Helgarpósturinn - 16.01.1986, Page 3

Helgarpósturinn - 16.01.1986, Page 3
FYRST OG FREMST NÚ STYTTIST í frumsýningu á kvikmynd Hilmars Oddssonar. Eins og skepnan deyr. Hins vegar höfum við þegar heyrt titillag myndarinnar sem nefnist „Allur lurkum laminn" og er texti og lag eftir leikstjórann eftir því sem að- standendur myndarinnar hafa gefið upp á samnefndri plötu sem komið hefur út. Eins og alþjóð veit syngur Bubbi Morlhens þetta ágæta lag sem fjallar um ungan mann sem illa er á sig kominn andlega og líkamlega eftir að hafa meðal annars klesst mótorhjólið sitt og þar fram eftir götunum. Upplýsingarnar á plötunni um höf- und lagsins munu þó aðeins að hálfu sannar. Lagið er vissulega eftir Hilmar Oddsson en textinn er margra ára gamall og er eftir virðulegan opinberan starfsmann sem ekki mun vera allur lurkum laminn núorðið samkvæmt bestu fáanlegu heimildum. Við getum hins vegar ekki stillt okkur um að koma upp um textahöfundinn sem er enginn annar en Guöni Braga- son fréttamaður hjá fréttastofu sjónvarpsins. Guðni mun hafa gert það að skilyrði fyrir notkun text- ans að nafn hans yrði ekki gefið upp. En eins og kunnugt er, mun Helgarpóstinum ekki vera neitt heilagt í þessum efnum. Guöni Bragason: Allur lurkum laminn (en ekki lengur) ÞJÓÐVILJINN hefur oft birt beinskeyttar vísur um menn og málefni. Hirðskáld Þjóðviljans er starfsmaður ritstjórnar, blaðamað- urinn Sleindór Steindórsson. Ferskeytlur Steindórs hafa fjallað um viðburði líðandi stundar, og um daginn settist Steindór niður og orti þegar fréttir af endurkjöri Gardars Sigurössonar alþingis- manns Alþýðubandalagsins í bankaráð Utvegsbankans bárust. Hins vegar tvístigu ritstjórar Þjóð- viljans títt og oft þegar þeir sáu framleiðslu Steindórs enda ekki daglegur viðburður þar á bæ að þingmaður flokksins sé skensaður. Að lokum var vísunni stungið undir stól. Vísan þótti hins vegar það góð að hún flaug hraðbyri um húsið og út úr því og leið ekki á löngu þangað til að hin opnu eyru HP tóku skáldskapinn inn. Við birtum því vísuna án ábyrgðar: Vitsmunum beita af lipurd og list þótt leiðin sé oftlega þyrnum stráð. Þeir hneykslast á mönnum sem krossfestu Krist en kjósa svo Garðar í bankaráð. FORVAL Alþýðubandalagsins til borgarstjórnarkosninga á þessu ári er þegar hafið í afmörkuðum hópum vinstri manna. Niðurstöður úr einu slíku forvali bárust inn á ritstjórnarskrifstofur okkar um daginn. Sextán vinstri menn sem vinna hjá rannsóknarstofnuninni að Keldnaholti kusu í forvali Alþýðubandalagsins. (Það er reyndar íhugunarefni út af fyrir sig að af rúmlega tuttugu starfs- mönnum rannsóknarstofanna í Keldnaholti skuli 16 vera kommar.) Niðurstöður voru þessar: 1. Kristín Ólafsdóttir, 2. Guöni Jóhannesson (hann er starfsmaður í Keldnaholti), 3. Össur Skarp- héöinsson, 4. Þorbjörn Broddason, 5. Skúli Thoroddsen, 6.-7. Guörún Ágústsdóttir og Helga Sigurjónsdóttir, 8. Siguröur Rist, 9. Sigurjón Pétursson. Ef þessar niðurstöður eru vís- bendingar um hræringarnar í flokknum er víst að dagar gömlu borgarstjórnarfuiltrúa Alþýðu- bandalagsins eru taldir og hin nýja kynslóð er tekin við. Hin nýja kynslóð gengur reyndar oft undir nafninu „valddreifingarkynslóðin", nefnd eftir hugsjón sinni. Hins vegar benda gamlir sósíalistar (sem þekkja söguna vel) á það, að umrædd Kristín Ólafsdóttir, fulltrúi valddreifingarkynslóðarinnar sé orðin varaformaður, stjórnar- maður í útgáfufélagi Þjóðviljans, formaður miðstjórnar og verðandi starfsmaður flokksins og senni- legur oddviti borgarstjórnarfull- trúa Alþýðubandalagsins. Þessir menn benda HP á að saga sósíal- ismans endurtaki sig alltaf. MANNLÍF hefur fengið nýjan ritstjóra eins og rækilega hefur komið fram í fréttum, Árna Þórarinsson, stofnanda og guð- föður HP. Hins vegar velta menn því mjög fyrir sér hvað hafi ollið því að upp úr sauð milli Herdísar Þorgeirsdóttur og Anders Hansen útgefanda og eiganda Mannlífs. Munu samstarfsörðugleikar vera meginástæðan en einnig launa- kröfur Herdísar sem fóru langt fram úr hugmyndum útgefandans um ritstjóralaun. Herdís vildi ekki lengur una þessum kjörum þar eð hún á mikinn þátt í velgengni blaðsins og stofnaði því eigið tíma- rit þar sem hún getur fleytt rjómann ofan af útgáfunni betur en áður. Ýmsir velta því fyrir sér hvað nýja tímaritið eigi að heita. En það þykir ljóst að orðið líf verður að koma fyrir í heitinu líkt og hjá flestum íslenskum tíma- ritum. Kunnugir segja að Herdís hyggist storka Anders Hansen og hinum smánarlegu ritstjóralaunum sem hann greiddi henni og kalla nýja tímaritið Hundalíf. Við full- yrðum hins vegar ekkert og bíðum átekta. Herdís Þorgeirsdóttir: Ekkert hundalíf (lengur). HELGARPUSTURINN Litróf Þjóðviljans Allt frá kerfisins penustu pössurum og pirruðum stalínískum djössurum að ungum og þrýstnum Össurum og alls konar pólitískum flössurum, sýruhausum og hössurum. Niðri SMARTSKOT LJÓSMYND JIM SMART Ætlarðu að fara í föt Bryndísar Schram, Megas? , Jahá — veistu, en sniðugt! Ég var einmitt að velta fyrir mér áðan hvernig ég ætti að opna þennan þátt og mér flaug í hug að segja að hér væri ekki á ferðinni neitt af því tagi. Ég gæti svo sem alveg farið í fötin hennar Bryndísar, ég hefði bara gaman af því. Sem unglingur í menntaskóla lék ég meira að segja Ástu í Dal í Skugga-Sveini og hlaut mikið lof fyrir. Góður vinur minn, sem ekki vissi hver fór þarna í kvenmannsklæðum, spurði meira að segja hvaða sæta stelpa þetta hefði verið! En að öllu gamni slepptu þá svara ég náttúrulega því til að ég sé ekki ný Bryndís. Það er ekki leiðum að líkjast en það get ég aldrei orðið því að essensinn vantar alveg. Ég útlista það ekki nánar. Síðan er ég vel að merkja aðeins spyrill í þessum eina þætti. Hins vegar er þetta þáttaröð sem Hrafn og hans deild er að hrinda af stað og það vill bara svo til að ég er sá sem spyr Bubba. Svo kem ég ekki meira við sögu. Ég er út — exit — þeg- ar þessi þáttur er búinn." — En telurðu að samtal þitt við Bubba skeri sig aö einhverju leyti frá samtölum Bryndísar, t.a.m.? „Ég veit ekki, kannski sker það sig ekkert frá þeim. Ég er reyndar ekki svo vel verseraður í „Það eru komnir gestir". En ég get mjög vel ímyndað mér að það muni því að ég hef hugsað mér að hafa mig afskaplega lítið í frammi. Ég ætla í raun og veru bara að skjóta þannig dúmm-dúmm-sprengjum á hann Bubba að hann tætist í sundur. Þá eru spurningarnar þannig lagaðar að þær kveikja I raun bara upp mónólóg. Þetta er aðeins fjörutíu mínútna þáttur og er aðallega „Bubbi Morthens spilar á gítar og syngur". Síðan eru þessar spurningar settar inn til að fá meiri fjölbreytni og eitthvað annað interess- ant efni. Við Bubbi erum það góðir vinir að það fer afskaplega vel á því að láta okkur sitja saman og spjalla eins og við höfum svo oft gert án sjónvarpsvéla. Ég ætla að spyrja hann út í hitt og þetta sem mér leikur forvitni á að heyra hann segja og ég hef ekki haft tíma til að spyrja hann út í." — Áttu ekki von á að ég og hinar stelpurnar slefum af hrifningu fyrir framan skerminn á sunnudagskvöld- ið? „Þú og hinar stelpurnar? Ætlarðu að segja mér að þú slefir fyrir framan sjónvarpstækið? Ég vil nú ekki orða þetta þannig, en ég geri samt fastlega ráð fyrir að það verði margir af öllum fjórum kynjum sem sitji fyrir framan sjónvarpstækið og horfi og hlusti með athygli því að þetta er dúndurefni. Málið er að Bubbi hefur ábyggilega verið á svörtum lista hjá sjónvarpinu hingað til. Enginn þáttur hefur verið gerður um hann. Og ég verð að segja fyrir sjálfan mig, að enginn þáttur hefur heldur verið gerð- ur með mér fyrir utan þessi bannaði þáttur fyrir tíu árum. Þetta er nú sögulegt, því bæði erum við tvö interessant númer og þarna er Bubbi í fókus, og síðan höfum við ekkert verið í þess- um miðli." — Veistu hvort ætlunin er að þú verðir sjálfur í fókus í einhverjum þessara þátta síðar meir? „Það er aldrei að vita. Jafnvel. En ég tel að mikill áhugi verði fyrir þessari þáttaröð." — Ætlarðu e.t.v. í framhaldi af þessu að reyna að ota þínum tota innan sjónvarpsins í framtíðinni? „Ég hef nú annað við tímann að gera en að berjast til valda innan sjónvarpsins, það er utan míns áhrifasvaeðis. Og þar sem við Bubbi og sjálfsagt margir fleiri höfum ekki komist að hjá sjónvarpinu síðasta áratug og rúmlega það, þá hef ég ekkert hugsað um þennan miðil. Tilviljunin stýrði því að vísu að sjón- varpið var á sviði Austurbæjarbíós fyrir rösklega ári þegar ég var þar með tónleika en mér skilst að það hafi ekki gengið styrj- aldarlaust fyrir sig. En það er auðvitað ekki mitt mál. Það var góður vinur minn innan sjónvarpsins sem kom þessu í gegn. Af þessum sökum hef ég ekkert pælt í þessum miðli fyrir mig. Og það að ég skuli vera spyrill og að því leytinu til umsjón- armaður þáttarinsá sunnudaginn, er bara persónulegt milli mín og Bubba. Það var hann sem átti upptökin að því að ég væri spyrillinn og ég var eðlilega til í það. En bara vegna þess að það var Bubbi." Á sunnudagskvöld kl. 20.50 hefur göngu sína i sjónvarpinu ný þáttaröð sem ber yfirskriftina Kvöldstund með listamanni. Elfn Þóra Friðfinns- dóttir stjórnar upptöku þáttarins en í honum mun Magnús Þór Jóns- son, Megas, ræða við Bubba Morthens sem auk þess tekur lagið. Þetta er algjört nýmæli því þessum ágætu tónlistarmönnum hefur báðum meira og minna verið úthýst úr sjónvarpinu fram til þessa. Blaðið sló á þráðinn til Megasar HELGARPÖSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.