Helgarpósturinn - 01.03.1984, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 01.03.1984, Blaðsíða 23
HRINGBORÐIÐ Fyrir rúmum aldarþriðjungi setti enski höfundurinn George Orwell saman bók þá sem kennd er við yfirstandandi ár og vakið hefur meira umtal og pælingar en flestar bækur aðrar á þessari öld, enda bregður hún upp áleitinni og hrollvekjandi framtíðarsýn og hefur í ríkari mæli en til dæmis „Brave New World“ eftir Aldous Huxley orðið nokkurskonar skeiðklukka á framvindu heims- mála einmitt vegna þess að hún er miðuð við tiltekið ár. Nú er hið ör- lagaríka ár upp runnið, en varla verður með sannindum sagt að allt það sé fram komið sem í hinni skelfilegu spásögn fólst, enda valdi höfundur ártalið af handa- hófi eða réttara sagt lét það ríma öfugt við árið þegar hann var að semja söguna, 1948. Hitt er samt óvefengjanlegt að furðumargir spádómar hans hafa ræst og aðrir í þann veginn að rætast, auk þess sem örtölvubyltingin mun ugg- laust leiða til enn voveiflegri póli- tískrar og efnahagslegrar þróunar en Orweli gat nokkurntíma órað fyrir. Handhafar ríkisvalds, létta- drengir vísinda og vikapiltar Var- ins lands og annarra ámóta fas- istasamtaka munu með tíð og tíma koma því til leiðar að fyrir liggi fullkomnar tölvutækar upp- lýsingar um hvern þegn þjóðfé- lagsins, efnahag hans, áhugamál, fjölskylduaðstæður, ástamál, stjórnmálaskoðanir o.s.frv. (Það er að vísu huggunarríkt og um- hugsunarvert að Bretum stendur enn sem komið er þvílíkur stugg- ur af persónunjósnum að þeir leyfa ekki einusinni þjóðskrá í landi sínu, og má vel vera að þar gæti áhrifa Orwells). Einhverjir hólmsteinar eða stak- steinar úr röðum ungra sjálfstæð- ismanna ruku á sínum tíma til og létu snara bók Orwells á íslensku og gáfu út í þeirri bjargföstu trú að þar væri komin hin endanlega lýs- ing á framtíðarríki kommúnism- ans, en hitt virðist þeim hafa sést yfir, sem kannski var von, að Orwell var þegar búinn að gera kommúnismanum verðug skil í annarri bók, „Animal Farrn" (Fé- lagi Napóleon), einhverri beitt- ustu satíru heimsbókmenntanna, og svo hitt að Orwell var ekki síð- ur að beina fránum sjónum að framtíðarþróun vestrænna þjóð- félaga með sérstakri hliðsjón af því að öfl fasisma og nasisma höfðu síður en svo verið lögð að velli með falli möndulveldanna í seinni heimsstyrjöld, enda hefur áhrifa þeirra mjög gætt í stjórn- málum hins vestræna heims og þá ekki síst í Vestur-Þýskalandi. I því samhengi er ekki úr vegi að minna á sterk ítök gamalla nasista í Sjálfstæðisflokknum framá þenn- an dag. Það sem Orwell sá í hendi sér var, að hvarvetna um heim mundu valdastéttir færa sér í nyt tækninýjungar og svonefndar framfarir til að ná enn öflugri tök- um á fjölmiðlun og hverskyns inn- rætingu þegnanna. Stefnt yrði í æ ríkari mæli að einföldun tungu- máls, upplýsinga og túlkunar stað- reynda, en markvisst unnið gegn þeim margbreytileik og frjálsa gróanda sem er náttúrunni og hverri lifandi veru eiginlegur. í þessari framvindu mundu tækni- kratar og forstjórar fjölþjóða- hringa fara með höfuðhlutverk, en handbendi þeirra og hlaupa- gikkir yrðu hinir kjörnu flokksfull- trúar á löggjafarsamkundum og í sveitarstjórnum sem leynt og ljóst væru á mála hjá þeim sem fjár- magni og framkvæmdum ráða. O'rwell var ekki síður ljóst en mörgum fyrritíðar skriffinnum, að valdið er mestur spillingarvaki í mannlegu samfélagi: því meiri völd sem hópar eða einstaklingar hrifsa til sín, þeim mun spilltari verða þeir. Algert vald leiðir til al- gerrar spillingar, vegna þess með- al annars að valdafíkn mun vera sú ein ástríða mannskepnunnar sem aldrei verður svalað. Hún er nokkurskonar krabbamein sálar- innar sem smámsaman leggur undir sig og upprætir heilbrigðari mennskar hvatir, enda er ekki einleikið hvernig valdsmenn haga sér, hvort heldur þeir ráða fyrir smáum einingum eða stórum. Valdsmenn neyta allra tiltækra bragða til að svala óslökkvandi fýsn, og eru dæmi þeirra Stalíns og Hitlers ógnvænlegust á seinni tímum, en þeir hafa átt fjölmarga námfúsa lærisveina og spor- göngumenn um heim allan sem dreymir fánýta drauma Fásts og Galdra-Lofts, Déngis Khans og Napóleons. Þó beitt sé margvís- legum aðferðum, sem mótast af tækni og tíðaranda, þá er mark- miðið hvarvetna hið sama: að móta vitund og vilja þegnanna þannig að þeir lúti forræði valds- manna möglunarlaust og trúi því að hag þeirra sé best borgið undir vökuiu auga Stóra bróður, hvort sem hann íklæðist gervi Tsérnen- kós, Reagans, Alusuisse eða ís- lenskra aðalverktaka með tilheyr- andi skósveinum og skuggaböldr- um. Þessi viðleitni valdhafa í sam- tímanum hefur tekist með þeim á- gætum, að víðast hvar í heiminum stendur hinn almenni borgari ým- ist ráðalaus eða sinnulaus gagn- vart því sem er að gerast í kring- um hann, vitandi sem er að þann- ig hefur verið búið um hnútana, að rétturinn felst í valdhöfn og valdið hafa þeir sem ráða fjár- magni og áróðurstækjum, saman- ber viðgang Sjálfstæðisflokksins- eða vinsældir Reagans í Banda- ríkjunum þessa stundina. I lok liðins árs urðu íslendingar vitni að kynlegri beitingu refsi- valds sem leiddi í ljós varnarleysi óbreyttra borgara gagnvart opin- berum valdastofnunum. í því sam- bandi er algert aukaatriði hvaða augum menn lita miður smekkleg háðskrif og myndbirtingar Speg- ilsins. Það sem máli skiptir er að valdsmaður í ríkiskerfinu getur að eigin geðþótta lagt hald á prentað mál án þess að leita úrskurðar dómara og ánþess formleg kæra sé birt fyrr en umræddum valds- manni þykir sjálfum henta. Ef því- líkar geðþóttaákvarðanir heyra til leikreglum þess réttarríkis sem við teljum okkur búa við, þá er ís- lenskt samfélag farið að draga ó- þægilega dám af þjóðfélagi Or- wells í Oseaníu. Svo einkennilega vildi til og var kannski táknrænt, að sama dag og gengið var milli bols og höfuðs á ritstjóra Spegilsins og hann rúinn aleigunni var formlega gengið frá stofnun fyrirtækis þar sem vold- ugustu afturhaldsöfl í landinu rott- uðu sig saman undir handarjaðri Svarthöfða í þvi augljósa augna- miði að ná alræðistökum á fjöl- miðlun og skoðanamyndun í land- inu. Með samblandi af ugg og kímniblandinni furðu hafa margir hugsandi menn fylgst með linnulausum tilburðum Svart- höfða og Morgunblaðsins við að apa hlutverk Stóra bróður í bók Orwells, vaka yfir hverri hrær- ingu landsmanna og blása til at- lögu hvenær sem bryddir á til- hneigingu til frjálsrar hugsunar í opinberri umræðu. Öll viðhorf skyldu vera á eina bók lærð og hvert frávik frá gamalgrónum hugsunarhætti afturhaldsaflanna miskunnarlaust brotið á bak aftur með dylgjum, rógi og lygum. En augsýnilega hefur umrædd- um öflum ekki þótt nóg að gert. Með samræmdu átaki allra helstu aðilja, sem hrekja vilja þjóðina útí fúafen einhæfni og afturhalds, mátti kannski ná enn betri árangri en þeir Moggi og Svarthöfði hafa gert til þessa. Því var efnt til sam- starfs um fjölmiðlunarfyrirtækið lsfilm í svipuðum anda og her- mangið á Keflavíkurflugvelli og til í dag skrifar Sigurður A. Magnússon kvödd þau öfl í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki sem eindregn- ust hafa verið í baráttunni gegn frjálsum skoðanaskiptum og and- legu frelsi á íslandi. Það vakti að sönnu um sinn storm í vatnsglasi að íhaldsmeirihlutinn í borgar- stjórn Reykjavíkur skyldi leggja í púkkið, enda var sá þáttur málsins undirbúinn með mikilli leynd, og er með mörgu öðru til vitnis um valdhrokann og siðleysið sem kosningasigur Sjálfstæðisflokks- ins leiddi af sér, en stormurinn er hjá genginn og borgarstjórn Reykjavíkur orðin einn angi þess stækkaða Stóra bróður sem með tíð og tíma mun takast á hendur það tiltölulega auðvelda verkefni að símata landsmenn á þeim grút- mygluðu afturhaldssjónarmiðum sem tryggja eiga ti! frambúðar undirgefni þegnanna við fjár- magnseigendur og erindreka þeirra á valdastólum. Kannski það sé sannmæli að skel hæfi kjafti, en „hvað er þá orðið okkar starf í sex hundruð sumur? PS. Ég get ekki stillt mig um að segja hér litla og í sjálfu sér ó- merkilega sögu, ef verða mætti til áréttingar því sem að framan greinir. Undanfarnar tvær vikur hefur dvalist hér hollensk blaða- kona, Lien Heyting, gift skák- manni sem þátt tók í Reykjavíkur- skákmótinu. Notaði hún tímann til að koma að máli við ýmsa lista- menn og fræðast um það sem helst er á döfinni í menningarmál- um. Þegar þau Davíð borgarstjóri hittust á skákmótinu sagði hún honum frá iðju sinni og sýndi hon- um lista yfir fóikið sem hún hugð- ist eiga orðastað við. Þegar borg- arstjóri hafði litið yfir listann brást hann hinn versti við, kvað flest af þessu pakki vera á launum hjá Rússum og ráðlagði blaðakonunni eindregið að hverfa austurfyrir járntjald og halda sig þar í hópi sálufélaga. Blaðakonan vissi auð- vitað ekki hvaðan á sig stóð veðr- ið og spurði mig seinna, hvað kynni að hafa valdið hinu óvænta tilfinningagosi borgarstjórans, en ég hafði engin svör á reiðum höndum önnur en þau að vegir valdsmanna væru vísast jafnó- rannsakanlegir og vegir Guðs. jia ,Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 Opið i öiium deiidum: Mánud. — fimmtudaga ki. 9—19. Föstudaga kl. 9—20. Laugardaga kl. 9—16. JG1TÆSILEGT ÚRVAL öÓFASETTA -------- í LEÐURDEILD Munið okkar hagstæðu greiðslu- skilmála HELGARPÖSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.