Helgarpósturinn - 01.03.1984, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 01.03.1984, Blaðsíða 28
M ■ W Bargir hafa velt þvi fyrir sér hve hratt samkomulagið milli Alberts Guðmundssonar og Guö- mundar J. Guðmundssonar for- manns Da.gsbrúnar gekk fyrir sig. Menn nefna þar einkum gamla vin- áttu þeirra Alberts og Guðmundar en meginástæðan er þó önnur. Þröstur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Dagsbrúnar, var aðstoðar- maður fjármálaráðherra í tíð vinstri stjórnar og er því öllum hnútum ráðuneytisins kunnugur. bað var Þröstur sem undirbjó samkomulag- ið, benti Guðmundi J. á allar leiðir innan embættiskerfisins og kom málinu á réttan og skjótan hátt fyrir ráðherra eins og vanur aðstoðar- maður. Hraðinn var mikilvægur fyrir þá Dagsbrúnarmenn, því und- irritunin mátti ekki koma fyrir augu samráðherra Alberts eða forystu Sjálfstæðisflokksins sem að öllum líkindum myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að stöðva mál- ið. Þetta tókst, og eftir sitja ráðherr- ar og þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins með sárt ennið. Guðmundur J. er hinsvegar orðinn hetja í verka- lýðsfélögum og Alþýðubandalagi og Þröstur hefur mjög styrkt stöðu sína bak við tjöldin sem verðugur arftaki Guðmundar J. og væntan- legur þingmaður. . . ramtíð íslenskrar kvikmynda- gerðar er um þessar mundir í nokk- urri óvissu. Þótt margir kvikmynda- gerðarmenn séu með nýjar myndir á prjónunum fyrir næsta sumar eru þeir mjög uggandi vegna þess að svo virðist sem aðsókn fari heldur dvínandi. Kvikmyndasjóður mun úthluta styrkjum nú í marsmánuði og munu álíka margar umsóknir hafa borist og í fyrra. Hagur kvik- myndagerðarinnar gæti þó vænk- ast á næstunni fyrir tilstilli hins op- inbera, en Ragnhildur Helgadótt- ir menntamálaráðherra hefur tekið hið gamla frumvarp Ingvars Gísla- sonar um ný kvikmyndalög, sem hann treystist ekki til að leggja fram, og látið gera lítilsháttar breyt- ingar á því, en hyggst svo leggja það fram á þessu þingi. Talið er trúlegt að það verði lagt fram sem ríkis- stjórnarfrumvarp og hafi öruggan meirihluta. Aðalatriði hins nýja frumvarps yrðu auknar tekjur Kvik- myndasjóðs og ráðning starfs- manns til að annast starfsemi í þágu íslenskrar kvikmyndagerðar á veg- um sjóðsins .. . G—Sa, þykja 0,- haldsgóðir samkvæmismenn. Það fékk Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra að sannreyna á fundi Norðurlandaráðs í Stokk- hólmi í vikunni. Eitthvert kvöldið- bauð forsætisráðherra landstjóra Grænlendinga Jonathan Motz- feldt og landa hans uppá glas til að -ræða samstarf ríkjanna og daginn og veginn á óformlegan og huggu- legan hátt. Átti þetta aðeins að vera stutt spjall á góðri stund. En það var framlágur íslenskur forsætisráð- herra sem mætti til leiks morguninn eftir. Grænlendingarnir höfðu þá rétt verið að sleppa Steingrími eftir næturlanga „symposium" sem lykt- aði með því að landstjórinn skoraði á forsætisráðherra í sjómann. Við vitum ekki hvor vann . . . |y§ ■ ú þegar útlit er fyrir að Albert Guðmundsson standi upp úr stól fjármálaráðherra er farið að spá uppstokkun innan ríkisstjórnar- innar í kjölfarið. Ekki er Ijóst hver hún verður, en trúlegt að Þor- steinn Pálsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, taki sæti í henni, og þá sem viðskiptaráðherra eða utan- ríkisráðherra. í embætti fjármála- ráðherra er hins vegar mest talað um Lárus Jónsson, alþingismann og fallkandidat í Búnaðarbanka- stjórann. Frekari hrókeringar innan stjórnkerfisins yrðu þessu samfara, og vitað er að Matthías Á. Mathie- sen viðskiptaráðherra hefur mik- inn hug á að fá bankastjórastöðu í Seðlabankanum sem senn losnar og Geir Hallgrímssyni væri ekki mjög á móti skapi að verða sendi- herra í Washington . . A i^^Wfturámóti segja goðar heimildir að helstu valdamenn inn- an ríkisstjórnar og stjórnarflokka hafi verið að brjóta heilann um hvernig leysa mætti þá kreppu sem upp er komin í stjórnkerfinu vegna tilþrifa Alberts Guðmundssonar á leikvanginum og komist að þeirri niðurstöðu að eina heildarlausnin á vandanum sé sú að taka tíkina Lucy úr umferð, en við það muni eigandi hannar hverfa af landinu .. . K ■i^^vikmynd Hrafns Gunn- laugssonar, Hrafninn flýgur, var sem kunnugt er sýnd á kvikmynda- hátíðinni í Berlín í síðustu viku við góðar undirtektir. Meðlramleiðend- ur myndar:nnar, Svenska filmins- titutet og Viking Film í Stokkhólmi, tóku að sér alla kynningu og áróður fyrir myndina í Berlín. Eitt var þó á könnu íslendinga: Sendiráð Islands í Bonn hafði tekið að sér að anriast 150-200 manna kokkteilboð að af- lokinni frumsýningunni sl. fimmtu- dagskvöld fyrir máismetandi fólk á hátíðinni, enda mikið í húfi fyrir ís- lenska kvikmyndagerð. Þar kom þó þegar til átti að taka babb í bátinn. Birtist það í formi Hannesar Jóns- sonar sendiherraf,,vandræðabarns íslensku utanríkisþjónustunnar", eins og hann er einatt kallaður meðal diplómata.. Hannes hafði hugsað sér að koma með veitingar i hanastélið í farteski sínu frá Bonn. Illa gekk að finna hótel í Berlín sem vildi hýsa samkvæmi þar sem gest- gjafarnir flyttu drykkarföngin með sér. Var loks fundið húsnæði innan veggja hátíðarsalanna. En með fárra daga fyrirvara afboðaði sendi- herra íslands svo hanastélið og bar fyrir sig skort á boðsgestalistum og einhverju þess háttar. Var þetta klúður umtalað meðal manna á Berlínarhátíðinni og nokkurt að- hlátursefni og ekki Islendingum til framdráttar . . . LÝSI I.Æ3!) kpimfípds rnotí»am.-ríku Kaklhams.^ þorskadsí LYSI Undináaða kjan^KV. iiKwpnncnVir K.ikiiirciiLsaíN ÞORSKALÝSI LYS! . •^kiha'íitsaft WRSKAIÝSI Grandavegi 42, Reykjavík. Taktu lýsi daglega hdsunnar vegna Stuttur sólargangur veldur því aö viö verðum af vítamínum sem okkur eru nauðsynleg til að halda góðri heilsu. En við getum bætt okkur þetta upp með því að taka lýsi daglega. Lýsi inniheldur náttúruleg A og D víta- mín. Þau styrkja vöxt tanna og beina, hafa góð áhrif á sjónina og byggja upp vörn gegn ýmsum kvillum. En lýsið gerir meira, - í því er einnig mikið af fjölómettuðum fitusýrum, sem fullyrt er að dragi úr líkunum fyrir því að menn fái hjartasjúkdóma og of háan blóðþrýsting. Er þetta ekki næg ástæða fyrir ykkur til að byrja strax - heilsan er það dýr- mætasta sem við eigum. . rrSÞ35K«s

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.