Helgarpósturinn - 21.06.1984, Page 11

Helgarpósturinn - 21.06.1984, Page 11
hjalla meðal hafncirverkamanna hjá Hafskip alla miðvikudaga upp á síðkastíð. Ástæðan er sú að þá eru svonefndir þrýstikútar af bjór- stofum bæjarins lestaðir í skip fé- lagsins, ekíd alveg tómir. Kútamir eru síðan fluttir út tíl Danmerkur þar sem sterka (séríslenska) bjór- blandan er hreinsuð úr þeim og léttur pilli fylltur á þá í staðinn. Hann bíður svo síns blönduncir- tíma þegar heim er komið. Áður- nefndir hafnarverkamenn Hafskips hafa sem sagt komist að því að oft má finna vænar leifar í þessum þrýstikútum þar sem þeir standa freistandi á hafnarbakkanum. Munu nokkrir þeirra vera komnir upp á lagið með að ná restinni úr kútunum, sér og starfsfélögum sín- um til fyrrgreindrar ánægju í starfi... jy| ■ W Málefni unglinga hafa ver- ið í brennidepli undanfamar vikur og þá einkanlega svonefndra utan- garðsunglinga. Til rnarks um aukna erfiðleika þeirra síðar- nefndu heyrir HP að aðsókn að Unglingaheimili ríkisins í Kópa- vogi hafi aukist gífuriega upp á síð- kastið. Forstöðumaður þess, Krist- ján Sigurðsson, segir okkur að þörfin fyrir vistun haii aldrei verið meiri en um þessar mundir og sé nú reyndar svo komið að þeir getí engan veginn annað þeim mikla f jölda beiðna sem heimilinu berist í viku hverri. Þá heyrir HP að ástandið sé ekki betra á upptöku- heimilinu að Torfastöðum fyrir austcin fjall. Þar sé þegar kominn Iangur biðlistí unglinga eftír vist- un. Það er heldur yngra fólk en áður sem nú sækir aðstoð tíl heim- ila ríkisins, en f jöldi rúma á þessum stöðum fyllir ekki þriðja tuginn... Þ ótt ríkisstjómin sé ekki nema rúmlega eins árs að aldri er vaxandi þreytu tekið að gæta á stjómarheimilinu og þeirri hug- mynd Alberts GuSmundssonar og fleiri þingmanna Sjálfstæðis- flokksins að efna til kosninga í haúst mun stöðugt vaxa fylgi. Er sagt að ýmsir sjálfstæðismenn telji að unnt verði að fleyta þjóðarbúinu áfram í sumar en koma þurfi til róttækra aðgerða næsta haust og hafa þá einkum verið uppi hug- myndir um að grípa tíl mikils sam- dráttar í ríkisrekstrinum. Telja þeir svo góðan hljómgmnn fýrir slíku að óhætt sé að leggja spilin á borð- ið og láta kjósa... PARKET Nýtt Nýtt Einu sinni enn er Tarkett-parket í far- arbroddi í parket-framleiðslu. • Á markaöinn er nú komiö parket meö nýrri lakkáferö, sem er þrisvar sinnum endingarbetri en venjulegt lakk. • Veitir helmingi betri endingu gegn risp- um en venjulegt lakk. • Gefur skýrari og fallegri áferö. • Betra í öllu viöhaldi. • Komiö og kynniö ykkur þessa nýju og glæsilegu framleiöslu frá Tarkett. • Alger bylting á íslenska parket-markaö- inum. Harðviðarval hf., Skemmuvegí 40, Kópavogi, sími 74111. Námslán UMSOKNARFRESTIR, AÐSTOÐARTÍMABIL OG AFGREIÐSLUTÍMI Afgreiösla umsókna tekur tvo mánuöi og miöast viö fyrsta dag hvers mánaöar. Helstu tímabil eru: Umsóknarfrestur 1. júlí 1. september 1. nóvember 1. janúar 1. mars Meðferö lokið 1. september 1. nóvember 1. janúar 1. mars 1. maí Greiðslur geta hafist 15. september 15. nóvember 15. janúar 15. mars 15. maí Síöasti umsóknarfrestur um lán og/eða feröastyrk á haustmisseri er 1. nóvem- ber 1984 og síðasti umsóknarfrestur á vormisseri er 1. mars 1985. Hver umsókn gildir fyrir eitt námsár eða það sem eftir er af námsárinu þegar umsókn er lögð fram. Eigi er veitt aöstoö til framfæris á tímanum áður en útfylltri umsókn er skilað nema sérstakar aðstæður valdi seinkun umsóknar og sjóösstjórn taki þær gildar. Afgreiðsla lána getur því aðeins farið fram að námsmaöur eða umboösmaður hans hafi skilaö fullnægjandi gögnum vegna afgreiðslu lánsins. Afgreiösla lánsins tefst frá því sem hér segir ef fylgiskjöl berast ekki fyrir tilsettan tíma. HVERJIR EIGA RÉTTÁ AÐSTOÐ? Nám á háskólastigi: Háskóli islands, Kennaraháskóli íslands, Tækniskóli íslands; tæknifræöi og meinatækni, Bændaskólinn á Hvanneyri; búvísindadeild, Tónlistarskólinn í Reykjavík; nám á háskólastigi. Annað nám Samkvæmt reglugerö sem menntamálaráöherra setur: Fiskvinnsluskólinn 2., Fósturskóli íslands, Hjúkrunarskóli íslands, lönskólar; framhaldsdeildir, 2. og 3. ár, íþróttakennaraskóli íslands, Leiklistarskóli íslands, Myndlista- og handíöaskóli íslands, Nýi hjúkrunarskólinn, Stýrimannaskólar, Tónskólar; kennaradeildir Tónlistarskólans í Reykjavík. Auk þess geta tónlistarnemar á 7. og 8. námsstigi skv. námsstigakerfi Tónlistarskólans í Reykjavík fengiö lán, Tækniskóli íslands; raungreinadeildir og iönbrautir, Vélskólar, 20 ára reglan ■’roskaþjáifaskóli Isiands. Lánasjóöi er heimilt aö veita aöstoö þeim námsmönnum sem náö hafa 20 ára aldri á því almanaksári sem lán eru veitt, og stunda sérnám. Nám sem stundaö er viö eftirtalda skóla er lánshæft skv. lögum nr. 72/1982, 2. gr. 2. mgr. Bændaskóla; bændadeildir, Fiskvinnsluskólann 1 ár, Garöyrkjuskóla ríkisins.. Hótel- og veitingaskóla íslands, Iðnskóla; grunnnám, samningsbundiö nám og tækni- teiknun, Ljósmæöraskóla íslands, Lyfjatæknaskóla íslands, Meistaraskóla iönaöarins, Röntgentæknaskóla íslands, Sjúkraliöaskólann, Erlendis Tækniskóla fslands; undirbúningsdeild. Lánaö er til náms á háskólastigi erlendis. Auk þess er sjóönum heimilt aö lána til sérnáms á grundvelli 20 ára reglu. Sjóönum er heimilt aö veita lán til náms sem ekki er hægt aö stunda á íslandi enda sé um nægilega veigamikiö nám aö ræöa aö því er varðar eöli þess og uppbyggingu, námslengd og starfsréttindi. Lánasjóður ísl. námsmanna, Laugavegi 77, sími 25011. Afgreiðslan er opin 9.15—16.00 101 Reykjavík. HELGARPÓSTURINN 11

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.