Helgarpósturinn - 20.10.1983, Page 21

Helgarpósturinn - 20.10.1983, Page 21
JHek jJústurinn. Fimmtudagur 27. október 1983 21 greiddir vextir fjórum sinnum fyrsta árið, en síðan er farið að borga af láninu, þessum 90% sem veitt eru til 42 ára. Áður var hlut- fallið 20% við afhendingu og 80% lánuð. Ef þessi kjör eru borin sam- an við það sem almennt gerist, þar sem fólk borgar allt að 75—80% íbúðarverðs á fyrsta ári og verður að taka verðtryggð skammtímalán, sést hvílíkur gífurlegur munur þarna er á ferð. Bygging verkamannabústaða er þannig í framkvæmd að Verka- mannabústaðirnir hafa ákveðinn hóp byggingamanna á sínum snær- um,en einnig eru ákveðnir þættir boðnir út. Meðan uppbygging Breiðholtsins stóð sem hæst var ákveðinn verktaki sem sá um bú- staðina.en eftir að hann fór á haus- inn hafa Verkamannabústaðirnir séð sjálfir um framkvæmdir. Fyrir nokkrum vikum var sam- þykkt í borgarstjórn Reykjaví kur tillaga frá sjálfstæðismönnum um að gamlar i búðir sem tilheyra Verkamannabústöðunum og hafa verið innan þess kerfis í 30 ár eða meira.megi nú fara út á frjálsan markað. Þessi tillaga vakti nokkrar deilur og var felld i stjórn Verka- mannabústaðanna en sem áður seg- ir samþykkt í borgarstjórn. Þetta mál vekur þá spurningu hvernig þeir aðilar sem standa að kerfinu láta á það. Vilja einhverjir það feigt.eða á að standa vörð um það? Hvað segja fulltrúar verkalýðs- hreyfingarinnar annars vegar og fulltrúar borgarinnar hins vegar? Við stöndum vörð um kerfið Guðmundur Þ. Jónsson borgar- fulltrúi situr í stjórn Verkamanna- bústaðanna fyrir hönd verkalýðs- hreyfingarinnar. Hvert er hans mat? „Verkamannabústaðirnir hafa orðið til þess að nú eru margir í öruggu húsnæði sem annars hefðu verið á hrakhólum. Þegar hafin var bygging verkamannabústaða á sín- um tíma var það gert til að bæta úr brýnni þörf. Eftir 1960 urðu verka- mannabústaðirnir til þess að út- rýma húsnæði eins og Höfðaborg- inni og braggahverfunum. Verka- mannabústaðirnir urðu til vegna baráttu verkalýðshreyfingarinnar og við viljum standa vörð um þetta kerfi. Af þeim fjölda umsókna sem berast á hverju ári er ljóst að enn er mikið ógert. Það er óvist að okkur takist að halda í horfinu og ég óttast að samdrátturinn í þjóðfélaginu bitni á okkur eins og öðrum. Hvað varðar samþykki meirihluta sjálf- stæðismanna í borgarstjórninni, þá get ég ekki litið á hana öðru vísi en sem atlögu að verkamannabústaða- kerfinu. Ef gömlu íbúðirnar fara út á frjálsan markað fækkar þeim íbúðum sem eru til ráðstöfunar og þeir möguleikar sem við höfum til að hjálpa fólki minnka. Ég var því eindregið á móti tillögunni. Guðlaug Magnúsdóttir félags- ráðgjafi, sem situr í stjórn Verka- mannabústaðanna fyrir Kvenna- framboðið, tók í sama streng. Hún sagði að hún teldi verkamanna- bústaðakerfið mjög mikilvægt. íbúðirnar þyrftu að vera fleiri. Umsóknirnar sem bærust væru til vitnis um það. Síðast voru um 700 umsóknir um 150 íbúðir og það voru þeir verst settu af mörgum illa settum sem fengu íbúðirnar. „Umsóknirnar bera það með sér að það fólk sem sækir um hefur hrak- ist um bæinn, flutt hvað eftir annað og börnin hafa byrjað í mörgum skólum. Það kemur svo greinilega fram hvað t.d. einstæðar mæður eru illar settar í okkar þjóðfélagi". Guðlaug sagði einnig að hún væri andvíg því að setja gömlu íbúðirnar á frjálsan markað. í fyrsta lagi væri engin trygging fyrir því að áfram yrði haldið byggingu verkamannabústaða. Hún sagðist óttast niðurskurð, þrátt fyrir loforð um fjármagn til íbúðarbygginga. Þessar gömlu íbúðir væru eftirsótt- ar, þær væru í gömlum og grónum hverfum og einmitt af þeirri stærð sem mikil eftirspurn væri eftir. Þau rök hefðu komið fram að það væri of dýrt að gera upp gömlu íbúðirn- ar en þau rök stæðust ekki. Tekjumörkin of lág? Hilmar Guðlaugsson borgarfull- trúi situr í stjórn Verkamannabú- staða fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann sagðist telja þetta kerfi nauð- synlegt. Það yrði að tryggja þeim aðstoð sem illa eru settir. Almenna lánakerfið væri þannig núna að lág- launafólk réði ekki við það. Það stæði vonandi til bóta, en þar til úrbætur fengjust yrði að tryggja fólki húsnæði með félagslegum íbúðabyggingum. Reyndar yrði slíkt félagslegt kerfi að vera til því alltaf yrði hópur sem þyrfti á að- stoð að halda. Hilmar sagði að hann teldi óeðlilega mikla aðsókn í íbúðir verkamannabústaðanna sem sýndi kannski betur en margt annað hve ástandið á húsnæðismarkaðn- um væri óeðlilegt. Hilmar sagði einnig að sér virtist kerfið virka ágætlega, það mætti kannski velta því fyrir sér hvort tekjumörkin væru ekki of lág og hvort ekki ætti að gefa fleirum kost á að sækja um. Hins vegar væri óvíst um þessar mundir hvað framtíðin bæri í skauti sér. Á þessu ári hefðu fengist 420 millj. til verkamannabústað- anna, þar af hefðu 90 millj. farið til endurkaupa á eldri íbúðum. Þessi upphæð þyrfti að hækka, en það væri alls óvíst hvort svo yrði. Um endursöluíbúðirnar sagði Hilmar að hann hefði mælt fyrir til- lögu sjálfstæðismanna. Þótt þessar gömlu íbúðir, sem hefðu verið í eigu verkafólks í 30 ár, kæmust á frjáls- an markað hefði það lítið að segja fyrir verkamannabústaðina í heild, því þarna væri um mjög fáar íbúðir að ræða, 7 á síðustu tveimur árum. Því fjármagni sem færi til endur- kaupa væri að sínum dómi betur varið til nýbygginga. Margar þess- ara gömlu íbúða væru illa farnar og þörfnuðust viðgerða sem væru kostnaðarsamar. Alls væri um að ræða 390 íbúðir fram til 1993. Varðandi byggingastefnu Verka- mannabústaðanna sagði Hilmar að þeir sjálfstæðismenn hefðu tekið þann pól í hæðina að byggja minni íbúðir og fleiri, t.d. í Ártúnsholtinu sem verður næsta byggingasvæði. Þar átti að byggja 90 stórar íbúðir, en því var síðan breytt í 136 minni. Taldi Hilmar þessa breytingu vera í samræmi við aukna eftirsókn eftir litlum íbúðum. Úti á Eiðisgranda Þá er að halda á vit þeirra sem búa í verkamannabústöðunum. Úti á Eiðisgranda er nýtt hverfi að rísa. Þar eru 176 íbúðir byggðar af Verkamannabústöðunum. Einn íbúa þar er Andrea Jónsdóttir prófarkalesari. Hún er einstæð móðir með eitt barn. Andrea sagð- ist hafa sótt um hjá Verkamanna- bústöðunum tvisvar áður en hún datt í lukkupottinn. Hún átti von á að fá íbúð í janúar 1984 en vegna þess að einhverjir helltust úr lest- inni fékk hún hringingu einn dag- inn með þeim skilaboðum að hún mætti flytja inn í íbúð á Eiðisgrand- anum. Andrea sagðist vera mjög ánægð með öll sín viðskijoti við Verkamannabústaðina. íbúðin væri góð, 3ja herbergja í 4ra hæða húsi. Þarna á svæðinu eru ýmist 2ja eða 4ra hæða hús. Búið er að ganga frá lóðinni að hluta til, geymslur eru í kjallara, bílageymslur neðanjarðar og í framtíðinni á að koma upp sameiginlegri aðstöðu fyrir öll húsin þar sem t.d. verður hægt að innrétta aðstöðu fyrir börn. Einnig er von á stóru sam- eiginlegu þvottahúsi. Andrea sagði að greinilega væri reynt að blanda alls konar fólki saman, en því væri ekki að leyna að einstæðar mæður væru margar í hópnum. Kristín Johannesdóttir setjari er líka einstæð móðir með eitt barn. Hennar saga er á aðra lund. Hún keypti íbúð í Breiðholtinu fyrir tæpum tveimur árum, en hefur ekki enn fengið afsal fyrir íbúðinni. Ástæðan er sú, að fyrri eigandi á í brösum og hefur ekki tekist að af- lýsa veðskuld af íbúðinni þótt tæp tvö ár séu liðin. Nú er loks komin hreyfing á málið og að sögn Rík- harðs Steinbergssonar er mál Kristínar algjört einsdæmi. Að sögn þeirra sem sitja í stjórn Verkamannabústaðanna eru fáar brotalamir á kerfinu, reynt er að sinna þeim skyldum sem kerfinu er ætlað. Þegar á heildina er Iitið virð- ist svo sem verkamannabústaða- kerfið þjóni þeim sem það á að þjóna, þeim sem lægst hafa launin. Mönnum ber saman um að of lítið sé að gert og enn sé langur róður fram undan svo að þörfinni verði fullnægt fyrir ódýrt félagslegt hús- næði. Það veltur síðan á þeim sem halda um pyngjuna hvort áfram verður haldið við byggingu verka- mannabústaða eða hvort aðrar leið- ir verða farnar. Vegg- og gólfdúkur DLW vegg- og gólfdúkarnir. Heimsfræg gæöavara. Úrval allra nauðsynlegra verkfæra og áhalda til dúklagninga. Thomson hreinsilögur - hreinsar upp gamla dúka. Sofix bón gerir gamla dúkinn sem nýjan - nýja dúkinn enn betri. Úrval af málningu og málningarvörum. 50 ára þjónusta í sölu vegg-og gólfefna. Valin gæðavara vönduð vinnubrögð + leiðbeiningar og góð ráð = ánægjulegur árangur Sendum í póstkröfu um allt land. flpGFÓDnflniNN* ^ Hverfisgötu 34 - Reykjavík ____Simi 14484 - 13150

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.