Helgarpósturinn - 19.01.1984, Blaðsíða 17
LISTAPP
*
Lárus Ymir geröi sjöttu bestu
mynd heims 1982/83 samkvœmt
International Film Guide
„Mesti heiður
sem mér hefur
verið sýndur“
Choice of Films 1982/83
1 Nostalgia, Tarkovsky (Italy)
2 Fanny and Alexander, Bergman
(Swcaen/France/West
Germany)
3 Camminacammina, Olmi (Italy)
4 Heat and Dnst, Iyory (U.K.)
5 Merry Christmas Mr. Lawrence,
Oshima (U.K./Japan)
6 The Second Dance, Oskarsson
(Sweden)
7 Lianna, Saylcs (U.S.A.)
8 Local Hero, Forsyth (U.K.)
9 The Year of Living Dangerously,
Weir (Australia)
10 Sophie's Choice, Pakula (U.S.A.)
11 Demonios en al jardin, Gutierrcz
Aragon (Spain)
12 Angel, Jordan (Eirc)
Kvikmynd Lárusar Ýmis Ósk-
arssonar leikstjóra ,,Andra dans-
en“ var valin sjötta besta mynd
ársins 1982/83 af hinni alþjóð-
legu kvikmyndahandbók Inter-
national Film Guide 1984. „Þetta
er mesti heiður sem mér hefur ver-
ið sýndur, “ segir Lárus Ýmir við
HP. Handbókin er árbók og virtust
sinnar tegundar í heimi. Ritstjóri
bókarinnar, Peter Cowie, segir
m.a. í umsögn að „þessi íslending-
ur er nýstárlegasti kvikmynda-
gerðarmaður í Svíþjóð frá því að
Jan Troell kom fram á sjónarsvið-
ið. “
International Film Guide velur
12 bestu myndir ársins og hafnaði
„Andra dansen" í 6. sæti. Röðin er
eftirfarandi: 1. Nostalgia, Tark-
ovsky (Ítalía), 2. Fanny og Alex-
ander, Bergman (Svíþjóð/Frakk-
land/V.Þýskal.), 3. Cammina-
cammina, Olmi (Ítalía), 4. Heat
and Dust, Ivory (Bretland), 5.
Merry Christmas Mr. Lawrence,
Oshima (Bretland/Japan), 6.
Andra dansen, Óskarsson (Sví-
þjóð). Sem dæmi má nefna að
Sophie’s Choice, sem nú er sýnd
hérlendis, lenti í 10. sæti.
Ritstjóri handbókarinnar, Peter
Cowie, er geysilega virtur penni
og gagnrýnandi kvikmynda.
Hann segir m.a. í umsögn sinni um
„Andra dansen”: „Gegnum alla
myndina, sem lýsir ferðalagi
tveggja kvenna, eru stöðug leiftur
hugmyndaflugs sem eru það heill-
andi, hlaðin töframætti og
kerskni, að þau gera það að verk-
um að þessi Islendingur er nýstár-
legasti kvikmyndagerðarmaður í
Svíþjóð frá því að Jan Troell kom
Kim Anderson og Lisa
Hugoson i „Andra
dansen“.
fram á sjónarsviðið.” Þess má geta
að Troell sló í gegn fyrir 20 árum.
Cowie rekur atburðarás myndar-
innar og segir m.a. að hótelsen-
urnar séu í sama gæðaflokki og í
myndum Hitchcocks og Némecs. í
niðurlaginu segir ritstjórinn: „Bak
við allt leynist auga Lárusar Ósk-
arssonar sem fylgist náið með per-
sónunum, á hlutdeild í hugarflugi
þeirra og festist á óvörðu andar-
taki, ljkt og polaroid-myndataka
Jo. (Jo er önnur kvenpersónan í
myndinni). — IM
Toots
Thielemans
til Islands
Munnhörpuleikarinn, gítarist-
inn og biístrarinn heimsfrægi
Toots Thielemans kemur til Is-
lands og heldur hér hljómleika á
vegum Jazzvakningar um miðjan
febrúar. Þessi skemmtilegi belg-
íski tónlistarmaður er öllum jazz-
unnendum að góðu kunnur, og
reyndar mörgum fleiri því óvið-
jafnanlegur munnhörputónn hans
hljómar gjarnan í kvikmyndum,
ekki síst þegar Quincy Jones sem-
ur músíkina, en þeir Thielemans
hafa mikið leikið saman. Af öðr-
um kunnum samstarfsmönnum
Toots Thielemans má nefna Oscar
Peterson, Stephane Grappelli,
Jacob Pastorius og George Shear-
ing. Jazzvakningartónleikar
Toots Thielemans verða í Gamla
bíói 15. febrúar, og mun hann
leika hér með íslenskri rytma-
sveit.
-ÁÞ
Nýjar íslenskar kvikmyndir í deiglunni:
Agúst, Þráinn og Valdimar
eru tilbúnir í slaginn
fslenskir kvikmyndagerðar-
menn eru nú að undirbúa fram-
leiðslu sína á þessu ári og eru ýms-
ar kvikmyndir í uppsiglingu. Þrá-
inn Bertelsson hefur tvœr myndir
í takinu á árinu, Agúst Guðmunds-
son hefur lokið handriti að leik-
inni kvikmynd og Valdimar Leifs-
son hefur skrifað drög að gaman-
kvikmynd ásamt Þorsteini Marels-
syni.
„Við hefjum upptökur í febrúar-
byrjun," segir Þráinn Bertelsson
leikstjóri við HP um hina nýju
kvikmynd „Skammdegi”, sem
Nýtt líf sf. framleiðir. „Við reikn-
um með að upptökum ljúki fyrri-
partinn í apríl og að við getum
verið með kvikmyndina tilbúna til
frumsýningar í septembermán-
uði.
Tvœr kvikmyndir
„Skammdegi” fjallar um stúlku
sem kemur heim frá útlöndum.
Hún er nýorðin ekkja og heldur
vestur á firði þar sem maður
hennar heitinn átti hálfa jörð á
móti systkinum sínum. Stúlkan
vill selja sinn hlut og koma honum
í peninga en þessu eru systkinin
afhuga. Þegarstúlkan kemur vest-
ur fara að gerast ýmsir dularfullir
atburðir. Kvikmyndin verður tek-
in í Reykjafirði sem gengur inn úr
Arnarfirði. Með aðalhlutverk fara
Ragnheiður Arnardóttir, María
Sigurðardóttir, Hailmar Sigurðs-
son og Eggert Þorleifsson. Hand-
ritið er eftir Þráin Bertelsson og
Ara Kristinsson, sem ennfremur
er kvikmyndatökumaður mynd-
arinnar. Um „skammdegi” segir
léikstjórinn: „Þessi kvikmynd er
sálfræðilegur þriller.”
Þráinn Bertelsson er einnig
með aðra mynd í takinu •
Handritið er eftir hann
og Ara Kristinsson og stendur til
að hefja tökur í júní eða júli og full-
gera myndina fyrir jól. Myndin
hefur enn ekki hlotið heiti en um
verkiö segir Þráinn: „Þetta er
mynd í léttum dúr. Varðandi
vinnsluna er allt ófrágengið enn-
þá og ekki farið að ráða leikara.
Við reynum að glíma við það að
framleiða tvær myndir í einu og
það á eftir að koma í ljós hvort ís-
lenskt kvikmyndafélag getur leyst
þá þraut."
Stuðmannamynd á árinu,” segir
Agúst. „Það er áhugi okkar allra
að gera nýja gleðimynd en eins og
stendur liggur allt í pækli og það
' eiria sem er öruggt er að ekki
Ragnheiöur Arnar-
dóttir — leikur eitt
aðalhlutverkanna í
„Skammdegi"
Þráins Bertelsson-
ar.
,,Sandur“ og engin
Stuömannamynd
Ágúst Guðmundsson vinnur
þessa dagana að upptöku „Gullna
hliðsins” í sjónvarpssal. En hann
er einnig með kvikmyndaáform í
huga; Þegar HP hafði samband
við Ágúst hafði hann eftirfarandi
að segja um áætlanir sínar: „Eg
hef lokið við að skrifa frumsamið
handrit að kvikmynd sem mun
bera nafnið „Sandur". Eiginlega
ætti undirtitillinn að vera „trúnað-
armál" því ég get varla gefið
meira upp í svipinn." HP getur þó
bætt við þessi orð leikstjórans að
hér er um leikna, alíslenska kvik-
mynd að ræða og gerist hún til
sveita. Þetta er gamansöm frá-
saga sem þó er ekki beint kómísk
og tæpt á ýmsum alvarlegum mál-
efnum á líðandi stundu í íslensku
þjóðfélagi. Ágúst segir að enn sé
allt á huldu um hlutverkaskipan
og framleiðendur. En hvað með
nýja Stuðmannamynd? „Það eru
engin áform uppi um að gera nýja
Ágúst Guðmunds-
son — „Sandur“ er
frumsaminn og full-
gerður I handriti.
Þorsteinn Marels- ’
son — skrifar hand-
rit ásamt Valdimar
Leifssyni.
verður farið út í Stuðmannamynd
á þessu ári.“
Beðið eftir gjaldmiðli
Kvikmyndafélagið Njála hyggst
fara út í gerð myndar á árinu ef
fjárhagurinn leyfir. Valdimar
Leifsson mun leikstýra þeirri
mynd ef úr henni verður. Hann
segir við HP: „Hér er um kómedíu
að ræða sem Þorsteinn Marelsson
og ég höfum skrifað uppkast að.
Endanlegt handrit er í vinnslu en
enn er allt á huldu um hvort úr
áformunum verður. Þetta ræðst
allt af því hvort við getum fjár-
magnað þessa fyrirhuguðu kvik-
mynd. Við erum því enn ekki farn-
ir að ráða leikara eða annað
starfslið, en bíðum eftir gjald-
miðli."
Af öðrum kvikmyndaleikstjór-
um er það að frétta að þessa dag-
ana er Hrafn Gunnlaugsson stadd-
ur í Svíþjóð þar sem hann er að
ljúka vinnslu myndarinnar
„Hrafninn flýgur", sem sýnd verð-
ur á kvikmyndahátíð Listahátíðar
í byrjun febrúar. Þorsteinn Jóns-
son er að leggja síðustu hönd á
Atómstöðina sem verður frum-
sýnd innan tíðar. Þessir leikstjórar
hafa ekki nein áform uppi um nýj-
ar kvikmyndir svo vitað sé nema
hvað Hrafn hyggst ljúka við kvik-
myndina um Reykjavíkurborg,
sem borgarstjórnarmeirihlutinn
fól honum í fyrra. Lárus Óskars-
son hefur enn engar fastmótaðar
áætlanir en ýmsar hugmyndir eru
uppi meðal sænskra kvikmynda-
framleiðenda varðandi leikstjórn
Lárusar Ýmis á sænskri mynd.
— IM
HELGARPÓSTURINN 17