Helgarpósturinn - 16.01.1986, Qupperneq 8

Helgarpósturinn - 16.01.1986, Qupperneq 8
Indriöi G. Þorsteinsson, stjórnarformaður ísfilm: Frjáls fjölmiðlun er að hætta, SÍS á í viðraeðum við aðra, starfsmenn að hætta, fjárhagslega er dæmið ekki glæsilegt — „en það er engan bilbug á okkur að finna". stjórnarminnihlutans að kanna möguleikann á því að hlutabréf borgarinnar yrðu seld ef ekki yrði úr fyrirhuguðum framkvæmdum. Má því segja að afstaða borgarinnar sé sú, að annað hvort fari hlutirnir að rúlla hjá ísfilm eða borgin dragi sig úr samstarfinu. Þátttaka Sambandsins mætti and- stöðu innan samvinnuhreyfingar- innar fyrir tveimur árum og þar er enn virk andstaða. í stjórninni greiddu þeir atkvæði gegn aðildinni Hördur Zophaníasson og Finnur Kristjánsson. Gagnrýnendur sögðu það óhæfu að samvinnuhreyfingin færi þannig undir sömu sæng og sterkustu hægri öflin í landinu. Þeir sem voru aðildinni meðmæltir bentu á hinn bóginn á, að þó þessir ólíku aðilar hefðu samstarf myndu stjórnmál hvergi koma þar nærri og unnt yrði að halda hagsmunum að- skildum. Samstarfið væri auk þess fjárhagslega nauðsynlegt, því SÍS gæti ekki eitt sér farið út í slikan fjöl- miðlarekstur. SÍS: FRAMHJÁHALD MEÐ LAUNÞEGA- HREYFINGUNNI Á aðalfundi SÍS á síðastliðnu sumri má heita að andstæðingar Is- film-aðildarinnar hafi unnið mikil- væga orrustu í stríðinu. Þá var sam- þykkt að kanna og fara út í viðræður m.a. við launþegahreyfinguna um samstarf.á þessum vettvangi. í við- ræðunefndina voru kjörnir þeir Erlendur Einarsson, forstjóri, Axel Gíslason, aðstoðarforstjóri, Þor- steinn Olafsson, deildarstjóri og Kjartan P. Kjartansson, en Kjartan vék síðan úr viðræðunefndinni, þar eð honum þótti ekki samrýmast að vera i henni og um leið í stjórn Is- film. Viðræður hafa átt sér stað, en ekkert hefur komið út úr þeim enn- þá og engar skýrar línur, hvorki hjá SÍS né hjá launþegahreyfingunni. Á hinn bóginn fullyrti einn viðmæl- enda HP úr innsta hring Sambands- ins að margir forystumenn þar, sem áður voru meðmæltir ísfilm-ævin- týrinuj væru nú mjög tvístígandi og var í þessu sambandi sérstaklega bent á sjálfan stjórnarformanninn, sem er Valur Arnþórsson. Þeir eru enda líka í viðræðum fyrir norðan um fjölmiðlunarsamstarf við ýmsa aðila.. Beiðni stjórnar Isfilm um hlutafjáraukningu hefur og verið tekið þunglega af SÍS-mönnum og hafa þeir ekki gefið svar. En senn dregur til úrslita innan stjórnar SIS og má búast við því að á næsta stjórnarfundi í febrúar verði tekin endanleg ákvörðun um framhaldið. STARFSMENN: Á FÖRUM Staðan er þá þannig að Frjáls fjöl- miðlun er á útleið, Sambandið og Reykjavíkurborg mjög tvístígandi, en Haust, AB og Árvakur enn með í myndinni af heilum hug. Þó skal þess getið að stjórn Árvakurs hefur enn ekki tekið afstöðu til beiðni stjórnar ísfilm um hlutafjáraukn- ingu. Erfiðleikarnir hjá Isfilm hafa óhjá- kvæmilega bitnað á rekstrinum. 1 samtali HP við framkvæmdastjór- ann Hjörleif Kvaran kemur skýrt fram að um taprekstur er að ræða, tæknimenn eru að flýja fyrirtækið og hann sjálfur að öllum líkindum einnig á útleið. Þessir menn geta ekki beðið lengur eftir stórum ákvörðunum stjórnar ísfilm um framtíðina pg stjórnin sjálf bíður eftir því að Útvarpsréttarnefnd ljúki sínum störfum við smíði þeirrar reglugerðar sem fylgja á lögunum um frjálsan útvarpsrekstur. Málið er í hnút — í sjálfheldu. INDRIÐI: ALLT í FÍNA LAGI En hvað segir sjálfur stjórnar- formaður ísfilm, Indridi G. Þor- steinsson? Er Isfilm að leysast upp í frumeindir? „Það er alveg tilhæfulaust, það finnst enginn bilbugur á okkur. Það er að vísu rétt að Frjáls fjölmiðlun vill hætta og að SIS hefur átt i ein- hverjum viðræðum við aðra, en það breytir engu. Og þó einhverjir starfsmenn séu að hætta hjá okkur þá kemur bara maður í manns stað. Það eru ekkert meiri erfiðleikar hjá okkur en hjá öðrum, t.d. íslenska sjónvarpsfélaginu. Fjárhagslega hefur þetta vissulega ekki gengið glæsilega, en ég sé ekki fyrir mér neina erfiðleika." Indriði sagði að framundan væru breytingar á rekstrinum úr auglýsingarekstri „í eitthvað ann- að“ og átti þá við útvarps- og sjón- varpsrekstur. En engar ákvarðanir væri hægt að taka um það fyrr en ljóst lægi fyrir hvaða ,,óskapnaður“ kæmi út úr vinnu Útvarpsréttar- nefndarinnar. „Við bíðum átekta. Það er alveg furðulegt ef Framsókn, Alþýðu- bandalag og Alþýðuflokkur ætla að mynda í þessari nefnd meirihluta um að þrengja reglugerðina. Þá hefði verið nær að samþykkja engin lög. Mér virðist allt gert til að eyði- leggja þetta mál. Og það er vægast sagt ömurleg útkoma ef Framsókn- arflokkurinn ætlar nú að gerast hjá- leiga Alþýðubandalagsins," sagði Indriði og ítrekaði að allt væri i lagi hjá ísfilm. Þó einhverjir færu út úr samstarfinu mætti alltaf leita til ann- arra. Það kæmi þá í ljós. ÚTVARPSRÉTTAR- NEFND: DYRUNUM LOKAÐ? Indriði var sá eini af viðmælend- um HP sem taldi að allt væri í fína lagi hjá ísfilm. Yfirleitt voru á hinn bóginn flestir sammála um að fram- tíð ísfilm og annarra slíkra fjölmiðl- unarfyrirtækja væri nú í höndum Útvarpsréttarnefndar. Hún mun nú að því komin að skila niðurstöðum sínum og hallast flestir að því að reglugerð nefndarinnar þrengi út- varpslögin verulega. Nefndina skipa þau Kjartan Gunnarsson, Bessí Jóhannsdóttir og Sigurbjörn Markússon fyrir Sjálfstæðisflokk- inn, Ingvar Gíslason og Helgi Péturs- son fyrir Framsóknarflokkinn, Arni Gunnarsson fyrir Alþýðuflokkinn og Helgi Gudmundsson fyrir Al- þýðubandalagið. Á sínum tima voru fyrstu drög nefndarinnar birt í Morgunblaðinu og þótti áhuga- mönnum um frjálsan útvarps- og sjónvarpsrekstur þau aldeilis fráleit. Drögin hafa tekið einhverjum breyt- ingum og þá ekki til batnaðar að mati þessara áhugamanna. „Það er verið með þessari reglugerð að loka þeim dyrum sem löggjöfin opnaði," sagði einn viðmælenda Helgar- póstsins. Um leið virðast dyrnar vera að lokast hjá ísfilm — borgarísjakinn að bráðna. Hjörleifur Kvaran framkvœmdastjóri ísfilm er óónœgöur meö deyfö og taprekstur: — ef stjórnin tekur ekki nauösynlegar ákvaröanir Hjörleifur Kvaran framkvæmdastjóri er að öllum llkindum að hverfa aftur til sinna fyrri starfa sem skrifstofustjóri borgarverkfræðings. Þrfr tæknimenn af fimm eru hættir... — Er nóg að gera hjá ísfilm hf þessa dagana, Hjörleifur? „Það var geysilega mikið að gera nú fyrir jólin eins og svo víða og tals- verð verkefni í auglýsinga- og heim- ildarmyndagerð. En það gerist alltaf að auglýsingamarkaðurinn dettur niður eftir jólin og fyrstu mánuði ársins. Við erum nú með heimildar- myndaverkefni í gangi sem sam- þykkt hafði verið að geyma fram yf- ir áramót.“ — Er ekki drýgstur hluti ykkar verkefna kominn beint frá borg og ríki? „Vissulega er nokkuð til i því, við erum með stórt verkefni fyrir Reykjavíkurborg, heimildarmynd fyrir tæknisýningu í Reykjavík, sem tekin var á síðastliðnu sumri og er nú verið að klippa og ganga frá. Þessi mynd er í tilefni af 200 ára afmæli borgarinnar. Einnig erum við með skólamynd fyrir Náms- gagnastofnun og kemur borgin þar eitthvað inn í. En við erum einnig með verkefni fyrir ýmsa aðra og má nefna mynd um ár æskunnar fyrir Kynningarþjónustuna og einnig má nefna myndir fyrir Stjórnunarfélag- ið. Meirihluti okkar tekna er hins vegar af auglýsingamyndagerð." — Hafa engar ákvardanir verid teknar um upphafleg markmid, um útvarps- og sjónvarpsrekstur? „Það hefur vissulega háð okkur að þurfa að bíða eftir að stórar ákvarðanir yrðu teknar af stjórn Is- film eða þeim aðilum sem að ísfilm standa. Áð taka ákvörðun um að breyta fyrirtækinu í útvarps- og sjónvarpsrekstrarstöð felur í sér miklar breytingar á öllu skipulagi og þá yrði lítið hægt að sinna öðrum verkefnum. Það má segja að við höfum lítið beitt okkur í markaðs- setningu vegna heimildarmynda og auglýsinga þar eð við höfum ekki vitað hversu lengi við verðum með núverandi skipulag. T.d. höfum við ekki farið út í að setja upp sérstaka deild vegna auglýsinga- og heimild- armyndagerðar ef við þyrftum síð- an að vísa mönnum frá." — Hvad er það sem dregur ákvörðun? „Lögin eru nú rétt að taka gildi og reglugerð enn ókomin, kemur reyndar kannski í þessari viku. Það er aldrei að vita með rekstrargrund- völl útvarps og sjónvarps fyrr en stjórnvöld hafa skilað sínu. Það er margt sem verður að athuga. Fyrstu drögin að reglugerð voru t.d. þannig að vafasamt er að nokkur hefði far- ið af stað með slíkan rekstur, og þetta er því miður lítið að breytast. Lokaákvörðun um útvarps- og sjón- varpsrekstur verður í raun ekki hægt að taka fyrr en reglugerðin sér dagsins ljós. Hún er í höndum Út- varpsréttarnefndar og höfum við orðið fyrir nokkrum vonbrigðum með hvernig hún er mönnuð." — Hvað með þá aðila sem að ís- film standa, nú skilst manni að þeir eigi í nokkrum sambúðarerfiðleik- um; Frjáls fjölmiðlun (DV) er búin að yfirgefa skipið, SIS er tvístígandi og Reykjavíkurborg með sína fyrir- vara. Er ísfilm að klofna? „Ekki held ég nú að rétt sé að tala um sambúðarerfiðleika, en það er rétt, Frjáls fjölmiðlun hefur hætt við og vissar skýringar á því. Þeir eiga fyrirtækið Videson þar sem þeir liggja með fjárfestingu, sem þeir hugsa sér sjálfsagt að gera eitthvað með. Ég ímynda mér að þeir vilji nýta þá peninga sem þeir hafa sett í þetta fyrirtæki, en þeir verða sjálfir að svara fyrir um þetta. Samband íslenskra samvinnufé- laga á eftir að taka sína ákvörðun og það hefur ekki hjálpað okkur eða flýtt fyrir ákvörðun annarra aðila ísfilm að á aðalfundi SÍS í júní á síð- astliðnu ári hafi verið samþykkt að taka upp viðræður við launþega- hreyfinguna um alhliða fjölmiðlun- arfyrirtæki á sama tíma og SÍS er aðili að ísfilm. Svör frá SÍS hafa ekki verið skýr, en það liggur fyrir að stjórn SÍS muni taka ákvörðun nú í febrúar. Það er auðvitað ósennilegt að það verði í báðum fjölmiðlunar- fyrirtækjunum í einu.“ — Miðað við þessa stöðu, skýtur það ekki skökku við að hafa tekið ákvörðun í desember um hlutafjár- aukningu úr 12 í 48 milljónir kr.? „Þetta var beiðni frá okkur sem nú er til skoðunar hjá þeim sem að ísfilm standa. Það liggur fyrir að AI- menna bókafélagið verður með í þessu, sömuleiðis Haust hf og borg- arstjórn hefur fyrir sitt leyti sam- þykkt heimild til að auka hlutafé sitt. Frjáls fjölmiðlun er farið út, en Sambandið og Árvakur hafa ekki enn tekið ákvörðun." — Er þetta ekki búið spil efSÍS fer líka úr ísfilm? „Nei, ekki vil ég nú segja það, eng- inn er ómissandi og ég geri ráð fyrir að aðrir aðilar verði fundnir í stað- inn. En það er vissulega mjög leiðin- legt ef aðilar eru að fara sem voru svo samhuga á sínum tíma. Hvað SÍS varðar í þessu sambandi má reyndar geta þess að aðild þess var mest gagnrýnd vegna samvinnunn- ar við Frjálsa fjölmiðlun og Árvakur, þannig að nú þegar Frjáls fjölmiðlun er farin út ætti þessi gagnrýni eitt- hvað að minnka.“ — Þessi óvissa hjá ykkur hefur haft sín áhrif, okkur skilst að það hafi og sé að bresta á starfsmanna- flótti hjá ykkur? „Það er mikið rétt í þessu, einn er hættur fyrir nokkru og nú eru tveir að hætta, en á móti höfum við bætt einum manni við, þannig að nú eru tæknimenn 5 í stað 7 áður. Jón ívarsson er hættur, en hann hafði unnið lengi hjá okkur. Þó enginn sé ómissandi þá er slæmt að missa menn og það er erfitt að fylla skarð Jóns, því hann sinnti vandasamri tæknivinnu. Og Björn Emilsson er að fara til sjónvarpsins, þar sem honum býðst að gerast upptöku- stjóri. Það spilar inn í þetta að áður var ieikur einn að sækja tæknimenn til sjónvarpsins, en nú er það aftur á móti farið að borga svo vel að þaðan fást ekki lengur menn. Við erum varla lengur samkeppnisfærir!" — Viö höfum líka frétt að þú sért sjálfur að hugleiða að hœtta hjá ís- film. Hvað veldur? „Það sem rétt er í þessu er, að ég tók fyrir ári ársleyfi frá mínum störf- um sem skrifstofustjóri borgarverk- fræðings. Leyfið er til 1. febrúar. Ég neita því ekki að þegar ég réði mig til ísfilm þá átti ég von á að hlutirnir gerðust hraðar, ég hafði ekki hugsað mér að ráða mig til að reka auglýs- inga- og heimildarmyndagerð. Ég átti von á því að sjónvarpsstöð yrði að veruleika. Ég held ekki mínu starfi hjá embætti borgarverkfræð- ings nema ég taki ákvörðun og nú eru ekki nema 3 vikur til stefnu. Ég hef ekki tilkynnt að ég sé hættur og sé ástæðu til að halda þessum dyr- um opnum. Það er nokkuð ljóst að ef ekki kemur að stórum ákvörðunum fljótlega þá tek ég ákvörðun um að hætta hér og fara aftur til starfa hjá borginni. Fyrirtækið stendur ekki né fellur með mér og þetta er ekki stórvægilegt atriði út af fyrir sig. Miklu mikilvægara er að gera sér grein fyrir því að ef á að fara út í út- varps- og sjónvarpsrekstur þá verð- ur að setja fullan kraft í markaðs- setninguna. Það er mitt mat að nauðsynlegt sé að miða við að hefja slíkan rekstur í ágúst-september þegar auglýsingamarkaðurinn er á uppleið, annar tími í startið er ekki góður. Nú fara menn að verða of seinir að taka ákvarðanir og má segja að ef þær komi ekki fljótlega þá megi nokkuð ljóst vera að slík framkvæmd tefjist til ágúst-sept- ember 1987. Sem stendur eru allar líkur á því að ég hætti hér hjá ís- filrn." — Stendur rekstur ísfilm undir sér þessa stundina? „Reikningarnir liggja nú ekki fyr- ir, en það má segja að við höfum fyr- ir daglegum rekstrarkostnaði. En ef við tökum inn í dæmið vaxtakostn- að, gengistap og fullar afskriftir þá er ljóst að tala má um taprekstur. Það er mín meining að ef reksturinn á einungis að snúast um auglýsinga- og heimildarmyndagerð geti hann gengið bærilega, en þá þarf að taka ákvörðun um slikí, enda höfum við ekki beitt okkur af krafti fyrir verk- efnaöflun á þessu sviði vegna áætl- ana um fyrirhugaðan útvarps- og sjónvarpsrekstur og það skýrir deyfðina sem hefur verið ríkjandi". 8 HELGARPOSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.