Helgarpósturinn - 20.10.1983, Síða 19

Helgarpósturinn - 20.10.1983, Síða 19
„Leggjum Seðla- bankann í eyði“ sagði Guðrún Helgadóttir og gekk af fundi „Að lokum legg ég til að Seðla- bankabyggingin verði lögð í eyði“, sagði Guðrún Helgadóttir á Al- þingi i gær og gekk af fundi. Gífurleg fagnaðarlæti kváðu við eftir ræðu Guðrúnar og ætlaði allt um koll að keyra er hún gekk af fundi. Flokksbræður hennar hylltu hugrekki hennar en andstæðingar gáfu fögnuðinum lausan tauminn er ljóst var að hún mundi ganga af fundi. Guðrún Helgadóttir gengur af þingfundi, Kristín Mantyllllle skrifstofustjóri ASÍ stumrar yfir Ásmundi. Tvær starfsstúlkur Alþýðusambandsins standa áhyggjufullar í hæfilegri fjarlægð Asmundur gekk af fundi og lagðist í rúmið „Ekki fleiri svona fundi“, sagði Ásmundur Stefánsson í viðtali við Aðalbiaðið í gær. „Ég verð alveg fársjúkur af að hlusta á hann Stein- grím. Ég neyddist til að ganga af fundinum. Satt að segja — og þetta hefurðu ekki eftir mér — þá lagðist ég i rúmið eftir fundinn og komst ekki á lappir fyrr en undir kvöld næsta dag“. Starfsfólk á skrifstofum ASÍ staðfestir þessi ummæli forsetans. „Við reyndum allar að fá hann fram úr rúminu i morgun, en það þýddi ekkert. Hann var alveg lamaður eft- ir fundinn", sagði ein starfsstúlka hjá Alþýðusambandinu. Þegar fréttist að forsetinn lægi hugsjúkur heima fyrir, fóru þrjár starfsstúlkur á fund forsetans og freistuðu að hressa hann við en Ásmundur lyfti ekki höfði frá kodda fyrr en forn- vinur hans, Guðmundur J. kom í heimsókn og gaf honum í nefið. „Nú er nóg komið“ sögðu blaðamenn Alþýðublaðsins og gengu af fundi „Við unum þessu ekki lengur, þess vegna gengum við af fundi“, sagði einn blaðamanna Alþýðu- blaðsins við Aðalblaðið í gær. Starfsmenn Alþýðublaðsins funduðu með flokksforystu Al- þýðuflokksins í gær en þar lagði Kjartan Jóhannsson til að blaðið yrði selt Alþýðubrauðgerðinni sem innpökkunarpappír. „Þetta er að vísu besta hugmynd Kjartans í lang- an tíma“, sagði einn fréttamanna Alþýðublaðsins, „en það er öllum ljóst að það er ekki hægt að spauga með hina miklu útgáfu blaðsins öllu lengur. Þess vegna gengum við af fundi. Allir sem einn“. Blaðamenn Alþýðublaðsins ganga af samræðufundi blaðsins og Alþýðuflokksins Miklu betri vínarbrauð á Hressó. Ríkisstjórnin gengur hér af fundi. Eftir sátu þeir Geir og Steingrímur. Ríkisstjórnar- fundir á Hressó Ríkisstjórnin gekk „Þetta byrjaði allt með því að AI- bert fór eitthvaö að kvarta yfir vín- arbrauðinu. Svo tók Halldór Ás- grímsson í sama streng og sagði að vínarbrauðið væri hreint og beint óætt. Við Geir vissum svo ekki fyrr til en öll ríkisstjórnin var gengin af fundinum. Mér er nú næst að halda að þetta sé tómt sjónarspil, fyrirfram ákveð- ið, því ég veit ekki betur en að standi skýrum stöfum í starfssáttmála rík- isstjórnarinnar að á fundum henn- ar skuli snætt vísitöluvínarbrauð. Ég veit ekki betur en menn hafi af fundi snætt það með bestu lyst hingað til. Mér list heldur illa á að það verði fundafært með þessu áframhaldi í vetur“, sagði Steingrímur. „Ef ekki verður eitthvað að gert í þessum vínarbrauðsmálum, sé ég ekki önnur ráð en að halda ríkis- stjórnarfundina á Hressingarskál- anum í vetur. Ég sé mér ekki fært að sitja fundi við þessi skilyrði. Vísi- töluvínarbrauð læt ég ekki inn fyrir mínar varir“, sagði Matthias Á. Mathiesen er Aðalblaðið leitaði álits hans á þessum válegu tíðind- um.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.