Helgarpósturinn - 19.01.1984, Blaðsíða 20
BÓKMENNTIR
Með vœngi á heilanum
eftir Jón Viðor Jónsson
Einar Már Gudmundsson:
Vœngjasláttur í þakrennum
Almenna bókaíélagiö 1983
190 s.
Þegar fyrsta skáldsaga Einars Más Guð-
mundssonar, Riddarar hringstigans, kom út
í fyrra munu þeir sem um bókina fjölluðu
hafa hneigst nokkuð til að lýsa henni sem
þroskasögu. í viðtölum við höfundinn nú að
undanförnu kemur glöggt fram að honum
hefur gramist sú flokkun og eru það skiljan-,
leg viðbrögð; Einar Már er ekki að koma sér
upp skáldanafni með því að dulbúa meira
eða minna áhugaverðar endurminningar
sínar sem skáldsögur. Hann sækir að vísu
efnivið í veröld drengjaáranna, en vinnur úr
honum á sjálfstæðan hátt, gæðir hann nýrri
merkingu. Það er fjarri sanni að skáldsögur
Einars Más séu um það hvernig var að alast
upp í Reykjavík á sjöunda áratugnum, þó að
hin ytri umgerð kunni að vera sótt til þeirra
tíma.
í hinni nýju skáldsögu sinni, Vængjasláttur
í þakrennum, leitar Einar Már á svipuð mið
og í Riddurum hringstigans. Þó eru þetta ólík
verk. Riddararnir voru á ýmsan hátt metn-
aðarfyllra skáldverk og hugsanlegt að það
sýni betur en nýja sagan hvert hugur höf-
undar stefnir, þó að það verði tíminn að
leiða í ljós. Aðalgalli Riddaranna er að minni
hyggju sá að höfundur veldur því ekki að
byggja upp dramatíska framvindu í frásögn,
enda þótt veruleiki sögunnar kalli á slík tök.
í hinni nýju sögu finnur hann sér hins vegar
efni og form sem hentar ljóðrænni gáfu hans
betur og nær þannig að skapa listræna heild
sem er heilli og traustari. Hann er sem fyrr
afar fundvís á myndir og líkingar, en beitir
þeim hér af meiri ögun og hófsemi en í Ridd-
urunum, þar sem þær gera sums staðar lítið
annað en að þvælast fyrir lesandanum. Með
vissum rétti má segja að Vængjaslátturinn sé
allur reistur utan um eina myndlíkingu: dúf-
ur sem eru fangaðar og vistaðar í trékofum,
og að allt annað megi með einum eða öðrum
hætti tengja þeirri líkingu. Sögumaður er
sem í fyrri bókinni Jóhann Pétursson en tek-
ur hér ekki mjög virkan þátt í atburðunum
að því er séð verður; gagnstætt Riddurunum
snýst Vængjaslátturinn ekki um sekt hans
eða sakleysi sem einstaklings. Þetta er í senn
samfélagsleg og innhverf saga: segir frá at-
burðum sem varða mikinn fjölda fólks, valda
sefjun og að lokum almennu umróti, en á
engu að síður rót sína í skynjunum sem eru
manninum viðkvæmar og persónulegar.
Þær listrænu aðferðir sem Einar Már beitir
hér eru ekki uppfinning hans sjálfs; manni
kemur fyrst í hug Marquez, en ugglaust má'
finna fleiri fyrirmyndir. Hann beitir þessum
aðferðum af yfirvegun til þess að umbreyta
þeim veruleika sem við þóttumst gjörþekkja
í skáldlegar myndir. Þrátt fyrir líkingaflóðið
voru Riddararnir með fremur raunsæislegu
yfirbragði; hér gerast hlutirnir með dular-
fyllri hætti, auk þess sem sumar persónur
virðast gæddar annarlegum, nánast guðleg-
um krafti. Svo er t.d. um Didda dúfu, munn-
hörpuleikarann sem ræður yfir voldugu
dúfnaríki sem enginn fær sótt, þar sem dúf-
urnar mynda varnarsveitir og hrekja burt
sérhvern andstæðing. Veldissproti Didda er
munnharpan, en „Tónarnir úr munnhörp-
unni streyma beint frá hjartanu, en hjartað,
það er einmana og stórt einsog hjörtu eru
alltaf í kóngum". Öllu ískyggilegra fyrir-
brigði er Jón Teitsson, lítill púki, sem stekk-
ur upp á ljósastaura og gerir þaðan hróp að
fólki; viðsjárverður hrekkjalómur sem stelur
leikaramyndum og vílar jafnvel ekki fyrir
sér að brenna dúfnakofa. Af svipuðu sauðar-
húsi en þó öllu hættulegri er Feddi feiti, sem
alinn er upp við Kanasjónvarp og gerist fyr-
irliði óaldarflokks í nágrannahverfinu. Eng-
in þessara persóna er raunsæisleg mannlýs-
ing, heldur eins konar tákn þeirra óræðu og
ofurmannlegu afla sem þessi saga leiðir fram
á sviðið.
Hvaða merkingu hafa þá dúfurnar og allt
stússið með þær sem gengur eins og rauður
þráður í gegnum alla söguna? E.t.v. er nær-
tækast að líta svo á að þær séu almennt tákn
fyrir sköpunarþörfina, áráttu manns til að
festa hendur á fyrirbærum náttúrunnar,
sigrast á tómleikanum í sjálfum sér, skapa
sinn eigin kosmos úr kaosinu allt í kring. Sé
grannt skoðað snýst sagan um það hvernig
ýmis konar fjöldaæði grípur um sig, og ekki
bara dúfnaæði, heldur líka bardagaæði,
bítlaæði, leikaramyndaæði, púkkæði og að
lokum æðisgengin aðför hinna fullorðnu
sem hafa völdin gegn dúfunum. Vill höfund-
ur með þessum hætti segja að öll sköpun
hljóti að leiða af sér einhvers konar sefjun og
trylling sem á endanum muni ógna því sið-
aða samfélagi sem við'lifum í?Sé svo.má þá
ályktasemsvo að allt æði, jafnvel það sem
hefur eyðileggingu og dauða að markmiði,
geti í eðli sínu verið tjáning á bældri sköpun-
arþörf? Og hvar á þá að draga mörkin á milli
þess sem saklaust er og sjúkt? í Riddurum
hringstigans var eftirtektarvert hvernig æv-
intýraþráin leiddi sífellt til ofbeldis og
glæpsku, en þar brutust þessar þverstæður
aðallega um í einni sál; hér birtast þær frem-
ur í formi stuttra ævintýra og táknmynda.
Þannig má í báðum verkunum greina grund-
vallarátök af svipuðum toga, þó að úr þeim
sé unnið á mjög ólíkan hátt og hin siðferði-
lega undiralda sé tæpast eins þung í seinni
sögunni og í þeirri fyrri. En það er ljóst að
höfundurinn horfist af fullri djörfung í augu
við þær kynlegu þverstæður sem hann vill
lýsa, einfaldar þær ekki eða tekur sjálfur yf-
irborðslega afstöðu með og móti.
„Einar Már Guð-
mundsson skrifar
ferskari, þróttmeiri,
og umfram allt ryt-
mlskari stll en aörir
ungir höfundar,"
segir Jón Viðar
Jónsson m.a. I um-
sögn sinni um
skáldsöguna
Vængjasláttur I
þakrennum.
í Vængjasláttur í þakrennum dregur Einar
Már upp ýmsar hnitmiðaðar og smellnar
mannlýsingar af fullorðnu fólki. Þessar lýs-
ingar eru gjarna mjög myndrænar, eins og
höfundur hafi náð að mynda persónurnar í
dæmigerðum stellingum, og fela ósjaldan í
sér vísun til burðartáknsins, dúfna í fanga-
vist. Þannig situr Doddi kaupmaður og
■skátaforingi allan liðlangan daginn inni í
glerbúri í verslun sinni, um Lóló sem leggur
lag sitt við bandaríska hermenn og er móðir
glæpaforingjans Fedda feita segir að hún sé
„lítil ljóshærð dís sem flögraði einsog fiðrildi
á milli veggjanna í íbúðinni", og Anton rak-
ari, einföld og barnsleg sál sem á upptökin
að dúfnaæðinu, lifir einmanalegu lífi í her-
bergiskytru inn af rakarastofunni. Öllu er
þessu fólki lýst á fyndinn og geðfelldan hátt,
enda er ekki markmið höfundar að af-
skræma persónur sínar í þágu einhvers göf-
ugs siðaboðskapar. Lífssýn hans virðist í eðli
sínu dramatísk og sér takmarkaðan tilgang í
að fordæma menn fyrir það á hvaða priki
þeir hafa lent í dúfnakofum veraldarinnar.
Þetta er víðfeðm lífssýn sem finnur endalaus
frásagnarefni í ólgu mannlegs veruleika og
afneitar ekki tilvist hinna undarlegu máttar-
valda sem draga lífsnetið mikla á milli sín.
Með Riddurum hringstigans og Vængja-
slætti í þakrennum er kveðinn nýr tónn í ís-
lenskri sagnagerð og var tími til kominn. í
samanburði við verk þeirra miðaldrahöf-
unda sem enn liggja í timburmönnum eftir
’68, að ekki sé minnst á þá sem sitja fastir í
svarthvítum heimi kaldastríðsins, eru þetta
bókmenntir sem hægt er að taka í alvöru.
Kynslóðaskiptin lýsa sér einnig í því að hér
er ekki að finna kaldhæðnina sem hefur
lagst svo þungt á ýmsa ágætishöfunda af
næstu kynslóð á undan og löngu er komið
nóg af. Einar Már Guðmundsson skrifar
ferskari, þróttmeiri og umfram allt rytmísk-
ari stíl en aðrir ungir höfundar. Honum ligg-
ur mikið á hjarta og hann á að hafa alla burði
til að skapa list úr því.
POPP
Enska uppgjörid
í síðasta tölublaði Helgarpóstsins greindi
ég frá því hverjar væru tíu bestu plötur árs-
ins að mínu mati. Nú ætla ég að færa mig yfir
til Englands og reyna að gefa smá yfirlit yfir
þær plötur, sem þarlendum gagnrýnendum
þóttu merkastar á árinu, svo og nefna aðra
hluti sem þeir höfðu að segja um fortíð og
framtíð. Þau blöð sem helst er stuðst við eru
New Musical Express, Melody Maker og
Sounds.
Það sem er eftirtektarverðast við hljóm-
plötuútgáfu síðastliðins árs, er að mönnum
ber saman um að töluvert hafi verið gefið út
af góðum plötum, en að fáar hafi hins vegar
verið afburðagóðar og nánast engin ein hafi
skarað fram úr. Það var líka greinilegt að
gagnrýnendur hér heima voru þess sinnis,
því ef litið er yfir lista þann sem birtist í DV
rétt fyrir áramótin, þar sem var að finna val
gagnrýnenda á blöðunum, kom í Ijós að nán-
ast það eina sem við vorum sammála um var
að við vorum engan veginn mjög sammála
um val á plötum ársins.
Plata ársins að mati blaðamanna NME var
Punch The Clock með Elvis Costello. Hún
var í sjötta sæti hjá Sounds en ekki á lista yfir
tíu bestu plöturnar hjá Melody Maker. Ef
bornir eru saman listar NME og MM, kemur
í Ijós að aðeins tvær plötur er að finna á þeim
báðum, þ.e. Duck Rock með Malcolm Mc-
Laren (NME 9, MM6) og Synchro System
með King Sunny Adé (nr. 10 hjá báðum). Ef
Costello-platan er frátalin, þá eru NME og
Sounds ekki sammála um eina einustu plötu.
Annars má sjá hjá NME nöfn eins og Tom
Waits, Billy Bragg, Soft Cell, Michael Jack-
son, Yello, Cuiture Club og Winton Marsalis.
Hjá MM varð platan Touch, með Eurythm-
ics, fyrir valinu sem plata ársins. Eina platan
sem þeir voru sammála Sounds um var Big
Country (MM 2, Sounds 1). Aðrir sem voru
meðal tíu bestu hjá MM voru The The, Paul
Haig, Eurythmics (Sweet Dreams), Malcolm
McLaren, R.E.M., The Police, Echo & the
Bunnymen og King Sunny Adé.
Big Country varð fyrir valinu hjá Sounds
en á eftir þeim komu David Bowie, ZZ Top,
Hanoi Rock, New Order, Elvis Costello,"
Cocteau Twins, Paul Young, The Go-
Betweens og Fun Boy Three.
Þess má svo geta að hjá NME komst Big
Country ekki á lista yfir 50 bestu plöturnar
og Touch var þar í 22. sæti. En NME er eina
blaðið sem birtir lista yfir þær 50 bestu.
Ef litið er á litlar plötur kemur í ljós að þeir
hjá Sounds hafa ekkert verið að hafa fyrir
því að velja slíkan lista. Besta litla platan hjá
MM var (Keep Felling) Fascination, með
Human League,og hjá NME var það Billie
Jean með Michael Jackson sem þótti best.
Ekki voru þessi blöð annars sammála um eitt
einasta lag, sem eitt af tíu bestu.
Ef litið er yfir vinsældalista ársins í Bret-
landi, kemur í Ijós, og það sjálfsagt engum að
óvörum, að vinsælasta stóra platan var
Thriller, með Michael Jackson. Ef litið er á
stig sem plötunum eru reiknuð og listi þeirra
er byggður á, má sjá að Thriller fékk 1237
stig, en næsta plata á eftir, sem var Let’s
Dance með David Bowie, fékk 648 stig.
Það voru svo New Order sem áttu vinsæl-
ustu litlu plötuna, sem var Blue Monday. Lag
þetta var í tuttugu vikur á topp tuttugu list-
anum, en komst þó aldrei hærra en í fimmta
sæti. Næst á eftir Blue Monday kom Karma
Chameleon, sem flutt var af Culture Club.
Einnig er reiknaður út listi yfir þá sem
mestum vinsældum hafa átt að fagna á árinu
og er þá miðað við vinsældalista lítilla
platna. Á þeim lista eru það Culture Club,
The Alarm — bjartasta von Breta?
eftir Gunnlaug Sigfússon
sem koma í fyrsta sæti en þar á eftir Wham
og síðan Michael Jackson. Þessi listi er þó
þannig gerður, að t.d. fær Michael Jackson
sérstaklega gefin stig fyrir þau lög sem hann
hefur sungið með Paul McCartney, en væru
þau talin með yrði Jackson eflaust efstur á
listanum.
Ef reynt er að rýna í hvaða listamenn Bret-
arnir binda mestar vonir við á árinu, þá er
það áberandi að hljómsveitin The Alarm er
oftast nefnd. En fyrsta LP-plata þeirra er
væntanleg á markað þann 10. feb. og kemur
hún að öllum líkindum til með að heita
Declaration. Önnur nöfn eru R.E.M., Billy
Bragg og The Smiths. Það er líka almennt
álitið að nöfn eins og Culture Club, Madness,
Big Country og Eurythmics eigi eftir að
halda velli. En ekki sakar þó að geta þess að
Boy George hefur eignast keppinaut í
kvenneftirlíkingum, sem er Marlyn, en hins
vegar eru ekki allir á eitt sáttir um ágæti tón-
listar hans. Og svo myndi ég ætla að það
væri heilbrigt að vona að einhver ný nöfn
sem eru alls óþekkt í dag, skjóti upp kollin-
um á árinu.
Það má svo í lokin greina frá því til gamans
að plata Mezzoforte, Surprise Surprise, var
nr. 177 á listanum yfir vinsælustu LP-plötur
í Bretlandi en Garden Party komst ekki á
lista yfir 100 vinsælustu smáskífurnar. Og
annað sem kannski kitlar svolítið þjóðernis-
stoltið í landanum, er að Tony Mitchell,
blaðamaður hjá Sounds, er með plötu Bone
Symphony (sem Jakob Magnússon leikur
með) í þriðja sæti yfir sínar uppáhaldsplötur,
jafnframt því sem hann telur hljómsveitina
einhverja björtustu von ársins 1984.
20 HEIGARPÓSTURINN