Helgarpósturinn - 19.01.1984, Blaðsíða 13
YFIRHEYRSLA
nafn: Mogens Glistrup fæddur: 28.5.1926 heimili: Hummeltoftevej 125, Virum, Danmörku
staða: þingmaöur
bifreið: engin eftir að hann varð gjaldþrota. (Eiginkonan hans
ekur um á bíl frá Spies-feröaskrifstofunni) áhugamál Leikhús, skák, badminton, hjólreiðar
Gott hjá Albert!
Framfaraflokkur Mogens Glistrups galt mikid afhroð ídönsku þingkosningunum lO.janú-
ar sl., tapaði lOaf 16 þingsœtum. Glistrup var illa fjarri góðu gamni. Fyrir fjórum og hálfum
múnuði byrjaöi harm að sitja af sér þriggja og hálfs árs fangelsisdóm sem hann hlaut fyrir
skattsvik. Glistrup var áður skattasérfrœðingur, m.a. dönsku ríkisstjórnarinnar. Hann vakti
fyrst verulega athygli á sér þegar hann lýsti þvíyfir í sjónvarpsviðtali að hann heföi milljón
króna árstekjur en borgaði ekki krónu í skatt. Glistrup náði kjöri í kosningunum núna, þrátt
fyrir fangavistina. Við kjörið endurnýjaðist þinghelgi hans og hann losnaði úr prísundinni.
A llar líkur eru þó taldar á því að hið nýja dariska þing svipti hann aftur þinghelginni á miö-
vikudaginn kemur, daginn eftir að það kemur saman. Mogens Glistrup stendur því Iströngu.
Hann er í yfirheyrslu Helgarpóstsins í dag.
eftir Hailgrim Thorateinsson
— Verður þú sendur aftur í fangelsiÖ?
Það verður ákveðið á miðvikudaginn
kemur, 25. janúar, daginn eftir að þingið
kemur saman aftur, hvort ég verð sviptur
þinghelginni.
— Hver heldur þú að niðurstaðan verði?
Ég vona auðvitað að réttlætið sigri og að
ég verði ekki sendur aftur inn, en það er
ómöguiegt að segja til um þetta. Það fer eftir
því hvernig meirihlutaflokkarnir greiða
atkvæði.
— Te/ur þú þig enn saklausan afsakargifl-
um í skatlsvikamálinu?
Já. Ástæðurnar fyrir þessum dómi voru
eingöngu póiitískar. Ég hef ekki brotið neitt
af mér. Ég hef alltaf farið mjög varlega í þess-
um skattamálum. Sko, þegar maður kastar
fyrsta steininum, verður maður að gæta þess
að ganga hreint fram, vera eins hreinn og
nýfallin mjöll, og ég hef alltaf varað mig
alveg sérstaklega á því að fara að dönskum
lögum og reglugerðum í einu og öllu.
— Hvernig tilfinning er það fyrir þing-
mann að sœta því að sitja í fangelsi?
Það er alveg hræðilegt. Maður heyrir og
sér í útvarpi, sjónvarpi og blöðum að þetta
og þetta sé að gerast í þinginu og maður
hugsar með sér: „0, bara ef ég hefði verið
þarna, þá hefði ég gert svona og svona og þá
hefði þetta mál farið á annan veg“, o.s. frv.
Þannig að ég kann ekki við þetta. Mér líður
eins og ijóni í búri í dýragarði sem langar að
vera úti í skóginum með hinum dýrunum.
— Hvernig er farið með þig í fangelsinu?
Á venjulegum virkum dögum vinn ég við
skrifstofustörf frá klukkan sjö á morgnana til
fjögur á daginn. Frá fimm tii hálfsjö spila ég
oftast nær badminton, horfi svo kannski á
sjónvarpið áður en ég fer að sofa.
— Þú hefur þá lítinn tíma til að sinna
stjórnmálunum úr fangelsinu?
Já, það má segja það. Ein auðvitað reynir
maður að nota þann tíma sem gefst um helg-
ar tii að sinna þeim eitthvað.
— Pú sakaðir þá sem vörnuðu þér út-
göngu úr fangelsinu, og Erik Ninn—Hansen
dómsmálaráðherra, um landráð þcgar þér
var hleypt út í síðustu viku. Varð sú ásökun
til þess að þér var hleypt út áður en þér var
afhent kjörbréFið, og þannig í trássi viö fyrri
ákvörðun dómsmálaráðherra?
Já, ég held það. Fjölmargir prófessorar í
stjórnarskrárrétti töldu líka að ég hefði rétt
íyrir mér og að ég hefði notið þingheigi allt
frá kjördegi. Ráðherrann byggði fyrri
ákvörðun sína á lögum frá siðustu öld en það
reyndust vera til nýrri lagagreinar sem
snertu þessi atriði. Ég var látinn iaus um leið
og það uppgötvaðist að ráðuneytið hafði
haft rangt fyrir sér. Þannig að ég losnaði
4—5 dögum fyrr en þeir höfðu gert ráð fyrir.
— Framfaraflokkurinn tapaði 10 af 16
þingsœtum i kosningunum. Er hann að
hverfa af þingi?
Ja, ef við töpum öðrum 10 sætum í næstu
kosningum þá skuldum við fjogur. Það er
auðvitað slæmt mái fyrir flokk sem hefur 16
sæti að tapa 10 þeirra.
Ein aðalástæðan fyrir þessu afhroði er sú,
að það hafa verið uppi áberandi deildur í
flokknum. Fólki geðjast illa að flokkum sem
deiia mikið innbyrðis. Þetta á við alis staðar,
ekki bara í Danmörku. Fólk hugsar sem svo,
að þegar flokkur virðist ekki geta gert það
upp við sig hvað hann ætiar að gera, þá eru
ekki miklar líkur á því að hann geti ákveðið
hvernig stjórna eigi landinu. Flokkurinn hef-
ur gert stórkostleg mistök i því að styðja
stjórn Schluters í jafn ríkum mæli og við
höfum gert, síðustu 16 mánuði, segjandi já,
já, já, við flestu sem stjórnin hefur gert.
Ónnur ástæða fyrir þessu fylgishruni held
ég að haf i verið hversu illa okkur gekk í sjón-
varpinu fyrir kosningarnar. Kosningabarátt-
an fór næstum öll fram þar vegna jólahalds-
ins.
— Ertu að segja að það liafi vantað þig í
baráttuna?
Auðvitað er alltaf auðvelt að segja: „Bara
ef ég hefði verið þarna, þá hefðum við kom-
ið sterkar út,“ en maður veit náttúrlega
ekkert hvernig ég hefði komið út í sjónvarp-
inu. Það eina sem hægt er að meta er það
sem við sögðum í sjónvarpinu og það var alls
ekki nógu gott.
— Er mikil andstaða gegn þér innun Frum-
faraflokksins?
Já, skiljanlega, þvi að aðstæðurnar eru
þannig. Maðurinn sem stofnaði flokkinn,
formaðurinn frá upphafi, er í fangelsi til
margra ára og það er óhjákvæmilegt að
hann verði deiluefni innan flokksins þegar
þannig er ástatt. Sumir vilja fylkja sér um
foringjann en aðrir telja flokkinn pólitískt
óvirkan meðan ég sit inni. Hjiádeiium af
þessu tagi verður ekki komist.
— Er Framfaraflokkurinn nokkuð miklu
meira en þú og þín persóna?
Sjáðu til, ég stofnaði flokkinn og var eini
leiðtogi hans fyrsta árið. Framan af var oftar
talað um Giistrup-flokkinn í fjölmiðlum held-
ur en Framfaraflokkinn — menn voru
Glistrup-menn frekar en Framfaraflokks-
menn. Svona var þetta lengi vel framan af
en þróunin ersú að flokkurinn er að fjarlægj-
ast þessa beinu skírskotun til stofnandans.
— Hefuröu trú á að flokkurinn nái sér?
Ég vona það. Það er erfitt að spá um þessa
hluti, þeir eru nefnilega allir í frarntíðinni.
Þetta fer mikið eftir því hvernig efnahags-
þróunin verður í heiminum á næstunni. Ef
þróunin verður áfram jákvæð, þá munu
danskir kjósendur hafa tilhneigingu til að
þakka það ríkisstjórninni. Verði þróunin
hins vegar óhagstæð okkur Dönum, ef at-
vinnuleysi eykst enn og viðskiptahallinn við
útlönd sömuleiðis, þá kennir fólk stjórninni
um. Þannig bregst hinn almenni kjósandi
við. Ég held að þetta sé líka svona hjá ykkur,
að afstaða fslenskra kjósenda sé svona líka.
Þið eruð líka lftið land, sem byggir aíkomu
sína að miklu leyti á erlendum mörkuðum.
Við flytjum inn rnikið af olíu og hún hefur
lækkað, vextir hafa lækkað. Við flytjum
mikið út í doliurum og dollarinn hefur hækk-
að... hugsanleg breyting á efnahagsþróun-
inni í heiminum fer líkiega eftir því hvort
Ronald Reagan stefnir að endurkjöri í kosn-
ingunum í nóvember á þessu ári. Fari svo, þá
mun hann eyða öllu sínu púðri í að halda
batanum til streitu svo hann nái góðri kosn-
ingu, en svo þegar kemur fram á 1985 mun
aftur fara að syrta í álinn, vegna þess að
hann getur ekki haldið áfram að ganga gegn
öðrurn og djúpstæðari tilhneigingum í efna-
hagsmálum heimsins. Þá fara Danir að snúa
baki við ríkisstjórninni.
— Er þetta raunhœft mat á stöðunni hvaö
varðar frumtíð Framfaraflokksins í dönsk-
um stjórnmálum eða er þetta óskhyggja? ,
Ég held að Framfaraflokkurinn komi til
með að tapa fylgi alit þe.tta ár en að við för-
um svo að vinna á í kringum febrúar á næsta
ári, að þá fari þetta að snúast. En það er nátt-
úrlega erfitt að spá um framtíðina, það er
miklu auðveldara að vera spámaður fortíð-
arinnar. .
— Þú sagðir fyrir nokkrum dögurn að einn
jðati veðurdag yrðir þú forsætisráðherra
Uanmerkur. Erþetta ekki nokkur kokhrevsti
miðað við stöðuna núna?
Sjáðu til, grundvöllur hugmyndafræði
Framfaraflokksins er sá, að það er ekki hægt
að byggja efnahagsstefnu á skuldum á skuld-
ir ofan. Það hlýtur að koma að þvi að stjórn-
arheimilið verði að hætta að eyða meiri
peningum en koma inn í sköttum. Við höfum
lagt fram nákvæmar tillögur um það hvern-
ig draga skuli sanian útgjöld hins opinbera til
að geta grynnkað á skuldunum og hvernig
lækka megi skatt svo mikið að það skapi at-
vinnu handa fólki. Þegar að því kemur að
ekki verður lengur hægt að safna skuldum
verð ég einí maðurinn með ákveðnar tillög-
ur í þessum efnum og því rétti maðurinn í
forsætisráðherraembættið þegar kemur að
skuldadögum.
— Þú hefur oft verið kallaður lýðskrumari
og flokkur þinn talinn tœkifœrissinnaöur?
Ég held að þetta sé alrangt. Við í flokknum
höíum, aiveg frá upphafi, byggt upp allt okk-
ar starf á nákvæmum tillögum um sparnað
í kerfinu, hvar eígi að skerá og hvernig það
skuii gert. Þetta eru óvinsælar tillögur sem
við höfum sett fram um sparnað í skólakerf-
inu, heilbrigðiskerfinu o.s.frv. og geta því
alls ekki flokkast undir lýðskrum, heldur
þvert á móti. Við berjumst fyrir erfiðum
langtímalausnum á meðan hinir flokkarnir
láta undan þrýstingnum og fjármagna aukin
opinber útgjöld með útgáfu ríkisskulda-
bréfa, sem þeir segjast ætla að borga ein-
hvern tíma seinna. Ef til er einn flokkur í
Danmörku sem hvorki er tækifærissinnaður
né beitir lýðskrumi, þá er það Framfara-
flokkurinn. Hinir flokkarnir eru allir í
skammtímalausnum og í því að iofa upp í
ermi dansks efnahagslífs.
— Yfir í allt aðra sálma. Hefur þú heyrt um
kœruna á hendur fjármálaráðherranum
okkar fyrir hundahald og yfirlýsingar hans í
málinu?
Nei, ég er nýkominn úr fangelsinu, ég var
í einangrunarklefa, alveg út úr heiminum...
hvað gerði hann?
Ja, það er bannað að halda hund í Reykja-
vík en fjármálaráðherrann, Albert Guð-
mundsson, á hund...
Gott hjá honum!
....og fréttamaður Ríkisútvarpsins hérna
kœrði hann fyrir það. Þá sagðist Albert held-
ur flytja úr landi en borga sektina.
Já, þegar menn eru uppi á þeim tímum i
sögunni, þar sem fjöldinn allur af fáránleg
um reglugerðum er í gildi, eins og þetta. að
maður megi ekki hafa hund, eða þurfi aö
gefa skýrslu hjá hinum og þessum stofnun
um í kerfinu, eða að mnður eigi að borg.
skatt o.s.frv., þá verður maður að gera upp
reisn. Þannig að ég hef rika samúð með !;
málaráðherranum ykkar, sem er að rísn i
gegn svona kjánalegum reglugerðum e
og þéssari, að það inegi ekki hafa hum
Reykjavík.