgarpósturinn hafði Reagan forseti lætur að sér kveða á kosningafundi í Richmond. Bandarísku kosningarnar færðu demókrötum stöðvunarvald Verðbréfamarkaðurinn í Wall Street tók fjörkipp.þegar úrslit bandarísku þingkosn- inganna lágu fyrir. Velta jókst og verð hlutabréfa náði nýju hámarki. Kauphallar- fréttariturum ber saman um, að undirrót þessarar sveiflu á kauphöllinni sé fullvissa viðskiptamanna um að kosningaúrslitin tryggi að Reagan forseti verði að leita mál- amiðlunar við stjórnarandstöðuna í efna- hagsmálum og fjármálum til að koma frum- vörpum gegnum þingið, og sú staða sé lík- lega til að rétta við lasburða atvinnulíf Bandaríkjanna. Kosningarnar snerust fyrst og fremst um efnahagsstefnu Reagans, sem hann fékk samþykkta fyrirstöðulítið á fyrsta stjórnar- ári sínu, vegna þess að meirihluti stjórnar- andstöðuflokks demókrata í Fulltrúadeild þingsins var ekki meiri en svo að forsetanum nægði að vinna á þriðja tug þingmanna úr þeirra röðum á sitt band til að koma málum fram á þingi. f kosningunum á þriðjudaginn bættu demókratar við sig 25 fulltrúadeildar- sætum, og það ætti að tryggja flokksforustu þeirra tök á deildinni og þar með stöðvun- arvald gagnvart forsetanum. En fleira kemur til sem veikir stöðu Reag- ans gagnvart þinginu. Kosningaúrslitin sýna að reynsla kjósenda af stefnu hans hefur orðið til að efla stjórnarandstöðuna hálfu meira í fulltrúadeildinni en nemur meðal- talssveiflu flokki ríkjandi forseta í óhag í kosningum á miðju kjörtímabili hans. Verð- ur það vafalaust til að gera flokksmenn Re- agans stirðari í taumi við hann en áður. Þar á ofan náðu kjöri nokkrir frambjóðendur úr hópi repúblikana, sem háðu kosningabar- áttu á þeim grundvelli að þeir væru andstæð- ir stefnu forsetans og myndu beita sér fyrir breytingum á henni. Hins vegar reyndist þeim repúblikönum hættast við falli, sem gengið höfðu fram fyrir skjöldu og lýst holl- ustu við Reagan og stefnu hans í hvívetna. I Oldungadeild þingsins hafa repúblikan- ar óbreyttan meirihluta, og er það lakari útkoma fyrir demókrata en þeir höfðu gert sér vonir um. Að vísu voru hverfandi litlar líkur á að stjórnarandstöðuflokknum tækist að ná meirihluta í deildinni. Þar kemur aðeins þriðjungur sæta til kjörs á tveggja ára fresti, svo sex árum eftir mikinn kosninga- sigur á sá flokkur sem hann vann miklu meira á hættu en sá sem þá varð undir. Úrslit kosninganna 1976 voru demókrötum svo hagstæð, að nú í ár áttu þeir 21 öldunga- deildarsæti að verja en repúblikanar aðeins 11. Samband við í tengslum við þessa grein voru á svipaðri skoðun og Davíð hér að framan. Að málum yrði þvælt eitthvað frameftir vetri, og síðan yrði kosið eftir áramót. Um örlög bráðabirgðalaganna treysti enginn sér til að spá. Þetta ástand, eins og því hefur verið lýst hér að framan, er allt annað en skemmtilegt; um það. voru þeir sammála. Gallinn virðist bara vera sá, að við því er ekkert að gera. Stjórnarandstæðingar segja að ríkisstjórn- in sitji nú til þess eins að sitja, að hún sé óskapnaður sem ekki geti stjórnað landinu. En stjórnarsinnar, t.d. Ölafur Ragnar Grímsson, benda á - þótt hann viðurkenndi fúslega að stjórnin ætti erfitt um vik vegna þess að meirihlutinn á þingi væri ótraustur - að ef stjórnin færi frá, þá tæki ennþá verra við. Sem er nokkurra mánaða kosningabar- átta og stjórnarmyndunarviðræður. Spurn- ingin snerist um það hvort væri betra að hafa enga stjórn, eða þá sem situr. Inní þetta blandast svo stjórnarskrármálið. Nú er sýnt að um kjördæmaskipan muni nást samkomulag á næstunni. Það sem á vantar er í rauninni bara „deadline“, þ.e. ákveðin tímatakmörk. Eins og staðan er í dag eru kosningar þau tímamörk. Þannig þykir ljóst að ef kosningar verða ákveðnar eftir áramótin, sem allir virðast orðnir sammála um, þá muni takast að ljúka við stjórnar- skrármálið. Það er því önnur aðalástæða þess að ríkisstjórnin mun sitja framyfir áramót. Einn maður hefur öðrum fremur stjórnað þessari atburðarás - Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra. Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt. En einhvernveginn hefur þróun mála orðið þannig að hann ræður nánast al- veg hraða atburðarásarinnar og í stórum dráttum hver hún er. „Gunnar ræður í krafti þess að Alþýðubandalagið og Framsóknar- flokkurinn þora ekki að rjúfa ríkisstjórnar- samstarfið", sagði Magnús Magnússon. Og einn þingmaður stjórnarinnar sagði að eigin- lega væru þessir flokkar í gálganum, og að Gunnar réði því hvað þeir héngju þar lengi. Davíð Aðalsteinsson benti hinsvegar á að það væru þessir tveir flokkar, Framsóknar- flokkur og Alþýðubandalag, sem legðu hon- um til efniviðinn. „Hann hefur ráðið býsna miklu, þvf er ekki að neita. Honum virðist lagið að höfða til þeirra hluta í sálum hinna flokkanna sem fá þá til að lúta ætlunum hans. En hann hefur auðvitað ekki sýnt neina vald- níðslu. Hann er forsætisráðherra ríkisstjórn- ar sem þessir flokkar eiga aðild að.“ að hefur verið einkenni á ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen að deilur innan hennar hafa farið lágt. Ríkisstjórnin hafði að því leyti víti til varnaðar, sem var ríkisstjórn Fram- sóknarmanna, Alþýðubandalagsmanna og Alþýðuflokksmanna, því þar logaði allt í ill-. deilum. Ríkisstjórn Gunnars hefur að vísu stundum verið lengi að taka ákvarðanir, en á yfirborðinu að minnsta kosti hefur sam- komulagið verið gott. Nú þykjast ýmsir sjá verulega breytingu þar á. Vaxtamálið er sjálfsagt besta dæmið um það, því um það virðist verulegur á- greiningur og sá ágreiningur hefur náð inná síður dagblaðanna. Niðurstaða allra þessara spádóma er því líklega sú að óvissan sem ríkt hefur í íslensk- um stjórnmálum um nokkurra vikna skeið, eða allt frá því að Eggert Haukdal gaf út yfirlýsingu sína, muni halda áfram. Bráða- birgðalögin munu ekki verða rædd á þingi, en ákvæði þeirra taka gildi fyrsta desember. Einhverntíma fyrir jólin mun verða ákveðinn kosningadagur á fyrstu mánuðum næsta árs - en þangað til ríkir sundrung og óvissa. Þó allir vilji hið gagnstæða. Á skákmáli heitir það pattstaða. IfMNLEISiD VFIRSVIM CD! dvm riðju þýðingarmestu kosningarnar snú- ast um embætti fylkisstjóra. Þar unnu dem- ókratar mikinn sigur, bættu við sig að minnsta kosti sjö fylkisstjórum í þeirn landshlutum sem efnahagskreppan hefur leikið harðast á austurströndinni og í miðvesturfylkj unum. Afdrifaríkust fyrir framvindu bandarískra stjórnmála verða þau áhrif sem kosningaúrs- litin hafa á stöðu Reagans í flokki hans. Ekki fer milli mála að í síðustu forsetakosningum skírskotaði Reagan til kjósenda langt út fyrir hefðbundið fylgi repúblikana. Margir fram- bjóðendur þeirra áttu kjörfylgi hans kosn- ingu sína að þakka. Af þessu stafar, hversu auðvelt forsetanum hefur reynst að stýra flokki sínum á þingi fyrri hluta kjörtíma- bilsíns. Nú er kjörtímabil Reagans hálfnað. Mað- urinn er á 72. ári, og yrði kominn á 78. ár í forsetaembætti, ef annað kjörtímbil bættist við. Svo hár aldur forseta Bandaríkjanna á sér ekkert fordæmi. egar Reagan var tilnefndur forsetaefni, gerðu margir áhrifamanna í flokki hans ráð fyrir að aldurs vegna léti hann sér nægja eitt kjörtímabil á forsetastóli. Eftir því sem líður á kjörtímabilið, gætir þess meira og meira, að Reagan lætur í ljós tilhneigingu til að sækjast eftir framboði í annað sinn. Ekkert er enn hægt að fullyrða um, hver alvara fylg- ir vísbendingum í þessa átt. Bandaríska stjómkerfið er þannig úr garði gert, að ríkj- andi forseti hlýtur að draga það sem lengst fram eftir kjörtímabili, að gera uppskátt að hann ætli ekki að gefa kost á sér til endur- kjörs. Eftir slíka tilkynningu er vald hans yfir flokki sínum þorrið að mestu, því þing- menn þurfa þá ekki lengur að taka sama tillit til forsetans og áður, hvorki í því skyni að koma málum kjördæmis síns fram hjá ríkis- stjórninni né vegna þess að í hlut á merkis- beri flokks þeirra í komandi kosningum. Mikla athygli vakti í Washington, hversu áfjáður Reagan reyndist til þátttöku í kosn- ingabaráttunni að þessu sinni. Gekk hann þar mun lengra en fyrirrennarar hans, og var síðustu vikur kosningabaráttunnar næstum að staðaldri fjarverandi úr höfuðborginni á kosningaferðalögum. Að nokkru er þetta skýrt með því, að leikarinn gamli kann miklu betur við sig á ræðupalli og í sviðsljósinu frammi fyrir fagn- andi áheyrendaskara en yfir stjórnarskjöl- um við skrifborðið í Hvíta húsinu. Þyngra kann þó að vega, að Reagan hafi viljað sýna flokkssystkinum sínum fram á, að lýðhylli eigi hann óskerta og hún geti riðið bagga- muninn í kosningum. Hafi þessi verið megintilgangurinn með kosningaferðalögum forsetans, er vandséð hvort hann hefur náðst. Reagan forðaðist að mestu fólksflestu fylkin, þar sem úrslit forsetakosninganna ráðast. Hann lét til að mynda ekki sjá sig í Kaliforníu, heimafylki sínu, og er haft fyrir satt að fram- bjóðendur repúblikana þar hafi ekki kært sig um komu hans. Flestallar kosningaræðurnar flutti Reagan í strjálbýlum fylkjum á sléttun- um miklu og í Klettafjöllum, í heimkynnum kúrekanna, þar sem vinsældir hans eru hvað mestar. Einhver bið verður á að repúblikanar geri upp við sig, hvort nærvera Reagans á þess- um slóðum hafi haft þau áhrif á kosningaúr- siitin þar, að skipt hafi sköpum fyrir flokk þeirra. Niðurstaðan af slíku mati mun ráða nokkru um viðhorf þeirra til framboðs Reagans til nýs kjörtímabils forseta. Meira veltur þó á hver framvindan verður í bandarískum efnahagsmálum. 1 fjöl- miðlum og á kosningafundum hamraði Reagan á því að þróunin stefndi í rétta átt, og nú væri um að gera að gefa sér og stefnu sinni tíma til að ná fullum árangri. Kosningaúrslitin hafa orðið á þann veg, að hér eftir getur forsetinn ekki gert sér von- ir um að ráða ferðinni eins eindregið í stjórn Bandaríkjanna og undanfarin tvö ár. Hvort sem næstu tvö ár verða tímabil afturbata eða enn frekari þrenginga, hljóta forseti og stjórnarandstaða að deila um hvorum aðil- anum sé að þakka eða kenna hvernig til tekst.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.