Helgarpósturinn - 21.06.1984, Page 21
ma
■ ^■okkrar hræringar eru nú
innan þess gaimalgróna bókafor-
lags Máls og menningcir. Tveir
þriðju hlutar kvennaveldisins á
forlaginu, Ólöf Eldjárn fram-
kvæmdastjóri og Þuríður Baxter
útgáfustjóri hyggjast láta af störf-
um á næstunni. Ekki er HP kunnugt
um orsakir í smáatriðum, en sam-
bandsleysi við kjöma stjóm félags-
ins mun ráða nokkm um uppsagn-
ir þeirra. Hverjir tcika við stjóm for-
lagsins mun ekki liggja ljóst fyrir,
en Árni Einarsson, verslunar-
stjóri bókabúðar MM, tekur am.k.
að sér fjármálin, og einnig er von á
ungum bókmenntafræðingi, Hall-
dóri Guðmundssyni, til starfa en
hann hefur stundað nám í Dan-
mörku undanfarin ár...
c
penna er nú talsverð meðcú
krata vegna flokksþings Alþýðu-
flokksins sem haldið verður í lok
október. Magnús H. Magnússon
varaformaður hefur, samkvæmt
heimildum HP, gefið skýrt til kynna
að hann vilji ekki gegna þeirri
stöðu áfram. Líklegustu kandídat-
ar í varaformennskuna em sem
fyrr Jón Baldvin Hannibalsson,
Sighvatur Björgvinsson og Jó-
hanna Sigurðardóttir sem enn
mun þó treg til að gefa kost á sér.
Fleiri breytingar em í aðsigi í for-
ystu Alþýðuflokksins. Bjarni P.
Magnússon sem verið hefur for-
maður framkvæmdastjómar und-
anfarin ár vill ekki vera það áfram.
Kristín Guðmundsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Alþýðuflokksins,
mun ákveðin í að gefa kost á sér í
stað Bjarna, og mun þar leggja
undir fyrmefnt starf sitt, en hún
þykir hcifa gegnt framkvæmda-
stjórastöðunni cúlvel. Þá mun Geir
Gunnlaugsson, gjaldkeri flokks-
ins, ekki vera áfjáður í að vera það
áfram, enda framkvæmdastjóri
Kísilmálmverksmiðjunnar sem nú
á loksins að fara að reisa austur á
Reyðarfirði. Ljóst þykir að Kjartan
Jóhannsson formaður hyggst
gefa kost á sér áfram, en eftir
stjórnarmyndunina íiiugaði liann
að draga sig í hlé. Engu að siður er
mjög úin það rætt innan flokksins
að enn einu sinni sé kömin upp sú
staða að skipta þurfi um formann
ef flokkurinn á að geta sótt fram
frekar en hörfað. Sé staða Kjartans
núna álíka veik orðin og staða
þeirra Gylfa Þ. Gíslasonar og
Benedikt Gröndal var þegar þeir
urðu að láta í minni pokann á sín-
um tíma. Hvort gerð verður atlaga
gegn formennsku Kjcirtans á
flokksþinginu er enn öljóst, en þær
línur munu skýrast þegar nær
dregur fundinum. MeðaJ þeirra for-
ystumanna sem hvað mests stuðn-
ings njóta til formennskunnar eru
Eiður Guðnason og Jóhanna
Sigurðardóttir...
M
MW Mannlíf, nýja tímaritið
sem útgáfufélagið Fjölnir hefur
verið með í undirbúningi, kemur út
í fyrsta sinn næstkomandi fimmtu-
dag. Nokkur leynd hefur hvílt yfir'
efni blaðsins, en þó hefur kvisast
að í fyrsta tölublaðinu verði for-
síðuviðtal ritstjóra Mannlífs, Her-
dísar Þorgeirsdóttur, við Val-
gerði Bjamadóttur, ekkju Vil-
mundar heitins Gylfasonar, þar
sem hún segir á hreinskilinn hátt
frá lífi sínu og lífsviðhorfum. Mikið
hefur verið lagt í útlit Mannlífs, en
h.önnuður þess ér enginn annar en
Jón Óskar Hafsteinsson mynd-
listarmaður sem einmitt hannaði
hið upprunalega útlit Helgarpósts-
ins fyrir fimm árum...
iFamtíð Fjalakattarins hefur
aldrei verið óljósari en nú, eftir að
byrjað var að rífa út úr honum
ýmsa innanstokksmuni gamla og
svo ýmislegt rusi. Enn binda
vemdarsamtökin Níu líf vonir við
að forða megi því menningarslysi
að þetta aldna kvikmynda- og leik-
hús verði að spýtnahrúgu og tak-
ast megi að ná samningum við eig-
andcum Þorkel Valdimarsson
um varðveislu hússins. Þess má
geta að eigandinn hefur nýverið
endurnýjað leigusamninga við þá
aðila sem eru til húsa í Fjalakettin-
um Aðalstrætismegin, og binda
verndunarmenn vonir við að það
bendi til þess að enn sé unnt að
bjarga lífi Kattarins þótt farið sé að
rífa út úr honum aftantil...
c
kemmtanalífið í Reykjavík
er þegar orðið með fjölbreyttara
móti. Enn bætast við nýir staðirog
þeir gömlu bjóða upp á nýjungar
til að halda velli í sívaxandi sam-
keppni. Einn þeirra gamalgrónu
skemmti- og veitingastaða sem
snúið hafa vöm í sókn í samkeppn-
inni er Hótel Saga. Nú heyrir HP
að nýjasta tiltæki þeirra Sögu-
manna sé að opna Átthagasalinn á
fimmtudagskvöldum og bjóða þar
ió undir stjörn Magn-
anssonar og ýuLsa
óvenjulega drykki með. Blusjnn
nýtur sívaxandi vinsælda hérlend-
is, og er ekki að eía að þetta fram-
_tak mælist vel fyrir, en þeir Sögu-
menn munu ekki síst ætla að höfða
til granná sinna í Vesturbænum
með þessum fimmtudagskvöld-
um...
SKÓLi
FATLAÐRA
Ákveöiö hefur verið aö kanna áhuga fatiaöra
á skólavist veturinn 1984-1985.
Fyrirhugað ér aö byrja á nýjum áfanga í tölvu-
og bókhaldsnámi 3. september 1984.
Upplýsingar veitir Hólmfríður Gísladóttir í
skrifstofu Rauða kross íslands aö Nóatúni 21,
sími91-26722.
Tekið verður á móti umsóknum til 1. júlí nk.
RAUÐI KROSS ÍSLANDS.
Innkaupin eru þægileg hjá okkur
Svo geturðu líka slappaö af í Kaffiteríunni
OPIÐ:
Mánud. -fimmtud. 9- 19.
Föstud. 9-20.
LOKAÐ LAUGARDAGA
í SUMAR
Ji
Jon Loftsson hf
Hringbraut 121
/A A A A A A
□ □JQúl
juuijaajll
•-HJO lJ i ,,T-
■ UariHUUHHUllllii
Sími 10600
VERSLUNARMIÐSTÖÐ
VESTURBÆJARIN
MUNIÐ OKKAR
HAGSTÆÐU
GREIÐSLUSKILMÁLA
JL-GRILLIÐ
Grillréttír allan daginn
RAFTÆKJADEILD
II. HÆÐ
Raftæki - Rafljós
og rafbúnaður
OPELCORSA VERÐ FRÁKR. 256.000.-
OPELASCONA VERÐ FRÁKR. 389.000,-
BíLVANGURsf
HÖFÐABAKKA 9 IP4 REYKJAVÍK SÍMI 687300
OPEL
HELGARPÓSTURINN 21