Helgarpósturinn - 21.06.1984, Qupperneq 24
&%**>»
eiðcir“
yrnii
í GUÐANN
saman ljóst að í þessu litla húsi
með grænu gluggatjöldin gæti
enginn verið heima: Það er enginn
fimm mínútur að koma sér til dyr-
anna.
Þetta er náttúrlega breytt þjóð-
félcig frá því sem áður var, hugsaði
ég með mér þegar ég sneri frá hús-
inu; enginn heima á daginn, allur
mannskapurinn að vinna eða á
dagheimili. Og amman á elliheim-
ili, afinn líka.
En það gat ekki staðist að íbúðir
heils bæjarhverfis stæðu mann-
iausar þennan föstudagsmorgun.
Ég hélt því göngu minni áfram. Og
sem fyrr voru skrefin stutt en
ákveðin og augum gjóað til himins
öðru hvoru. En þrátt fyrir það fór á
sömu leið við næstu fjögur hús.
Enginn viðlátinn, nema hvað
hundgelt barst innan frá einu þess-
cira mannlausu húsa. Og hundur...,
já, sleppum því.
Einkennilegt augnaráð
Við sjöttu dyr gerðist það loks.
Ég hafði hringt þrisvar. Þá var tekið
í hurðarhúninn innan frá og þykk
viðarhurðin tók að mjakast frá
stöfum. Það fór titringur um mig
allan. Á sekúndubroti þutu um
kollinn allar orðræðumar sem ég
hafði æft mig í að fara með við
þessar aðstæður. En það var þá
bara sirka sex ára strákhnokki sem
þama stóð fyrir framan mig. Hann
var enn í náttfötunum og hélt á
iitlum kettlingi með þeirri hendi
sem hann hélt ekki um hurðarhún-
inn. Hann sagðist vera einn heima,
þegar ég stundi þeim orðum upp
úr mér að ég væri frá trúarhópnum
SAMLEIÐ og vildi gjarnan kynna
starfsemi hans fyrir einhverjum
fullorðnum sem kannski væri
þama innan dyra.
En sem sagt nei, og strákhnokk-
inn hallaði ciftur hurðinni með
eftir Sigmund Erni Rúnarsson myndir Jim Smart
kettlinginn mjálmandi á mig í fang-
inu. Það var ekki laust við að nokk-
ur örvænting væri tekin að grípa
trúboðann í mér. Engin svörun,
barasta ekki neitt að hafa í þessu
hverfi.
Ef ekki hefði verið fyrir næstu
tvö hús, sem opnuðust mér, hefði
ég líklega gefist upp á þessu brölti
mínu. I öðm þeirra, litlu tvflyftu
timburhúsi við Öldugötu, kom
gctmcfll gráhæringi með pípu til
dyranna. Ég hafði fengið nokkra
reynslu við að kynna erindi mitt
hjá strákhnokkanum, þannig áð
mér reyndist nokkuð auðsótt að
skýra út fyrir gcimla manninum
hvað mér væri á höndum. Og hvort
ég mætti trufla hann eitt andartak?
,jSei, vinur minn“, svciraði hann
enn með pípuna í munnvikinu. ,Lg
vil nú helst fá að halda minni trú í
friði, ótruflaðri." Og síðan lokaði
hann hurðinni hægt og kurteislega
á mig, en samt eins og með ein-
hverju einkennilegu augnaráði,
svipað og ég væri furðulegur á að
horfa.
Ég lét það náttúrlega ekki hafa
áhríf á mig, hugsaði þvert á móti að
þetta væri nú allt að koma. Næsta
hús, jú, þar lukust líka upp fyrir
mér dyr. Þetta var maður hátt á
sjötugsaldri, klæddur terilín-bux-
um, sokkalaus og á nærskyrtunni
einni að ofan. Hún vcir merkt nef-
tóbaksneyslu hans á nokkrum
stöðum. Ég var orðinn býsna klár
að eigin mati, hvað kynninguna
snerti, og það var rétt eins og þetta
rynni allt upp úr mér. Maðurinn
hefur því efalítið haldið mig vera
búinn að standa í þessu nokkur
síðustu misseri. En engu að síður
kvað nei við hjá honum sem jafn-
aldra hans í næsta húsi þegar ég
óskaði þess að fá að koma rétt að-
eins skamma stund inn fyrir, ja, þó
ekki væri nema í anddyrið. Hann
kvaðst vera trúlaus með öllu, og
Sjálfsagt hafa allflestiríslendingar lent í því að eiga þurrar þröskuldssamrœður
við trúboða við útidyrnar heima hjá sér. Þessir menn hafa fengiðþað orð á sig að
vera sérlega ýtnir og aðgangsharðir í boðun sinni. Þeirþykja engir aufúsugestir,
enda alla jafna uppáþrengjandi með afbrigðum.
Allt segir þetta sína sögu um heimatrúboða. Hitt er mönnum hulin ráðgáta
hvernig þeim reiðir afá þessum ferðum um bœinn þveran og endilangan.
Þetta lék okkur á HP forvitni á að vita. Það var þess vegna að við stofnuðum
þykjustu trúflokk . Og ákváðum síðan að gera sérlegan heimatrúboða hans
út aförkinni. Saga hans fer hér á eftir.
Það er hreint ekki hlaupið að því
að búa til sértrúarhóp á íslandi,
þótt ekki eigi hann að vera nema
hugbúningur einn og gerður í
gamni. Enn erfiðara er að klæða
líklegar kenningar utan á fyrirbær-
ið svo það megi nærast á einhver ju
þá stuttu morgunstund í júní sem
því er ætlað að dafna.
Og hvað uppfinningu á nafngift
áhrærir: Hún getur kostað snert al
hausverk. Sú varð líka raunin í okk-
ar tilviki; þeirra sem fengu þá flugu
í höfuðið að smíða þennan ímynd-
aða söfnuð. Við höfðum setið lengi
á kaffistofu HP og velt fyrir okkur
mörgum sennilegum og þó að lík-
indum fleiri ósennilegum heitum á
félagið. Ncflnið varð náttúrlega að
hljóma trúverðuglega í munni og
þó ekki síður að líta vel út á prenti.
Að endingu, ég ætla eftir þrjár
uppáhellur, urðum við sammála
um nafngiftina SAMLEIÐ. Ekki ein-
asta að okkur þætti hún áhrifa-
mikil. Nei, líka falleg og allt að því
traustvekjandi.
En eitthvað meira en nafnið varð
fyrirbærið að vera: Einhvem boð-
skap að flytja og kenningar að fara
með út til fjöldans. Og í því efni
varð strax ljóst að SAMLEIÐ þyrfti
að skera sig nokkuð úr litrófi trúar-
bragðanna. Þau hin sönnu byggja
tilveru sína alla jafna á flókinni sið-
fræði og lífspeki, sem í sumum til-
vikum hefur tekið árhundruð að
fullkomna. En í tímaþurrð blaða-
mennskunnar gefst sjaldnast tóm
til stórfenglegra pælinga, hvað þa
stund til að setjast niður og búa til
boðorð heils trúfélags, þó svö
ímyndað eigi að vera.
SAMLEIÐ - íslensk trú breyttra
tíma!
Einhverra hluta vegna datt ég
niður á þennan undirtitil strax í
fyrstu tilraununum til að klæða
trúarhópinn smáræði af kenning-
um. Og svo rann út úr mér eftirfar-
andi eins og ekkert væri:
SAMLEIÐ skyldi vera hópur ungs
fólks, sem hefði í sinni trúarvissu
einsett sér að aðlaga kristna sið-
fræði breyttum tímum, það er að
segja þeirri þjóðfélagsgerð og
þeim veruleika sem íslenska þjóð-
in býr við á ofanverðri tuttugustu
öld. Engin byltingarsella, hreint
ekki, heldur staðfæst fólk, sem er
sannfært um að geta opnað jafn-
öldmm sínum auðsótta leið að
trúnni, með nokkrum áherslu-
breytingum á þeirri kirkjulegu hefð
sem hér hefur myndast og félagar
SAMLEIÐAR teija að varla hafi
breyst á síðustu áratugum.
Að þessu loknu var ráðist í gerð
bréfhausa með nafni og helstu
markmiðum hópsins, svo eitthvað
hefði trúboðinn við að styðjast ef
svo illa færi að útskýringar hans
þryti úti meðal fjöldans. Ög til þess
að málefnið yrði enn sennilegra
vom tveir undirskriftalistar unnir
annar með boði um reynsluáskrift
að tímciriti SAMLEIÐAR, sem valið
Vcir nafnið Islensk trú, og hinn list-
inn með boði um að gerast sérleg-
ur stuðningsfélagi hópsins, skuld-
bindingalaust.
Meira vcirð það nú ekki, kannski
dálítið ódýrt, veit ég vel, en til
hvers er hlægt að ætlast af einum
manni á kortéri sem aðra hefur
tekið heila ævi að fullgera!
Sléttur og hreinn
Með þetta í farteskinu var haldið
út einn morgun í júní. Það var
föstudagur, klukkan níu og sólin
einhverstaðar langt að baki þykk-
um skýjum. Það heitir dumbungur,
því þcirna var líka andvari að angra
mann kaldur í nefið.
Mér fannst dálítið óvenjulegt að
ganga þama um götur borgarinnar
og halda mig vera trúboða. Ég
hafði rakað mig vandlega um
morguninn, greitt lubbcinn með
nægu vatni aftur á hnakka, klæðst
sæmilega stroknum buxum, burst-
uðum skóm og aðeins fáeinir dag-
ar frá því ég hafði heimt frakkann
minn gráa úr hreinsun. Sem sagt;
sléttur og hreinn, með þessa líka
huggulegu tösku undir hendinni.
Trúboði á leið vestur í bæ. Þar
hafði ég ákveðið að boða mínar
fáorðu kenningar, reyna að
minnsta kosti. Og ef einhver skyldi
efast, þá gat ég altént reitt upp úr
töskunni pappírana góðu með
bréfhausnum.
Ég veit nefnilega sem fleiri, að
íslendingar eru veikir fyrír bréf-
hausum, þurfa ekki umhugsunar
við ellegar útskýringar þegar því-
líkt og annað eins er rétt að þeim.
Ég tók að velta því fyrir mér
hvemig göngulag góðir trúboðar
temdu sér í erindagjörðum sem
þessum. Og hvemig þeir höguðu
sér til cmdlitsins. Mér reyndist erf-
itt að fá nokkum botn í þær hugs-
anir, en tók þó upp á því að hafa
skrefin stutt en ákveðin eins og ég
vissi nákvæmlega hvert för minni
væri heitið. Og hnarreistur, gjót-
andi augum til himins með vissu
millibili Tíkt og þarværi eitthvað að
skoða.
Svo sá ég þama iítið einbýlishús
sem vcikti forvitni mína fyrir þær
sakir að tjöldin fyrir gluggum þess
vom öll græn. Þetta var ábending,
hugsaði ég með mér; best að byrja
þarna.
Ég barði þrjú högg á dymar, ekki
fast, en þegar Ijóst var að þau bám
engan árangur, ákvað ég að hafa
hin þrjú næstu með talsvert meiri
þunga. En svo varð mér smám
24 HELGARPÓSTIIRINN
UndirskriftalistarSAMLEIÐAR,
með bréfhausnum góða.
,,Já, góðan dag, ég er hérna frá trúarhópnum SAMLEIÐ,
mætti ég trufla smástund ...?“'
Trúboðinn æskir inngöngu ...