Helgarpósturinn - 21.06.1984, Side 2

Helgarpósturinn - 21.06.1984, Side 2
mtgm nokkra Litið á markaðslífið á Lækjartorgi Það lék ekki blíðviðrið um vanga Reykvíkinga daginn sem við Jim ákváðum að leggja leið okkar niður á Lækjartorg og líta þar á mannlífið, og sér í lagi þá viðamiklu sölustarfsemi sem þar á sér stað, útimarkaðs- verslunina í vögnum, tjöld- um, á borðum og uppúr körf- um, sem komið hefur verið fyrir á víð og dreif um torgið og niður Austurstrætið. Þrátt fyrir kuldagjóluna létu menn ekki deigan síga og stund- uðu viðskiptin af miklum móði. Þarna ægði öllu saman: Barnatreyjur og stálausur á einu borði, lopapeysurá öðru, vestfirskur harðfiskur í næsta tjaldi og tveir vagnar, svo til hlið við hlið, þar sem seldar voru afurðir íslenskra bakara af miklu kappi. Perlu- festar og eyrnalokkar á ein- umstað, blómasalaáöðrum. Hljómplötur, borðdúkar, ávextirog kvenpils... þvílík ótrúleg fjölbreytni að það væri til að æra óstöðugan að ætla sér að telja það allt upp. „Þetta er nú með róleg- asta móti,“ sagði einhver við okkur. „Þið ættuð að vera hér á virkilegum góðviðris- dögum, þáermiklumeiraum að vera.” Fyrst vikum við okkur að tveimur ungmeyjum sem buðu vegfarendum upp á margvíslegar tegundir brauða frá Nýja kökuhúsinu. Hanna Sigga og Þóra kváðust þær heita og sögðu söluna ganga bara bærilega. Margir sem ættu leið hjá styngju höfðinu inn í vagninn til þeirra og fengju sér vínarbrauð eða snúða svona í leiðinni. Þessi vagn væri búinn að vera þarna í rúmt ár og það væri ekki nema í allra verstu veðr- um á veturna sem felld væri niðursala. „íslendingarættu að læra það með þessu,“ sögðu þær aðspurðar um hvort íslendingar kynnu að meta útimarkaði. Ekki gafst frekara tóm til skrafs og ráðagerða því nú vildi einhverfákanilsnúðaog engar refjar, svo við Jim snerum okkur að ungum peyja sem seldi blóm í gríð og erg. Skorri blómasali sagðist vera að selja þarna fyrir verslunina Blóm og ávextir og gengi svona þokkalega. „Þeir sem ganga framhjá geta fengið hérna ódýr blóm, en það eru mest konur sem versla hjá mér og vilja þá helst afskorin," segir Skorri. „Þetta setur mikinn lit á bæinn en það vantar bara veðrið." Næstir urðu á vegi okkar tveir náungar í gríðarmiklu tjaldi, fullu af allskyns ávöxtum, torkennilegum mjög sumum hverjum. „Við reynum að bjóða uppá óvenjulega ávexti," segir annar þeirra og bendir til skýringar á mangoávexti sem hann segir rétt nýverið farna að sjást hér á landi. „Ég lít ekki svo á að þetta gefi einhverja stemningu að versla svona á torgum úti. Þetta er bara einsog hver önnur verslun, þó kannski eitthvað ódýrari en í búð- um,“ segir hann. Ekki er þó víst að venjulegir kaupmenn séu par hrifnir af því að utan- aðkomandi menn séu að selja vörur sínar af borðum þeirra, en þeirfélagar segjast stundum veita mönn- um smá pláss hjá sér til að selja ýmsan varning dag og dag. „Hérvart.d. náungi í gær sem fékk að selja stein- styttur hjá okkur. Við erum líka stundum með perform- „íslendingar eru að byrja að taka við útimörkuðum,“ sögðu þær Hómfríður og Hrefna sem voru nýbúnar að setja upp þessa smekklegu söluaðstöðu. braginn og það væri heldur dauflegt um að litast á torg- inu ef þetta væri ekki. Við drekkhlaðið söluborð upp við Útvegsbankahúsið stóðu tvær eldri konur og brostu kankvíslega við okkur þegar við nálguðumst. Þær heita Sigríður og Lilja og kváðust selja þarna fyrir sinn aðilann hvor en deila með sér borðinu í sátt og sam- lyndi. Ekki töldu þær þó nógu skemmtilega stemningu á torginu á stundum og gáfu lögreglunni ekki gott orð fyrir að láta drykkjulæti viðgang- ast tímunum saman án þess að hafast nokkuð að. „Hvað mega útlendingar hugsa sem sjá þetta viðgangast?“ sögðu þær í vandlætingar- tón, en voru nú þrátt fyrir það eldhressar í lund, og buðu gegnköldum blaðamannin- um kápu til að afstýra yfir- vofandi kvefi. Hann taldi þó réttast að láta sér óforsjálni í klæðaburði að kenningu verða og vék sér að lokum að þeim Hólmfríði Ebenesers- dóttur og Hrefnu Albertsdótt- ur sem sett höfðu smekklega upp ýmsan fatnaö sem þær sauma sjálfar og selja ásamt skartgripum margskonar. „Við getum lítiö sagt þér því við erum rétt að prófa þetta. Byrjuðum fyrst nú í morgun," segja þær stöllur. Þær ætla að halda sölu- starfinu áfram í alltsumar... „nema þegar við erum heima að sauma. Þetta setur svip á bæinn og hefur þann kost að við sjáum fólkið betur og það okkur.“ Og nú hafði kuldanepjan, sem lítið virtist bíta á framtakssamt sölufólk Lækjartorgsins, yfirunnið þolgæði útsendara HP svo þeir sáu sig tilneydda að hverfa á braut, en þó er aðeins fátt eitt talið af þeim vettvangi. ansa í kringum þetta. Trommarar sitja gjarnan á teppi fyrir framan vagninn og tromma fyrir vegfarendur. Á vissum dögum getur svo vel verið að við bjóðum upp á súrefni sem við höfum á kútum. Fólk getur þá fengið að draga að sér andann ef það vill hressa sig upp, það verður alveg ókeypis," sögðu þeir kumpánar að lok- um. Eftir að hafa hrökklastfrá fatasölukonu nokkurri sem dáir víst annað fremur í lífinu en blaðasnápa, lá leið okkar næst til Þorgeirs Halldórs- sonar harðfisksala sem bauð „Ég er með kjóla og antikmuni,“ segir Lilja Bjarnadóttir. •rtíSSSSS-* Þorgeir V. Halldórsson ,,Ég held það sé allt frekar á niðurleið hér á torginu." uppá mikið magn og allar tegundir þeirrar kostafæðu. „Egfæ þetta allt frá Bolungarvík,“ segirhann, „og á orðið nokkra fasta kúnna meðal viðskiptavina sem hefur farið fjölgandi frá því ég byrjaði með þetta í fyrra.“ Þorgeir telur að ástandið þarna á torginu sé frekar á niðurleið, veðrið ráði þar mestu. Hann segir borgina hafa vissar hömlur á allri sölustarfsemi þarna, hún úthluti mönnum bása til leigu, en þettalífgi þó óneitanlega upp á bæjar- Hólmfcíðuc og Hrefna sauma sóJuar fatnaðinn sem Þær hafa til 2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.