Helgarpósturinn - 31.05.1984, Qupperneq 19
HRINGBORÐIÐ
Um samhengi siðleysis og brjóstsviða
I dag skrifar Auöur Haralds
Ég kom í kjötbúðina í dag og
fann þar splunkunýjan starfs-
kraft. Hann var smáfríður og fag-
urlimaður og ég spurði strax:
„Hvað kostar kilóið af honum í
heilu? Ég er að hugsa um að taka
hann á fæti.“
Hann fór og faldi sig á bak við
hangikjötið og seldi þaðan kjöt-
fars með fjarskiptasambandi þar
til ég var farin. Mig neitaði hann
alfarið að afgreiða.
Þetta sýnir hversu siðgæðis-
þrek manns fer þverrsmdi með
aldrinum. Mér hefði þótt það allt í
lagi hefði ekki runnið upp fyrir
mér að minnkandi siðgaeðisþrek
stóð í beinum tengslum við vax-
andi brjóstsviða.
Vísindalegt ferli þessarar upp-
götvunar hófst þegar 20 ára
gagnfræðingar komu saman á
Naustinu til að borða kind. Kind
þessi gekk í berhögg við kenning-
ar þeirra sem boða mér að ég
verði mögur og fögur viljí ég að-
eins fella niður núverandi matar-
venjur og aðlaga mig baunaspír-
um og spínati. Kindin hafði verið
grænmetisæta állt sitt líf og hefði
henni verið brugðið á þrekhjólið
hjá Hjartavemd þá hefði hún án
tafa verið flutt á gjörgæslu,
sjúkrasamlagsskírteini eða ekki.
Á eftir kindinni kom kaffið og
koníakið. Samkvæmt öruggum
heimildum er koníak heilsu-
drykkur í öllum tilvikum og fyrir-
byggjandi lyf í nokkrum. En það
er auðvitað með konícik eins og
önnur kraftmikil lyf, of stórir
skammtar geta valdið tjóni. Og
þannig var að í kraðakinu af
borðræðum og skálum tæmdist
koníaksglasið mitt. Þar hefði átt
að koma til átaka við siðgæðis-
vitundina, en ég varð ekki vör við
að svo mikið sem skipst væri á
athugasemdum þegar ég skeið-
aði á barinn og lét fylla glasið
aftur til að geta haldið áfrcim að
sýna félagslega viðleitni.
Dciginn eftir var líðan mín
blandin. Ég gat að vísu státað af
að hafa treyst fjárhagslega stöðu
landbúnaðarins í Frakklandi og
það svo að það gat jafnvel haft
afgerandi áhrif á framtíð Efna-
hagsbandalagsins. En í stað
þeirrar vellíðuncir sem þessi
vissa hefði átt að valda var ég
með kröftugan brjóstsviða. Lengi
kenndi ég koníakinu um, eða allt
þar til mér varð Ijóst að franskir
vínbændur voru ekki hinir eigin-
lega seku, heldur siðgæðisþrek
mitt sem hafði augljóslega fallið
úr 99% niður í 1% án nokkurs
samráðs við mig, hvað þá að
þessi stökkbreyting hefði gert
boð á undan sér.
Mér þykir rétt að taka fram að
ég álít mig aðeins hafa byrjað
gönguna gegnum þennan táradal
með 99% siðgæðisstyrkleika þar
eð ég hef allt frá fyrstu minning-
um frumbernskunnar átt örðugt
með að hafna tilboðum um
rjómaís. Enginn er fullkominn.
Brjóstsviðanum létti eftir því
sem á leið. En tilhugsunin um
þetta hrap siðgæðisins var áleit-
in. Ég Vcirð sífellt sannfærðari um
að ég myndi aldrei ná upp fyrri
siðferðisstaðli. Þessi sannfæring
ól svo af sér sívaxandi ósiðsemi.
Því var það að þegar dóttir mín sá
ástæðu til að gagnrýna mig þá
fékk hún, og ég reyni hvorki að
afsaka né verja framferði mitt,
siðlaust og ófyrirleitið svar.
,3érðu þetta? Hér átt þú heilan
sígarettupakka og ég var að enda
við að kaupa tvo í viðbót fyrir þig.
Hvers konar reykingar eru þetta
eiginlega?"
„Og hvað með það? Ég klára þó
alltaf allar sígarettumar mínar
sem er meira en hægt er að segja
um suma sem klára aldrei allan
matinn sinn, ha?“
Barnið féll orðlaust í valinn og
móðirin sigraði, en móðirin fékk
svo sannarlega brjóstsviða af að
snúa svona lymskulega á sak-
leysingjcinn.
Strax á þriðja degi hafði mynd-
ast skelfilegur vítahringur. Mér
fannst ég vera fullkomlega sið-
laus persónuleiki og gat því verið
andstyggileg við afgreiðslupilt í
skóbúð og bitið höfuð af konu í
sjoppu án þess að þau hefðu til
þess unnið. í bæði skiptin fékk ég
ægilegan brjóstsviða. Undir lok
fyrstu vikunnar varð ekki lengur
greint á milli orsakar og afleið-
ingar.
Spurningin var, var ég að hefna
mín á saklausum fyrir þjáning-
amar í eigin brjósti eða olli sið-
spilling mín brjóstsviðanum eftir
vandrötuðum leiðum samvisk-
unnar?
Um það bil sem þessi spuming
gerðist ágeng hafði brjóstsviðinn
fært sig upp á skaftið og var nú
staðsettur á tungunni. Þá bar svo
við að ég þurfti að hafa samband
við góðvin minn í Garðabæ,
speking mikinn, vegna póstlúgu-
máls. Við höfðum rabbað nokkuð
um eðalmálma í póstlúgugerð
upp úr fyrra stríði, þegar ég sök-
um eðlilegra forvitni og fróð-
leiksfýsnar spurði:
„Ertu hættur að reykja? Við er-
um búin að tala saman í tuttugu
mínútur og þú hefur ekkert hóst-
að?“
,JMeinei,“ svaraði hann, „ég er
bara búinn að læra að hlæja ekki
djúpt, það er það sem tekur í.“
já,“ sagði ég og fann þennan
titrandi unað sem samhljómur
gagnkvæms skilnings vekur.
„Heyrðu," héltég áfram, ,þeld-
urðu að þessi brjóstsviði sem ég
er með í tungunni geti stafað af
reykingum? Eg hef hcift svo mikl-
ar áhyggjur af að hann stafaði af
þverrandi siðgæðisþreki. Til
dæmis hef ég fengið alveg heift-
arlegan br jóstbmna af að horfa á
mann skera flatköku í nákvæma
sexhymda bita áður en hann
borðaði hana, þetta var maður
sem þótti langar neglur sexí svo
ég klippti strax á mér neglumar.
Heldurðu að þetta geti kannski
bara verið þögul mótmæli tung-
unnar gegn því að sjúga 50 sígar-
ettur á dag og sé þannig óskylt
siðlausu framferði mínu undan-
farið?"
Hann hélt að þetta gætu vel
verið sígarettumar, hafði orðið
var við eitthvað svipað undan
einum pakka af London Docks í
dagskammt. Þó áleit hann að
hann myndi fá brjóstsviða sjálfur
sæi hann mann skera flatköku í
nákvæma sexhyminga.
„En,“ sagði hann, „þú skalt
ekki hafa áhyggjur cif þessu með
siðgæðisþrekið, ég hef nefnilega
velt þessu talsvert fyrir mér og
komist að niðurstöðu. Og ég get
fullyrt að það er ekki siðleysið
sem veldur brjóstsviðanum,
heldur öfugt.“
Ég bað hann að rökstyðja
þetta.
irIu,“ sagði hann, „þú manst
eftir öilum eldspúandi drekunum
í gamla daga sem Georg og þeir
vom alltaf að berjast við? Eg hef
rannsakað líffræðilegar forsend-
ur þess að eðlur spúi eldi og það
er bara tæknilega ómögulegt. Aft-
ur á móti vom þessir drekar með
mikinn brjóstsviða. Það má leiða
getur að því að þeir hafi verið
með meltingartruflanir ai að
gleypa menn í hringabrynjum. Þú
veist sjálf hvað jámtöflur geta
valdið miklum usla í fólki, hvað
þá massívir skammtar eins og
200 punda brynja, jafnvel þótt
drekinn hafi kannski vegið eitt-
hvað meira en manneskja sem
tekur tvær töflur á dag. Altént
þykir mér vísindalega sannað að
drekarnir hafi dag og nótt logað
að inncin og þess vegna vom þeir
svona geðvondir og grimmir.
Þegar þeir svo hvæstu framan í
riddarana, þá stóðu magcisýmm-
ar í svælu framan í þá og þeir
héldu bara að þetta væri eldur."
Hafandi náð réttu orsakasam-
hengi í þetta batnaði mér brjóst-
sviðinn á örfáum klukkustund-
um. En siðgæðisþrekið hefur ekki
aukist í réttu hlutfalli við rénandi
sviða og sést það best á atburðin-
um í kjötbúðinni sem frá greinir í
upphaJi þessa máls, en hann
gerðist löngu eftir að batinn var
fullkominn.
tm
eivital
msm
ELVITAl
VOIUMEN
SHAMPOO
L'ORÉAU
Ekkert shampoo jafnast á viö
EL’VITAL
frá
L’ORÉAL
VERSLUNARMIÐSTÖÐ
VESTURBÆJARIN
\l£°T
(jp\/AL
AHar %\
vörur Jli %\
í z Té
á á markaðsverði. 2 fi
V 33 JL /
RAFTÆKJADEILD
II. HÆÐ
Raftæki - Rafljós
og rafbúnaður
JL-GRILLIÐ
Grillréttir allan daginn
MUNIÐ OKKAR
HAGSTÆÐU
GREIÐSLUSKILMÁLA
Innkaupin eru þægileg hjá okkur
Svo geturðu líka slappað af í Kaffiteríunni
A A A. A A '
OPIÐ:
Mánud.-fimmtud. 9-19.
Föstud. 9-20. Laugard. 9-16.
JIS
Jon Loftsson hf.
Hringbraut 121 Sími 10600
□ □JQj
l JdUljqjH
j jijpqj:'
HELGARPÓSTURINN 19