Helgarpósturinn - 16.01.1986, Qupperneq 9

Helgarpósturinn - 16.01.1986, Qupperneq 9
- HP í RANNSÓKN HJÁ HJARTAVERND eftir Friðrik Þór Guðmundsson mynd: Jim Smart Um 70 þúsund íslendingar eiga þá sameiginlegu lífsreynslu að hafa far- ið í skoðun á rannsóknarstöð Hjarta- verndar, sem landssamtök hjarta- og æðaverndunarfélaga á íslandi reka að Lágmúla 9, á sjöttu hæð. Þar fer fram viðamikil langtímarann- sókn á stóru úrtaki landsmanna í því skyni að finna hvaða þættir það eru sem helst leiða til hjarta- og æða- sjúkdóma og skyldra sjúkdóma. I tvo áratugi hefur reglulega verið fylgst með heilsufari úrtakshópsins og samanburður gerður til að meta áhættuþættina — en þó stendur eft- ir að orsakirnar eru aðeins að tak- mörkuðu leyti borðleggjandi. í hvítum slopp og sokkum Á rannsóknarstöðina liggur stöð- ugur straumur fólks og til að hlutirn- ir gangi greiðlega fyrir sig er ákveð- in vinnutilhögun nauðsynleg — við staðlaðar aðstæður. í skoðun mætir fólk þannig fastandi og með útfyllt- an spurningalista sem það hefur fengið í hendurnar áður. Þeim sem til skoðúna'r kemur er úthlutað klefa, þar sem hann afklæðist að nærbux- um undanskildum, en klæðist hvít- um slopp og sokkum. Tekur þá við að knýja fram þvagsýni. Því næst er hæð viðkomandi mæld, sem og beinin og þykkt húðfitu. Blóðþrýst- ingur er mældur og blóðprufa tekin og svo hjartalínurit. Næst tekur við þyngdarmæling og eftir það fer viðkomandi í önd- unarpróf, sem er mæling á styrk- leika lungnastarfseminnar. Er blásið af fullum krafti í túbu og krafturinn kemur fram á línuriti. Næst liggur leiðin í röntgenmyndatökuvél og myndir teknar af lungum og hjarta. Þá er viðkomandi látinn gleypa „sull“ nokkuð sem nefnist skugga- efni, en það er gert til að vélindað (sem er fyrir aftan hjartað á hliðar- mynd) komi fram, en þá koma aftari mörk hjartans í ljós frá þeim sjónar- hóli og um leið hjartastærð. Að myndatökunni lokinni fara flestir (einkum hinir eldri) í mælingu á augnþrýstingi og er þá verið að kanna hvort viðkomandi sé mögu- lega með gláku — sem er ættgengur augnsjúkdómur og um það bil 2% fullorðinna er haldinn. Þetta er sjúk- dómur sem ekki er hægt að lækna, en halda má niðri með lyfjagjöf. Að öðrum kosti leiðir gláka til blindu. Því næst tekur við sykurþolspróf — en þá er verið að leita að einkenn- um sykursýki — sem er nátengd hjarta- og æðasjúkdómum. Þá er viðkomandi látinn drekka sykur- vatnsupplausn, en áður er tekið blóðsýni (úr eyrnasnepli) og það endurtekið eftir klukkustund og aft- ur eftir eina og hálfa klukkustund. Það telst sykursýkiseinkenni ef syk- urmagnið í blóðinu er hærra en eðli- legt þykir. Niðurstöður eftir viku Er þá hin eiginlega rannsókn frá, en viðkomandi látinn koma aftur eftir um það bil viku og liggja þá nið- urstöðurnar fyrir eftir miklar og flóknar mælingar. Mælingarnar og svörin á spurningalistanum hafa þá verið mötuð í tölvu. Við endurkom- una fer yfirlæknir yfir útkomuna og spyr nánar ef eitthvað er óljóst. Flestir eru sem betur fer sæmilega heilbrigðir, en ef eitthvað athuga- vert hefur komið fram þarf viðkom- andi að rannsakast betur. Ef þannig vaknar upp grunur um kransæða- stíflu tekur við þolpróf. Ef eitthvað er athugavert við sykurþolið er við- komandi sendur í fullkomnara syk- fólki sem er veilt fyrir hjarta á, að hjartasjúklingar hafa með sér lands- samtök með aðsetur í Hafnarhús- inu, Tryggvagötu. Samtökin beita sér fyrir söfnunum og gefa tæki og reyna á ýmsan annan hátt að vera hjartasjúklingum innan handar, meðal annars þegar fara þarf utan til uppskurðar. Blaðamaður Helgarpóstsins í hjarta- línuriti. Blaðamenn eru með stress- aðri einstaklingum og tilheyra þv( vafalaust áhættuhópum. En ekki þessi, þrátt fyrir óttablandinn svip, því hann var svo afslappaður og rólegur að blóðþrýstingurinn mældist heldur ( lægri kantinum ... urpróf og þannig mætti áfram telja. Ef ekkert meiriháttar kemur fram er sjúkraskýrslan send til heimilis- læknis og á hann vísað ef eitthvað smávægilegt kemur upp, t.d. hækk- un á blóðþrýstingi. Til rannsóknarstöðvar Hjarta- verndar koma fyrst og fremst þeir sem eru í áðurnefndu úrtaki. En þangað leitar einnig fólk sem grun- ar að ekki sé allt með felldu hjá sér. Að sögn Nikulásar Sigfússonar yfir- læknis Hjartaverndar er engum ut- an úrtakshópsins neitað um rann- sókn, en slíkt væri þó fyrst og fremst hliðarstarfsemi. Ekki fullkomnar mælingar En hversu nákvæmar og áreiðan- legar eru mælingarnar? Nikulás sagði að í svona umfangsmikilli rannsókn, þar sem mikill fjöldi er til rannsóknar, þurfi hlutirnir að ganga greiðlega fyrir sig og það kæmi ef til vill niður á nákvæmninni. Það væri vissulega staðreynd að ekkert at- hugavert kæmi stundum fram hjá fólki sem þó væri haldið sjúkdóm- um. Nikulás lagði áherslu á að starf- semi rannsóknarstöðvarinnar væri aðeins einn liður af mörgum og sagði að oft kæmi upp sá misskiln- ingur hjá fólki sem til skoðunar væri að ef ekkert athugavert kæmi fram þá teldi það sig fullfrískt. En þegar á hinn bóginn eitthvað athugavert kemur í ljós er tekin ákvörðun um framhaldið í samráði við heimilis- lækni viðkomandi og af og til finn- ast hjá fólki einkenni bráðra sjúk- dóma sem aðkallandi er að bregðast strax við — stundum er fólk sent beint á sjúkrahús. Dæmi eru fyrir því að það hafi bjargað lífi fólks að hafa leitað til Hjartaverndar. Því miður eru einnig til dæmi þess að fólk hafi dáið eftir skoðun á rannsóknarstöðinni, þar sem ekkert athugavert hafði komið fram. Og í einu tilviki fékk fimmtug- ur maður slag og lést á rannsóknar- stöðinni — í þolprófi. Komu í ljós allt að 80—90% stíflur í kransæðum. Hjartað er enda einstakt líffæri, meðal annars að því leyti að það er vöðvi sem getur unnið stöðugt og beitt verulegu afli án þess að þreyt- ast. Á ári hverju má rekja tæplega þriðjung andláta til hjartasjúkdóma og þar af flokkast rúmlega helming- ur undir kransæðastíflu. Það er því ekki úr vegi í lokin að benda fólki á, að finni það fyrir verk eða seiðingi fyrir brjósti að leita strax til heimilis- læknis síns eða til vara til heilsu- gæslustöðvanna. Þá er heldur ekki úr vegi að benda Ertu ekki búinn að finna þadennþá? stu verið slæmt að týna kvittun. Komdu og finndu okkur Hallarmúla! Hjá Pennanum finnur þú allt, sem þarf til að skipuleggja heimilisbók- haldið, — möþpur, geymslubindi, tímaritagáma, gatara, límmiða, teygjur, bréfaklemmur, o.s.fr. Hjá Pennanum finnur þú allt, sem þú þarft til að finna þína eigin pappíra á augabragði. HELGARPOSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.