Helgarpósturinn - 21.06.1984, Page 14
eftirÓlaTynes myndJimSmart
Hún heitir Arnþrúður Karlsdóttir og er þrjátíu ára gömul einstœð móðir.
Hún var sjö ára gömul þegar hún sá bíl í fyrsta skipti. Hún er fyrrverandi
lögregluþjónn, núverandi útvarpsstjarna á Rás 2 og tilvonandi útvarps-
stjóri áSpáni. Hún lék með landsliðinu íhandbolta og sat í stjórn HSÍ. Hún
er í stjórn Kvenréttindafélags íslands og stundar nám í Öldungadeild MH.
Hún á sœti í félagsmálaráði Hafnarfjarðar og er varafulltrúi í bœjarstjóm
þar. Húnásœti í öryggis- ogutanríkismálanefndFramsóknarflokksins. Og
núerhún búin aðselja bíl og íbúð og er á leið tilNoregs með fjögurra ára
dóttur sína til að setjast á skólabekk í tvö ár í Blaðamannaháskólanum í
Osló.
Dynjandi diskómúsfldn barst fram á gang
þegar ég barði að dyrum hjá henni. Hún brosti
afsakandi: Ég vakna ekki almennilega fyrr en ég
er búin að hlusta á nokkur góð diskólög.
- Lögreglan, félagsmál, íþróttir, pólitík, út-
varpið, er þessi Arnþrúður Karlsdóttir algert
fiðrildi?
Hún glottir.
„Nei, nei. En Amþrúður er fjandanum
energískari og fellur kartnski ekki alveg inní
myndina af hlýðnu góðu konunni sem vinnur
eldhússtörfin. Amþrúði líður best ef hún hefur
ægilega mikið að gera. Ég hef svosem fengið að
heyra það að þrítug kona eigi ekki að vera á
endalausum þeytingi út um borg og bæ og að ég
eigi að finna mér settlegra lífsmunstur, en þá
segi ég bara: Þú máttir alveg hafa áhyggjur af
mér fyrir fimmtán árum, en góði farðu ekki að
taka uppá því núna.“
Hún skellihlær og kastar til höfðinu svo að
ljóst hárið þyrlast fyrir andlitið. Ég hef áhyggjur
af að það kvikni í því, því hún gleymdi að taka út
úr sér sígarettuna.
- Hvar er Arnþrúður fœdd?
„Amþrúður er fædd í Flatey á Skjálfanda. Hún
fékk kúltúrsjokk þegar hún var sjö ára. Þá fór
hún fyrst J land“ og sá í fyrsta skipti bfl og fullt
af fólki og götur og húsaþyrpingar."
Eldsvoðanum hefur verið afstýrt. Hún hefur
greitt hárið frá augunum og sígarettan er komin
í öskubakkann. Hún dregur undir sig fætuma.
„Það var að mörgu leyti gott að alast upp í
Flatey, en það var allt afskaplega frumstætt þar
og oft á tíðum erfitt. Ég held að íbúamir hafi veri
eitthvað um fimmtíu, svo ekki var fjölmenninu
fyrir að fara. Þama var ekkert rafmagn svo það
var eldað á kolaeldavél og lýst upp með olíu-
lömpum. Það var heldur ekkert rennandi vatn,
við þurftum að sækja það í brunninn."
Leikföngin horn afkindum
Hún brosir hrekkjalega.
„Við vorum átta systkinin og þegar þurfti að
baða okkur var sótt vatn og hitað og hellt í bala.
Við segjum alltaf að við höfum öll verið böðuð
upp úr sama vatninu.
Eg var yngst af þessum átta systkinum og sex
vom bræður þannig að ég fór snemma að berj-
ast fyrir tilverurétti mínum. Það tók auðvitað
enginn mark á litla skottinu. Það var að mörgu
leyti heilbrigt fyrir böm að alast upp í þessu
umhverfi þótt eyjan væri ekki alltaf góð við
ábúendur sína. Mín leikföng vom hom af kind-
um og töiur af fötum. Ég man að við systkinin
spekúlemðum mikið í homunum á kindunum,
fyrir slátmn. Við vildum öll fá sérkennilegustu
og fallegustu homin og það gat orðið mikill
slagur þegar verið var að slátra."
,3jáðu,“ segir hún og bendir á stórt ör ofan á
þumalfingrinum. ,Anna systir var að saga hom á
kind, sem hún vildi fá. Hún var svo ákveðin í að
fá það sjálf að hún sagaði í puttann á mér en við
erum miklir vinir í dag. Við vorum líka mjög
spennt fyrir hnöppum og tölum. Við notuðum
þær fyrir fólk. Ég hugsa að það hefði liðið yfir
mig ef ég hefði séð talandi dúkku.“
-A hverju lifði fólkið?
,Á búskap og sjávarútvegi. Flestir vom með
hvorttveggja í einhverjum mæli. Pabbi var út-
gerðarmaður og sjómaður. Sjómennimir vom
oft í burtu mánuðum saman. Þegar ekki var
vertíð hjá okkur þurftu jjeir að fara á aðra út-
vegsstaði. Það var oft erfitt fyrir mömmu með
allan þennan bamahóp. Það vom ekki tíðar
samgöngur; póstbáturinn kom hálfsmánaðar-
Iega. Með honum fengum við mat og póst og kol
og annað sem þurfti til að draga fram lífið.
Blöðin komu líka með póstbátnum. Ég man eftir
að Vikan var alltaf keypt og það var meiriháttar
mál þegar hún kom. Það þótti stórkostlegt að
þetta blað skyldi keypt.
Ég var kúasmali
En póstbáturinn kom ekki alltaf á réttum
tíma. Eyjan er afskaplega lág og lending þar
erf ið. Það var oft brim upp á mið tún. Og þá var
úr vöndu að ráða fyrir mömmu: hvað átti hún að
gefa átta síhungmðum ormum að borða? Að-
föngin vom jafn fábreytt og þau vom erfið. Ég
man alltaf eftir því þegar ég fékk kók í fýrsta
skipti. Ég tímdi ekki að drekka hana heldur
geymdi hana undir koddanum og tók hana fram
öðm hvom til að dást að flöskunni. Ég hristi
hana til að sjá loftbólumar og svo einn daginn
sprakk hún. Það var ægileg sorg, en mér var
bætt tapið."
- Hvernig var sambandið við umheiminn?
„Það var harla lítið. Við vorum með útvarps-
tæki, ég man að í því var gríðarstórt brúnt batt-
erí, en móttökuskilyrði vom léleg. Mesta gam-
anið var að hlusta á símtöl, það þótti algert æði.
Það var ákveðinn símatími við eyna og þar sem
það var radíósími heyrðist það allt í gegnum
útvarpið. Alltaf á símatíma var safnast saman við
útvcirpið til að hlusta. Svo var auðvitað hlustað
á bátabylgjuna því það væ mikilvægt að vita
hvað var að gerast á sjónum.
- Við hvað dunduðu börnin sér í Flatey?
„Nú, við lékum okkur náttúrlega að kinda-
homunum og tölunum og svo byrjuðum við
snemma að hjálpa til í lífsbaráttunni. Við vorum
að hugsa um skepnumar og heyja og ég var til
dæmis kúasmali. Bræður mínir fóm ungir á
sjóinn og vom komnir í störf fullorðinna löngu
fyrir aldur. Á vetuma var spilað og mamma
stjómaði allskonar leikjum.
Þetta var svosem ekki f jölbreytt líf og ég man
eftir að það varð allt vitlaust þegar húla-hoppið
barst útí eyju. Þá var þar rafvirki á ferð og hann
gaf krökkunum nokkrar plastgjæðir. Það fór
heilt sumar í þetta, allir vitlausir í húla-hopp.“
-Hvað með bíó?
„Neeei, það held ég ekki. Það var þama eitt-
hvað sem átti að heita samkomuhús en ég man
aldrei eftir að það hafi verið sýnd kvikmynd
þar.“
Kvennaskólagengið pólití
- Og svo fluttuð þið í land?
Já, ég var átta ára þegar við fluttumst til
Húsavíkur og þar gekk ég í skóla þartil ég var
fimmtán ára. Þá fór ég að heiman og í Kvenna-
skólann í Reykjavík. Eg ætlaði alltaf heim aftur,
en það varð ekki af því. Og nú em foreldrar
mínir nýfluttir suður. Það er mjög skemmtileg
upplifun. Ég var sumpart ekki sátt við uppvaxt-
arárin en mér finnst mjög gaman að kynnast
pabba og mömmu nú á nýjan leik.“
-Nú, svo var Arnþrúður orðin Kvennaskóla-
gengin dama, hvað gerði hún þá?
„Daman fór að vinna hjá Sambandinu og var
þar í þrjú ár, eða fram til 1974 þegar hún gekk í
lögregluna."
-Hvað í ósköpunum var Kvennaskólagengin
dama fráFlatey áSkjálfanda aðgera ípólitíið ?
Kvennaskólagengna pólitíið skellihlær.
„Ætli það hafi ekki verið ævintýraþrá! Það var
nú búið að veðja við mig að ég þyrði ekki og ég
ákvað að prófa þetta í eitt ár eða svo. Þau urðu
reyndar tæplega átta. Ég verð að játa að ég
gerði mér enga grein fyrir hverskonar starf
þetta var. Það sem ég hafði séð til lögregluþjóna
var þegar þeir stóðu pent klæddir í sitt úníform
við að stjóma umferðinni, eða eitthvað slíkt. Ég
hafði enga hugmynd um þær skuggahliðar
mcmnlífsins sem em hluti af starfinu.
Gœjar og píur
-Þú varst ein affyrstu lögreglukonunum.
)rJá, við vorum fjórar saman í íýrstu grúpp-
unni sem útskrifaðist úr Lögregluskólanum."
- Þurftuð þið að ganga í gegnum sömu þjálf-
un og karlmennirnir?
„Þú ert líklega að tala um líkamlegan hluta
lærdómsins; já, já, við lærðum júdó og helstu
sjálfsvamargrip og hvemig á að handjáma
mann og beita kylfu og þess háttar. Svo lærðum
við auðvitað meðferð skotvopna. Við lögðum
geysilega hart að okkur því við vorum alltaf að
reyna að vera betri en stíákamir."
- Hvernig gekk svo þegar Arnþrúður var farin
að trítla um í úníformi?
„Það var vægast sagt mjög erfitt í fyrstu. Am-
þrúður gat stundum grenjað af vonsku. Karl-
mennimir vildu helst ekkert af okkur vita og
tíeystu okkur ekki til nokkurs hlutar af því að
við höfðum ekki sama ummál um axlimar og
þeir. Þeir vom mjög óhressir með að vera
skráðir með okkur á vaktir og fóm ekkert leynt
með það; það vom oft styrjaldir á göngunum.
Það stóð líka í yfirmönnunum að leyfa okkur'
að vera í bílunum með karlmönnunum, sérstak-
lega að næturlagi."