Helgarpósturinn - 01.11.1984, Síða 10

Helgarpósturinn - 01.11.1984, Síða 10
HP HELGARPÓSTURINN Rítstjóri: Ingólfur Margeirsson Ritstjórnarfulltrúi: Hallgrímur Thorsteinsson Blaðamenn: Óli Tynes, Ómar Friðriksson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Útlit: Björgvin Ólafsson Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Hildur Finnsdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Guðmundur H. Johannesson Augiýsingar: Steen Johansson Markaðsmál, sölustjórn og dreifing: Hákon Hákonarson og Sigþór Hákonarson Innheimta: Garðar Jensson. Afgreiðsla: Ásdís Bragadóttir Lausasöluverð kr. 35 Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 8-15-11. Afgreiðsla og skrif- stofa eru að Ármúla 36. Sími 8-15-11 Setning og umbrot: Leturval s/f Prentun: Blaðaprent h/f Bandarísku forsetakosningarnar Bandaríska þjóðin gengur til forsetakosninga næstkomandi þriðjudag, þ. 6. nóvember. Ronald Reagan forseta er spáð sigri í öllum skoðanakönnun- um. Engu að síður herðir Walt- er F. Mondale, frambjóðandi demókrata, róðurinn í loka- sennu kosningabaráttunnar, í stað þess að gefast upp. „For- setinn er ekki kosinn í skoðana- könnunum — fólkið kýs for- seta," eru slagorð hins þrjóska frambjóðanda demókrata. Helgarpósturinn hefur sent tvo blaðamenn sína til Banda- ríkjanna í því skyni að fylgjast með framvindu kosningabar- áttunnar og lýsa andrúmsloft- inu í landinu í máli og myndum síðustu dagana fyrir forseta- kosningarnar. I dag birtir Helg- arpósturinn ítarlega grein um hina vonlitlu en aflmiklu bar- áttu Mondale gegn Reagan forseta. Blaðamenn HP voru á kosningafundi Mondale í Chi- cago og einnig voru þeir við- staddir sjónvarpsupptöku þar sem varaforsetaefni demó- krata, Geraldine Ferraro, sat fyrir svörum. Forsetaembætti Bandaríkj- anna er ein mesta valdastaða veraldar. Ákvarðanir sem for- setinn tekur í efnahags- og ut- anríkismálum geta skipt sköp- um fyrir þjóðir um allan heim. En forseti Bandaríkjanna er kosinn af fólki. Sú mynd sem bandarískir kjósendur fá af frambjóðendum repúblikana og demókrata er iðulega dreg- in upp af fjölmiðlum. Kosninga- barátta forsetaframbjóðend- anna dregur einnig dám af þessari staðreynd, og á fjölda- fundum er málefnalegur flutn- ingur, húllumhæ og persónu- legur ræðustíll frambjóðenda oft lagt að jöfnu. „Bandarískir kosningafundir eru ótrúlega hömlulausar samkomu. Ræður frambjóðenda drukkna í ópum og lófataki stuðningsfólks þeirra á 30 sekúndna fresti. „Stemmingin er eins og á íþróttakappleik eða rokktón- leikum," segir blaðamaður HP meðal annars í fréttagrein sinni frá Chicago. Grein Helgarpóstsins um lokadaga kosningabaráttunnar um forsetastól Bandaríkjanna gefur íslenskum lesendum inn- sýn í þann pólitíska málflutning og það litríka andrúmsloft sem mótar huga þess fólks sem kýs einn valdamesta embættis- mann heims. ingsfundur að stofnun félags starf- andi Ijósmyndara. Lengi hefur verið mikill áhugi meðal margra ljós- myndara að vekja íslenska ljós- myndun af dvala, en að áliti all- flestra atvinnuljósmyndara hafa ýmis mál Ijósmyndara legið í lág- inni. Fyrir er Ljósmyndarafélag Is- lands, sem er félag iðnlærðra Ijós- myndara, en ekki hafa nær allir starfandi ljósmyndarar sveinspróf í ljósmyndun og þykir stórum hópi ljósmyndara lög félagsins afar forn og stirð og koma í veg fyrir eðlilega þróun ljósmyndunar hérlendis. Lög Ljósmyndarafélagsins byggja á iðn- fræðslulögum frá 3. áratugnum og kenna þeir ljósmyndarar, sem ekki eru í félaginu, hinum gömlu ákvæð- um um að ládeyða sé í íslenskri ljós- myndun almennt. Ljósmyndarar sem starfa hjá dagbíööunum og ekki eru í Ljósmyndarafélaginu ha(a undanþágu til vinnu, en mega ekki starfa utan þeirra að neinu leyti. Þessu vilja menn nú breyta og binda miklar vonir við hið nýja fé- lag. Það eru um 20 ljósmyndarar sem standa að stofnun félags starf- andi ljósmyndara og margir þeirra eru í Ljósmyndarafélagi íslands. Inntökuskilyrði í hið nýja félag verða þó ekki alveg frjáls, heldur mun verða búið til punktakerfi þar sem umsækjendur verða að upp- fylla ákveðnar lágmarkskröfur. . . M ■ W ■iklar deilur munu vera í Sjáifstæðisflokknum vegna kjara- samninganna. Hin hófsamari öfl flokksins telja að ráðamenn Sjálf- stæðismanna hafi beitt allt of mikilli hörku í slagnum við BSRB. Þorri sjálfstæðismanna mun einnig hafa verið því fylgjandi að greidd yrðu út mánaðarlaun til opinberra starfs- manna þ. 1. okt. Við höfum einnig frétt að Albert Gudmundsson hafi verið þessu fylgjandi, en Davíð Oddsson borgarstjóri og Þor- steinn Pálsson formaður Sjálf- stæðisflokksins hafi sest að fjár- málaráðherra og talið hann á aðra skoðun.. . lEl in skýring á því að sjálfstæðis- menn í ríkisstjórn kusu að reyna samningaleiðina í BSRB-verkfallinu í stað þess að ganga til kosninga, mun vera hin hrikalega útreið sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk í skoð- anakönnun Hagvangs í Morgun- blaðinu og DV-skoðanakönnuninni um fylgi flokkanna. Kjósa Sjálfstæð- ismenn nú að bíða með að rifta stjórnarsamstarfinu fram yfir ára- mót í von um að vinsældir flokksins eigi eftir að aukast. Þá von byggja þeir ekki síst á nýju fiskverði sem kemur um áramótin og mun setja sjávarútvegsráðherra Framsóknar í erfiða stöðu. Einnig mun vera ljóst að 30% verðbólga virðist nær óum- flýjanleg og þá mun forsætisráð- herra Framsóknar eiga bágt. Óvin- sældir stjórnarinnar munu því koma verr niður á Framsóknar- mönnum en Sjálfstæðismönnum eftir áramót. Að mati Sjálfstæðis- manna. . . o kkur berast þær fréttir að Jóhannes Siggeirsson, vara- bankastjóri Alþýðubankans, sé að hætta hjá bankanum, og hyggisl hann halda á ný mið. Málm- og skipasmíðasambandið hefur heyrst nefnt í því sambandi. Ef Jóhannes hættir hjá Alþýðubankanum, er hann þriðji varabankastjórinn sem segir starfi sínu lausu hjá þeim banka á tveimur árum. . . Leiörétting í síðasta tölublaði Helgarpóstsins var rangt farið með nafn alþingis- manns Framsóknar í greininni „Frjálst eða lýðfrjálst útvarp?" (Inn- lend yfirsýn). Var þingmaðurinn nefndur Stefán Valgeir Friðriksson en átti réttilega að vera Stefán Val- geirsson. Er hlutaðeigandi beðinn velvirðingar á þessum mistökum. LAIISN Á SPILAÞRAUT S K-G-9-7 H D-G-10-6 T G-10-8 L K-4 S Á S 10-8-6-4 H A-8 H 9-7-4-2 T D-7-2 T Á-K-6-5 L G-10-7-6-5-3-2 L Á Vestur hefir tvo möguleika á að vinna spilið. Sá fyrri er að ás og kóngur séu tvö ein á annarri hend- inni. Hinn möguleikinn er sá, að norður sé með kónginn annan, eða drottninguna aðra. Ennfrem- ur að tíglarnir séu skiptir þrír/þrír. Vestur tekur drottninguna með ás. Lætur laufatvistinn á ásinn. Komi hvorugt hjónanna í ásinn, þá iætur hann drottningu, kóng og ás í tígli. Fylgi báðir lit, lætur hann fjórða tígulinn. Trompi suð- ur, þá yfirtrompar vestur. Þá er spilið unnið, því hann tapar aðeins síag í trompi og einum í hjarta. Trompi suður ekki, þá hendir vestur hjartaáttunni og norður verður að trompa með kónginum. Svo fá norður og suður aðeins á laufadrottninguna. Aldrei meira úrval af brauði— 15 nýjar tegundir 30% ódýrari en annarsstaðar Bakaríið KRINGLAN Starmýri 2 Skólavörðustíg 2 Opnunartími: 8-6 virka daga kl. 8-4 laugardaga kl 9 - 4 sunnudaga kl. 8-6 virka daga kl. 9-4 um helgar 10 HELGAFIPÓSTUFtlNN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.