Helgarpósturinn - 16.01.1986, Side 15

Helgarpósturinn - 16.01.1986, Side 15
iiggja og nú er ég afar þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að kynnast íslandi og þjóðinni hérna. Ég vil þó taka það fram, að endan- leg ákvörðun um aila hluti er auð- vitað tekin af hverjum einstaklingi fyrir sig — við erum ekki þvinguð til neins! Jógakennarar eins og ég verða að yfirgefa föðurland sitt til þess að kynnast öðrum menningarheim- um. Það er óhjákvæmilegt." — Hvaö greinir Ananda Marga frá öörum jóga-kerfum? „Ja, það eru til margar jóga-að- ferðir og þetta er einfaldlega ein þeirra, en þar að auki höfum við þá sérstöðu að hafa andlegan leiðtoga sem hefur þá hugsjón að leiðarljósi að fórna sér fyrir mannkynið. Öll hans heimspeki gengur út á það að hjálpa öðru fólki og það kennir hann okkur. Stundum beitir hann okkur þrýstingi til þess að við kom- um hlutunum í verk. A síðustu árum hefur hann lagt mikla áherslu á stofnun og rekstur barnaheimila og skóla og þessi leikskóli hér í Skerja- firðinum er einmitt afrakstur þess. Þar með er sagan þó ekki öll, því nú vill hann að ég opni annan skóla. Eins og ég sagði áðan, verður það skóladagheimili." — Ykkar andlegi leiðtogi er sem sagt sprelllifandi? „Já, hann er það. Hann fæddist á Indlandi og býr þar. Það er mjörg erfitt að skilja persónuleika hans til fulls. Kærleika hans eru engin tak- mörk sett, þvi hann vill hjálpa dýr- um og gróðri engu síður en mann- fólkinu. Honum þykir vænt um allt, sem lifir. Hánn kom reyndar hingað til lands fyrir allnokkrum árum, en hann ferðast töluvert um heiminn og heimsækir Ananda Marga með- limi. Það stendur til að hann komi hingað aftur á næstu árum. Mig langar til þess að taka það fram að leiðtogi okkar býr ekki í neinum munaði. Hann býr í höfuð- stöðvum samtakanna í Kalkútta á Indlandi, en þær eru reknar fyrir fé sem féiagarnir gefa af fúsum og frjálsum vilja.“ — Hefuröu komiö þangaö sjálf? „Ég hef verið þar einum fjórum eða fimm sinnum, þó ég hafi ekki beinlínis búið undir sama þaki og hann, því þarna er fólki skipt í hús eftir kynjum. Þetta er stórt húsnæði, enda er þarna miðstöð alls þess starfs, sem fram fer vítt og breitt um heiminn. Þarna eru skrifstofur sam- takanna og yfirstjórn fer fram það- an.“ ÖNNUM EKKI EFTIRSPURNINNI — Er það þitt hlutverk að vera hér áfram um einhvern tíma og gœta ís- lenskra barna? „Ekki veit ég annað. Það er mjög mikið að gera hér á leikskólanum — alltaf langir biðlistar og mikil pressa á okkur. Eg geri mér vel grein fyrir því að aðsóknin stafar einfaldlega af þeim skorti á dagvist, sem ríkir hér á höfuðborgarsvæðinu, en ekki vegna þess að fólki sé ljós árangur- inn af dvöl barna hér hjá okkur. Við höfum hreinlega ekki nægilega langa reynslu af barnaheimilinu enn, því það hefur aðeins verið starfrækt með núverandi sniði í ör- fáa mánuði. Áður fyrr gátum við að- eins tekið við fáum börnum, því við vorum í mjög þröngu bráðabirgða- húsnæði. Ég er hins vegar viss um að sérstaða okkar mun koma betur fram þegar hægt er að benda á nokkurra ára reynslu og árangur. Þá mun fólk sækjast eftir plássi fyrir börnin sín af því að við skerum okk- ur úr öðrum leikskólum. Við verð- um að visu vör við að margar græn- metisætur vilja gjarnan koma börn- um sínum hingað, því hér fá heils- dags börn heitan grænmetismat í hádeginu." — Segðu mér hvað þér finnst um lífið á Islandi—þaö lífsem foreldrar skjólstœðinga þinna lifa. „Ég held að lífsgæðakapphlaupið sé komið út í algjörar öfgar hér á landi. Fólk er sífellt að safna að sér veraldlegum gæðum á kostnað hins andlega. Það má ekki gleyma til- finningalegum þörfum barnanna í þessu kaupæði. Þau þurfa svo mikið á öryggi að halda og það er einmitt á heimilunum, sem grunnurinn er lagður. Ég er viss um að það má rekja mikið af vandamálum fólks til erfiðleika á heimilunum." VIL EKKI VERÐA VÖLD AÐ ÁREKSTRI Þrátt fyrir að ýmsir annmarkar væru á því að blaðamaður gæti set- ið öllu lengur á hinum harða barna- stól, var ekki hægt að slíta samtal- inu án þess að spyrjast fyrir um við- brögð íslendinga við dökkbrúnni nunnu frá framandi landi. Spurning- in vakti augljóslega kátínu, því við- mælandi minn fór að skellihlæja. „Þeir einu, sem gefa sig á tal við mig eru börn og stundum gamalt fólk. Aðrir tala ekki við mig að fyrra bragði. Frumkvæðið verður því að koma frá mér sjálfri. Stundum verð ég að berjast við að fara ekki að skellihlæja, þegar ég sé að fólk í bílum snýr sér við til þess að stara á mig, og mig langar mest til þess að hrópa til þess að aka nú var- lega og hafa augun á veginum. Mig langar ekki til þess að verða völd að árekstri! Ef þetta fólk hæfi samræð- ur við mig, myndi ég tala við það með mestu ánægju og fræða um það sem vekur forvitni þess. Þetta er hins vegar hlutur, sem maður venst og ég finn ekkert fyrir þessu lengur. Ekki get ég farið úr nunnu- kuflinum eða breytt litarhætti mín- um, svo það er ekki um annað að ræða en taka þessari athygli með jafnaðargeði.“ MARABMJÖL íslenskir bændur kannast viö ásælni húsdýra i Ijorur Par sækja þau steinefni, snefilefni og vitamin i valdar þorungategundir Nu fæst þetta sælgæti í 10 kg umbúðum á skaplegu veröi • MARAMJOL eykur hárvöxt og gefur feldinum glansandi áferö. • MARARMJÖL atyrkir og herðir hófa. • MARARMJÖL bætir meltingu dýranna, eykur vellíöan þeirra og gefur þeim hraustlegt útlit. • MARARMJÖL eykur viðnámsþrótt gegn sjúkdómum. ÚTSÖLUSTAÐIR M.R. búðin Laugavegi Hestamaðurinn Ármúla 38 Ástund Austurveri Háaleitisbraut 68 KEA Akureyri Dagsammtur er u. þ. b. 60 gr. (1 tebolli). MARARMJÖL á aö blanda saman viö annaö fóður. ÞÖRUNGAVINNSLAN HF. Reykhólum 360 Simi 93-4740 algemarm w ® hársins vegna... Dreifing:íSKLASS S. 51020* HELGARPÖSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.