Helgarpósturinn - 01.03.1984, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 01.03.1984, Blaðsíða 12
GRÁSÍÐA Á leið í Kökuhúsið Sem framhald af síðustu Grá- síðu stóðu konur á þingi saman á þingi við pylsuvagninn og ræddu um hjartavitið í Albert sem höfuð hans þekkti ekki, og Guðrún Helga sagði: Ég vildi að hægt væri að koma hjartavitinu úr Albert í höfuðið á Gvendi J. því hann hefur hvorugt lengur, höfuð- eða hjartavit, en andatrúartónn Jóns Auðuns streymir úr munni hans, blandaður mærð sem kemur ef- laust frá lifrinni í honum. Sverrir Hermannsson átti leið fram hjá og með því hann er tal- inn vera andlegur læknir Alþing- is langaði Guðrúnu að spyrja um vitsmunaflutning. Er hægt að flytja vit á milli líf- færa? spurði hún. Mér er ekki til Zunnar boðið, svaraði Sverrir. En færum okkur ef þið viljið yfir á Kökuhúsið. Hér er alröng notkun forsetn- ingarinnar á, sagði Sigríður Dúna. Hið rétta er ,,í Kökuhús- ið“. Jeg er ekki aðeins z-málaráð- herra heldur Iíka forsetningaráð- herra, sagði Sverrir. Og má ég spurja, Sigríður, sitjum við á Al- þingi eða sitjum við í því? Mér finnst forsetningaráðherr- ann vilja sitja bæði í og á öllu, sagði Geir. Menntamálaráðherra brosti því hlédræga meyjarbrosi sem aðeins dúkkulísur ná á dönskum haframjölspökkum, þótt engar séu þær mjölkisurnar heldur þræl-íhaldssamar, og hún sagði: I og á kemur í einn stað niður ef hann er sæmilegur og siðsam- ur. Ég mundi telja, sagði Stein- grímur Hermannsson, að þetta færi allt eftir hugarfarinu, hvort setið er í eða á. Setan skiptir öllu máli. Já, þið í Framsókn haldið að hugarfarið sé í setu fólks, sagði Svavar. Það eru hinir svo nefndu aftanþankar Framsóknar sem þið eruð frægir fyrir, eftir að þið komust upp á þriðju leið- ina. Þótt allt reiðstand ykkar sé eins og í rás tvö bæði hjá Ríkis- útvarpinu og öðrum. . . Ég þoli engar sneiðar frá þér, Svavar, sagði Steingrímur. Ég held að þið í Alþýðubandalaginu hafið hirt upp aftaníossana sem við í Framsókn hristum af okk- ur. Hitt er annað mál hvort þeir eru í sömu rás í einkamálum sín- um og stjórnmálum. Mín vegna mega menn vera í rás tvö bæði í andlegum og líkamlegum efnum. Ég skal ósagt láta hvort rásahjal- ið hjá Tímanum sé heilbrigt. Heyr fyrir því, sagði Geir. Guðrún fór nú að ræskja sig og kalla þingmennina stráka. Mig skiptir mestu að Guð- mundur fái vitsmunaflutning, ‘ sagði hún. Samt vil ég ekki að kokhreysti hans og vit fari í neðra kokið, Sverrir. En ef þú vilt ræða máiið verður mér sama hvort við færum okkur yfir á, í eða bara á Kökuhúsið. Ég færi mig ekki yfir á neitt, sagði Sigríður Dúna. Það kann að vera rétt séð frá sjónarmiði karlmannsins og í stjórnmála- merkingu, en málfræðilega er það rangt og ókvenlegt. Steingrímur opnaði munn- inn. Nei, bað Guðrún. Farðu ekki að segja, Steingrímur, að það verði hver maður að taka ákvörðun fyrir sig, eins og þér er tamt, þegar þú veist að við tökum ákvarðanir fyrir alla þjóð- ina. Það voru alls ekki mín orð, sagði Steingrímur og ætlaði að halda áfram í „sínum dúr", í þeim mikla Framsóknardúr sem er engin NEP—stefna í anda Leníns: tvö spor fram og eitt aft- ur, eins og Ólafur Jóhannesson sagði í frægri ræðu, þegar hann tók við Gullbollunni í Strass- borg, en orð hans köfnuðu í þegjandi látum þingmanna sem opna aldrei munninn á Alþingi og eru ekki heldur með neitt þingstigamakk. Nú vildu þeir ólmir komast að Grásíöu pylsu- vagnsins. Svavar og Guðrún snerust til varnar, einnig Steingrímur og Geir, Albert og menntamálaráð- herra (með fínlegt Mikka Mús- bros á vör). Öll vörðu þau Grásíðu pylsu- vagnsins, svo hinn þögli meiri- hluti Alþingis kæfði ekki síðuna með þögninni. Nei, sagði menntamálaráð- herra fínlega. Ef þið opnið aldrei munninn á Alþingi komist þið aldrei að Grásíðunni. Þá varð hinum þögla meiri- hluta að orði, eins og það kæmi úr almennri skoðun almennings: Þú ætlar að fara með okkur eins og Úlfar Þormóðsson og Spegilinn. Líkt og almenningur höldum við að bannið sé runnið undan rifjum þínum. En Mikka Mús-brosið fór ekki af vörum menntamálaráðherra fremur en af kanínunni þegar hún er búin með gulrótina. Og þess vegna komst hinn þöguli meirihluti Alþingis ekki að Grá- síðunni. Hann vissi ekki að bros- ið er besta vopnið og verjan, einkum rifjanna. MATKRAKAN ,,Etið, vinir, eftir Jóhönnu Sveinsdóttur drekkið og gjörist ástdrukknir“ I þjóðarþrotabúi sem okkar ber brýna nauðsyn til að launþegar trúi eftirfarandi: — að vinnan göfgi manninn; — das Arbeit macht frei; — að launin, burtséð frá krónutölu, gefi manninum lifibrauð sem haldi honum gang- andi sem sköpunarverki; — að hver dagur sem við þraukum í þessu harðbýla menningarlandi sé kraftaverk; — að örlög þjóðar ráðist af hvunndags- kosti hennar. Síðasta slaðhæfingin gefur kartöflu- og fiskisúpupredikunum mínum tilgang. Hún er sótt til franska hæstaréttardómarans Brillat- Savarin (1775-1826) sem var eldhúsfílósóf fram í fingurgóma. Hann gat af sér ritið La physiologie du gout sem menn hafa óspart vitnað til síðan m.a til að réttlæta að það sé allt í góðu lagi með það að vera mataróður — skrifa mataróð um mataræði — fyrst franskur hæstaréttardómari gat gert það. Þó að Brillat-Savarin skrifi þjóðfélagsstöðu sinni samkvæmt meira um ,,eðlari“ kost en kartöflur og grjón, finnst mér að við getum vel íhugað sum þeirra spakmæla sem hann setur fram í formála bókar sinnar, t.a.m.: IV. Segðu mér hvað þú borðar og þá skal ég segja þér hvað þú ert. VII. Fólk nýtur unaðar matseldar á hvaða aldri sem er, við hvers kyns aðstæður, í öllum löndum, dag hvern; þá nautn má dýpka sem aðrar nautnir, en hún verður mörgum síðasta hálmstráið, eða haldreipi öllu heldur, er þeir hafa þrumað til þrautar á öðrum þráreip- um. VIII. Matborðið er eini staðurinn þar sem manni leiðist aldrei fyrsta klukku- tímann. IX. Uppgötvun nýs réttar skiptir velferð mannkyns meira máli en uppgötvun nýrrar stjörnu. XIV, Eftirréttur án osts er eins og falleg kona sem á vantar annað augað. (svo!) XVIII. Sá sem býður vinum sínum í mat án þess að leggja hjarta sitt og sál í mat- seldina.á alls ekki skilið að eiga vini. Með réttu hugarfari og hjartalagi má breyta þrotabúi í gnægtabú. Einmitt á þess- um útmánuðum getur skipt sköpum að elska náunga sína, halda þeim gestaboð þar sem við etum, drekkum og gjörumst ástdrukkin uns við getum lesið kryddjurtir úr balsam- beðum kinna okkar heittelskuðu að hætti Ljóðaljóðanna . . Vera kanna að það afstýri einhverjum sálarháskanum. Og við þurfum ekki að kosta til miklum peningum ef við setjum fram matseðil á borð við þennan: Eggjapúns alias ástardrykkur Grænmetissúpa bóndakonunnar ásamt maísbrauði Sagogrjónabúðingur Verði ykkur að góðu! Eggjapúns Bjóðið hrollkalda vinina velkomna með heitu eggjapúnsi. Hér koma tvær uppskriftir (sem miðast við einn skammt og margfaldist eftir þörfum); í þeim báðum eru hrá egg og hunang sem samkvæmt gömlum kokkabók- um, t.a.m. Casanova, á hvorutveggja að vera náttúruaukandi og hjartastyrkjandi. Hráefnahlutföllum má að sjálfsögðu breyta eftir smekk. A. 1 dl púrtvín eða sherry 1 dl sjóðandi vatn 1 egg 1 tsk hunang Þeytið vel saman egg og hunang, hrærið þá vatninu saman við og að lokum víninu. B. 1 eggjarauða 3 dl sjóðandi mjólk 2 msk whisky eða brandy a.m.k. 1 tsk hunang e.t.v. ögn af kanil eða kardimommum Þeytið saman eggjarauðu og hunang, hrærið whisky eða brandy saman við og að lokum sjóðheitri mjólkinni. Gott er að krydda púnsið með steyttum kanil eða kardimommum. Grænmetissúpa bóndakonunnar Þetta er mettandi súpa af frönskum upp- runa, kennd við bóndakonuna — soupe á la paysanne. Uppskriftin er handa 6. 40 g beikon 20 g smjör/smjörlíki 1 laukur 1- 2 hvítlauksrif 3 gulrætur 1 sellerístöngull 4 kartöflur 2 púrrur 2 1 grænmetissoð (af teningi, ef vill) 3 msk kartöflustöppuduft eða sósu- þykkjari salt og pipar, marjoram og múskat 1 eggjarauða 2 msk rjómi 2- 3 steinseljukvistir 1. Afhýðið kartöflurnar og skerið í litla bita. Afhýðið og saxið smátt lauk og hvítlauk. Hreinsið sellerí, púrrur og gulrætur og skerið í þunnar sneiðar eða litla bita. 2. Skerið beikonið í litla bita og steikið upp úr smjörinu í potti. Setjið Iauk og hvítlauk saman við og veltið upp úr feitinni þar til laukurinn er orðinn gylltur. 3. Setjið nú allt annað grænmeti út í pottinn ásamt soðinu og sjóðið í u.þ.b. 15 mín. Þykkið þá súpuna og kryddið. 4. Takið pottinn af hellunni og hrærið sam- an við súpuna eggjarauðu og rjóma (sem áður hafa verið þeytt saman með gaffli). Stráið saxaðri steinselju yfir súpuna og berið fram með maísbrauðinu hér á eftir eða öðru góðu brauði. Maísbrauö Mig langar til að minna á suðurríska maísbrauðið sem er eitthvert einfaldasta og fljótlegasta brauð sem um getur og fer afskaplega vel við grænmetissúpur. 3 dl maísmjöl ÍVÍ! dl hveiti 1 tsk salt 2 tsk lyftiduft 2 egg 3 dl mjólk 6 msk smjör eða matarolía l.Setjið ofninn á 200 gr. Blandið saman maísmjöli, hveiti, salti og lyftidufti. Þeytið eggin með gaffli, hrærið mjólkinni saman við, hellið blöndunni út í þurrefnin og samlagið vel með sleif. 3. Þegar ofninn er orðinn heitur, setjið þið feitina í steypujárnspönnu, eldfast leirmót eða kringlótt, grunnt kökuform, u.þ.b. 25 cm í þvermál, og skellið í ofninn. Þegar feitin er orðin heit, takið þið formið út úr ofninum og smyrjið brúnina að innan, en hrærið því sem eftir er feitinnar saman við deigið. 4. Setjið nú deigið í formið og bakið í 20-25 mín. Sagogrjónabúðingur Tilbrigði við sagogrjónagrautinn vinsæla, borið fram t.d. með jarðarberjasultu og þeyttum rjóma. 8 dl mjólk lVá dl sagogrjón 1 tsk salt 2 msk smjör 1 dlsykur 1 tsk kanelduft 4 tsk rifinn sítrónubörkur 4 eggjaraudur 1. Hellið mjólkinni í þykkbotna pott yfir miðlungshita. Þegar mjólkin er orðin vel heit eru grjónin sett út í hana ásamt salti. Sjóðið með því að hræra stöðugt í pottin- um í u.þ.b. 10 mín. eða þar til grauturinn þykknar og grjónin eru orðin glær. 2. Á meðan er ofninn hitaður að 180 gr. Smyrjið souffléform eða annað álíka, minnkið hitann undir grautnum og bætið út í sykri, kanel og sítrónuberki. Sjóðið í 2-3 mín. til viðbótar og hrærið stöðugt í á meðan. Takið pottinn af hitanum og hrærið eggjarauðunum saman við. 4. Hellið grautnum í eldfast mótið og bakið í u.þ.b. 35 mín. eða þar til hann er orðinn að ljósbrúnum búðingi sem borða má hvort heldur sem er heitan eða kaldan. 12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.