Helgarpósturinn - 19.01.1984, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 19.01.1984, Blaðsíða 24
Þekkirðu Smið smið? Þegar skfrnarnafnið Það er líkast til kunnara en fráþurfi ad segja hvernig þau eru tilkomin mörg œttarnöfnin sem flestar þjóðir aörar en íslendingar bera — sonur malarans fór líka að heita malari og svo koll af kolli þar til helftin af þýskumœlandi fólki fór að heita Miiller, og hið sama má segja um bónda, bakara og smið um mestalla vest- urálfu. Starfsheiti undir- og miðstéttarinnar í hinu forna lénssamfélagi festust sumsé við heilu fjölskyldurnar og urðu að átbreiddum œttarnöfnum. Það má sennilega kenna hinni íhaldssömu föðurnafnahefð Islendinga um að hér hafa aldrei fest rœtur ættarnöfn á borð við bóndi, beykir, fiskimaður og svo framvegis. Þó eru vituð dœmi þess að þróun í þá áttina hafi átt sér stað — í Hafnarfirði mun til dœmis hafa verið vinsœl og velmegandi fjölskylda sem öll gekk undir viðurnefninu ,,lóðs“ í höfuðið á fjölskylduföðurnum sem gegndi því starfi. Fleiri slík dæmi má óefað finna. En þetta ernú sagan og kemur meginmáliþessara síðna ekki nema óverulega við. Hér skal ekki fjallað um œttarnöfn, heldur um nöfn fólks og störf þess, fólk sem ber nöfn sem hœfa þvístarfi sem það hefur valið sér í lífinu fram ár hófi vel. Ihinu ómetanlega uppflettiriti, símaskránni, má finna fleiri dœmi þessa en tilgreind eru hér á síðunum. Við nefnum af handahófi og von- um að enginn fyrtist við: Sigurjón Bláfeld loð- dýrarœktarráðunaut, Ægi Hafsteinsson sjó- mann, Loft Jóhannsson flugumferðarstjóra, Bóthildi Hauksdóttur klœðskera, Rósalind Ragnarsdóttur sem starfar í blómabúð og svo má sjálfsagt lengi telja. Við œtlum okkur ekki þá dul cð fullyrða að nöfn þessa ágœta fólks hafi skapað því örlög — þetta er tilviljun, ekkert annað... kallar á ævistarfið Feðgarnir Logi og Sigurbjörn Eldon arinsmiðir Eldur er bestur — Logi og Sigurbjörn Eldon arinsmiðir Það ku vera harla fágætt að menn á þessu höfuðbóli hitaveit- unnar, íslandi, gegni starfsheitinu arinsmiður, en þó er ekki alveg laust við að slíkt finnist, enda alltaf einhver brögð að því að stórhuga húsbyggjendur verði sér úti um slík þing og þá er víst ráðlegra að leita hjálpar sérfræðinga til að ar- inninn komi að réttum notum og reykurinn fari út en ekki inn. Tveir af grónari arinsmiðum hér á höfuðborgarsvæðinu eru feðgar sem heita — og nú er ekki farið með neitt fleipur — Logi Eldon og Sigurbjörn Eldon Logason. „Nafnið er upprunalega þannig tilkomið að vinkona mömmu missti lítinn dreng sem hét þessu nafni. Þegar ég fæddist árið 1907 var ákveðið að skíra mig í höfuðið á honum," segir Logi Eldon. „Eitt- hvað var manni strítt á þessu í skólanum, það var kannski ekki óeðlilegt — ég var uppnefndur „Alelda“ og eitthvað fleira í þá veru. En mamma sagði mér að ég mætti ekki kafna undir nafninu,. svo maður reyndi að svara fyrir sig eins og maður gat. Hvort nafn- ið hafði einhver áhrif á starfsval- ið? Nei, það held ég sé af og frá. Þegar ég var um tvítugt fór ég að læra múrverk hjá föðurbróður mínum og arinsmíðin kom svona í beinu framhaldi af því. Ég er far- inn að minnka mikið við mig í þessu, það eru aðallega synirnir sem eru í þessu núna.“ „Ég er hæstánægður með þetta nafn,“ segir Sigurbjörn Eldon Logason. „Ég hef reyndar orðið var við það að menn brosa stund- um út í annað þegar nafnið birtist þeim í öllu sínu veldi, en það er ekkert til að kippa sér upp við. Jú, jú, það stendur heima — ég hef stundum verið kallaður Arin- björn. Það byrjaði með því að ég var einhvern tímann að vinna í arni hjá gamansamri konu hér í bænum. Þá hringdi síminn og það var spurt um Sigurbjörn. Konan 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.