Helgarpósturinn - 01.03.1984, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 01.03.1984, Blaðsíða 18
LEIKLIST Ævintýrin leynast , eftir Sigurð Svavarsson og Gunnlaug Ástgeirsson innra meö þér Þjódleikhúsid sýnir leikrilið Amma þó eftir Olgu Guðrúnu Arnadóttur. Leistjóri: Þórhallur Sigurðsson. Leikmynd, búningar, grímur og brúður: Messíana Tómasdóttir. Lýsing: Asmundur Karlsson. Höfundur laga og Ijóða: Olga Guðrún. Hljómsveitarútsetningar: Hróðmar Sigur- björnsson. Leikendur: Edda Björgvinsdóttir, Gísli Guö- mundsson, Herdís Þorvaldsdóttir, Jóns S. Gunnarsson, Pálmi Gestsson, Örn Árnason, Árni Tryggvason, Sigurður Skúlason, Erling- ur Gtslason og Helga E. Jónsdóttir. Börn og unglingar hafa löngum verið helstir skjólstæðingar Olgu Guðrúnar Árna- dóttur. Olga Guðrún er sannkallaður þús- undþjalasmiður; hún hefur samið skáldsög- ur, smásögur, ljóð og leikrit, þýtt sögur og leikrit, sungið lög og ljóð annarra og samið eigin sönglög. Öll hennar verk hafa borið vott virðingu hennar fyrir skjólstæðingun- um, unga fólkinu. Olga Guðrún hefur aldrei valið leið einföldunar og yfirdreps, hvorki i meðferð yrkisefnis né í framsetningu, og þess vegna hefur oftlega nætt um hana. Stríðið við hina fordómafullu virðist þó engan veginn hafa dregið mátt úr Olgu ef marka má leikritið Amma þó sem frumsýnt var á dögunum. í þessu verki nýtast hinir fjölbreytilegu hæfileikar höfundar býsna vel. Aðrir aðstandendur verksins leggja líka mikið af mörkum til að sýna börnunum gott leikhús á fullri ferð og ég fékk ekki betur séð og heyrt en börnin kynnu vel að meta sýn- inguna, a.m.k. voru mín afkvæmi himinlif- andi. I leikritinu Amma þó segir frá skemmti- legri fjölskyldu; ömmu, Júlíusi pabba og börnunum Fiu og Fjódóri. Fjölskyldan hírist í leiguhúsnæði við heldur þröngan kost, fá- tæk og svo svöng að „frumurnar druslast um og blóðkornin staulast um æðarnar". Þegar ýmsar frumlegar og skemmtilegar fjáröflun- arleiðir (sumar hverjar mjög í anda Hróa hattar) bergðast verður fjölskyldan að lúta í lægra haldi fyrir Braskara-Birni og Stúfi lags- manni hans og hrekst á vergang. En fátt er svo með öllu illt. . Amman, pabbinn og börnin villast inn til Salómons gamla, fyrrum aurapúka og okrara, sem einmitt er löglegur eigandi leiguhjallanna. í þessari heimsókn skýrast allar línur og Ijóst verður að Brask- ara-Björn verðskuldar ráðningu. í lokin eru allir hamingjusamir eftir að réttlætið hefur sigrað. Amma þó er~heilmikill ærslaleikur þar sem sígild skopatriði fá vel að njóta sín og eru reyndar sum hver ansi ódýr. Alvaran að baki efnisþræðinum verður aldrei uppá- þrengjandi þó öllum megi Ijóst vera að höf- undur dregur taum lífsgleðinnar og frelsisins gegn stritinu og þreyttum gráma hvundags- ins. Amman er kostuleg persóna sem skortir hinn hagsýna hugsunarhátt sem samfélagið krefst og á erfitt með að fylgja stöðugt sett- um reglum. Júlíus pabbi er fyrst og fremst draumóramaður og þess vegna lélegur skaffari. Verkið dregur dám af þessum hugsunarhætti mæðginanna og hverfur langt frá raunveruleikanum út í fantasíuna og stílfærsluna. I lokasöng verksins kemur fram sú'staðreynd að peningarnir einir sér færa ekki lífshamingju og fjölskyldan skemmtilega spyr spurninga sem hún hefur fyrir löngu svarað sjálf; Til hvers fékkstu augu? - Til hvers fékkstu hendur? Til hvers fékkstu hjartað sem í heitu brjósti slær? Ævintýrin leynast innra með þér sjálfum ættirðu ekki að leita þeirra, vinur kær? Stúdentaleikhúsið: ,,Breyttu heiminum" — Brecht söngvar og Ijóð. Samantekt: Hafliöi Arngrímsson og Margrét Pálmadóttir. Flytjendur: Ástríður H. Ingólfsdóttir, Bára Lyngdal Magnúsdóttir, Guðlaugur Viktors- son, Kristján Viggósson, Margrét Pálmadótt- ir, Sigríður Eyþórsdóttir. Hljómsveit: Bjarni Jónatansson, Jón Björg- vinsson, Joseph Fung, Knútur Birgisson, Richard Korn, Rúnar Vilbergsson, Sigríöur Eyþórsdóttir. Margrét Pálmadóttir og Hafliði Arngríms- son hafa tekið saman fyrir Stúdentaleikhús- jð dagskrá úr verkum Bertolts Brechts sem er þó takmörkuð við Ijóð hans og söngva. Á dagskránni eru ekki færri en 26 atriði. Ég get útaf fyrir sig ekki dæmt um hversu dæmi- Til hvers varstu að fæðast? Til hvers ertu að lifa? Tíminn streymir áfram eins og foss i djúpan hyl. Ertu búinn að gleyma öllum þínum draum- um? Ættirðu ekki að minnast þess að þú ert til? Ævintýri og draumar eru mannfólkinu nauðsynlegir og kannski ekki síst börnun- um. Olga Guðrún vekur þarna athygli á þeirri staðreynd að samfélag sem neglir fólk við veruleikann statt og stöðugt er í eðli sínu fjandsamlegt manrieskjunum. Þetta þykir mér hugnanlegur boðskapur til barnanna nú á þessum viðsjárverðu tímum. Þórhallur Sigurðsson og lið hans hefur unnið gott verk við uppfærslu verksins. Sýn- gert úrval þetta er. Lögð er áhersla á ljóð sem andæfa stríði og ofbeldi og er þetta þema dagskrárinnar vandlega undirstrikað með myndum sem sýndar eru á tjaldi að baki flytjendum. Með þessum hætti er skap- að gott samhengi í dagskrána þó einnig sé að finna þar ljóð af öðru tagi. Stríðsandófið í kveðskap Brechts er ákaflega sterkt og vel til þess fallið að hvetja til samstöðu um frið- arboðskap og sem slíkt þarft innlegg í bar- áttu dagsins. Ljóðin (söngtextarnir) eru ýmist flutt á frummálinu (þýsku) eða í íslenskum þýðing- um. Sýnist mér þessi blanda nokkuð hæfileg þó ef til vill megi deila um hvað sé flutt á hvoru máli þegar til eru ágætar þýðingar. Meirihluti atriðanna eru söngvar óg eru flestir eftir þá Kurt Weili og Hanns Eisler og nokkrir eftir Paul Dessau. Mörg laganna eru ingin ber öll merki vandaðra vinnubragða í leikhúsi þótt á stundum hefði mátt ætla skopinu meira hóf. Það er ekki gripið til annars flokks vinnubragða eins og svo oft á barnasýningum. Sýningin gerir kröfur til áhorfendanna sem þeir geta vel risið undir. Ásmundur Karlsson og Messíana Tómas- dóttir eiga ekki lítinn þátt í því fallega sjónar- spili Sem sýningin er. Leikmyndin er býsna stílfærð og skemmtilega fjölbreytileg. Grím- ur, brúður og ýmsir leikmunir gegna drjúgu hlutverki í sýningunni og hjálpa til við sköp- un ævintýra- og draumaveraldar sem börn- in fylgdust opinmynnt með. Ýmsar skipting- ar voru þó heldur tímafrekar en aðstandend- ur sýningarinnar ættu að geta hert á henni. Um leikendur þarf ekki að hafa mörg orð, þar er valinn maður í hverju rúmi og allir lögðu sig vel fram. Edda Björgvinsdóttir og kotroskinn strákur Gísli Guðmundsson léku systkinin Fíu og Fjódór. Herdís Þorvalds- dóttir lék hina sprellfjörugu ömmu og vakti oftlega mikla kátínu. Jón Gunnarsson vakti samúð allra í hlutverki draumórapabbans. Pálmi Gestsson og Örn Árnason voru í trúða- legum hlutverkum Braskara-Björns og Stúfs og gerðu þeim góð skil. Þó virðist mér sem Pálmi sé að festast dálítið í grínarahlutverk- inu og grípi óþarflega oft til sömu andlits- grettanna og taktanna. Árni Tryggvason dró upp einkar viðkunnanlega og sannfærandi mynd af hinum óhamingjusama Salómoni. Lög og ljóð Olgu Guðrúnar komu mjög vel út enda einkar áheyrileg og grípandi. Þær Edda og Herdís áttu þó í nokkrum erfiðleik- um með að skila sögntextum út í salinn á frumsýningu. Amma þó er ágætt framlag til íslenskra leikbókmennta fyrir börn og ég trúi ekki öðru en að foreldrar og börn eigi eftir að fjöl- menna í Þjóðleikhúsið. _ SS alþekkt, t.d. lög úr Túskildingsóperunni og Mutter Courage, og einnig eru þarna lög sem nú eru sungin í sýningu Þjóðleikhússins á Sveyk í síðari heimsstyrjöldinni. Sjö manna hljómsveit með mjög skemmtilega hljóð- færasetningu spilaði undir flutninginn og fórst henni það mjög vel úr hendi. Flutningur flytjendanna var yfirleitt með mestu ágætum. Þótti mér kvenfólkið í hópn- um standa sig heldur betur en karlmennirn- ir. Bæði voru í þeirra hópi betri söngkraftar og fannst mér einnig koma fram í flutningi þeirra næmari tilfinning fyrir efni Ijóðanna. Þessi dagskrá Stúdentaleikhússins er í senn bæði hressileg og alvarleg, vekur til umhugsunar um leið og hún veitir góða skemmtun. Það er nefnilega algjör misskiln- ingur að góð skemmtun þurfi endilega að vera tóm skrípalæti. — G. Ást. Amma þó í Þjóðleikhúsinu — ágætt framlag til íslenskra leikbókmennta fyrir börn. Brechtsöngvar SÍGILD TÓNLIST Sjarmerandi eftir Leif Þórarinsson Því er ekki að neita að tíminn sem tónleik- ar Háskólans í Norræna húsinu eru hafðir á er ekki sem þægilegastur, þ.e. í hádeginu á miðvikudögum. Það er því alltof sjaldan sem maður kemst á þá og orsakar það vitaskuld talsverðan leiða og jafnvel samviskubiti því þetta eru oftast vandaðir tónleikar með sumu af okkar ágætasta tónlistarfólki að gera sitt besta. Ég hafði þó döngun í mér til að labba suður í mýri og heyra Einar Jó- hannesson, sem er að öllum öðrum ólöstuð- um einn af fáum íslenskum listamönnum á heimsmælikvarða: hreinn snillingur á klari- nettuna. Með honum var mættur til leiks David Knowles, píanisti, sem ég veit hvorki haus né sporð á en grunar þó að sé ættaður úr Bretlandi. Efnisskráin var ákaflega skemmtileg, létt og hrífandi (sjarmerandi), enda eftir þrjú góð skáld frá Frakklandi: Florent Schmidt, Honegger og Poulenc. Schmidt var þeirra elstur (f. 1870 d. 1958) og samdi á sínum tíma ákaflega „fallega“ músík, sem er meira í ætt við verk kennara hans Massenet og Fauré en t.d. samtímamanna á borð við Debussy og Ravel. Hann var semsé ekki neinn ævintýra- maður í listinni, en stóð vel og vandlega að sínu. Því miður hefur lítið sem ekkert heyrst eftir hann hér á landi og raunar var þetta í fyrsta sinn sem ég heyrði verk eftir hann á opinberum hljómleikum í Reykjavík. Það var svo sem ekki stórt eða mikið um sig þetta Andantino hans, en elskulega áheyri- legt og spilað af miklurn innileik af þeim Einari og Knowles. Fyrsta verkið á skránni var hinsvegar eitt af vinsæiustu (og skemmtilegustu) klarinett- verkum frá fyrri hluta aldarinnar, Sónatína eftir Arthur Honegger og hana heyrði mað- ur fyrst leikna hér, af Agli Jónssyni og Róbert Abraham öðruhvorumegin við 1950, á tónleikum á sal í M.R. ef ég man rétt. Og hún hefur ekkert versnað síðan þó auðvftað sé hún langt frá að vera meðal merkilegustu verka Honeggers, sem var fágætur snilling- ur, sérstaklega í sinfóníuskrifum og öðru stærra. Mesta verkið á þessari því miður alltof fámennu samkomu í Norræna húsinu var síðast: Sónata fyrir klarinett og Pianó, sem Einar Jóhannes- son — einn af fá- um Islenskum listamönnum á heimsmæli- kvarða. Francis Poulenc samdi rétt áður en hann dó, 1962. Póulenc er ekki síst frægur af söng- lagagerð, sem þykir einstæð á þessari öld og það leýnir sér ekki í þessu klarinettverki að hann bjó yfir ósvikinni lagrænni gáfu. Sér- staklega fann maður fyrir þessu í hæga mið- þættinum, sem jaðrar að vísu við „banalitet" (það gerir Poulenc raunar oftar en ekki), en er vissulega sönn og átakanleg músík, kannski meir í ætt við óperuaríu en sönglag. Þetta og raunar alla sónötuna léku félagarn- ir góðu af mikilli snilld. Einar hefur þetta ótrúlega vald á tóni og tækni (hann blæs eitt fegursta forte á hásviðinu sem ég man eftir) og leikur flest af sannri músíkalskri innlifun. Og píanistinn, David Knowles, var skemmti- lega „rythmiskur" og byggði upp sitt hlut- verk í reglulegum kammermúsíkanda: greindarlegur og með öllu laus við tilgerð og annað leiðinda vesen. Bravó. 18 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.