Helgarpósturinn - 05.04.1984, Side 23

Helgarpósturinn - 05.04.1984, Side 23
HRINGBORÐIÐ I dag skrifar Heimir Pálsson • • Oldungar eða olnbogaböm Hartnær á hverju misseri getur einhvemtíma að líta flennifyrir- sagnir í dagblöðum þar sem ver- ið er að spá stöðvun og jafnvel „útrýmingu" þess skólafyrir- bæris sem kallað hefur verið öld- ungadeildir á vora tungu. Þar sem blekberi þessa hringborðs hefur haft afskipti af þesskonar skólum næstum því frá því hin fyrsta öldungadeild hóf göngu sína fyrirgefst honum vonandi að teygja lesendur inn í ofurlitlar umþenkingar á því sviði. Hin fyrsta öldungadeild var stofnuð við Menntaskólann við Hamrahlíð fyrir drjúgum áratug. Það var rektor skólans, Guð- mundur Amlaugsson,sem hug- myndina átti, og það vom hann og samstarfsfólk hans sem skipu- lögðu starfið og eiga allan heiður cif því. Upphéiflega var hugmynd- in að veita mönnum aðstoð við heimcmám og greiða þcinnig götu þeirra sem annars hefðu orðið að hverfa frá vinnu, jafnvel árum saman, og setjast á skólabekk í hefðbundnum skólum. For- göngulið Guðmundar Amlaugs- soncir gerði- sér enga grein fyrir hver þörfin kynni að vera, og sjálfur hefur Guðmundur sagt svo frá að fjöldinn sem birtist á fyrsta kynningarfundi um málið (og hcifði sá raunar verið mjög lítið auglýstur) hcifi verið svona um það bil sexfaldur sá hópur sem giskað hafði verið á. Alkunna er að eftirspumin hefur heldur vaxið en hitt, öldungadeildum hefur f jölgað og nú em þær starf- andi við mennta- og fjölbrauta- skóla um allt land. Samanlagður nemendafjöldi mun vera yfir 2000. Stærstar em deildimar við Menntaskólann við Hamrahlíð og Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Brautskráðir stúdentar frá hinni fyrmefndu em orðnir 602 talsins skv. upplýsingum rektors. Nú skyldi maður ætla eftir tíu ára starf og vel það að þessi merkilegi þáttur í fullorðinna- fræðslu landsins væri kominn á nokkuð fastan gmndvöll. Svo er ekki. Stoðir eiga deildir þessar naumast nokkrar í lögum ríkis- ins. Engin reglugerð er til um þær. Þær starfa raunvemlega á einhverskonar „góðvildar- gmnni“. Fjárveitingar til þeirra á fjárlögum em eina staðfestíng þess að þær séu til. Þetta er að vísu ekki alltaf til bölvunar. Öldungadeildimar em sköpunarverk kennara og skóla- stjómenda og að mörgu leyti er eðlilegt og jákvætt að fram- kvæmd mála geti verið sæmlega frjálsleg og lcigist að aðstæðum. Þcmnig gæti flókin lagasetning orðið til bölvunar, ég tala nú ekki um innanhússplögg ráðuneytís- ins þau sem sfðan em kölluð reglugerðir og hcifa jafnan það einkenni að vera samin cif mönn- um sem starfa fjarri vettvangi. En reglugerðcirleysið og laga- skorturinn hafa m.a. það í för með sér að kjarasamningar starfsmanna við deildimar hanga einatt í býsna lausu lofti. Það gef- ur misvitmm ráðuneytismönn- um sífelld tækifæri til kátlegra uppátækja þegar spamaðargáll- inn er á þeim. Og það em þessi uppátæki sem verða tilefni fyrir- sagnanna sem ég gat um í upp- hafi. Hér er hvorki staður né stund til að rekja alla þá sögu, en dæmi skulu nefnd. Einn daginn finna ráðuneytis- menn út af hyggjuviti sínu maka- lausu að greiðslur fyrir „heima- vinnu", þ.e.as. leiðréttingar verkefna, séu hlutfallslega nokkm hærri í öldungadeildum en venjulegum skólum. Þetta vita allir kennarar deildanna að er eðlilegt. Ritgerðir fullorðins fólks em miklu viðameiri og metnað- arfyllri en þær sem nemendur á venjulegum framhaldsskólaaldri skrifa. Yfirferð námsefnis er allt að tvöfalt hraðari en í „dagskól- um“ og ritgerðimar því oft og tið- um greiðasta og skynsamlegasta þjálfunaraðferð sem unnt er að beita. Því dettur engum vitiborn- um kennara í hug að fallast á fækkun þeirra samkvæmt til- mælum fólks sem lítið sem ekk- ert veit um þá starfsemi sem freim fer. Annað dæmi: Einn daginn finn- ur ötull ráðuneytismaður af hyggjuvitinu góða að laun kenn- ara séu alltof há. Þeim er greitt fyrir kennslu í deildinni með álagsstuðlinum 1,6, þ.e.a^. 60% hærra en greitt er fyrir „venju- Iega“ kennslu. Þetta er ósvinna, segir hinn samviskusami starfs- maður. Upphaflega var þetta rök- stutt með því að svo margir nem- endur væru í hverjum hópi, en námshópamir eru litlu sem engu stærri en við dagskólann. Segjum upp! - En lítum aðeins á hina hlið málsins, þá sem að kennaranum snýr. ÓIl kennslan fer fram utan dagvinnutíma. Öll er hún úr sam- bandi við annan starfstíma hans við stofnunina. Hún er því að vissu leyti algerlega sambærileg við „útkall" sem önnur stéttar- félög hafa samið um. Samkvæmt upplýsingum ASÍ er lágmarks- greiðsla fyrir útkall 3 klukku- stundir og mörg félög hafa samið um fjórar. Yfirferð námsefnis er mun hraðari en í „dagskólunum". Öldungadeildarkennslan krefst því annarskonar undirbúnings og annars skipulags en dagskóla- kennslan. Við háskóla er hver fyr- irlestur stundakennara greiddur sem fjórir vinnutímar (og er raunar hláleg greiðsla). Þannig mætti halda áfram, en lesendum skal hlíft við því að sinni. Nú væri fróðlegt að vita hvað kennslan kostar t.d. á nemanda í þessu námi. Er hún svo dýr að það réttlæti allan hamaganginn í spamaðarráðuneytunum? Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Menntaskólans við Hamrahíð má m.a. lesa eftírfar- andi úr reikningum skólans á árinu 1983: Laun greidd fyrir kennslu í dagskóla námu kr. 20.003.715 - nemendur voru 830- 840. Sé reiknað með hærri töl- unni verður kostnaður á hvem nemanda kr. 23.813,90. (Hér er aðeins um að ræða kennslulaun, ekki skrifstofuhald né annan rekstur, sem færist nær eingöngu á dagskóla, þar sem öldunga- deild nýtur ekki viðurkenndrar þjónustu). - Kennciralaun í öld- ungadeild vom á sama ári kr. 5.677.835 - nemendur þar um 720. Kostnaður við kennslu á nemanda var þá 7.885 krónur - en þæ með er ekki öll sagan sögð: Nemendur greiða skóla- gjöld í öldungadeildinni. Á þessu ári (1983) vom þau kr. 3000 á mann (reyndar 3100 fyrir hluta nemenda). Þegar þau em dregin frá verður kostnaður á nemanda öldungadeildarinnar í Mennta- skólanum við Hamrahlíð krónur 4.885 - segi og skrifa f jegurþús- undáttahundmðáttatíuogfimm. Eða með öðrum orðum: Kennsl- an í öldungadeildinni kostar rúman fimmtung af því sem dag- skólakennsla kostar. Er nú undur þótt maður spyrji: Gefa þessar tölur virkilega næg tilefni til þess að launadeild Menntamálaráðuneytis grípi öll tækifæri sem gefast til þess að krukka í samninga kennaranna? Eiga þeir sem gmnninn lögðu i 'á að þessari nauðsynlegu þjónustu það skilið? Eða er það máski kenning ráðuneytisins að öld- ungadeildimar séu einhverskon- ar lúxus sem engan rétt eigi á sér? Spyr sá sem löngu er hættur að skilja. Nú dettur mér ekki í hug að tölurnar yrðu öldungis svona frá- leitcir við aðra skóla. Utan Reykjavíkur starfa t.d. mjög fá- mennar deildir og þar hlýtur kostnaður að verða meiri á hvem nemanda. En þar um gildir vitan- lega þeð sama og á öðrum skóla- vettvangi: Menntun utan höfuð- borgarsvæðisins er og hlýtur að verða dýrari en í Rvík. Jafnrétti kostar peninga. Annað hvort verða fjármálayfirvöld að horfast í augu við það ellegarhættaöllu „snakki" um jöfnun aðstöðu og flytja cilla skólana til Reykjavíkur. Að undanförnu hcifa verið haldnir merkir fundir sem snerta framtíð öldungadeilda. Miðviku- daginn 21. þm. kom Ragnhildur Helgadóttir á fund sem öldungar MH boðuðu til. Þar gaf ráðherra von um að sett yrðu ákvæði í lög um menntaskóla, nægjanleg til þess að unnt yrði að setja regl- ur um starfsemi öldungadeilda. Vonandi ber hún meiri gæfu í þessu máli en forverar hennar á ráðherrastóli og lætur ekki sitja við orðin tóm. - Nemendur öld- ungadeildanna hafa bundist samtökum til þess að reyna að berjcist fyrir rétti sínum. Kenn- arar fagna því heilshugar og von- ast til góðs scimstarfs. En lái þeim hver sem vill að þeir eru ekki reiðubúnir til að gleypa hverja þá kjaraskerðingu sem ráðuneytis- sparendum dettur í hug. Það er varla tilefni til þess þegar ástand er slíkt í kjaramálum kennara að stúdentar hendi því á milli sín að enginn óbrjálaður maður fari að hætta námi og hef ja kennslu með BA-próf þegar launin séu lægri en námslánin. Ekkert shampoo jafnast á við EL’VITAL frá L’ORÉAL ÍXffll - CUEEN-etiM Sjálfvirkar kaffikönnur fyrir veitingahús og fyrirtæki • Sænsk gæðafram- leiðsla úr ryðfríu stáli. • Lagar 1,8 lítra af kaffi á 5 mínútum. • Sjálfvirk vatns- áfylling. • Enginn forhitunar- tími. Nýtir kaffið til fullnustu i uppá- hellingu. • Fullkomin raf- eindastýring. • Raka- og hitavarin. • Fáanleg 2ja og 4ra hellna. • Til afgreiðslu strax. Frá aðeins kr. 7.780. jT Otrúlega hagstætt verð A. Kairlsson h. f. Umboðs- og heildverslun, Grófinni 1, Reykjavík. Sími 27444. HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.