Helgarpósturinn - 05.09.1985, Side 4

Helgarpósturinn - 05.09.1985, Side 4
Þ essa dagana situr Magnús Ólafsson fyrrverandi ritstjóri NT og kannar möguieika á útgáfu tíma- rits, þar sem fjallað yrði um pólitík, menningarmál, vísindi, neytenda- mál ýmiss konar o.s.frv. Akveðið hefur verið að boða til fundar um út- gáfuna 12. september, þar sem mál- ið verður reifað. Hugmynd þessi mun vera nokkuð gömul og á sér rætur meðal vinstri manna og fé- lagshyggjumanna. Þó er ekki ætlun- in að gefa út pólitískt blað. Aðal- hvatamenn að baki þessari hug- mynd munu vera Reynir Ingi- bjartsson starfsmaður Búseta, Arni Sigurjónsson gagnrýnandi og hópurinn í kringum Svart og sykurlaust. Með blaðinu mun vera ætlunin að slá nokkrar flugur í einu höggi með því að efni blaðsins spanni efnisflokka tímaritanna Mannlífs, Gestgjafans, Húsa og hí- býla og fleiri slíkra rita.. . iFrl I orbes Magazine, virt banda- rískt tímarit, birti fyrir skemmstu út- tektargrein á skipaiðnaði í heimin- um, þar sem einkum var fjallað um rekstur olíuskipa og var niðurstaðan sú, að á þeim vettvangi gengi allt á afturfótunum. Það sem vakti sér- staka athygli okkar Helgarpósts- manna var myndskreyting forsíð- unnar á tímaritinu. Forsíðan var nefnilega skreytt með teikningu af sökkvandi skipi en þannig skreytt- um við margfræga grein okkar um Hafskipsmálið í sumar. Yfir 600 manna aðalfundur Hafskips taldi ástæðu til þess að samþykkja, að fyrirtækið stefndi HP vegna þessar- ar táknrænu myndskreytingar. Hvort Forbes tímaritið fær á sig kæru vitum við ekki. . . stjóri Þjóðviljans, hafa haft uppi orð um það, að þetta ræðuboð til Svans gæti verið túlkað á þann veg að kjördæmisráðið væri að taka undir gagnrýni Svans og slíkt þyldi staða Svavars formanns ekki núna. Því var ákveðið að skilyrða boðið til Svans þannig, að Svavari yrði jafn- framt boðið á fundinn, þar sem hann gæti svarað gagnrýninni. Á þetta vildi Svanur ekki fallast og lét svo ummælt, að hann ætlaði sér ekki vestur til þess að fara að karpa við formanninn í flokknum sínum fyrrverandi. . . ^stendur \ nú yfir 11^ FALCONCREST l vetur fá Reykvíkingar góðan gest að norðan. Sá er enginn annar en Ingimar Eydal, Sjallasnillingur frá Akureyri. Hingað kemur Ingi- mar til þess að dvelja og starfa í einn vetur. Ólafi Laufdal í Broadway tókst semsé það, sem fáir hefðu trú- að að væri hægt, nefnilega að tala Ingimar Eydal inná það að skemmta með hljómsveit sinni í borginni í einn vetur. Þeir sem þekkja Ingimar Akureyring eiga erfitt með að trúa því að hann verði rólegur í höfuð- borginni og spá því að hann verði á eilífum þeytingi á milli Reykjavíkur og Akureyrar. . . ÍVrá Vestfjörðum fengum við þær fréttir, að á fundi kjördæmisráðs Al- þýðubandalagsins þar hefði verið samþykkt að bjóða Svani Krist- jánssyni dósent, hörðum gagnrýn- anda bandalagsins, til að halda ræðu á fundi ráðsins. Boðið kom í kjölfar greinar Svans um Alþýðu- bandalagið í tímaritinu Mannlífi. Svanur er, eins og HP hefur skýrt frá, nýgenginn úr Alþýðubandalag- inu og þótti mönnum hér syðra boð- ið allmerkilegt. Á fundi kjördæmis- ráðs mun Kjartan Ólafsson, fyrr- verandi alþingismaður og fv. rit- Frábærir framhaldsmyndaþættir 2 nýir þættir koma á hverium fimmtudegi Fást á öllum helstu myndbandaleigum landsins Dreifing: MYNDBÖND HF. Skeifunn: 8. Símar 686545 — 687310. Orðsending frá lónlánasjoði um breytt útlánakjör Ákveöiö hefur verið að gengistryggja hluta af útlánum Iðnlánasjóðs miðað við gengi SDR eins og þaðer skráð af Seðlabanka íslands á hverjum tíma. Gengistrygging þessi nær til byggingarlána, sem eru yfir kr. 5.000.000 og vélalána yfir kr. 700.000 og koma til framkvæmda við umsóknir er berist sjóðnum eftir 15. september n.k. Vextir eru breytilegir og háðir ákvörðun stjórnar á hverjum tíma. Vextir hafa verið ákveðnir 10% p.a. Önnur útlánakjör sjóðsins eru óbreytt frá 15. apríl 1985, þ.e. með 7% vöxtum p.a. og bundin lánskjaravísitölu. IÐNLÁNASJÓÐUR 29. AGUST - 8 SEPTEMBER I LAUGARDALSHÖLLINNI SÝNINGAR - AFSLÁTTUR ^ SAMBANDSINS ÁRMÚLA 3 SÍMI 687910 4 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.