Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 20.10.1983, Qupperneq 22

Helgarpósturinn - 20.10.1983, Qupperneq 22
22 Fimmtudagur 27. október 1983irinrt Norðan við frið að er athyglisvert að á sama tíma og Sovétríkin eiga ekki leng- ur neinn formælanda í röðum vinstrimanna á Vesturlöndum, er engu Iíkara en ungir ihaldsmenn séu óðfúsir að taka þau sér til fyr- irmyndar í neikvæðustu mynd sinni. 12. og 13. október sl. birtust í Morgunblaðinu greinar eftir Guðmund Heiðar Frímannsson, menntaskólakennara á Akureyri og höfðu að yfirlýstu markmiði að ræða friðarmálin af skynsemi. Fljótlega virtist höfundurinn aka út af þessum ásetningi sínum og setti samasemmerki á milli friðar- hreyfingarinnar og utanríkis- stefnu Rússa. Af því dró hann síð- an þá ályktun „að mjög varasamt sé að halda sjónarmiðum friðar- hreyfingarinnar á loft“ og varaði við „afleiðingum þess að friðar- hreyfingar fá að starfa óáreittar á Vesturlöndum, hafa uppi kröfu- spjöld og mótmæli" (undirstrik- un mín). Lá ekki beinast við að banna friðarhreyfinguna hér úr því hún fékk ekki að starfa í Sov- étríkjunum? Sem betur fer hrökk greinarhöfundur upp með and- fælum áður en plássið var úti og sá ástæðu til að lýsa því yfir sér- staklega að hann teldi að friðar- hreyfingar ættu að fá að starfa, - þó svo að þær „sköðuðu málstað Vesturlanda" r Eg vildi ekki aðeins mega þakka fyrir þetta frjálslyndi GHF heldur einnig láta í ljós undrun mína yfir því að enn skuli finnast maður svo langt norðan við stríð að friðar- hreyfingin kemur honum gjör- samlega í opna skjöldu. Hvað er að gerast? spyr hann forviða. „Af hverju er... svo brýnt nú þessar vikur og mánuði að ganga fyrir friði? Hvaða þarfir eða hagsmun- ir eru það sem krefjast þess?“ Ef menn vilja absolútt dagsetn- ingu og atburð sem markar upp- haf þess friðarupphlaups sem orðið hefur meðal Evrópubúa, má ugglaust nefna 16. október 1981 er Ronald Reagan viðraði við blaðamenn hugmyndir sínar um möguleika „takmarkaðs kjarn- orkustríðs“ þar sem Evrópa legði til vígvöllinn. Bandaríkin og Sovétríkin gáetu reynt með sér í evrópsku kjarnorkustríði án þess að útbía heimalöndin. Það var í þessu skyni sem Evrópubúar áttu að kokgleypa Pershing-flaugar Bandaríkjamanna og stilla þeim upp andspænis SS-20 flaugum Rússa. Reagan-stjórnin hafði ekki einasta sett vígbúnaðarkapp- hlaupið í kaldastríðsöndvegi heldur vildi hún stuðning almenn- ings til að hlaupa Rússa af sér. En almenningur í Evrópu virðist ekki lengur bíta á agnið. Stjórn- málatrúðar fá ekki lengur hljóð* þegar þeir þykjast meta upp á punkt og prik hverriig vígbúnað- arballansinn stendur það og það sinnið. Fólk kaupir ekki einu sinni á útsöluverði nýjustu tölur um það hve andstæðingurinn geti sprengt jörðina oft í loft upp eða jafnað miklu sprengjumagni nið- ur á hvern jarðarbúa. Skilur ekki nauðsyn þess að auka fjárveitingu til eigin vígbúnaðar til að geta örugglega sprengt jörðina jafn oft, útdeilt jafnmiklu sprengju- magni per haus. í augum flestra virðist þessi fáránleiki vera búinn að missa alla viðloðun. Hér kann líka að koma til að hernaðar- maskínan nató-ameríska hefur margsinnis orðið uppvís að því að Ijúga til um hernaðarstyrk Rússa 1 þeim augljósa tilgangi að pína sem mest fé út úr skattborgurum aðildarríkjanna. í apríl sl. hélt Carrington lávarður ræðu við herfræðistofnun í London þar sem hann varaði við úlfur-úlfur herfræðinni og blöskraði vísvit- andi vanmat á hernaðarmætti lýðræðisríkjanna og ýkingu á hernaðarstyrk Sovétblokkarinn- ar. Enda bregst ekki að jafnan þegar sovéskt hergagn brýst und- an þessu stækkunargleri verður pinleg þögn, sbr. þegar rússnesk- ur þotuflugmaður flýði í herþotu til Japans. Hér gafst tækifæri til að skrúfa í sundur yfirvættis full- komna vítisvél sem amerískir her- fræðingar voru búnir að úthrópa sem drápsundur og losa um ósmá- ar fúlgur til að mæta því á jafn- réttisgrundvelli. Athugun leiddi i ljós úreltan ryðkláf. Og svipað er uppi á teningnum þegar sovéskir hermenn hafa náð að flýja vestur- yfir. Yfirheyrsla leiðir í ljós hve þjálfun þeirra er öll í skötulíki, mennirnir sjaldan komist í tæri við almennilega byssu, hvað þá varpað sprengju og falla í stafi yf- ir þeim viðbúnaði sem mætir þeim á Vesturlöndum: skriðdrek- um sem þeir leggja ekki að líku við jarðýturnar sovésku, o.s.frv. SS-20 flaugar Sovétmanna sem nú eiga að safna glóðum elds að höfðum Evrópubúa eru fram komnar upp úr 1975 þegar Rússar hrinoboröiö tóku að endurnýja SS-4 og SS-5 flaugar sínar, þá teknar að ryðga fastar í sílóunum. Auðvitað ná SS-20 flaugarnar til flestra staða í Evrópu, nema hvað — hluti Sovétríkjanna og leppríkja þeirra er i Evrópu. Þær drífa 5000 km, bera þrjá kjarnaodda hver og eiga að geta hitt skotmark svo skeikar 200-300 metrum. Af hverju gína Evrópubúar þá ekki við Pershing- flaugunum 108 sem á sjö mínút- um eiga að ná til Sovétríkjanna, drífa 1800 km og hitta skotmark svo aðeins skakkar 50 metrum? Af því að vigbúnaðarkapphlaup- ið er orðið marklaust, röksemda- færslan fyrir því bítur i skottið á sér. Dæmi úr grein GHF: „Brýn- asta verkefni Vesturlanda þessi ár- in er að bæta þann ójöfnuð sem skapast hefur með tilkomu SS- flauga Sovétmanna. Það er verið að gera með því að staðsetja stýri- flaugar og Pershing-flaugar í Evrópu. Það gera allir sér grein fyrir því að kjarnorkuvopnum verður ekki beitt í stríði. (undir- strikun mín). Til þess er áhættan of mikil. En til að draga úr hætt- unni á að svo verði gert, þurfa Vesturlönd að koma sér upp fleiri flaugum"!! Öllum ætti að vera ljóst að Vesturveldin með sínar herskipa- og kafbátaflaugar út um heimsins höf geta hitt Austur- blokkina hvar og hvenær sem er. Yfirburðir bandarískrar verk- tækni yfir rússneska klúðrið eru svo augljósir, t.a.m. það yfirburða njósna- og eftirlitsnet sem Bandaríkjamenn hafa hengt upp úti í geimnum og sannaði sig síð- ast í „slysinu" yfir Sakhalín-eyju þegar Bandaríkjamenn virtust sjá og hlera allt sem fram fór í og yfir Sovétríkjunum. Engu líkara en hér væri loksins kominn sá „guð sem heyrir sultardropann falla og telur sérhvert tóbakskorn sem sogast upp í nös fátæks manns“ (Salka Valka). V öxtur friðarhreyfingarinnar vitnar um vantrú manna á að æ útsmognari vítisvélar tryggi frið. Forsendur friðar eru frelsi og rétt- læti og ugglaust erum við GHF sammála um að þar eru Sovétrík- in helsti þröskuldur í vegi. Ég aft- ur á móti álít að æ hraðara víg- búnaðarkapphláup verði ekki til að sprengja sovétskipulagið held- ur efla það. Það er einmitt á hern- aðarsviðinu sem Sovétríkin eru helst með lífsmarki og alræðisríki á borð við Austurblokkina geta endalaust kreist út úr sér hergögn. Að flestu öðru leyti eru Sovétríkin komin að fótum fram og hug- myndafræðilega eru þau dauð. Alþýða Austantjaldslandanna bíður færis að losa sig undan sovétfarginu. Og það er í þeim punkti sem Vesturlönd ættu að rétta fram hjálparhönd. Öll að- stoð sem þau veita Austurblokk- inni ætti að vera háð því skilyrði að þau gefi andófi svigrúm, slaki á klónni. Einmitt hér hefur Reag- an-stjórnin brugðist með því að hefja sölu á hveiti til Sovétríkj- anna skilmálalaust og Evrópu- ríkin jafnan þegar peningar eru í boði. Friðarverðlaun til Lech Walesa eru skærasta ljósið í því endalokarökkri sem við nú erum stödd í. Austantjaldsandófið er mikilvægara fyrir sundurliðun Sovétblokkarinnar en þótt komið væri fyrir Pershing-eldflaugum í öðrum hverjum kjallara í Vestur- Evrópu. Gestir íslensku Óperunnar í tilefni sýninga íslensku Óperunnar hefur Arnarhóll ákveöiö að bjóöa upp á stórkostlegan matseðil fyrir eöa eftir sýningu Reyksoöiö laxapaté Léttsteikta heiöagæs m/trönuberjasósu Vanillutertu m/súkkulaðihjúpuðum vínberjum Boröapantanir í síma 18833

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.