Helgarpósturinn - 16.01.1986, Side 2

Helgarpósturinn - 16.01.1986, Side 2
ÚRJONSBOK Aflraunatölur Rétt í þann mund sem fyrrverandi fjármálaráöherra varð núverandi orkumálaráð-, herra uppgötvaði hann nýtt afl: konuna — og honum brá svo mjög við þessa upp- götvun að hún kostaði hann tvær milljónir króna. Orkumálaráðherra kunngerði upp- götvun sína með innfjálgri tölu á hinu háa alþingi og kvað þessi þáttaskil marka tíma- mót. Vel má vera að uppgötvun orkumálaráðherra hafi skipt sköpum í lífi hans, en trauðla fær hún talist ýkja frumleg í sögu mannsandans; vart hægt að nefna hana „uppgötvun" nema þá með tilvísun til þess sem orkumálaráðherra hafði enga hug- mynd um áður en hann gerði uppgötvun sína. Það var Adam reyndar, þegar hann brá sínum fyrsta blundi, sem uppgötvaði fyrstur manna hið nýja afl orkumálaráð- herra, konuna, og þessi uppgötvun kostaði hann heilt rif. Nokkru síðar varð konan til þess að Adam uppgötvaði greinarmun á góðu og illu og þessi uppgötvun kost- aði hann sakleysið. íslenskir ráðherrar hafa ekki enn uppgötvað mun á góðu og illu enda eru þeir ævinlega sakleysið uppmálað sé orðræðu vikið að skilsmun þessara andstæðna. Hið nýja afl orkumálaráðherra er — andstætt fullyrðingum hans — elsta og jafnframt áhrifaríkasta aflið í lífi karl- manna aftan úr grárri forneskju og fram á þennan dag. Konur stjórna athöfnum karla allt frá því að þeir taka að myndast út af sosum engu í móðurkviði og þar til þeir býrja að breytast yfir íekki neitt á ná- fjölunum. Hið litla, sem þeir geta orðið á milli þessara tveggja höfuðskauta, verða þeir undir eftirliti kvenna og við stærð sína fá þeir ekki bætt nema í hitanum frá konu. í munkaklaustrum, þangað sem karlmenn hafa flúið í öngum sínum und- an ofurveldi kvenna, hefur kona orðið kjarni allrar tilbeiðslu og trúarlífs. Meira að segja kynhverfir karlmenn geta ekki skilgreint sjálfa sig án þess að hafa hliðsjón af konum. Einhverjir kunna að vilja skýra uppgötvun orkumálaráðherra þrengra en hér hefur verið gert; hann hafi lagt áherslu á að konur væru hið nýja afl í stjórnmálum. Slík túlk- un felur í sér að fram til þessa hafi konan ekki verið afl í stjórnmálum sem er alrangt. Kona varð til þess að ísland var byggt og numið og hún hlýtur af þeim sökum að telj- ast forsenda íslenskrar stjórnmálasögu. Æ síðan hafa konur verið örlagavaldur í ís- lenskum stjórnmálum ög nægir að nefna frá fyrri öldum þær Helgu hina fögru og Hallgerði langbrók og frá síðari tímum þau Jóhönnu af Alþýðublaðs-örk og Jón Ihalds-vin Hannibalsson. Þrátt fyrir einlægan ótta og viðvörun orkumálaráðherra og tveggja milljóna króna fyrirframgreiðslu úr ríkissjóði upp í höfuðlausn, stendur óhaggað að konur eru ekki hið nýja afl í íslenskum stjórnmálum. Hið nýja afl í íslenskum stjórnmálum er óskorað ráðherravald, valdið, sem gerði orkumálaráðherra kleift að kaupa sér góðvild fyrir tvær milljónir króna, og þjóðin hefur nú smám saman fengið að kynnast með öðrum eftirminnanlegum dæmum. Glöggur vitnisburður um hið nýja afl, óskorað ráðherravald, er svonefnt „sæta- brauðsstríð" sem fjármálaráðherra heyr nú af mikilli hörku við bakara. Svo sem reynslan hefur sýnt, skiptir höfuðmáli um orðstír manns í valdastöðu að hann geri lýðum Ijóst strax í upphafi að hann sé virkilega harður í horn að taka. Jafnskjótt og fjármálaráðherra hafði tekið við ráðherraembættinu, sem hann úthlutaði sjálfum sér, ákvað hann strax að gefa þjóðinni þó ekki væri nema örlitla hugmynd um þá stað- festu og ósveigjanleika sem í honum býr. Hvort sem hann vanmetur bakara eða ekki, þá virðist hann hafa talið árennilegast að nota bakara við þessa sýnikennslu í nýjum stjórnarháttum og hengja þá í staðinn fyrir smið sem á sæti í ríkisstjórninni. Þar með hófust „hveitibrauðsdagar" fjármálaráðherra. Hann setti á sig snúð, tók þá ákvörðun að hér eftir skyldi ríkissjóður verða mettur með sættum kökum og lét þau boð ganga til bakara sem fóru alveg í kleinu. Bakarar, sem voru nýbúnir að hækka verð á vísitölubrauðum (undir- stöðufæðu allra landsmanna) um fimmtíu prósent með því að gefa þeim ný nöfn (ísland mun nú eina þjóöríki í ver- öldinni þar sem ekki er hægt að kaupa heilhveitibrauð og franskbrauð), fylltust skyndilega og sem vonlegt er mikilli samúð með neytendum og tilkynntu fjármálaráðherra að maðurinn lifði ekki á brauðinu einu saman; kröfðust þess að ráðherra drægi ákvörðun sína til baka. En fjármálaráðherra var hvergi smeykur, sagði sem svo að þjóðin mætti vel við una að fá Steina í staðinn fyrir brauð og hann skyldi baka þá hvað sem það kost- aði. Bakarar hófu upp mikla kveinstafi af þeirri tegund, sem hefur hrært hjörtu allra fjármálaráðherra fram til þessa, en gegn hinu nýja afli varð engum vörnum við komið. Ráðherra var enn með snúð og það jafnvel gamlan þurran snúð eins og flestir bakarar bjóða til kaups á íslandi og hann hvikaði hvergi frá fyrri ákvörðun. Annað dæmi um hið nýja afl í íslenskum stjórnmálum, óskorað ráðherravald, eru ýmsar athafnir nýslegins menntamálaráðherra sem er svo önnum hlaðinn við að taka afdrifaríkar ákvarðanir að engu er líkara en hann óttist að verða aftur án nokkurs fyrir- vara látinn skipta um stól. Islendingar eru vart búnir að melta síðustu ákvörðun, sem tekin er að tilhlutan menntamálaráðherra, þegar tilkynnt er um nýja ákvörðun, tekna að tilhlutan menntamálaráðherra, og er nú svo komið að margir vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið að tilhlutan menntamálaráðherra. Að sjálfsögðu hlaupa menn upp til handa og fóta, þegar svo skeleggur maður tekur við stjórn ráðuneytis, og reyna að koma á hann höggi með því að fullyrða að hann hafi ekki vald til þessa eða hins og hann brjóti jafnvel lög. En þessir niðurrifsmenn gera sér ekki grein fyrir að mennta- málaráðherra hefur uppgötvað hið nýja afl í íslenskum stjórnmálum, ráðherravaldið, og fyrir þessa uppgötvun er hann fús til að borga hvaðeina sem dómstólar kunna að setja upp. Ef til vill var það lán í óláni að orkumálaráðherra skyldi greiða tvær milljónir króna fyrir uppgötvun sem breytti engu til eða frá. HAUKURIHORNI ÚTFLUTNINGUR Á ÍSLENSKU HUGVITI „Ég er næstur! Og ég veit allt um allt, en þó mest um hitt og þetta!" 2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.