Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 01.11.1984, Qupperneq 11

Helgarpósturinn - 01.11.1984, Qupperneq 11
y ■ msir slá á létta strengi á erf- iðum tímum. Meðan ASÍ-forystan situr á karpi með VSÍ og launþeg- arnir bíða spenntir eftir úrslitunum, hafa forkólfar ASÍ pantað veislusal- -inn í Kvosinni þ. 2. nóvember. Þar verður haldin vegleg veisla fyrir 100 manna forystulið ASÍ og verður verðinu stillt í hóf eða 1500 krónur á mann. Veislan verður greidd með einni ávísun frá Alþýðusambandi ís- lands. . . S_ blaðafulltrúi Flugleiða, sendi sem kunnugt er frá sér skáldsöguna Við skráargatið fyrir síðustu jól, en Vaka gaf út. Sama bókaforlag hygg- ur nú á útgáfu nýrrar bókar frá sama höfundi, en af allt öðrum toga. Vinnuheiti þessarar bókar Sæ- mundar hefur verið „Hættuflug" og byggir á frásögnum af því þegar reyndir flugmenn okkar islendinga hafa komist í hann krappan í háloft- unum. Sæmundur hefur aflað sér upplýsinga um þetta efni hjá nær öllum atvinnuflugmönnum okkar frá því flug hófst hérlendis, til dæm- is hjá Þorsteini Jónssyni sem flaug í Biafra-stríðinu. Hér verður þó ekki um viðtöl við flugmennina að ræða, heldur hefur Sæmundur fært þetta efni í stíl spennusagna og að sögn kunnugra hefur honum tek- ist að gefa þessum sönnu krítísku augnablikum í starfi flugmanna, líf sem efalítið á eftir að hrella margan lesandann.. . S....... _ standa í vindmyllulslag þessa dag- ana. Sem kunnugt er hafa Samtökin ráðið lögfræðing sér til fulltingis er hefur þann starfa að afgreiða kærur félagsins vegna ólöglega fengins efnis til ríkissaksóknara sem síðan sendir þær til rannsóknarlögreglu- stjóra ríkisins. Mál þessi hafa hins- vegar stöðvast þar og hrannast heldur betur upp, því þau munu vera yfir hundrað talsins sem bíða afgreiðslu á borði Hallvarðs Ein- varðssonar um þessar mundir. Hallvarður rannsóknarlögreglu- stjóri mun hafa gefið þeim hjá SRM þá skýringu á seinlætinu að hann vanti mannafla til að sinna þessum málum, og því liggi þau öll kyrr og rykfalli hjá sér. Á meðan horfa sam- tökin á sjóræningjana í bransanum halda uppteknum hætti við leigu illa fenginna myndbanda, enda þurfa þessir aðilar greinilega ekkert að óttast að kærur á hendur þeim verði rannsakaðar í bráð. . . S .......... - verið hin besta að undanförnu. Þó eru til undantekningar. T.d. þýtur hús Seðlabankans upp úr Arnar- hólsjaðrinum enda digrir sjóðir að baki stofnuninni, það er fé almenn- ings. Sparisjóður Reykjavíkur hefur ennfremur sýnt mikinn vöxt að undanförnu. Hann hefur gleypt sparisjóðinn Pundið og opnað útibú úti á Seltjarnarnesi svo eitthvað sé nefnt. Líklegasta ástæðan fyrir vel- gengni sparisjóðsins er sú, að hann stundar ekki áhættulánaviðskipti með birgðalán og önnur lán sem ekki eru verðtryggð líkt og stóru bankarnir, heldur fæst hann nær einungis við fasteignalán og önnur áhættulítil lán. . . u ndirbuningur er nú hafinn að stofnun starfsgreinafélaga innan Morgunblaðsins og DV. Út af þessu framtaki er ekki aðeins að vænta urgs innan Félags bóka- gerðarmanna sem missir við þetta af fjölmörgum félagsmönnum sín- um, heldur ekki síður að hálfu Blaðamannafélags íslands, en ekki er óhugsandi að þeir blaða- menn, sem vinna á þessum blöðum, segi sig úr félaginu í kjölfar stofn- unar starfsmannafélagsins sem yrði þar með þeirra umbjóðandi í samn- ingum. Lauslega reiknað faekkaði félögum í Blaðamannafélagi íslands um nær þriðjung við þessi vista- skipti, en meðal þeirra sem þannig myndu segja sig úr B.í. er formaður þess, Ómar Valdimarsson, en hann vinnur sem kunnugt er á Morgunblaðinu. . . l þrengingum almennings er allt- af gaman að frétta sólarsögur af góðum kjörum. Við höfum heyrt að SG-einingahús á Selfossi hafi danska múrara í vinnu við að hlaða múrsteinum utan á hús sín. Eru' múrararnir fengnir sérstaklega frá Danmörku til starfans og með leyfi stéttarsamtaka íslenskra múrara. Danirnir hafa hins vegar haft gott kaup í verkfallinu eða 15 þúsund danskar á viku sem gerir 45 þúsund íslenskar. Og það var á viku.. . Kl. 11 -22 virkadaga Kl. 10-22 laugardaga Kl. 14-22sunnudaga VÍDEÓSPÓLAN Holtsgata 1 Sími16969 HÓTEL BORG Sími 11440 LEIGJUM UT VEISLUSALI FYRIR ÁRSHÁTÍÐIR OG ÖNNUR EINKASAMKVÆMI HELGARPÓSTURINN 11

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.