Helgarpósturinn - 19.01.1984, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 19.01.1984, Blaðsíða 26
* 'helgardagskraÍn Föstudagur 20. janúar 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 A döfinni. 20.50 Við múrinn (At the Last Wall) 6. október 1982 hélt breski rokk- söngvarinn og lagasmiöurinn Kevin Coyne hljómleika á Pots- damtorgi I Berlln sem fylgst er með I þaetti þessum. /21.30 Kastljós 22.30 Sumarlandið (Smultronstállet) Sænsk blómynd frá 1957. Höf- undur og leikstjóri: Ingmar Berg- man. Aðalhlutverk: Victor Sjö- ström, Gunnar Björnstrand, Ingrid Thulin, Bibi Andersson og Folke Sundquist. Aöalpersóna myndarinnar er aldraður maöur sem tekst ferð á hendur. En þetta ferðalag verður honum jafnframt reikningsskil við fortlð og nútíð svo að hann veröur ekki sami maöur að leiðarlokum. Einhver besta mynd Bergmans. Ómiss- andiog topþeinkunn:4 stjörnur. Þýðandi Þorsteinn Helgason. 00.00 Fréttir i dagskrárlok. Laugardagur 21. janúar 16.15 Fólk á förnum vegi 10. Skipti- borðið Enskunámskeið 126 þátt- um. 16.30 Iþróttir Umsjónarmaður Ingólfur Hannesson 18.30 Engin hetja Fjórði þáttur. Bresk- ur framhaldsmyndaflokkur I sex j þáttum fyrir börn og unglinga. J Þýðandi Guðrún Jörundsdóttir. n8.55 Enska knattspyrnan Umsjónar- maöur Bjarni Felixson. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 í lifsins ólgusjó. 21.00 Reiðubúinn þegar þú vilt, hr. DeMille Bandarlskur sjónvarps- þáttur um einn frægasta og um- deildasta kvikmyndastjóra vest- anhafs, Cecil B. DeMille. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 21.55 Tehús ágústmánans (The Tea- house of the August Moon) Bandarlsk gamanmynd frá 1956. Leikstjóri Daniel Mann. Aóalhlut- verk: Marlon Brando, Glenn Ford, - Eddie Albert, Paul Ford og Michiko Kyo. Fisby, höfuðsmað- ur i bandarlska setuliðinu I Japan, er sendur til þorps eins ásamt túlki til að stuöla að bætt- um samskiptum þjóöanna. Svo fer aó höfuösmaöurinn ánetjast japönskum siðvenjum, yfirmanni hans til mikillar gremju. Bæri- lega heppnuð filma eftir gaman- leik John Patrick. Tvær stjörnur. Brando er ekki á réttri hillu I hlut- verki túlksins. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 00.00 Dagskrárlok. Sunnudagur 22. janúar 16.00 Sunnudagshugvekja 16.10 Húsið á sléttunni Máttur trúar- innar Bandarlskur framhalds- myndaflokkur. Þýöandi Óskar Ingimarsson. 17.00 Stórfljótin 3. Visla. 18.00 Stundin okkar 18.50 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Sjónvarp næstu viku 20.45 Tökum lagið Fyrsti þáttur I nýrri þáttaröð frá Sjónvarpinu, sem tekin veröur upp I islensku óper- unni. Kór Langholtskirkju syngur undir stjórn Jóns Stefánssonar en hljóðfæraleikarar eru Jón Sigurösson, Reynir Sigurðsspn og Vilhjálmur Guðjónsson. Út- setningar annast Gunnar Reynir Sveinsson. Umsjónarmaöur Jón Stefánsson. Stjórn upptöku: Tage Ammendrup. 21.20 Úr árbókum Barchesterbæjar (Barchester Chronicles) Nýr þátt- ur — Fyrsti þáttur. Framhalds- myndaflokkur I sjö þáttum frá breska sjónvarpinu, gerður eftir tveimur skáldsögum eftir Anthony Trollope. Leikstjóri David Giles. Leikendur: Donald Pleasence, Nigel Hawthorne, Gerandine McEwan, Susan Hampshire og fleiri. 22.15 Listakonur i fjórar aldir © Föstudagur 20. janúar 12.20 Fréttir. 14.00 „Brynjólfur Sveinsson biskup" eftir Torfhildi Þorsteinsdóttur Holm Gunnar Stefánsson les (19). 14.30 Miðdegistónleikar 14.45 Nýtt undir nálinni 16.00 Fréttir. 16.20 Siðdegistónleikar 17.10 Siödegisvakan. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka 21.10 Karlakórinn Ægir í Bolungarvik og Karlakór ísafjarðar syngja is- lensk og erlend lög. 21.40 Við aldahvörf þáttur um braut- ryðjendur I grasafræöi og garð- yrkju á íslandi úm aldamótin. (RÚVAK) 22.15 V'eöurtregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orö kvöldsins. 22.35 Djassþáttur Umsjónarmaður: > Gérard Chinotti. Kynnir: Jórunn Tómasdóttir. 23.15 Kvöldgestir — Þáttur Jónasar Jónassonar 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturút- varp frá RÁS 2 hefst með veður- fregnum ki. 01.00 og lýkur kl. 03.00. Laugardagur 21. janúar 9.30 Óskalög sjúklinga. 11.20 Hrimgrund. Utvarp barnanna Stjórnandi: Sigriöur Eyþórsdótt- ir. 12.20 Fréttir. 13.40 íþróttaþáttur Umsjón: Hermann Gunnarsson. 14.00 Listalif Umsjón: Sigmar B. Hauksson. 15.10 Listapopp — GunnarSalvarsson. 16.20 íslenskt mál Jörgen Pind sér um þáttinn. 16.30 Nýjustu fréttir af Njálu Umsjón: Einar Karl Haraldsson. 17.00 Tónleikar Kammersveitar Reykja- víkur i Áskirkju 8. þ.m. 18.00 Ungir pennar Stjórnandi: Dóm- hildur Sigurðardóttir (RÚVAK). 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Lifað og skrifað: „Nitján hundruð áttatiu og fjögur" Þriðji þáttur: „Ást og uppreisn" 20.20 Utvarpssaga barnanna: „Nikulás Nickleby“ eftir Charles Dickens 20.40 Norrænir nútimahöfundar — 1. þáttur: Pentti Saaritsa Hjörtur Pálsson sér um þáttinn, flytur inngangsorð og ræðir við skáld- ið, sem síðan les úr verkum sln- um. 21.15 Á sveitalinunni Þáttur Hildu Torfadóttur, Laugum í Reykjadal WMMMMMMMMMMMMMt Val Steinars J. Lúövíkssonar „Eg er vanur að verja tíma mínum frekar í bóklestur en útvarps- og sjónvarpsneyslu og ætli það verði nokkur breyting þar á um þessa helgi,“ segir Steinar J. Lúðvíksson rithöfundur. „Mér sýnist sjónvarps- dagskráin heldur ekki mjög spennandi þessa helgina, helst að ég gjói augunum á ensku knattspyrnuna og Bergman-myndina á föstudags- kvöldið. Á sunnudagskvöldið sé ég að það er að byrja nýr tramhalds- myndaflokkur — ég hef fyrir reglu að horfa aldrei á framhaldsílokka. i útvarpinu vekja Kvöldgestir Jónasar oftast forvitni mína, en auk þeirra langar mig að heyra „Krummi er fuglinn rninn", dagskrána um Davíð Stefánsson á sunnudag. Kristinn Kristjánsson er skáld sem ég hef aldrei heyrt getið og líklegt að ég forvitnist til þess að heyra hvað hann hefur tii málanna að leggja. Þetta er líka svo stuttur tími, ekki nema tíu mínútur. Meira held ég að ég hlusti ekki eða horfi um helgina." (RÚVAK). 22.00 Krækiber á stangli Þriðji rabb- þáttur Guðmundar L. Friöfinns- sonar 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins 22.35 Harmonikuþáttur Umsjón: Högni Jónsson. 23.05 Létt sigild tónlist 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. 24.00 Næturútvarp frá RÁS 2 tii kl. 03.00. Sunnudagur 22. janúar 8.00 Morgunandtakt Séra Lárus Guðmundsson prófastur I Holti flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veöurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 9.00 Fréttir. 9.05 Morguntónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10. Veöurfregnir. 10.25 Út og suöur Þáttur Friöriks Páls Jónssonar. 11.00 Bænasamkoma i Aðventukirkju Prestur: Séra Erling Snorrason. Organleikari: Oddný Þorsteins- dóttir. Hádegistónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir 13.30 Vikan sem var Umsjón: Rafn J Jónsson. j/14.10 „Krummi er fuglinn minn“: seinni hluti. Dagskrá úr verkum eftir og um Davið Stefánsson skáld frá Fagraskógi. Umsjón: Gestur E. Jónasson. 15.15 í dægurlandi Svayar Gests kynnir tónlist fyrri ára. í þessum þætti: Sönvarinn Al Joison. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- frengir. 16.20 Um visindi og fræði Charles Darwin og Gregor Mendel: Sigur- berar efnishyggjunnar i líffræði Einar Árnason dósent flytur sunnudagserindl. 17.00 Síðdegistónleikar. 18.00 Um fiska og fugla, hunda og ketti og fleiri islendinga Stefán Jóns- son talar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Bókvit Umsjón: Jón Ormur Hall- , dórsson. y19.50 „Tjaldað til einnar nætur“ Krist- inn Kristjánsson les eigin Ijóð. 20.00 Útvarp unga fólksins Stjórnandi: Guðrún Birgisdóttir. 21.00 Gömul tónlist SJÓNVARP Inn og út um UTVARP eftir Gísla Helgason Illlæsi, hósti og hroki Það er í sjálfu sér lýsandi fyrir bágborið ástand Lista- og skemmtideildar að Glugginn skuli vera nær eini vettvangur listaumfjöllunar í sjónvarpi. Því heldur mætti halda að ábyrgð stjórnenda yxi í hlutfalli við þessa leiðu staðreynd, en svo er ekki, að virðist; Glugginn er magasín sem snertir lauslega yfirborð listgreina án þess að skilja mikið eftir hjá áhorfend- um. Sömu fræðslu gæti sami fengið með því að lesa listadagskrá blaðanna eða fylgjast með Á döfinni. Það var því ánægjulegt að Giugginn s.l. helgi í um- sjón Sveinbjarnar I. Baldvinssonar brá upp nokkrum atriðum sem gáfu til kynna hvað hægt er að gera í sjónvarpsmiðli þegar listir eru annars vegar. Hér er ég fyrst og fremst að tala um hina hnit- miðuðu en efnismiklu umfjöllun Björns Th. Björnssonar listfræðings um list- málarann Þorvald Skúlason. Það var undursamleg afþreying frá flatneskju- legri poppumfjöllun um vonda list á líð- Björn Th.—- hnitmiöaöur og vandaöur flutningur. andi stundu að fá að heyra menntaðan og vel máli farinn listfræðing rekja feril eins merkasta samtíðarmálara okkar á áreynslulausan en meitlaðan hátt. Eitt- hvað meira en lítið hlýtur að vera að hjá sterkasta fjölmiðli á landinu, þegar mað- ur hrekkur í kút við að heyra vitsmuna- lega umræðu eða fræðandi setningar um líf og list sem stingast í gegnum síbylju íþrótta og skonrokks. Hinn stutti bútur úr bandarísku sjónvarpskvikmyndinni „The Day After“ sat eftir á nethimnunni og vakti ógnvekjandi spurningar um návist kjarnorkutortímingarinnar. Þarna var einnig miðillinn á réttum stað, enda leikin mynd fyrir sjónvarp. Restin var þessi hefðbundna og álappa- lega afgreiðsla; brugðjð upp myndum af væntanlegri sýningu LR á Gísl, Björgvin Pálsson ljósmyndari endurvakti gamla framköllunartækni á vatnslitapappír, Frakkarnir léku eitt lag og leikarar Al- þýðuleikhússins sýndu brot úr Andar- drætti leikfélagsins eftir bandaríska höfundinn Mamet. Nú má segja þessu til bóta að Stefán Baldursson svaraði spurn- ingum um Gísl á skýran og kúnnáttusam- legan hátt, Björgvin er góður fagmaður, Frakkarnir örugg hljómsveit og Mamet eflaust áhugaverður höfundur þótt leikararnir væru afleitir. Sveinbjörn er einnig geðþekkur stjórnandi. En hvaða tilgangi þjónar þessi yfirborðslega skyndikynning? Því ekki að fækka atrið- unum og veita hverju efni meiri tíma og fara dýpra og skilmerkilegar í hlutina? En í rauninni er hér ekki við Gluggann að sakast — öllu heldur er um heildarstefnu að ræða. Ef LSD og sjónvarpið hefði einhvern menningarlegan metnað myndi það verja peningum og mannskap í að fram- leiða frambærilegt* efni. En svo virðist ekki vera. Og sjónvarpsáhorfendur hanga í haiarófu. Inn og út um gluggann. Einhvern tíma fyrr í þessum pistlum hef ég vikið að kvöldvökum útvarpsins og haft orð á því, að þær væru nokkurs konar „ruslakista" í dagskránni. Þessi grunur minn staðfestist endanlega síðast- liðin þriðjudags- og miðvikudagskvöld, þegar ég hlustaði á frásögn Jóns Gísla- sonar þar sem hann sagði frá sauðaþjófi í Þingvallahrauni. Sem slík var frásögnin ágæt, en flutningurinn hins vegar afleit- ur. Mig rekur minni til þess, að þessi ágæti maður Jón Gíslason hafi verið álit- inn ólæs hér á árum áður og varla hefur hann batnað með aldrinum. Það hefði verið miklu nær að láta einhvern annan flytja frásöguþáttinn, þá myndi hann hafa notið sín, en það var ekki gert. Annars hef ég heyrt marga erlenda dag- skrárgerðarmenn hrósa því, hversu greiðan aðgang almenningur hér á landi á að útvarpinu. Ef til vill er þetta liður í því að ieyfa einstaka illa læsum manni sem Jóni Gíslasyni að fá að lesa eitthvað eftir sjálfan sig og njóta þess að hlusta á sjálfan sig í leiðinni. Með vetrardagskrá útvarpsins hófust Páll Heiöar — undir núverandi kringum- stæöum bestur sem stjórnandi beinnar útsendingar. tveir nýir þættir. Annar þáttanna er „Á virkum degi,“ en hinn er Síðdegisvaka þeirra Páls Heiðars, Páls Magnússonar og núna nýlega hefur Esther Guðmunds- dóttir bæst í hópinn. Um Síðdegisvökuna er gott eitt að segja. Páll Magnússon virð- ist afbragðs útvarpsmaður og Ester sækir stöðugt í sig veðrið. En því miður verður að segjast um Pál Heiðar, að hann fer versnandi. Eilífar ræskingar, hósti og önnur búkhljóð eru heldur hvimleið. Hann þarf að gera eitthvað róttækt í því að laga á sér hálsinn og á meðan á þessari raddveiki stendur, ætti hann ekki að gera sjálfum sér þann óleik að koma fram í útvarpi. Hann væri undir þessum kringum- stæðum bestur sem stjórnandi beinnar útsendingar, og svo er kominn tími til þess að hann fari að venja sig af þessum bresku leiðindaáherslum, sem hann vandi sig á í Lundúnum hér um árið og frægar voru í Lundúnapistlum hans. Gott ráð við hálsveiki Páls væri fyrir hann að hætta umsvifalaust reykingum, ef hann þá reykir, hvíla sig á áfengum drykkjum, ef hann þá neytir þeirra, eða þá að anda að sér heitri gufu frá sjóðandi heitu kamillutei bæði kvölds og morgna. þá væri gott fyrir hann að fá uppáskrift læknis og taka A-vítamín með þessu. Ég hef reynslu af slíkum vítamínum og tegufukúrum og gáfust þeir vel. Sigmar B. hefur verið með þættina Listalíf í vetur. Eru þeir sumpart nokkuð góðir, en sitt hvað mætti betur fara. Þá langar mig að nefna leikgagnrýni Páls Baldvinssonar. Hún er flutt af slíku yfir- læti og hroka, að fram úr hófi gengur. Það þjónar engum tilgangi að nota gífur- yrði um þá hluti, sem fjallað er um og kalla sumt „rugl“ eða öðrum slíkum ónefnum. Gagnrýni Páls myndi ná miklu betur tilgangi sínum, ef hún væri sann- gjarnari og hógværari. 26 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.