Helgarpósturinn - 19.01.1984, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 19.01.1984, Blaðsíða 7
miðar á mann — en eru þeir raunverulegur möguleiki? eftir Sigmund Erni Rúnarsson mynd Jim Smart Þú situr afslappaður heima hjá þér í hús- bóndastólnum og lest spennandi reyfara. Dyrabjallan hringir í sömu andrá og morðing- inn kemur til sögunnar. Pú bölvar í hljóði og situr sem fastast, enda hárin farin að rísa á höfði þér. En loks þegar búið er að hringja í fimmgang skreiðistu upp úr stólnum. Kjagar fram ganginn. Opnar... ,,Má nokkuð bjóða þér happdrættismiða Styrktarfélags...“ Hvergi annarsstaðar í heiminum viðgengst annar eins fjöldi happdrætta og á íslandi. Þau eru hátt á annað hundrað, hugsaðu þér! Sjálf- sagt hefurðu heldur ekki gert þér grein fyrir því að þér er óbeinlínis ætlað að kaupa þrettán happdrættismiða á ári. Þegar á heild- ina er litið nálgast þeir hálfa fjórðu milljón. Með þessari grein kafar Helgarpósturinn ofan í íslenska happdrættishafið. Þar kemur margt furðulegt í ljós eins og jafnan í undir- djúpum... í raun má segja að Íslendingar hafi alla tíð leikið í happdrætti. Náttúruöflin hafa rekið það lotterí af kúnst og allir hafa tekið þátt i því, nauðugir viljugir. Vinningshlutfallið hef- ur verið misjafnt öld fram af öld. Líkurnar á góðæri sirka eitt á móti fjórum, en vinn- ingurinn það árið alla jafna svo veglegur að hann hefur nægt til að fæða þjóðina fram yf- ir slæmu misserin, tapárin. Svo lengi hefur þjóðin búið við þetta happ- drætti að það er orðið henni sjálfsagt og eðli- legur þáttur af mannlífinu. Listin að taka tapi hefur erfst mann fram af manni, ,svo og kúnstin að stilla fögnuðinum í hóf þegar vinningsárið hefur borið upp á. Á þennan veg voru íslendingar vel kunnir eðli happdrætta áður en það fyrsta eiginlega kom fram á sjónarsviðið. Það gerðist fyrir hálfri öld. Stofnun happdrættis hér á landi átti sér alllangan aðdraganda. Upp úr síðustu aldamótum kom fyrst fram á Alþingi frumvarp um stofn- Framhald á næstu síðu HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.