Helgarpósturinn - 19.01.1984, Blaðsíða 8
^ amdráttur er ekki greini-
legur hjá happdrættum
þjódarinnar. Þjóöin lifir fyrir
lukkuna. Hún er hennar
hálmstrá þegar allt annaö
þrýtur.
/\ síöasta ári voru 121
/ 1 happdrœtti viö lýöi
á Islandi. Þessi tala hefur veriö
svipuö undanfarin ár og
bendir fátt til þess aö hún
lœkki á þessu ári.
H ngin skýr ákvœöi eru til
í J um þaö á plaggi hvaöa
aöilum megi veita heimild til
aö reka happdrœtti. Skilyröi
fyrir leyfisveitingunni eru
heldur ekki skýr.
un happdrættis á ísiandi. Það náði ekki fram
að ganga.
Tæpum aldarfjórðungi seinna kom fram
nýtt frumvarp til laga um íslenskt ríkishapp-
drætti. Málið hafði verið mjög rækilega
undirbúið og fékk góðar viðtökur en varð
ekki útrætt á því þingi. Á næsta Alþingi, árið
1926, voru síðan samþykkt lög um lotterí
þar sem ætlast var til að hlutirnir yrðu að
mestu seldir utaniands og var stjórninni
heimilað að veita einstökum mönnum sér-
leyfi til starfrækslunnar. Ekkert varð úr að
heimild þessi væri notuð og lá málið þar
með í þagnargildi í nokkur ár.
Víkur þá sögunni til Háskólans. Húsnæðis-
mál hans voru óleyst. Skólinn hírðist í Al-
þingishúsinu með alla sína starfsemi. Skorti
þar flest og engin skilyrði voru tii náuðsyn-
legs vaxtar. Þetta var mikið áhyggjuefni
kennara skólans og allra annarra sem báru
hag hans fyrir brjósti. Fyrir daufum eyrum
ráðherra hafði verið farið fram á úrbætur.
Þá laust þeirri hugmynd niður í einn
menntamanninn að fá Alþingi til að veita
Háskólanum einkaleyfi til að reka peninga-
happdrætti hér á landi í því skyni að afla fjár
til háskólabyggingar. Sýnt þótti af viðbrögð-
um þingmanna að mál þetta myndi ná fram
að ganga og var þá þegar tekið til óspilltra
málanna við undirbúning. Ráðinn var fram-
kvæmdastjóri að lotteríinu og eitt fyrsta
verk hans var að fara utan til að kynnast
fyrirkomulagi erlendra happdrætta. Happ-
drætti Háskóla ísiands var síðan stofnað
formlega í byrjun maí árið 1933. Starfsemi
þess var í mörgum efnum sniðin eftir rekstri
danska peningahappdrættisins.
Fyrsti dráttur í þessu lögheimilaða happ-
drætti fór fram þann tíunda mars árið 1934.
Hann vakti gríðarmikla athygli eins og sjá
má á eftirfarandi frétt úr Morgunblaðinu
daginn eftir: „Kl. 1 í gærdag hófst fyrsti
dráttur í happdrætti háskólans í Iðnó. Var
salurinn þéttskipaður fólki, gangurinn líka
og út úr dyrum.“
Alexander Jóhannesson, formaður stjórn-
ar happdrættisins, sagði meðal annars við
þetta tækifæri: „Happdrættið kemur hreyf-
ingu á hugi manna. Hér mun fara eins og
annars staðar að margir munu vinna álitleg-
ar fjárupphæðir, margir munu ganga slyppir
frá og margir munu engan vinning fá. En
hagnaðarvon mun vakna í brjóstum þeirra
tugþúsunda er taka þátt í happdrættinu í
hverjum mánuði áður en dregið verður.
Þessi von er líf, hún hrærir hugi Islendinga
um landið gervalt og mun eiga sinn þátt í að
örva fjölbreytni hins daglega lífs á landi
voru.“ Þessi orð Alexanders mega heita
gagnort svar við þeirri spurningu hvers-
vegna menn láti til leiðast að leika í lotterí-
um.
*
A fyrstu
árum happdrættisins var dregið tíu sinnum
á ári en frá 1946 hefur verið dregið tólf sinn-
um á ári. Byrjað var með 25 þúsund númer,
en þau eru nú orðin sextíu þúsund eða öllu
heldur þrjú hundruð þúsund þar sem í raun
er hægt að kaupa fimm heilmiða af hverju
númeri, samkvæmt nýlegu fyrirkomulagi
happdrættisins. Um áttatíu prósent útgef-
inna miða happdrættisins seljast alla jafna á
ári og var velta þess síðasta ár um 324 millj-
ónir króna. Sjötíu prósent af veltunni fara í
vinninga.
Happdrætti Háskóla íslands náði að vera
einrátt á íslenska lotterísmarkaðnum í fimm-
tán ár. Árið 1948 kom vöruhappdrætti SÍBS
(Sambands íslenskra berklasjúklinga) til
sögunnar og var það jafnframt fyrsta happ-
drætti sinnar tegundar á íslandi. Fyrstu ár
þess var einungis dregið í öðrum hverjum
mánuði, en frá árinu 1953 hefur dráttur farið
fram tólf sinnum á ári. í byrjun voru útgefnir
miðar happdrættisins um tuttugu þúsund en
eru í dag fimmtíu, og fimm þúsundum betur.
Liðlega áttatíu og fimm prósent útgefinna
miða nást að seljast á hverju ári og var velta
vöruhappdrættisins 37 milljónir á nýliðnu
ári. Sextíu prósent af henni fara að jafnaði t
vinninga.
Happdrætti DAS (Dvalarheimilis aldraðra
sjómanna) kom næst fram á sjónarsviðið, en
það var stofnað með lögum árið 1954. Eins
og happdrætti SÍBS er það vöruhappdrætti.
Nokkur fyrstu ár happdrættis DAS gaf það út
þrjátíu og fimm þúsund miða, en þeir losa nú
áttatíu þúsund. Sjötíu og fimm prósent nýt-
ing er á þessum miðum happdrættisins og
var velta þess á síðasta ári rúmlega 26 millj-
ónir króna. Af þeirri upphæð er sextíu
prósentum varið í vinninga.
Þetta eru þrjú stærstu og veigamestu
happdrættin á íslandi. Þau eiga það sam-
merkt að þau starfa hvert fyrir sig sam-
kvæmt ákveðinni lagaheimild sem gerir
þeim kleift að draga úr tólf flokkum á hverju
ári. Nýting þessara happdrætta á útgefnum
miðum er einnig svipuð, eða um áttatíu
prósent. Öll draga þau vinninga úr útgefnum
miðum, en ekki aðeins seldum hverju sinni,
en það gerir það að verkum að vinningslíkur
kaupenda eru samkvæmt gefinni hlutfalls-
tölu tuttugu prósentum slakari en stofnað er
til.
Þegar samanlögð velta þessara stærstu
happdrætta á Islandi er dregin saman
annarsvegar og hinsvegar útgefnir miðar
þeirra plúsaðir hver við annan,koma út þess-
ar tölur: tæpar fjögur hundruð milljónir og
455 þúsund miðar.
Það er
enginn samdráttur í sjónmáli hjá þessum
veigamestu happdrættum Islendinga, segja
þeir sem halda þar um stjórnvölinn. Þvert á
móti eru þeir töluvert bjartsýnir á söluna á
nýhöfnu ári, segjast ekki búast við öðru en
að kaup fólks á happdrættismiðum aukist
jafnt og þétt svo sem verið hafi allt frá stofn-
un þeirra. „Vissulega hafa verið sveiflur í
sölunni frá ári til árs, en fráleitt stórvægileg-
ar. Og sveiflan í ár verður örugglega ekki
niður á við“, sagði einn framkvæmdastjóra
stóru happdrættanna við HP. Hann sagðist
jafnframt vera sannfærður um það að happ-
drættismiðar væru eitt það síðasta sem Is-
lendingar spöruðu við sig þegar að kreppti:
„Þjóðin lifir fyrir lukkuna. Hún er hennar
hálinstrá þegar allt annað þrýtur. Og þjóðin
er vonglöð, ótrúlega vonglöð þegar stóri
vinningurinn er annarsvegar!“
Þegar hrina litlu happdrættanna skall á
hurðum íslendinga um og eftir miðjan
sjöunda áratuginn, bjóst margur við að
saman drægi hjá risunum þremur. Þótt ótrú-
legt megi virðast varð raunin önnur, segja
áðurnefndir framkvæmdastjórar. Litlu
happdrættin, svo ofboðslega mörg sem þau
eru orðin, hafa reynst hrein viðbót á happ-
drættisþörf landans.
Annars eru þessi litlu happdrætti ekkert
svo lítil lengur þegar fjöldi þeirra á síðasta
ári er dreginn saman og slíkt hið sama gert
við mergð miðanna sem þau sendu frá sér.
Samkvæmt tölum dómsmálaráðuneytisins,
sem hefur með leyfisveitingar til allra
smærri sem stærri lottería í landinu að gera,
voru alls 118 smáhappdrætti við lýði árið
1983. Þessi tala hefur verið svipuð hin síð-
ustu ár og bendir fátt til að hún lækki á þessu
ári.
„Litlu" happdrættin gáfu út 2.679.435 miða
á síðasta ári samkvæmt nákvæmri talningu
sem starfsmaður dómsmálaráðuneytisins
gerði í vikunni fyrir HP (og er honum hér
með þakkað viðvikið). Þegar þessi rúm hálf
þriðja milljón miða litlu happdrættanna er
lögð saman við útgefna miða risanna
þriggja, kemur í Ijós að íslendingum er boðið
upp á 3.134.435 happdrættismiða á hverju
ári. Svo mikið er víst að þetta er mikið, en út
frá þessari tölu má reikna sér til að hver ís-
lendingur eigi kost á þrettán lotterísmiðum
á þessu ári. Þó má fastlega gera ráð fyrir —
svo áfram sé haldið með þennan talnaleik —
að um það bil helmingur þjóðarinnar hugsi
sér, vilji eða geti ekki spilað í happdrætti á
árinu. Með því eykst framboðið af happ-
drættismiðum um helming, og þar sem raun-
in hefur alla jafna verið sú að flestir þeir sem
á annað borð leika í happdrættum höndla
sjaldnaðst nema tvo til þrjá miða á ári, þá
sést greinilega sá fjöldi miða sem afgangi
þjóðarinnar er óbeinlínis ætlað að kaupa!
Mjög er
misjafnt hvað þessi smáu happdrætti gefa út
af miðum hvert ár sem þau reka þessi fyrir-
tæki sín. Ógerningur er að gera nákvæma
grein fyrir því í Ijósi fjölda þeirra, en sýnt er
að útgefnir miðar þeirra eru á bilinu allt frá
tvö þúsund upp í fjörutíu þúsund. Undan-
tekningar þykja ef þau gefa út fleiri miða, en
þó þekkjast þess dæmi að ,,smá“—happ-
drætti hafa sent frá sér miða sem skipta
hundruðum þúsunda og er þá meðal annars
vísað til margfrægs happdrættis SÁÁ sem
vikið verður að hér síðar.
Flest hinna svonefndu styrktarhapp-
drætta senda frá sér yfir þrjátíu þúsund miða
á ári, enda eiga þau flest á að skipa ósérhlífn-
um sölumönnum sem koma víða við á stutt-
um tíma eins og þeir heimilismenn sem
svara dyraköllum vita manna best. Að sögn
forráðamanna þessara happdrætta ná miðar
þeirra að jafnaði að seljast langleiðina upp.
Velta þeirra er á bilinu frá þremur til sex
milljóna, dregið er úr útgefnum miðum og
eru vinningslíkur sjaldnast undir tuttugu
prósentum. Hér er átt við happdrætti
Blindrafélagsins, Krabbameinsfélagsins,
Hjartaverndar, Styrktarfélags vangefinna,
lamaðra og fatlaðra og önnur sambærileg.
í þessum styrktarhappdrættum er alla
jafna starfandi sérstök happdrættisnefnd
sem sér meðal annars um það vandasama
hlutverk að velja vinninga í fyrirtækið. Af
samtölum HP við nokkra þessara aðila kom
fram það viðhorf hvað happdrættisvinning-
ana snerti að lítið gagnaði að bjóða marga en
góða vinninga: Fólk virðist ekki kaupa
styrktarmiðana nema í vinningunum felist
von um einhvern einn frábæran hlut sem
almenningur leyfir sér ekki, sögðu þessir
aðilar og nefndu fína og rándýra bifreið sem
dæmi. „í þessu efni virðist gott málefni
skipta minnstu máli. Kaupendur miðanna
eru fyrst og fremst að falast eftir stóra vinn-
ingnum, hugsunin um styrkinn sem það veit-
ir jafnframt félaginu með þessum viðskipt-
um sínum er númer tvö,“ segir Óskar
Guðnason, forsvarsmaður happdrættis
Blindrafélagsins,en bætir því ennfremur við
að auðvitað séu þeir líka til sem kaupa þessa
happdrættismiða eingöngu vegna málefnis-
ins.
„Það eru mörg dæmi þess að fólk sæki
vinninga sína mjög seint, en í fljótu bragði
man ég ekki eftir því að vinningshafi hafi
aldrei sótt heppnina sína," segir Óskar.
Hann segir það reglu hjá öllum styrktar-
happdrættum sem hann þekkir til að vinn-
ingar séu auglýstir í dagblöðunum, útvarpi,
auk þess sem símsvari sé í gangi hjá þeim að
afloknum drætti er gefi upp hver vinnings-
númerin hafi orðið. „Og samkvæmt skilyrð-
um dómsmálaráðuneytisins verður að aug-
lýsa vinninga í Lögbirtingablaðinu, svo þetta
ætti varla að fara framhjá nokkrum," segir
Óskar að lokum.
Þegar um bifreiðar sem veigamesta vinn-
ing er að ræða hjá þessum happdrættum —
sem oftast er — reyna þau flest að fá viðkom-
andi bílaumboð til að gefa eftir heildsölu-
álagningu sína, sem er sex prósent. Þetta
hefur jafnan náð fram að ganga gegn því að
viðkomandi bílar „sjáist" vel á happdrættis-
miðunum. Hvað varðar húsbúnað og aðra
minni vinninga, gegnir öðru máli, þar sem í
fæstum tilvikum næst að fá álagninguna
afnumda.
*
Islensk lög
um smáhappdrætti (stóru happdrættin hafa
sér lagaheimild svo sem fyrr segir) eru bæði
gömul og stuttorð. Þau eru árgerð 1926 og
segja orðrétt: „l.gr. Happdrætti, hverrar
tegundar sem er, má ekki hafa nema með
leyfi dómsmálaráðuneytisins. — 2. gr. Það er
bannað mönnum á íslandi að versla þar með
eða selja hluti fyrir erlend happdrætti eða
önnur þvílík happspil, eða að hafa þar á
hendi nokkur störf, er að þessu lúta.“ Þriðja
og síðasta grein þessara laga lítur að sektar-
8 HELGARPÓSTURIKN