Helgarpósturinn - 19.01.1984, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 19.01.1984, Blaðsíða 9
/slendingum er boöiö upp á 3.134.435 happdrœttismiöa á hverju ári. Paö jafngildir því aö hver íslendingur eigi kost á þrettán lotterísmiöum á ári. ákvæðum og eru nefndar krónutölur þar um sem eins og gefur að skilja eru löngu úreltar. Þegar komið er inn fyrir dyr dómsmála- ráðuneytisins kemur í ljós að engin skýr ákvæði eru til um það á plaggi hvaða aðilum megi veita heimild til að reka happdrætti, og hverjum ekki. Skilyrði fyrir leyfisveiting- unni eru heldur ekki skýr, þar sem þeim hef- ur aldrei verið staflað upp í reglugerð. Samkvæmt upplýsingum sem HP leitaði sér hjá Ólafi Walter Stefánssyni, skrifstofu- stjóra í dómsmálaráðuneytinu, er það aðeins „vinnuregla sem erfst hefur milli starfs- manna", sem sker úr um leyfisveitingar þeg- ar umsóknir um rekstur happdrættis eru metnar. „Hér í ráðuneytinu hefur skapast áralöng hefð um það hvaða skilyrðum þurfi að full- nægja til að stofnsetja happdrætti. Út frá þessari hefð vinnum við," segir Ólafur. Og „hefð" ráðuneytisins er í stórum drátt- um þessi: í fyrsta lagi þarf umsækjandi að fullnægja því skilyrði að hann ætli með fyrir- huguðu happdrætti sínu að afla fjár til góð- gerðar—, líknar- eða menningarmál, íþrótta- eða stjórnmálafélags, svo og sem sú hefð hefur myndast að útskriftarnemar fram- haldsskóla mega reka fjáröflunarhappdrætti til félagsmála sinna. — Fjöldi númera í happ- drættinu skal miðast við miðaverð annars- vegar og upphæð vinninga hinsvegar og mega vinningslíkurnar ekki vera minni en einn á móti sex. — Vinningar mega ekki greiðast í peningum, sem HHÍ hefur einka- leyfi á. — Fulltrúi sýsiumanns skal vera við- staddur drátt vinninga og skulu þeir vera auglýstir fljótlega eftir að dregið hefur verið, að minnsta kosti í Lögbirtingablaðinu. — Þetta er „vinnuregla" ráðuneytisins og með hana að leiðarljósi í leyfisveitingum hefur það gerst nokkrum sinnum að aðilum hefur verið synj- að um rekstur happdrættis. „Þetta hafa þá verið atvinnufyrirtæki eða bísnesskallar úti í bæ sem séð hafa í happdrættinu skjóta gróðaleið. í þessum leyfisveitingum er það nefnilega alltaf helsta spurningin sem við spyrjum okkur, hvort tilgangurinn helgi meðalið," segir Ólafur Walter í dómsmála- ráðuneytinu. Þorkell Gíslason, fulltrúi hjá borgarfógeta, sem hefur þann starfa að fylgjast með drætti allra lottería í Reykjavík, svo og Ólafur Walter, segjast ekki geta nefnt ákveðin dæmi um misnotkun happdrætta. Ellegar að nokkur vafaatriði hafi skotið upp kollinum í þessu efni. Heimildir HP vísa þó til annars og verður eitt dæmi nefnt hér á eftir. Á Vörusýningunni 1979 var sá háttur hafður á að happdrætti var innifalið í inn- göngumiðaverðinu. Hver miði var sérstak- lega númeraður og skyldi draga út nokkra glæsta vinninga síðasta dag sýningarinnar. Því hafði hinsvegar verið komið þannig fyrir að vinningar happdrættisins höfðu verið dregnir út „fyrirfram" og seldust vinnings- númerin því aldrei. Starfsstúlka í miðasöl- unni varð þessa vör. Þeir miðar sem hún var að selja í miðasölunni voru allir númeraðir í réttri röð að öðru leyti en því að nokkur númer vantaði í miðabunkann. Starfsstúlk- an iét valda menn vita af þessu, enda fannst henni þetta í meira lagi dularfullt. Þeir komu boðum áleiðis til blaðamanns sem rann- sakaði þetta mál og varð úr þessu talsvert blaðamál á sínum tíma. Það var hinsvegar fljótlega þaggað niður af áhrifamönnum sem áttu hagsmuna að gæta á Vörusýningunni, jafnframt því sem þeir áttu innangengt í blaðaheiminn. En ekki fór frekari sögum af vinningum þessa „happdrættis", „sem lík- lega hafa aldrei verið keyptir, hvað þá meira", eins og einn heimildamaður HP orð- ar það. Állskonar vinningaplott hafa einnegin verið í gangi á íslenska happdrættis- markaðnum. Þekkt eru dæmi frá ýmsum félögum sem gefið hafa út tugþúsundir miða í krafti rándýrrar bifreiðar sem aðalvinn- ings. Fáein þúsund miða seljast hinsvegar og þannig er þess freistað að félagið sitji uppi með dýrasta vinninginn í lok dráttar, þar sem dregið er úr öllum útgefnum miðum. Þess eru dæmi að íþróttafélög hafa verið með sama bílinn að aðalvinningi allt að þrjú ár í röð, enda hafi happdrættið sjálft fengið hann í vinning öll árin þar á undan. Með þessu móti er hægt að spara vinningakaup svo um munar! Frægasta dæmið hvað þessu vinninga- plotti viðvíkur er þó sjálfsagt happdrætti SÁÁ frá síðasta ári. Tíu glæsilegar bifreiðar voru til vinnings, en fæstir kaupendur mið- anna hafa sjálfsagt velt því fyrir sér að út- gefnir miðar samsvöruðu hartnær íbúa- fjölda þjóðarinnar. Engin von var um að svo mikið sem sjöund miðanna seldist og þess voru forráðamenn happdrættisins með- vitaðir. En með því að draga úr öllum út- gefnum miðum freistuðu þeir þess að sem fæstir bílar færu frá þJ.m. Það kom enda á daginn að þeir sátuoippi með níu af þessum tíu glæsilegu bifreiðum sem í boði voru. I þessu vinningaplotti er vissulega um tölu- verða áhættu að ræða þar sem tölfræðilegar líkur eru á að seldir miðar dekki öll vinnings- númerin. En líkurnar á að svo fari minnka vitanlega eftir því sem bilið milli seldra miða og útgefinna breikkar. Þetta vita þeir sem við happdrætti fást — og greinilegt er að áhættan er þess virði svo sem dæmin hér að framan sýna glögglega. Engar tölur eru til um það hve margir fslendingar spili árlega í happdrættum, ellegar hvað hver þeirra sem á annað borð spilar í þeim, kaupir að jafnaði marga miða á sama tíma. Fróðlegt væri að nákvæm skoðanakönnun færi fram á því. Hitt er næsta víst að hvergi í heiminum starfa jafn mörg happdrætti miðað við fólks- fjölda. Þau eru eitt á hver tvö þúsund manns. Miðafjöldinn sem rignir yfir þjóðina á sér heldur varla hliðstæðu á öðru byggðu bóli. Mað það í huga er auðvelt að útnefna íslend- inga mestu happdrættisþjóð heims. Landinn er lotteríssjúkur! ■■ ■ ■ HELGARPÓSTURINN 9 Arkitektar - Verkfræðingar - Byggingameistarar - Húseigendur * Á ÍSLAIMDI EEIIIEI1TR m abSviþjóA er eitt elsta fyrirtækið í Evrópu með þessa nýjung. Allar upplýsingar gefur Gunnar F.E. Magnússon múrari í síma 20623 kl. 12-13 og 18-22. 1. Cementa gólfílagningarefni sem stenst allar þær gæðakröfur er til þarf í íbúðarhúsum og öðrum mannvirkjum. 2. Með þessu efni þurfa múrarar ekki að bogra við að strauja gólf eða að skríða á fjórum fótum við að pússa þau. 3. Fljótandi efni sem leggur sig sjálft og verður algjörlega lárétt (spegilslétt). 4. Mun ódýrara en gamla aðferðin. 5. Þornar á 24 tímum. 6. Fyrir ný sem gömul gólf (getum rétt af gólf allt út í 1 mm). 7. Hagstæðir greiðsluskilmálar á efni og vinnu. Dæmi: Þú greiðir 30% út og eftirstöðvar á allt að 6 mánuðum.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.