Helgarpósturinn - 01.03.1984, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 01.03.1984, Blaðsíða 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Árni Þórarinsson og Ingólfur Margeirsson Ritstjórnarf ulltrúi: Hallgrímur Thorsteinsson Blaðamenn: Egill Helgason og Sigmundur Ernir Rúnarsson Útlit: Björgvin Ólafsson Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Hildur Finnsdóttir Útgefandi: Goðgá h/f. Framkvaemdastjóri: Guðmundur H. Jóhannesson Auglýsingar: Áslaug G. Nielsen Skrifstofustjóri: Ingvar Halldórsson Innheimta: Jóhanna Hilmarsdóttir Afgreiösla: Þóra Nielsen Lausasöluverð kr. 30. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 8-15-11. Afgreiðsla og skrif- stofa eru að Ármúla 36. Simi 8-15-11. Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verktakaaðallinn Ýmsar blikur eru nú á lofti í kringum starfsemi ís- lenskra aðalverktaka á Kefla- víkurflugvelli. Þetta öflug- asta verktakafyrirtæki lands- ins hefurnotið rikisverndaðr- ar einokunar í framkvæmd- um fyrir bandaríska herinn hér á landi i bráðum 30 ár. í þessi 30 ár hefur þykkur þagnarmúr pólitískrar tor- tryggni og ríkisverndaðra einkahagsmuna umlukið þessa starfsemi. Þetta kann að fara að breytast. Von er á ítarlegri skýrslu frá utanríkis- ráðherra um fyrirtækið innan fárra vikna. Ný verktakafyrirtæki hafa risið upp hér á landi sem gætu ráðið við verkefnin á Keflavíkurflugvelli, þrátt fyrir sérstöðu þessara verkefna. Flest verktakafyrirtækin sem voru starfandi í Reykja- vik og nágrenni upp úr 1950 tóku þátt í stofnun Samein- aðra verktaka og íslenskra aðalverktaka, en nú er svo komið að ekkert hinna nýrri og sterku fyrirtækja í þessari grein kemst að í framkvæmd- um fyrir herinn. Tilboðin (nýju flugstöðina eru sjónarspil til að breiðayf- ir þessa staðreynd og halda sérréttindum íslenskra aðal- verktaka óskertum. Ekkert er nefnilega sennilegra en að þeir fái á silfurfati þær fram- kvæmdir við flugstöðina, sem ekki teljast til bygging- arinnar sjálfrar. Hér er um að ræðaframkvæmdirvið tengi- brautir við flugstöðina, vegi að henni, bílastæði o.fl. í þessum framkvæmdum felst a.m.k. þriðjungur kostnaðar- ins við flugstöðina. Annaö knýr á um það að farið verði rækilega ofaní saumana á rekstri Islenskra aðalverktaka. Sú pólitíska reitaskipting sem stofnun fyrirtækisins grundvallaðist áásínum tímaerúrsérgeng- in og á ekki lengur við í upp- lýstu þjóðfélagi. Nöfn stjórn- málaflokkanna sem nú mynda ríkisstjórn saman loða enn við íslenska aðal- verktaka. Meðan svo er verða allar ákvarðanir þessara flokka i málefnum herstöðv- arinnar og varnarsamstarfs- ins tortryggðar vegna mögu- legra hagsmunatengsla fyrir- tækisins og flokkanna. Aðstandendur íslenskra aöalverktaka eru meðal auð- ugustu manna á íslandi. Þeir hafa makað krókinn i næst- um þrjá áratugi. í Helgar- póstinum í dag er ferill eins stjórnarmanna fyrirtækisins rakinn og m.a. sýnt fram á hvernig hann hefur notfært sér lykilaðstöðu sína hjá fyr- irtækinu. 10 HELGARPÓSTURINN BRÉF TIL RITSTJÖRNAR To beer or not to beer Menn eru orðnir sannfærðir um að bjórinn láti sjá sig innan skamms, næstum jafn sannfærðir og sértrúarkássurnar sem bíða eft- ir Messíasi á járnbrautarstöðvum og flugvöllum út um allan heim. Pennarnir hafa verið slíðraðir og hugsjáendurnir standa uppi verk- efna- og handabakalausir. Að skrifa baráttubjórgrein í dag væri einsog að mótmæla Víetnamstríð- inu. Það væri hlægilegri tíma- skekkja en Gísli á Uppsölum. Svo virðist sem bjóristum hafi tekist að lyfta þungum augnalok- um alþingismanna, vekja þá upp af hassmókinu og veita þeim ein- hverja sýn inní töfraheima þessa víðdrukkna og margumhjalaða drykkjar sem fráleitt ófáir eru sammála um að sé hressandi, bæt- andi og kætandi og gefi hraust- legt, gott og virðulegt útlit að framanverðu. Og hvaða setuliði Austurvallarklepps vill ekki vera einsog þ í laginu. Engum vafa er undirorpið að afkoma þjóðarinnar er bundin þessum miði einsog eftirfarandi ljóðlínur bera með sér: ,,Ein eilífð- ar smáþjóð með titrandi tár, sem tilbiður bjór sinn og deyr." Bjór- trúarsöfnuðir skilst mér hafi sprottið upp einsog vídeóbúllur þar sem menn frelsast í serium fyrir trúna á lausnara Bjór. Þar er beðið: ,,Faðir Bjór, þú sem ert að koma, helgist þitt nafn, ég fæ þig í ríki.“ Eftir þessu að dæma hafa menn annaðhvort frelsast undan Kristi og með einhverjum hætti komist út úr hans trúlofunarvíta- hring, eða þá að neytendahópur hans hafi hreinlega ekki verið stærri en raun vottar. Dópmang- arar kirkjunnar virðast ekki hafa árangur sem erfiði og er gott til þess að vita. Lýðum virðist vera Ijóst að Krissi er einn varasamasti vímugjafi sem menn geta sett ofan í sig. Hann er öruggari heila- skemmdarvargur en límið. En kannski mætti spyrja: Verða menn heimskir af því að taka inn trú eða taka þeir inn trú af því þeir eru heimskir? Eitt er víst að lengi getur vont versnað. Eitthvað var Krissi sjálfur að sulla með áfengi á hérvistardögum sínum, en það var nú bara glas og glas og ekkert til að gera veður út af. Bjórinn lét hann alveg afskiptalausan og öfugt, og sami bindindismaður var hann á stelpur, stráka og tó- bak svo næst verði komist, en auðvitað færu forleggjarar hans aldrei að gefa út neitt um slíkt. Krissi var nú hálfgerður frakka- maður og ekki er ólíklegt að Miklatúnshugsanir hafi bærst í huga hans þegar hann bað eða skipaði: „Lofið börnunum að koma til mín,“ en látum það vera. Nóg um helsarann naglfesta. Ekki þykir mér óþenkjandi að tekið verði upp nýtt tímatal hér á klak- anum með tilkomu bjórsins, en um það er vitaskuld ekkert hægt að segja með vissu. Útlendingar hafa mikið furðað sig á því að hér skulu vera langar biðraðir fyrir utan þessar svokölluðu krár og svo fæst þar enginn bjór. Menn fá ekki einu sinni að syngja mæ bónní is óver ðí ósjon. I Islending- um er sjálfsbjargarviðleitnin svo sterk að þeir éta skít ef þeir fá ekki mat. Sjáum hvað gerist ef kjör hinna lægst launuðu verða ekki bætt. Okkur ber að þakka þeim ósér- hlífnu frelsishugsjónastríðshetjum sem leitt hafa íslensku þjóðina til sigurs í bjórbaráttunni. Margir hafa lagt hönd á plóginn, en eng- inn dregur í efa að þar fer fremstur í flokki hinn óviðjafnaniegi, elju- sami, þrautseigi eldhugi og fram- sækjandi: Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli, Jón Sigurðsson okkar tíma. Gefum honurn gott axlar- klapp. Allir vita að Halldór er skarpgáfaður og víðsýnn tiðaran- dans maður og þessvegna hefur ekki hvarflað að neinum að hugur hafi fylgt máli í greinum hans. Oll- um er Ijóst að hann setti sig aðeins í stellingar bjórmótmælandans til að sýna hve hlálegur siíkur mál- staður væri og það tókst honum svo eftirminnilega að óhætt er að segja að enginn hafi unnið bjórn- um meira gagn. Honum er að þakka að ekki er lengra til krúsar- ans en jólanna, ef allt fer sem horf- ir. Einstaka bjórverji hefur ekki skilið þessa baráttutækni Halla og mótmælt honum sem andstæð- ingi. Má þar nefna Ásgeir Hvíta- skáld sem ég í mínum aulahúmor kalla stundum Ásgeir skítaskáld, en auðvitað meina ég ekkert með því. Ásgeir er nefnilega ákaflega fínt skáld og það er alveg auðsjá- anlegt af kvæðum hans, sögum og greinum að þar er góður drykkju- maður á ferðinni. Svona gæti enginn skrifað nema undir áhrif- um áfengis. En spurningin er: Gerði drykkjan hann að skáldi eða gerðu skrifin hann að drykkju- manni? Þessari spurningu skulu menn velta fyrir sér meðan þeir tala íslenska tungu og hugsa ís- lenska hugsun, ekki aðeins bók- menntafræðingar heldur líka venjulegir menn. Annars þarf ekki að ráðieggja íslendingum vangaveltur í þessum dúr. Mér virðist þeir að öllu jöfnu hafa miklu meiri áhuga á brennivíns- svolgri þjóðskáldanna en kvæð- um, en það er svo sem ekkert undarlegt þegar nánar er að gætt. Það að keyra undir áhrifum áfengis og yrkja undir áhrifum skáfda er hvorttveggja lögbrot á sinn hátt, þótt ljóðyrkjumennirnir þurfi ekki að óttast skírteinismissi og fjársekt. Löghlýðnir menn yrkja undir áhrifum áfengis. Ég get ekki ímyndað mér að nokkrir menn séu hættulegri í umferðinni en Krissistar. Þeir geta átt það til í keyrslu að spenna greipar fyrir aftan hnakka „einsog“ fangar, halla sér aftur í sæluvímu og láta Hann ráða ferðinni. En Krissi kann auðvitað ekki á bíla frekar en gúmmíverjur og þó svo hann væri betur að sér en- ökukennari þá hefði hann annað við tímann að gera en að rúnta um bæinn fyrir Pésa og Palla. Hann hefur í nógu öðru að snúast og það verða börn hans að gera sér ijóst. Skáld og vín. Þetta eru samt- vinnaðri orð en Albert og hundur, ef grunnt skal tekið í árinni. Mikið óskap- voða- ægi- og afskaplega væri nú annars gaman ef það væri til eins mikið af góðum krúsara hér á landi og vondum skáldum. Þá yrði sennilega ferðast um á bát- um og fólk myndi spyrja með réttu: Má ég fljóta með? Éin stök staka i rest til hressingar: Eg er rola, rugludallur, rœfilstuska, fáráðlingur. Ég er dóni, drullusokkur, dœmigerður íslendingur. Gangið og akið varlega á guðs órannsakanlegum vegum, Suerrir Stormsker rithöfundur Bönn — ekki börn I síðasta Hringborði varð leið- inda prentvilla. Þar sem höfund- urinn, Sigríður Halldórsdóttir, hafði skrifað bönn varð börn í prentun. Rétt er setningin svona: Vonandi fáum við svo að vera í friði fyrir afskiptasömum útlend- ingum, enda ekki búin að leggja svo lítið á okkur að auglýsa okkur sem fanatískar grámyglur sem elska bönn eins og hundur kval- ara sinn. Sækjum — Sendum — Aðeins að hringja — Nýir og sparneytnir bílar. riT?VCTD Bllaloiga I olll Carrental Borgartún 24 (hom Núatúns) Sími 11015, á kvöldin 22434. Tegund og árgerð daggj. Kmgj. Lada 1500 station argerð 1984. 500 5,00 Opel Kadett (framdrif) árgerð 1983. 600 6,00 Lada Sþort jeppar árgerð 1984. 800 8,00 Allt verð er án söluskatts og bensins. V Gaukur á Stöng veitingahús, Tryggvagötu 22, sími 11556

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.