Helgarpósturinn - 16.01.1986, Síða 10

Helgarpósturinn - 16.01.1986, Síða 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Ingólfur Margeirsson og Halldór Halldórsson Blaðamenn: Friðrik Þór Guðmundsson, Jóhanna Sveinsdóttir, Jónína Leósdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson Útlit: Jón Óskar Hafsteinsson Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Magnea J. Matthíasdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Auglýsingar: Steinþór Ólafsson Dreifing: Garðar Jensson (heimasími: 74471) Afgreiðsla: Berglind Björk Jónasdóttir Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, simi 8-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36. Sími 8-15-11 Setning og umbrot: Leturval s/f Prentun: Blaðaprent h/f Eldvarnakerfi í molum Bruninn á Kópavogshælinu í upphafi þessarar viku er hörmulegur atburður sem situr ofarlega í hugum íslendinga um þessar mundir. Einn vist- maður lést af völdum brunans en fimm björguðust út á síð- ustu stundu og alls var fjórtán mönnum bjargað úr brunan- um. Fréttir af brunanum leiddu í Ijós að ekkert eldvarnakerfi er á öllu Kópavogshæli. Þessi óhugnanlega staðreynd hefur leitt huga manna að ástandinu í eldvarnamálum hjá öðrum opinberum stofnunum og ! húsbyggingum á íslandi yfir- leitt. Á aðfaranótt nýársdags kom upp annar bruni sem hefði getað reynst stórum hluta Reykjavíkurbúa skeinuhættur. Bruni í sinu var búinn að teygja sig inn fyrir girðingu Áburðar- verksmiðjunnar en slökkviliði verksmiðjunnar tókst til allrar lukku að ráða niðurlögum eldsins. (Ijós kom að ekki hafði náðst samband við Slökkvi- stöð Reykjavíkurborgar og að ekki er nein bein lína á milli verksmiðjunnar og Slökkvi- stöðvarinnar í öskjuhlíð. Þessir tveir atburðir eru skelfileg viðvörun til allra sem bera ábyrgð á brunavörnum og fyrirbyggjandi eldvarnastarfi. i Innlendri yfirsýn Helgarpósts- ins í dag er fjallað um þessi mál. i Ijós kemur að ástandið á eld- vörnum langflestra opinberra stofnana er mikið hneyksli. Ennfremur er því haldið fram af sérfræðingum að reglur þær sem Brunamálastofnun setti árið 1979 um eldvarnir nýbygg- ingá séu iðulega þverbrotnar. Alvarlegast er ástandið á sjúkrahúsum og dvalarheimil- um aldraðra. Endurbætur á eld- varnakerfi kosta að sjálfsögðu peninga. Sjúkrahús og elli- heimili eru í sífelldri fjárþörf og fjármunum frekar eytt í tæki og aðstöðu en í brunavarnir. En eins og viðmælandi blaðsins frá Brunamálastofnun kemst að orði: „Eldvarnakerfi þarf ekki að kosta ýkja mikið." Sami maður segir að nauðsynlegt sé að bæta úr þar sem þörfin sé brýnust; að fylla strax í verstu gloppurnar. í þessum málum duga engin vettlingatök. Það er lágmarks- skilyrði að opinberum stofnun- um og öðru visthúsnæði sé séð fyrir eldvarnakerfum og út- gönguleiðum sem tryggja öryggi starfs- og vistmanna sem allra best þegar eldur kem- ur upp. Bruninn á Kópavogs- hælinu má ekki endurtaka sig. BREF TIL RITSTJORNAR Skemmdir gegnum plötuna hjá Gunnari Inga Gunnarssyni lækni. Rannsóknarstofnun Byggingariönaðarins Loftdreifing í steypu SYNI NR. : 1 Yfirborö loftbólna min-1: 44 Fjarlægöarstuöull mm: 0.19 Heildarloftmagn SÝNI NR. : 4 Yfirborö loftbólna mm-1: 23 Fjarlægðarstuðull mm: 0.35 Heildarloftmagn ALGENGAR KRÖFUR Yfirborð loftbólna min-1: > 25 Fjarlægðarstuðull mm: < 0.20-0.25 Heildarloftmagn %^4> Fylgiskjal no. 3 frá Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins sem sýnir loftdreifingu ( steypu sem Gunnar Ingi Gunnarsson læknir fékk frá Steypustöðinni. Lofthiti Reykjavík mældur í 2 m hæð. kl. 9.00 kl. 18.00 21. -7,5 -5,4 11. janúar 5,3 5,0 22. -2,5 3,7 12. 6,3 4,5 23. -4,2 -5,5 13. 3,2 1,4 24. -7,1 -6,7 14. -0,6 -0,2 25. -7,6 -6,3 15. 4,7 4,2 26. -4,8 -3,5 16. 4,5 3,9 27. -5,7 -5,0 17. 1,6 1,5 28. -5,1 -4,8 18. -2,3 -2,5 29. -3,9 -3,7 19. -4,3 -4,1 30. -5,6 -4,6 20. -7,0 -6,7 31. -5,8 -9,1 Veðurfarsskýring frá Veðurstofu íslands (janúar 1985. Loftaukandi íblöndunarefni eöa loftblendi er notaó til aö tryggja veðrunarþol steypu. Vió notkun þeirra myndast i steypunni raikió magn af rajög litlum loftbólura aö staerö 1/10-1/100 millimetrar. Jákvæð aukaáhrif á jiýja^ste^u^er^minni^vatns]7örfy aukin þjálni og minni hætta á aöskilnaöi (þjálniaukandi áhrif). Vegna þessa má rainnka vatnsiblöndun, sem vegur á móti lakkun þrýstiþols, sem loftbólurnar orsaka. Loftblendin steypa er einnig þéttari en óloftblendin. í töflu 1 má sjá yfirlit yfi'r áhrif loftblendis á eiginleika steinsteypu. Tafla 1 - Yfirlit yfir áhrif loftblendis á eiginleika steinsteypu ; Ástand steypu Aöal áhrif Möguleg aukaáhrif * Ný Ilinni vatnsþörf, + Aukin þjálni, + Minni hætta á blæöingu + ^ Aö haröna Frostörugg fyrr | Hörönuö 1 i !_ Aukin veörunar- þolni Breytino þrýstibols, ? Minni rýrnun, r Aukin þéttleiki + Aukin ending + Vfirlit yfir áhrif loftblendis á eiginleika steinsteypu tekið saman af Hákoni Ólafssyni. (Úr bókinni „Niðurlögn og meðferð steinsteypu á byggingarstað" — 1980.) Um faglega kollsteypu og steypugalla Viðtal HP við Hákon Ólafsson forstj. Rannsóknarstofnunar bygg- ingariðnaðarins þ. 2. jan. s.l. og greinarstúfur hans í HP þ. 9. jan. s.l. hefur gefið undirrituðum brýna ástæðu til að taka penna í hönd þótt mér leiðist að jafnaði blaðadeilur. Vegna vidtalsins 2. jan. s.l. Góöar undirtektir í viðtalinu nefnir H.Ó ýmsar sjálf- sagðar úrbætur varðandi fram- leiðslueftirlit og ábyrgð á stein- steypu. Þar með er að mestu leyti talið það sem skynsamlegt og eðli- legt má telja af því sem H.Ó. lætur frá sér fara í viðtalinu. Staðlaðar skýrslur H.Ó. svarar gagnrýni minni á skýrslu RB m.a. þannig, að hér sé ,,um staðlaðar skýrslur að ræða, að þær væru oft ekki annað en mat á ástandinu, þar sem svo erfitt væri að sanna í flestum tilvikum hver raunverulegur orsakavaldur er að skemmdum, að þetta ætti ekki hvað síst við um rannsóknir á loftblendi í steypu, og að af þessum sökum væri mjög erfitt að hafa niðurstöðu skýrslanna mjög afdráttarlausar". Þá vitum við það. RB gefur út staðl- aðar skýrslur! Ég get skilið að form skýrslanna sé staðlað — þannig eru flestar skýrslur. En niðurstaðan er kannski líka stöðluð? H.Ó. virðist meina að menn megi ekki vænta mikils af rannsóknun- um. Óljóst er hvað hann er að fara með þessu. Hann telur sig geta dæmt steypu með berum augum eins og fram kemur síðar. Skv. ýms- um bæklingum um steinsteypu skiptir vissulega máli að vita burð- arþol (styrk) og veðrunarþol steypu. Skörtur á loftblendi skerðir t.d. verulega veðrunarþol steypunnar, um það les maður. Oftast kærður — þarmeð saklaus! Röksemdafærsla H.Ó. varðandi hin óeðlilegu tengsl Steypustöðvar- innar h/f og RB er einstök. Í viðtal- inu segir hann. ,,Það, að Steypustöð- in h/f sem Halldór Jónsson stýrir, hafi orðið lang oftast fyrir barðinu á rannsóknum RB, sýnir betur en ann- að, að seta Halldórs í stjórn RB hefur ekki áhrif á óhlutdrægni stofnunar- innar"!! Þegar ég las þetta datt mér ekki í hug annað en að blaðamaður hefði misskilið H.Ó. Hins vegar kom engin leiðrétting á þessu í HP 12. jan. s.l. Barnaskólarökfræðin kennir okkur að það sem H.Ó. hefur sagt hér segi ekkert til um það, hvort Halldór Jónsson hafi misnotað að- stöðu sína eða ekki. Hins vegar gæti þetta bent til þess að Steypustöðin h/f framleiði lélegustu steypuna á stór-Reykjavíkursvæðinu, því mark- aðshiutdeiid hennar er aðeins 35% skv. upplýs. í HP þennan dag. Ekki um aðra að ræða H.Ó. segir í viðtalinu að stjórn RB þurfi að sitja menn með „mikla þekkingu og reynslu af notkun al- gengasta byggingarefnisins á ís- landi og að ekki sé um aðra að ræða en þá, sem vinna við það". Halldór Jónsson ver sig í sama blaði með þessum orðum: „þriggja manna stjórn RB hafi ekkert með daglega stjórnun stofnunarinnar að gera, heldur fáist hún mestmegnis við söfnun fjár til starfseminnar". Ekki 41. Uppstilling á hornalínunni veit- ir mikilvæga vísbendingu. 1. Ha2! hótar 2. Hc8 mát, því að nú er Bb7 leppur. 1. - Hc3 2. Rb6 mát 1. — a6 2. Ha6 mút smellur þetta saman hjá verkfræð- ingnum. Sannleikurinn er auðvitað sá, að hér á landi er nóg af hæfum mönninn til að sitja í stjórn RB án þess að skapa þurfi þessi óeðlilegu og margnefndu hagsmunatengsl milli framleiðenda byggingarefnis og RB. Vegna skrifa H.Ó. 9. jan. s.l. Þessi skrif bera keim af reiði og ill- um hug í minn garð. Margt af því sem hér kemur fram hlýtur H.Ó. að hafa skrifað í fljótfærni a.m.k. vil ég ekki trúa öðru. Talsmaður Steypu- stöðvarinnar h/f? Þegar ég gagnrýni skýrslu RB og seinaganginn er ég að sjálfsögðu ekki að kenna þeim um ónýtu steyp- una hans Halldórs. Varðandi skaða- bótaskyldu Steypustöðvarinnar þá nægir að vita að í steypunni er miklu minna loftblendi en uppgefið er á nótunni. Skil ég ekki hvers vegna H.Ó. skrifar varnarræðu um steypuna. Hann gengur meira að segja svo langt að skrifa: „Við skoð- un á plötunni var ljóst..Ekki veit ég til þess að H.Ó. hafi skoðað um- rædda plötu! Ekki veit ég heldur til þess að nokkur hafi komið til að skoða plötuna á vegum RB. Ekki Gunnar heldur hinn H.Ó. telur ástæðu til að benda les- endum HP á þá staðreynd, að ég hafi ekki pantað umræddar rann- sóknir á steypunni sjálfri, heldur hafi tengdafaðir minn gert það, enda starfar hann sem sérfræðingur hjá RB. Ekki get ég séð að þetta skipti máli. Ættu þessi tengsl mín við RB að geta haft einhver áhrif á málið, mætti helst búast við að þau væru mér í hag í hinu íslenska fyrir- greiðsluþjóðfélagi. Því gæti ég eins spurt H.Ó.: Hvernig í ósköpunum hefði skýrslan litið út, hefði ég ekki notið þessa sambands? Annars er ekki ástæða til að teygja á þessari vitleysu. Heilsteyptur sérfræöingur í steypu? Nú komum við að kjarna málsins. í þeirri samantekt, sem hér fer á eft- ir, er svo til orðrétt það sem H.Ó. segir um faglegt mat á umræddri steypu og rannsóknir aðrar: 1. Við fyrstu skoðun á plötunni var ljóst að orsakir skemmda voru að hún hafði frosið áður en hún var orðin frostþolin! 2.. . .þetta hafði ekkert með loft- blendi að gera! 3. Engar vísindalegar rannsóknir þarf til að leiða þetta í ljós séu menn vanir að meta skemmdir! 4. „Með þessum einföldu rannsókn- um lá fyrir nánast strax hverjar væru orsakir skemmdanna og að steypa við afgreiðslu stæðist gæða- flokk S-200". 5. Frost var strax á þriðja degi eftir steypu og hélst í nokkra daga! 6.. . .breitt var yfir plötuna með byggingarplasti eftir að kólna tók.. . þó ekki út fyrir brúnir plöt- unnar, enda sést greinilega á mynd- um sem birtar voru að þær hafa skemmst mest"! 7. Loftblendi í steinsteypu. . . teng- ist þessu máli nánast ekki, þar sem það hefur engin áhrif á umræddar skemmdir! Ýmislegt annað væri hægt að taka með, en ég vil sérstaklega gera at- hugasemd við þessi 7 atriði. Hér er ástæða til að benda lesendum á það sem H.Ó. hefur áður sagt um hinar stöðluðu skýrslur RB og erfiðleik- ana við að fullyrða um orsakir fund- inna skemmda í steinsteypu!! 42. Þetta fannst mér ein erfiðasta þrautin í safni Sigurbjarnar, svo erf- ið að ég gáði að því, hvort ekki væri prentvilla í dæminu. Svo var þó ekki, en mátin eru vel dulin. 1. Rd6I Kxd6 2. Bf4 mát 1. — Kxd4 2. Dal mát 1. — fglD 2. Df4 mát Mínar athugasemdir 1. Auðvitað þoldi steypan ekki frost- ið! Þess vegna skemmdist hún. Hins vegar átti hún að þola það. Steypt við +5°C. Steypan var upphituð skv. nótunum. Það kom ekki frost fyrr en á 7. degi. Það var hitað undir af og til. ÖII steypan yfirbreidd. Hvorki H.Ó. né aðrir geta, með því að „skoða" í aprílmánuði skemmdir í plötu sem steypt er í janúar, fullyrt nokkuð um það, hvort frost- skemmdirnar hafi orðið í gallalausri steypu vegna óheppilegra skilyrða, eða gallaðri steypu við skilyrði sem eðlileg steypa hefði þolað. Þessi full- yrðing H.Ó. er því út í bláinn. 2. í janúar 1985 hafði ég ekki hunds- vit á steypu eins og H.Ó. skemmtir sér við að benda á, en eftir lestur bæklinga frá RB og Steinsteypufé- laginu hef ég líklega öðlast hunds- vit. í grein sem H.O. skrifaði sjálfur 1979(sjámynd l)eru m.a. fjallað um loftblendi. Þar kemur fram að loft- blendi skiptir verulegu máli í harðn- andi steypu. Verður fyrr frostþolin! Minni vatnsþörf gerir hana frost- þolnari við lagningu! Svo segir meistarinn þar. 3. Stangast á við fyrri yfirlýsingu H.Ó. 4. Hér er sem Halldór Jónsson sé Baldur og H.Ó. Konni. Orsakir skemmdanna liggja fyrir. Góða steypan skemmd í vondu veðri. 5. Ekki satt. (Sjá mynd 3.) Þessa full- yrðingu kom Halldór Jónsson einn- ig með í bréfi frá apríl s.l. Mestur hluti plötunnar er yfir 2ja metra hæð frá jörðu! 6. Ekki satt. Breitt var yfir plötuna sunnud. 13/1 ’85. Plastið náði vel út- fyrir brúnir plötunnar enda fest í uppsláttinn efst á veggjunum. Mesta skemmdin náði langt inná plötu í ca 3ja m. hæð yfir jörðu. (Sjá mynd 3). Hér er gerð augljós tilraun til að verja hagsmuni Steypustöðvarinnar enda snertir þetta engan veginn þá gagnrýni sem ég beini að RB. LAUSN Á SKÁKÞRAUT 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.