Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 01.11.1984, Qupperneq 16

Helgarpósturinn - 01.11.1984, Qupperneq 16
FREE STYLE FORMSKUM lOréal r>.«.n»c mMi$x Já — nýja lagningarskúmid c1UT JM i hárifS ? f™ L'ORÉAL JiV UlVi / rJUUU. og hárgreiðslan verður leikur einn. TÝNDIR LYKLAR! Lyklakippa týndist í Selmúla fyrir utan Helgarpóstinn síöastliðinn mánudag. Finnandi vinsamlegast hafi samband við afgreiðslu Helgarpóstsins. SYNINGAR Ásgrímssafn Bergstaöastræti 74 Líkt og undanfarin ár gengst Ásgrímssafn fyrir vetrarsýningu. Verkin, olíu- og vatnslita- myndir, sem eru í eigu safnsins, voru valin meö hliðsjón af temanu „vetur". Safnið er opið á þriðjudögum, fimmtudögum og sunnudögum kl. 13.30 — 16. Ásmundarsalur Freyjugötu 41 Á laugardaginn, 3. nóv. opnar Hans Christ- iansen málverkasýningu á 35 vatnslitamynd- um (landslags) í Ásmundarsal. Sýningin verður opin á virkum dögum kl. 16—22 og um helgar frá 13—22. Henni lýkur þ. 11. nóv. Gallerí Borg Pósthússtræti 9 I dag, fimmtudag 1. nóvember, opnar Þor- björg Höskuldsdóttir málverkasýningu í Gallerí Borg við Austurvöll og er þetta 4. einkasýning Þorbjargar sem að þessu sinni sýnir olíumálverk og teikningar. Á efri palli sýnir Anna K. Jóhannsdóttir vasa, skálar og eyrnaskart úr steinleir. Sýningarnar eru opnar virka daga kl. 10—18og um helgar kl. 14 — 18. Þeim lýkur 13. nóvember. Gallerí Gangurinn Rekagranda8 Samsýning tólf listamanna frá fjórum lönd- um stendur nú yfir í Gallerí Ganginum. Lista- mennirnir eru: Anselm Stalder, Helmut Fed- erle, Martin Disler, John M. Armleder og Klaudia Schiffle frá Sviss; Peter Angermann frá Þýskalandi; John van't Slot frá Hollandi; Daði Guðbjörnsson, Tumi Magnússon, Árni Ingólfsson, Kristinn G. Harðarson og Helgi Þ. Friðjónsson. Sýningin stendur út nóvem- bermánuð. Gallerí Langbrók Amtmannsstíg 1 Á laugardag, 3. nóv. kl. 14 opnar Borghildur Óskarsdóttir sýningu sína á keramíki í Gallerí Langbrók. Sýningin er opin kl. 12—18 á virkum dögum og um helgar frá kl. 14 — 18 en henni lýkur 16. nóv. Hafnarborg Strandgötu 34, Hf. Fyrir viku opnaði Jónas Guðvarðsson sýn- ingu á málverkum og tréskúlptúrum í Hafn- arborg, menningar- og listastofnun Hafnar- fjarðar. Þetta er 7. einkasýning Jónasar en hann hefur einnig tekið þátt í samsýningum innanlands og erlendis. Sýningin er opin alla daga kl. 14 —19 og stendur til 11. nóv. nk. Húsakynni MÍR Vatnsstíg 10 Félagið MÍR, Menningartengsl íslands og Ráðstjórnarríkjanna, minnist 67 ára afmælis Októberbyltingarinnar með opnun Ijós- myndasýningar og síðdegissamkomu um helgina, dagana 3. og 4. nóvember. Ljós- myndasýningin verður opnuð í húsakynnum félagsins á laugardaginn 3. nóvember kl. 17. Kvikmyndir verða sýndar báða dagana. Höggmyndasafn Ásmundar Sveinssonar viö Sigtún „Vinnan í list Ásmundar Sveinssonar" er yf- irskrift sýningar sem stendur yfir í safninu. Á henni er sýnd hin tæknilega hlið högg- myndakúnstarinnar, s.s. tæki, efni og að- ferðir, og einnig höggmyndir þar sem mynd- efnið er „vinnan". Safnið er opið daglega frá kl. 10-17. Kjarvalsstaðir við Miklatún „Borgin og landið" er yfirskrift sýningar Katrínar H. Ágústsdóttur í vesturgangi Kjar- valsstaða en þar sýnir hún 62 vatnslitamynd- ir. í austurgangi sýnir Sverrir Ólafsson skúlp- túra og lágmyndir (relief). Sýningarnar standa aðeins yfir helgina. Steinunn Marteinsdóttir opnaði keramík- sýningu 27. október í Kjarvalssal. Megin uppistaða sýningarinnar eru veggmyndir, þ.e. lágmyndir, stórar og litlar, unnar í postu- lín en einnig eru sýndir vasar o.fl. Sýningin stendur til 18. nóvember. Opnunartími Kjarvalsstaða er frá 14—22, daglega. Listasafn A.S.i. Grensásvegi 16 Sýning Jakobs Jónssonar listmálara sem staöið hefur í Listasafni A.S.Í., hefur verið framlengd til sunnudagsins 4. nóv. Á henni eru 48 olíumálverk og 5 teikningar. Sýningin er opin daglega kl. 14 — 22. Þetta er 3. einka- sýning Jakobs. Listasafn Einars Jónssonar við Njarðargötu Safnhúsið er opið yfir vetrartímann á laugar- dögumog sunnudögum frá kl. 13.30—16 en höggmyndagarðurinn er opinn eins og verið hefur daglega frá kl. 11—18. Listamiðstöðin Hafnarstræti 22 Einkasýningum fjögurra listamanna í Lista- miðstöðinni lýkur á sunnudaginn. 4. nóvem- ber. Þeir eru: Santiago Harker frá Kólumbíu sem sýnir 17 Ijósmyndir en sýningu sína nefnir hann „Hulið". Anna Ólafsdóttir Björnsson sýnir dúkristur og er þetta hennar fyrsta einkasýning sem hún kallar „Blikur". Smámyndir er yfirsRrift sýningar Gunnars Hjaltasonar á landslagsmyndum og fantasí- um, unnum með vatnslitum og bleki; Ingi- berg Magnússon sýnir loks litkrítarmyndir sem hann nefnir „Trjástúdíur". Sýningarnar eru opnar daglega kl. 14 — 18. Listmunahúsið Lækjargötu 2 Laugardaginn 3. nóvember kl. 14 opnar Óm* ar Skúlason málverkasýningu í Listmuna- húsinu Lækjargötu 2. Á sýningunni eru Coll- age-myndir frá 1976 en meginuppistaða sýningarinnar eru tvær myndraðir, unnar á árinu 1984. Við myndgerðina er notuð blönduð tækni, s.s. málun, þrykk og klipp- ingar. Einnig verður á sýningunni ein mynd eftir Egil EðvarðssOn, kvikmyndagerðar- mann auk annarrar eftir Erni Þorsteinsson myndlistarmann. Ómar er f. 1949. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann og útskrifað- ist þaðan 1971. Þetta er 2. einkasýning hans. Sýningin sem er sölusýning er opin á virkum dögum frá 10 — 18, laugardaga og sunnu- dagafrá14 —18. Lokað á mánudögum. Sýn- ingin stendur til 18. nóvember. Menningarmiðstöðin við Gerðuberg Sýning á teikningum eftir íslensk grunn- skólabörn stendur yfir í Menningarmiðstöð- inni og er efni þeirra um skaðsemi reykinga. Myndirnar eru til sýnis á venjulegum opnun- artíma hússins, á virkum dögum frá 16—22 og um helgar frá 14 — 18. Norræna húsið í kjallara Norræna hússins sýna þrír mynd- listarmenn verk sín. Þeir eru: Gunnar örn Gunnarsson, Samúel Jóhannsson og Stein- þór Steingrímsson. Á sýningunni eru mál- verk, skúlptúrar og teikningar. Síðasta sýn- ingarhelgi. Salirnir eru opnir virka daga kl. 15—20 og um helgar 15—22. Um síðustu helgi opnaði Kjuregej Alexandra Argunova sýningu sína í anddyri Norræna hússins á 39 myndverkum sem unnin eru í efni (application) á árunum 1979 — 1984, bæði myndir og veggteppi. Sýningin er opin á sama tíma og Norræna húsið og stendur til 11. nóvember. Súlnasalur Hótel Sögu Bandalag kvenna í Reykjavík heldur ráð- stefnu um hagsmuna-og réttíndamál heima- vinnandi húsmæðra í Súlnasal Hótel Sögu laugardaginn 3. nóvember. Ráðstefnan hefst kl. 9.30 og stendur til kl. 16. Ráðstefn- an er öllum opin sem áhuga hafa á rnglefn- inu. BÍÓIN ★ ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ★ ágæt ★ ★ góð ★ þolanleg O léleg Austurbæjarbíó Handagangur í öskjunni (What's up Doc) Bandarísk. Aðalhlutverk: Barbara Streisand, Ryan O'Neal. Gamanmynd. Endursýnd í sal 1, kl. 5, 7, 9 og 11. Arthur Bandarísk. Aðalhlutverk: Dudley Moore, Liza Minelli, John Gielgud. Endursýnd í sal 2, kl. 5, 7, 9 og 11. Banana-Jói Bandarísk-ítölsk. Aðalhlutverk: Bud Spenc- er. Stórir krakkar og litlir hafa gaman af þessari mynd. Sýnd í sal 3, kl. 5, 7, 9 og 11. Bíóhöllin Night Crossing Amerísk. Leikstjóri: Ekki vitað. Aðalhlutverk: John Hurt, Beau Bridges. Byggð á sann- sögulegum atburðum úr seinni heimsstyrj- öldinni. Efni: Fjölskylda flýr frá Austur-Þýskalandi í loftbelg. Sýnd í sal 1, kl. 5, 7, 9 og 11. Mjailhvít og dvergarnir sjö Teiknimynd eftir Walt Disney. Sýnd kl. 3. Fjör í Ríó (Blame it on Rio) ★ Bandarísk. Árg. 1984. Leikstjóri: Stanley Donen. Aðalhlutverk Michael Caine, Joseph Bologna, Michello Johnson. Erótísk gamanmynd um tvo miðaldra feður sem fara til Ríó ásamt gjafvaxta dætrum sín- um til að hressa upp á tilveruna. Vandamál skapast er önnur dóttirin fer að sofa hjá pabba hinnar. Þunn og illa leikin mynd, gerð eftir vonlausu handriti. Sýnd í sal 2, kl. 5, 7, 9 og 11. Splash Bandarísk. Árg. 1984. Leikstjóri: Ron Ho- ward. Aðalhlutverk: Tom Hanks, Daryl Hannah, John Candy. Gamanmynd. Sýnd í sal 3, kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Fyndið fólk II (Funny People) Leikstjóri: Jamie Uys. Sýnd í sal 4, kl. 3, 5, 7 og 9. í kröppum leik (The Naked Face) ★ Sýnd í sal 4, kl. 11. Stjörnubíó Moskva við Hudson fljót (Moskva on the Hudson) Amerísk. Árgerð 1984. Leikstjóri: Paul Maz- ursky. Aðalhlutverk: Robin Williams, Maria Conchita. Gamanmynd. Efni: Það sem gammarnir á Mogganum gauka gjarnan að þjóðinni: Þegar RÚSSAR ráðast á Bandarík- in. Ætti að höfða til allstórs hluta lesenda, ís- lenskra. Þó e.t.v. ekki of langt gengið að telja þessa til gamanmynda. Sýnd í A-sal kl. 5, 7, 9 og 11. The Man who loved Women Amerísk. Árg. 1983. Leikstjóri: Blake Ed- wards. Aðalhlutverk: Burt Reynolds, Julie Andrews. „Enn leggur Blake Edwards af stað í leiðang- ur með konu sína og aðra vel valda til, svo hafa megi gaman af förinni. Burt Reynolds er þar á meðal, og nú í búningi myndhöggvara sem er orðinn efins í lauslæti sínu og kven- mannsgirnd. Þessvegna liggur hann dag- lega inni hjá sálfræðingi í meðförum Julie Andrews. Þetta er ósköp þægileg saga, fyndin á sinn smásmugulega hátt einsog Ed- wards er von og vísa, en heldur viðburða- snauð ef menn eru að leita eftir æsilegum senum." -SER. Sýnd í B-sal, kl. 5, 9 og 11. Educating Rita ★★★ Sýnd í B-sal, kl. 7. Háskólabíó Eins konar hetja (Some Kind öf Hero) Amerísk. Árg. 1983. Leikstjóri: Michael Pressman. Aðalhlutverk: Richard Pryor, Margot Kidder, Ray Scharkey, Ronny Cox. Gamanmynd. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Nýja Bíó Dalalíf ★ Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Laugarásbíó Helgarfrí Sýnd kl. 5 og 7. Scarface Sýnd kl. 9. Regnboginn Áformað er að frumsýna í Regnboganum nýja íslenska kvikmynd eftir Friðrik Þór Frið- riksson sem hann kvikmyndaði í sumar sem leið ásamt aðstoðarmönnum sínum á Káptrýhátíð á Skagaströnd. Aðalhlutverkið er í höndum Hallbjarnar Hjartarsonar. Um er að ræða heimildarmynd þar sem tónlistin situr í fyrirrúmi. Sýnd í A-sal. The Lonely Lady Frumsýnd um síðustu helgi. Amerísk. Árg. 1983. Handrit: John Kershaw, Shawn Hand- all, eftir samnefndri skáldsögu Harold Robb- ins. Leikstjóri: Peter Sasdy. Aðalhlutverk: Pia Zadora, Lloyd Bochner, Joseph Cali. Supergirl ★ Sýnd í A-sal, kl. 3, 5.30, 9 og 11.15. Zappa ★★★★ Síðasta lestin (Le Dernier Metro) ★★ Farvel Frans Leikstjóri: Carl Schultz. Aðalhlutverk: Ray Barrett, Robyn Nevin. Fjallar um spillingu í lögreglunni. LEIKLIST Leikhúsið Akureyri Laugardaginn 3. nóvember kl. 20.30 sýnir Leikfélagið á Akureyri gamanleikritið Einka- líf eftir Noél Coward sem frumsýnt var þann 12. október sl. Kjarvalsstaðir við Miklatún Alþýðuleikhúsið frumsýnir á sunnudaginn 4. nóv. kl. 16 leikritið Beisk tár Petru von Kant eftir Fassbinder. Miðar eru nú uppseldir á frumsýninguna. 2. sýning verður á mánu- dagskvöld, 5. nóv. kl. 20.30. TÓNLIST Nýlistasafnið Vatnsstfg 3B Laugardaginn 3. nóvember verður hátíð haldin í Nýlistasafninu og hefst hún kl. 21.30. Tvær hljómsveitir munu koma fram, önnur í fyrsta skiptið en hún heitir Inferno 5 og er skipuð fimm ungum mönnum sem leika fjöruga danstónlist en kunnáttu sína segjast þeir sækja til „framandi moldar"; hin heitir Hið afleita þríhjól. Austurbæjarbíó Sunnudaginn 4. nóv. heldur kammersveitin Ensemble 13 frá Baden Baden í Þýskalandi tónleika í Austurbæjarbíói kl. 14.30. Um 40 hljóðfæraleikarar skipa hljómsveitina. Á efn- isskránni eru verk eftir Schubert, Varese, Muller-Siemens og Rihm. Aukamiðar verða til sölu við innganginn. 16 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.