Helgarpósturinn - 21.06.1984, Síða 8
metnaðargjarn," segir Andrés
Kristjánsson ritstjóri, „en hann
kann að stilla því í hóf.“
Ýmsir urðu til að benda á að
Erlendur hafi ekki þurft að sækj-
ast mikið eftir metorðum. Stórar
stöður hafi ekki fallið honum í
skaut fyrr en eftir að hann kynnt-
ist Vilhjálmi Þór og Vilhjáimur
hafi ekki verið af þeirri tegund að
leyfa einhverjum metorðagosum
að klifra uppeftir sér. Vilhjálmur
hetfi valið Erlend vegna þess að
hann hafi séð í honum mikla
hæfileika. Þeir hæfileikar komu
enda fljótt í ljós. Erlendur gekk í
það af fítonskrafti að byggja
Samvinnutryggingar upp og tók
upp ýmsar djarflegar nýjungar.
Hann hóf til dæmis mikla herferð
til að selja tryggingar, í stað þess
að bíða eftir að viðskiptavinimir
kæmu til hans, og allskonar
tryggingatilboðum rigndi yfir
landsbyggðina í auglýsingum og
dreifibréfum. Scimvinnutrygging-
ar urðu fljótlega með stærri
tryggingafélögum landsins og
eru líklega það stærsta í dag.
En forstjórastóllinn
var ekki eini stórvið-
burðurinn í lífi Er-
lendar árið 1946. Það ár gekk
hann líka að eiga Margréti Helga-
dóttur frá Seglbúðum í Land-
broti. Margrét er dóttir Helga
Jónssonar bónda í Seglbúðum og
Gyðríðar Pálsdóttur frá Þykkva-
bæ í Lsindbroti. Jón Helgason
landbúnaðarráðherra er bróðir
hennar og það glottu víst ýmsir
þegar hann tók við því embætti
og sögðu sem svo að nú gætu
þeir mágarnir fyrst slett úr klauf-
unum við mótun landbúnaðar-
stefnunnar.
Það var eftir því tekið að allir
viðmælendur Helgarpóstsins,
undantekningalaust, minntust á
hversu einstaka konu Erlendur
hefði eignast.
,JVlcu-grét er frábær kona,“ seg-
ir Guðmundur Sveinsson, fymim
skólameistari í Bifröst., Jlún hef-
ur ekki bara búið honum einstakt
heimili heldur líka tekið mikinn
þátt í störfum hans og verið hon-
um slík stoð og stytta að eins-
dæmi er.“
,JV1eð Margréti eignaðist Er-
lendur traustan förunaut og
sterkan samstarfsmann," segir
Eysteinn Jónsson, fyrrum ráð-
herra. „Heimili þeirra hefur orðið
mikill samvinnukastali. Á því
heimili hefur mikið starf verið
unnið í þágu samvinnuhreyfing-
arinnar á Islandi og þau hjónin
hafa verið Scimhent í því eins og
öðru.“
En þeir, sem fannst nóg til um
að Erlendur skyldi gerður að for-
stjóra Samvinnutrygginga, áttu
annað og verra áfall í vændum.
Tæpum níu árum síðar vildi Vil-
hjálmur Þór hætta sem forstjóri
Sambandsins og hef ja aftur störf í
Landsbankanum. Erlendur Ein-
arsson var settur yfir allt batterí-
ið, þá aðeins þrjátíu og þriggja
ára gamall.
Erlendur hefur sagt um þessa
forfrömun:
„Ég var tregur til að taka við
forstjórastarfinu. Ég var aðeins
33ja ára og þetta var mikið starf
og miklu umfangsmeira en að
stjórna Samvinnutryggingum. En
það var lagt að mér að taka starf-
ið og ég lét undan.“
Það urðu margir sem
þrumu lostnir þegæ
það fréttist að þessi
ungi maður hefði verið ráðinn til
að stjóma stærsta og umsvifa-
mesta fyrirtæki landsins. Sumir
urðu ekki aðeins þrumu lostnir
heldur líka ævareiðir.
„Hann var líka
mfög myndarlegur
piltur þegar
hann fór að
stækka og ég
held aft flestar
stelpurnar hafi
verið skotnar í
honum"
„Það fannst ýmsum starfs-
mönnum Sambandsins framhjá
sér gengið þegar Erlendur hlaut
hnossið,“ segir einn af fyrrver-
andi starfsmönnum SÍS. ,Sumir
þeirra lögðu fæð á hann og hefur
aldrei gróið um heilt. Einhverjir
þessara manna eru hættir að
vinna hjá Sambandinu, en ekki
allir.“
En hvort sem menn lögðu fæð á
Erlend eða ekki, verða þeir að
viðurkenna að hann hefur nú
staðið sig alveg sæmilega. Undir
hans stjórn er Sambandið orðið
að gífurlegu stórveldi sem teygir
anga sína inn í flesta þætti ís-
lensks atvinnulífs. SÍS hefur verið
kallað stærsti auðhringur í heimi.
Scimbandsmenn eru ekki ýkja
hrifnir cif ncifngiftinni „auðhring-
ur“ og Erlendur kallar hana algert
öfugmæli, þvert á móti sé Sam-
bandið og kaupfélögin mesta lýð-
ræðisaflið í viðskiptcilífinu. En
hvað sem menn vilja kalla SÍS þá
er víst að það er leitun erlendis
að samsteypu sem er hlutfcills-
lega jafn stór og Sambandið er á
íslandi. Hinir fjörutíu og tvö þús-
und eigendur þess geta verið
nokkuð ánægðir með þá ákvörð-
un að ráða þrjátíu og þriggja ára
gamla strákinn í jobbið. Þeir taka
nokkuð örugglega undir það sem
Eysteinn Jónsson, fyrrum ráð-
herra, sagði við Helgarpóstinn.
„Erlendur er að mínum dómi
óvenjulegur afreksmaður og hef-
ur unnið stórvirki í þágu íslensku
samvinnuhreyfingcirinnar og þar-
með allrar þjóðarinnar. Okkar
samvinna er orðin mjög löng og
náin og hefur mér fallið því betur
samstarfið sem það hefur staðið
lengur.“
En hverskonar maður ætli Er-
lendur Einarsson sé? Þegar við
skrifum nærmyndir, hjá Helgar-
póstinum, er venja að fala við
mikinn fjölda fólks sem hefur
unnið með eða þekkt ,Jómar-
lambið". Sumir leyfa að ncifna
þeirra sé gétið aðrir kjósa, af
ýmsum ástæðum, að vera
óþekktir. Gagnrýnin kemur
venjulega frá þeim. Svo bar þó
við í þetta skipti að það reyndist
ákaflega erfitt að toga gagnrýni
upp úr nokkrum mcinni. Sumir
þeirra sem ég talaði við vom
mjög á móti SIS, en höfðu hins-
vegar lítið út á persónu Erlendar
að setja.
Hann er prúður mað-
ur, vel gefinn og fcir-
sæll í starfi," sagði
Tómas Árnason, fyrmm ráð-
herra. „Víst hefur hann sitt skap,
en ég hef aldrei séð það hlaupa
með hann í gönur. Ég þekki hann
ekki náið, persónulega, en við
áttum sæti saman í fram-
kvæmdastjóm Framsóknar-
flokksins og hann leggur yfirleitt
gott til málanna."
„Hann er skapmikill maður en
hefur mjög góða stjóm á sér,“
sagði einn þeirra sem sóttu sögu-
legan aðalfund Sambandsins, í
Bifröst, á dögunum. ,það mátti
sjá að hann varð fjúkandi reiður
yfir skömmunum sem dundu á
forystunni á þessum fundi. Það
hefði nú reyndar reynt á sjálfcm
erkiengilinn að halda stillingu
sinni undir þeirri orrcihríð því ég
man ekki eftir að forystan hafi
fengið aðra eins yfirhalningu.
Honum mislíkaði mjög ýmscir
samþykktirnar, til dæmis um ís-
film. Én það var ekki hægt annað
en dást að rósemi hans þegar
hann var að svara fyrir sig.“
Hermann Þorsteinsson minnt-'
ist líka á fundinn í Bifröst þegar
hann var spurður um skapsmuni
Erlendar.
„Hann hefur drjúgt skap en fer
vel með það. Hann getur vissu-
lega verið harður í hom að taka ef
undirmenn hans vanrækja störf
sín eða vinna illa. En hann er ekki
langrækinn. Við höfum aldrei
orðið cindstæðingar en við höf-
um ekki alltaf verið Scima sinnis
og þá hefur gengið á ýmsu. En
það hefur aldrei verið neinn
vandi að taka í höndina á honum
á eftir.
Það reyndi nú á þetta í Bifröst
núna, ég hef aldrei upplifað að
menn leyfðu sér að hirta foryst-
una svona. En hcinn kom mjög
mildilega inn í þær umræður og
ekki hægt að sjá að honum hefði
mislíkað."
að liggur í augum
uppi að forstjóri
Sambandsins hefur
geysilega mikil völd; hvemig fer
hann með þau?
„Ég er stundum hissa á að
hann skuli ekki fá meiri krítik,"
segir einn þeirra sem skömmuðu
forystuna í Bifröst. ,JÉg held að
það sé meira deilt á völdin sem
hann hefur en hvemig hann beit-
ir þeim. Ég hef aldrei heyrt nokk-
urn kvarta undan misbeitingu.
Mér hefur satt að segja komið á
óvart hve hann er mannlegur og
hlýr.“
Erlendur hefur stundum verið
kallaður „The Godfather" eða
Guðfaðirinn. Þar er vísað til kvik-
myndcirinnar með sama nafni, í
hverri höfuð Mafíufjölskyldu
nokkurrar leysti allra manna
vanda og átti þarmeð „inni-
stæðu“ sem hann gat leyst út
þegar hann þurfti á að halda. Það
hefur til dæmis verið bent á að
það sé mikið cif Skaftfellingum í
kringum Erlend.
Hermann Þorsteinsson hló að
þessari samlíkingu.
„Erlendur er að eðlisfari góð-
viljaður maður og ef hann getur
tekið stein úr götu einhvers þá
„Sumir urdu ekki
afteins þrumu
lostnir heldur
líka ævareidir
þegar Erlendur
var ráðinn
forstjóri
Sambandsins.##
gerir hann það án þess að ætlast
til að það sé endurgoldið. Jú, jú
það hefur verið cillmikið af Skaft-
fellingum í kringum h£inn en það
er ekki óeðlilegt að maður í hcins
stöðu safni að sér mönnum sem
hann treystir. Ég veit ekki til að
hann hafi misboðið nokkrum
með þessu og hvað Skaftfelling-
ana snertir þá hafa þetta allt ver-
ið öndvegismenn sem hafa unnið
störf sín vel.“
Svala Magnúsdóttir
tekur í sama streng:
„Hann er afskap-
lega hjálpsamur maður og hefur
oft reynst vel gömlum vinum sín-
um úr heimabyggðinni. Hann er
bara þannig að ef hann er í að-
stöðu til að hjálpa einhverjum þá
gerir hann það.“
Því hefur verið haldið fram að
Erlendur sé vinafár og að hann
ungangist ekki marga utcin Sam-
bandsins. Einn viðmælenda okk-
ar orðaði það á þann hátt að Er-
lendur sæti í fílabeinstumi með
„pretoríuvörð" sambandsmanna
umhverfis sig.
„Ég býst við að það sé rétt að
flestir vina hans séu úr röðum
sambandsmanna," segir einn fyrr-
verandi slíkur. „En það er í sjálfu
sér ekki óeðlilegt. Það er jú af
nógu að taka því sambandsmenn
em gríðarlega fjölmennir. Þcir
fara líka saman áhugamál og lífs-
skoðanir og er það ekki einmitt
þannig sem vinir flokkast? Líkur
sækir líkan heim."
„Vinmargur? Ja, ég get alla-
vega sagt að þeir em heppnir
sem teljast til vina hans,“ segir
Guðmundur Sveinsson. ,Jfcinn er
hlýr og skemmtilegur og skilur
forstjórann eftir heima ef hann er
í vinahópi."
Erlendur er vel efnaður en
menn em sammála um að hann
bruðli ekki með fé og hafi ekki
meira umleikis en ósköp eðlilegt
sé fyrir mann í hans stöðu. Þau
Margrét eiga glæsilegt heimili, en
„það er greinilegt að fjármagnið
hefur ekki borið smekkvísina
ofurliði," eins og einn viðmæl-
enda okkar orðaði það. Þau eiga
sér sumarhús í landi Seglbúða,
æskuheimilis Margrétar, og það
er þangað sem Erlendur reynir
að komast að minnsta kosti einu
sinni á ári til að renna fyrir urriða.
Pað fylgir starfi for-
stjóra Sarnbandsins
að halda góðum
tengslum við gífurlegan fjölda
manna og það er því gestkvæmt á
heimili þeirra og mikið um alls-
konar veislur og boð. Hann þarí
líka mikið að ferðcist vegna
starfsins, til dæmis að sitja alls-
konar ráðstefnur, og þá er Mar-
grét oft með í förinni. Að sögn
vina þeirra kjósa þau helst að
vera róleg útaf fyrir sig, þar fyrir
utan. Ef þau mögulega koma því
við fara þau í sumarhúsið til að
njóta næðis en annars þykir Er-
lendi gott að hvílast við að hlusta
á tónlist. Hann er Iistunnandi og
einkar elskur að myndlist og tón-
list, enda á hann gott safn ai
klassískri tónlist.
Erlendur er sagður mikill fjöl-
skyldumaður og að mjög gott
samband sé með þeim hjónum
og börnum þeirra þremur, tveim-
ur dætrum og einum syni.
„Eriendur er gæfumaður," seg-
ir Hermann Þorsteinsson. ,JHcinn
á góða konu sem hefur verið hon-
um ómetanlegur félagi. Allt hans
fjölskyldulíf er hlýtt og bjart. Og
svo hefur hann líka verið farsæll i
starfi og leyst af hendi með sóma
það sem honum hefur verið fal-
-ið.“
8 HELGARPÓSTURINN