Helgarpósturinn - 01.03.1984, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 01.03.1984, Blaðsíða 19
KVIKMYNDIR eftir Árna Þórarinsson og Sigmund Erni Rúnarsson Falleg saga og trist Stjörnubíó: Martin Guerre snýr aftur. Frönsk. Árgerð 1983. Handrit: Daniel Vigne og Jean-CIaude Cariére. Tónlist: Michel Portal. Kuikmynd- un: André Neau. Leikstjóri: Daniel Vigne. Aðalleikarar: Gerard Depardieu, Nathalie Baye, Maurice Jacquemont, Maurice Barrier. Áhrifarík saga; falleg en um leið trist. Og með eindæmum hvað leikstjóranum Daniel Vigne hefur tekist að gera smekklegan kvik- myndabúning um þetta vandmeðfarna efni. Sagan af Martin Guerre er sönn, gerðist á sextándu öld í frönsku Pýreneafjöllunum. Skrítið, en hún varðveittist fyrir tilstilli dómarans sem dæmdi í máli söguhetjunnar; honum fannst það svo markvert og óvenju- legt að hann sá sig knúinn til að dýfa penna í blek því til sönnunnar. Ógerningur er að segja þessa sögu hér svo nokkru nemi, en upphafið er þegar Martin þrettán ára og Bertrande tólf ára eru gefin saman i fjallaþorpinu Artigat. Martin unir sér ekki í sambúðinni, flýr að heiman og snýr ekki aftur fyrr en átta árum siðar. Honum er tekið opnum örmum sem glataða syninum, en nokkru síðar fer að gæta efasemda hjá þorpsbúum um að hér sé hinn upprunalegi Martin á ferðinni. Dómarinn fyrrnefndi er kvaddur til úrskurðar um það, sem verður að mjög sérstæðum réttarhöldum. Kvikmyndavinnsla Daniel Vigne er geð- þekk, með smekkvísi tekst honum að sýna inn í persónur verksins, hugarheim þeirra og lífsstíl og þorpsstemmningunni kemur hann svo vel til skila að oft er unun á að horfa. Þar notar hann sér allt í senn; mark- vissa kvikmyndun, áhrifaríka hljóðsetningu og leikara sem beinlínis munstrast inn í hlut- verk sin. Sannarlega vönduð og áhrifarík mynd. — SER. Böluun boxarans Tónabíó: Raging Bull. Bandartsk. Argerð 1980. Handrit og leikstjórn: Martin Scorsese. Aðalhlutverk: Robert DeNiro, Cathy Moriar- ty, Joe Pesci. Martin Scorsese er magnaður skoðandi bandarískrar karlmennsku- eða karlrembu- ímyndar. Hann skoðar hana í Ijósi eigin upp- vaxtar í glæpamenguðum heimi stórborgar- innar, þar sem í bakgrunni er kaþólismi ítalskra innflytjenda (Mean Streets), firring, spilling og geðveiki (Taxi Driver) eða sam- keppnisheimur skemmtiiðnaðarins (New York, New York, King of Comedy). Scorsese er ekki síður magnaður myndasmiður, með fjölbreytilegan stíl, stundum fallegan og mjúkan, stundum aflmikinn, spenntan og þéttan. Þetta síðarnefnda einkennir næstsíðustu mynd Scorsese, Raging Bull sem nú kemur fjögurra ára gömul í Tónabíó. Þar túlkar hann karlmennskuimyndina eins og hún birtist í lífi boxarans, Jake LaMotta, sem náði hátindi frægðar árið 1949 en klúðraði öllu með hömlulausum þjösnaskap og röngu stöðumati. Þetta er hörkumynd, prýdd fá- dæma skapgerðarleik Robert DeNiro í aðal- hlutverkinu og svarthvítri myndatöku Mic- hael Chapmans. Lýsing DeNiros á þvi hvern- ig LaMotta verður fórnarlamb hugmynda um töff karlmennsku sem leiða hann til sjálfstortímingar verður Iengi í minnum höfð, enda fágætt að sjá leikara taka líkam- legri ummyndun eins og hér. Saga LaMotta, innan sem utan hnefaleika- hringsins, nær að vísu aldrei þeirri drama- tísku dýpt að verða harmræn. Til þess skort- ir persónuna sjálfa alla burði. En kvikmynd- in Raging Bull er gerð af stakri kunnáttu og krafti. — ÁÞ. DeNiro breytist úr stæltum boxara I feitan nætur- klúbbseiganda með lygilegum hætti I Raging Bull. Hrafninn flýgur íBerlín: Góðar móttökur ,,Hrafninn flýgur gekk mun bet- ur á Berlínarhátíðinni en ég hafði þorað að vona", segir Hrafn Gunnlaugsson, nýkominn frá kuikmyndahátíðinni t Þýskalandi. Mynd Hrafns var sýnd á þremur opinberum sýningum utan képpni, og að sögn Hrafns vakti hún óskipta athygli alþjóðlegra dreifingaraðila eftir fyrstu sýn- ingu: „Þrír dreifingaraðilar frá Frakklandi hafa til að mynda boð- ist til að dreifa myndinni þar í landi og verður það sænsku kvik- myndastofnunarinnar að meta hvaða aðila verður falið að annast dreifinguna. Umræður eru enn- fremur i gangi við aðila frá Ítalíu, Ameríku, Niðurlöndum og ýms- um öðrum löndum um dreifingu og sölu á myndinni. Þá hefur myndin þegar verið seld til ísra- els". Að sögn Hrafns hefur Hrafninn flýgur hlotið mikla og góða kynn- ingu á hátíðinni og mikið verið fjallað um hana í blöðum. „Svíarn- ir sögðu við mig að ég gæti verið í sjöunda himni", segir Hrafn, „því myndir frá Norðurlöndunum hafa ekki átt upp á pallborðið hjá Ber- línarhátiðinni á undanförnum ár- um“. Tvennt var þó mikilvægast fyrir Hrafn Gunnlaugsson varðandi kvikmyndahátiðina: „í fyrsta lagi varð þýski leikstjórinn WimWend- ers svo gagntekinn at myndinni að hann ákvað að kynna hana sér- staklega fyrir síðustu sýningu á henni í Berlín", segir Hrafn. „í öðru lagi hafa móttökurnar í Ber- lín þýtt aukið traust framleiðenda á mér sem leikstjóra sem kann að koma sér vel í framtíðinni, þó að þessa dagana sé ekkert fjarlægara mér en kvikmyndagerð", segir Hrafn Gunnlaugsson. - IM SJÓNVARP Lítið og laglegt Þessi blessuð börn. Sjónvarpsleikrit eftir Andrés Indriðason. Leikstjóri: Lárus Ýmir Óskarsson. Tónlist Hjálmar H. Ragnarsson. Myndataka: Einar Páll Einarsson. Hljóð: Vilmundur Þór Gíslason. Lýsing: Haukur Hergeirsson. Leikmynd: og búningar: Baldvin Björnsson. Stjórn upptöku: Andrés Indriðason. Persónur og leikendur: Bjössi: Hrannar Már Sigurðsson. Sigrún: Steinunn Jóhannesdóttir. Þorsteinn: Sigurður Skúlason. Fjóla: Margrét Ólafsdóttir. Steingrímur: Róbert Arnfinnsson. Helga Kress getur þess í grein sinni Um konur og bókmenntir að ritdómarar noti gjarnan lágfleyg lýsingarorð eins og lítill, smár og snotur þegar þeir dæmi verk skáld- kvenna. Þessi orð flögruðu mér í hug eftir að ég sá sjónvarpsleikritið Þessi blessuð börn eftir Andrés Indriðason. Ástæðunnar er hvorki að leita í lítilsvirðingu né háði, verkið gefur einfaldlega ekki tilefni til hástemmdra lýsingarorða en var engu að síður Ijúft fyrir augun. Þessi blessuð börn var sent inn í leikrita- samkeppni sem Ríkisútvarpið boðaði til árið 1979. Ekkert hinna innsendu verka þótti verðlaunahæft en mælt var með verki Andrésar sem fjölskylduleikriti. í verkinu er skyggnst inn í hugarheima 8 ára stráks, Bjössa, og lýst hugsanaflögrinu meðan móðirin sýnir hugsanlegum kaupendum íbúð þeirra. Skömmu áður hafa foreldrar Bjössa skilið að skiptum og hann hefur eng- an veginn sætt sig við þá ráðstöfun, stendur reyndar í vanmáttugri uppreisn gegn ein- hvecju sem hann ræður engu um. Þessi lýs- ing er ágætlega trúverðug en er raunar að- eins leiftur, gaman hefði verið að fá ítarlegri úrvinnslu þessa efnis. Innantómt hjal fullorðna fólksins, einkum flatneskjulegar athugasemdir konunnar Fjólu, myndar e.k. bakgrunn fyrir hugsana- heim Bjössa: „Hvað með börn? Er mikið af börnum? Það er nú alltaf visst ónæði af börn- um.“ Áhorfandinn á auðvelt með að skilja að Bjössi vilji burt frá slíku og þvílíku þvaðri og ímyndi sér fjölskylduna þríeina á ný. Þótt textinn sé ekki í aðalhlutverki í myndinni er Hrannar Már Sig- urðsson I Þessi blessuö börn — útsjónarsemi og smekkvfsi leik- stjóra varö öðru fremur til að gera myndina að þvi sem hún er. eftir Sigurð Svavarsson greinilegt að höfundur ætlar honum að koma til skila og sýna oftlega tvöfeldni full- orðna fólksins í setningum sem hljóta að skilja barnið eftir í spurn; t.d. þegar móðirin segir við hjónin: Það hefur a.m.k. farið mjög vel um okkur hérna“. Var það ekki einmitt nýja íbúðin og peningavandræði henni fylgj- andi sem splundruðu hamingjusömu fjöl- skyldunni? Endurminningar voru kallaðar fram á hefðbundinn hátt. Ljósmynd kallaði á minn- ingar úr ferðalagi. Spiladós með brotnum spegli rifjaði upp rifrildið sem braut spegil- inn. Minningar voru yfirleitt undur hugljúfar enda fegraðar í huga drengsins. Ymsar fallegar táknmyndir sýndu vel hugarástand skilnaðarbarnsins; hönd í hlutverki linsu, eirðarlaust pár á regnvota rúðu. Útsjónar- semi og smekkvísi Lárusar Ymis kom vel fram í mörgum laglegum smámyndum af þessum toga og varð öðru fremur til þess að gera myndina að því sem hún er. Vinnu- brögð voru reyndar mjög fagleg á öðrum sviðum einnig og má í því sambandi minna á skemmtilega hljóðeffekta þegar stráksi tók til bragðs að fjarstýra hinu hrútleiðinlega fullorðna fólki og flýta ögn fyrir brottför hjónanna. Frammistöðu leikenda ætla ég ekki að tíunda hér en þeir unnu þó yfirleitt ágætlega úr heldur vandræðalegum hlutverkum sín- um, sem buðu ekki upp á mikil tilþrif. Hrann- ar Már Sigurðsson stóð einkar vel fyrir sínu í hlutverki Bjössa litla. Tónlist Hjálmars H. Ragnarssonar var að mínu viti einstaklega vel heppnuð og endur- speglaði skemmtilega hugarástand Bjössa. HELGARPÓSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.