Helgarpósturinn - 16.01.1986, Síða 17
JÓN BÖÐVARS-
SON, ÍSLENSKU-
FRÆÐINGUR OG
FYRRVERANDI
SKÓLAMEISTARI
SEM NÚ RITSTÝRIR
IÐNSÖGU
ÍSLANDS
f HP-VIÐTALI
vera eins og rúsínur í grautnum. Það dugar ekki
að rúsínurnar séu góðar ef grauturinn er vond-
ur, það er út af fyrir sig ekki skáldskapur. Mér
finnst íslenskir ritdómarar bregðast hroðalega
sínu hlutverki í þessu tilliti."
— Hefurdu ferdast mikid?
„Já, þegar ég var yngri ferðaðist ég mikið um
óbyggðir. Ég var t.d. Þórsmerkurvörður í sex
sumur. Það var ákaflega ánægjulegt, ég tók við
því starfi af Jóhannesi úr Kötlum sem vígði mig
inn í það. Þegar ég kom þangað inn eftir gerðist
ég hálfgerður útilegumaður: hlustaði ekki á út-
varp, las ekki blöð og hafði ekki klukku. Á síðari
tímum hef ég ferðast meira um byggðir. En þeg-
ar ég var mjög ungur ferðaðist ég aðallega í út-
löndum. Ég var búinn að fara um mestalla
Evrópu áður en ég kom á Eyrarbakka eða Laug-
arvatn."
Jón var á sínum tíma einn af stofnendum
ferðaskrifstofunnar Landsýnar. Á þeim tíma
ferðaðist hann mikið, oft sem fararstjóri, bæði til
Vestur-Evrópu og austantjaldslandanna. Og
alveg óviðkomandi Landsýn var Jón einn fjög-
urra fararstjóra fyrir nærri tvöhundruð manna
hópi íslendinga sem fór á heimsmót æskunnar
í Moskvu árið 1957, rétt eftir að Krúsjeff hafði
flutt leyniræðuna. í þeim hópi voru Heimdell-
ingar jafnt sem aðrir. Það var í verkahring Jóns
að sjá um samskiptin við Rússana. Jón hefur
margar skemmtilegar sögur að segja úr þeirri
ferð, eins og þegar hann var einn aðalmaðurinn
í garðveislu hjá félaga Krúsjeff. Og oft þurfti
hann að standa uppi í hárinu á Rússunum sem
Jóni þótti full ráðríkir. Heimdellingar með
Magnús Þórðarson í broddi fylkingar gátu t.d.
ekki annað en undrast þegar Jón hundsaði al-
gjörlega hvernig Rússarnir hefðu raðað niður á
herbergin og raðaði niður sjálfur upp á nýtt.
,,Já, það hefur einhvern veginn'æxlast þann-
ig, sjálfsagt vegna þess að ég er svo frekur og
einþykkur," segir Jón og kímir undirleitur. „Til
dæmis var ég strax settur nemendum til höfuðs
í MH, átti að sjá um að þeir færu ekki inn á skón-
um og höguðu sér skikkanlega.
Ég er eiginlega alveg hissa á því hversu oft
kennarar hafa kosið mig í ábyrgðarstöður á sín-
um vegum, hversu umburðarlyndir þeir hafa
verið í minn garð vegna þess að ég hef ævinlega
verið einræðissinnaður og aldrei tekið mark á
atkvæðagreiðslum. T.d. þegar kennarar í MH
kusu mig á sínum tíma sem sinn fulltrúa í þriggja
manna stjórn skólans sem stjórnaði meðan rekt-
or var í orlofi, því ég hafði alltaf sagt á kennara-
fundum að rektor ætti að ráða. Eins var það þeg-
ar ég var skólameistari, þá taldi ég mig eiga að
ráða hlutunum."
— Telurdu þig líka jafnframt hafa uerid ein-
rœdissinnaöan í kennslunni?
„Já, eins og þú veist voru tímarnir yfirleitt
þannig að ég talaði sjálfur allan tímann. Ég tók
menn ekki upp, hafði yfirleitt ekki hópvinnu,
notaði ekki töflu. Ég kenndi í 17 ár og skrifaði að
ég held þrisvar á töfluna. Hmm. . . Það var m.a.
af þeirri ástæðu að ég hafði ofnæmi fyrir krít. En
ég held að það sé rétt sem um mig er sagt að ég
sé nokkuð einþykkur.
Reyndar kenndi ég lítið eftir að ég varð skóla-
meistari, enda er ég þeirrar skoðunar, og henni
hef ég aldrei leynt, að langflestir eigi að hætta
kennslu eftir að þeir eru orðnir fimmtugir, og að
gamalt fólk eigi ekki að vera í skólakerfinu.
Þetta er ungra manna starf, sérstaklega eiga
stjórnendur skóla að vera ungir rnenn."
— Hefur þér alltaf lynt vel viö kennara og
nemendur þrátt fyrir einrœöishneigöina og ein-
þykknina?
„Já, í það minnsta alltaf við nemendur, og yfir-
leitt við kennara enda hef ég mikið verið í for-
ystu í kennarasamtökum. En auðvitað hef ég
íent í árekstrum við einstaklinga í kennarastétt
og þá kannski stundum verið óvæginn, þó að
mér hafi að sjálfsögu alltaf fundist ég hafa á réttu
að standa."
— Hvert finnst þér aö eigi aö vera höfuömark-
miö íslenskukennslu í framhaldsskólum?
„Höfuðmarkmiðið ætti að vera að koma
mönnum til að lesa bókmenntir. Mín skoðun
hefur alltaf verið sú að sama væri hvað væri les-
ið ef kennara og nemendum þætti það skemmti-
legt. Höfuðatriðið væri að menn brautskráðust
með jákvætt hugarfar til íslensku og íslenskra
bókmennta, því þekkingaratriðin týnast og
gleymast.
Einu sinni sem oftar var ég fenginn til að vera
með bókmenntasýnikennslu fyrir kennara. Þá
sagði ein kennslukonan: „Ég get ekki kennt
svona, því ég get alls ekki grátið frammi fyrir
nemendum." Þá sagðist ég oft hafa grátið í tím-
um. Aðalatriðið er að túlka það sem verið er að
kenna þannig að andi verksins komist til skila,
það er miklu minna virði hvort nemandinn skil-
ur hvert orð út í hörgul. Ef menn geta ekki túlk-
að þær bókmenntir sem þeir eru að kenna, þá
eiga þeir bara að láta það vera. Hmm. ..
Þess vegna hefur oft verið sagt um mig að ég
léki hlutverkin í íslenskutímum. Það gerði ég
vísvitandi því þegar maður gerir það þá er tekið
eftir því sem sagt er. Ég frétti stundum að nem-
endur hefðu verið að herma eftir handahreyf-
ingum mínum en mér var alveg nákvæmlega
sama því aðalástæðan fyrir því að ég var að
kenna var sú að mér fannst gaman að því.“ Og
blaðamaður er minnug þess að hafa setið í tím-
um hjá Jóni og séð hann bregða sér í gervi sögu-
persóna eins og Skarphéðins Njálssonar, Þránd-
ar í Götu og Jóns Hreggviðssonar í íslandsklukk-
unni. Sérlega minnisstæð er mér skólasýning í
Þjóðleikhúsinu á íslandsklukkunni vorið 1968.
Þangað stormaði 1. bekkur MH tilhlökkunarfull-
ur eftir að hafa lesið verkið undir handleiðslu
Jóns Böðvarssonar þá um veturinn. En von-
brigðin voru slík að það var úað og púað á leik-
arana. Túlkun þeirra komst ekki í hálfkvisti við
túlkun Jóns!
NJÁLA OG BIBLÍAN
Aðspurður hver af eftirlætissögupersónum
hans líkist honum mest að skaplyndi, svarar Jón
því til að það sé helst Flosi i Njálu. „Ég skil Flosa
afskaplega vel og les alltaf töluvert i Njálu. Eitt
sinn var ég spurður að því hvernig menn ættu
að fara að því að vera vel máli farnir. Þá sagði ég
að menn ættu að lesa Brennu-Njálssögu á hverju
ári, valda kafla úr Biblíunni og læra fjallræðuna
utan að. Hmm...“
Af öðrum áhugamálum Jóns Böðvarssonar
fyrir utan bókmenntalestur má nefna ferðalög,
pólitík og jú, hann fæst reyndar sjálfur við að
yrkja: „Ég hafði allar bragreglur á hreinu frá því
að ég var smástrákur. Um fermingu var ég afar
fljótur að kasta fram réttum ferskeytlum. Og
eins og gjarnt er yrkja menn meira þegar þeir
eru ungir, þá eru þeir miklu tilfinninganæmari
og rómantískari en síðar meir. En ég hef ævin-
lega verið lítið fyrir að birta það sem ég hef sett
saman. Að vísu gaf ég út eina litla ljóðabók 1974
en um leið brenndi ég heilmiklu. Það var léttir
að losna við þetta á einn eða annan veg. Mér
finnst að það sé íslenskum skáldskap til skaða
hvað menn eru fljótir til að birta.
Flestallt sem ég hef samið finnst mér fremur
vera í ætt við hagyrðingaframleiðslu en skáld-
skap. Það er að mínu mati mikill skaði ef menn
hætta að geta gert greinarmun á hagyrðingum
og skáldum. Nú halda þeir sem eru að yrkja að
þeir séu skáld bara ef þeir kunna myndmál og
geta sett fram smellnar líkingar. En þær eiga að
ÞAÐ GÓÐA SEM ÉG VIL, GERI
ÉG EKKI
En Jón segist ekki hafa komið á stjórnmála-
fund frá 1963. Þá varð hann reiður yfir því að á
flokksstjórnarfundi hjá Sósíalistaflokknum
hefði allt verið tekið til baka sem samþykkt var
árið áður: „Alltaf þegar ég hef kosið hef ég greitt
Alþýðubandalaginu atkvæði mitt. En ég er einn
af þessum gömlu „stalínistum" sem líkar ekki
þetta lýðræðisbrölt í flokknum. Ég kalla mig
stundum fósturafa Svavars Gestssonar og með-
an hann er formaður þá finnst mér að hann eigi
að ráða og séu menn ekki ánægðir með hann
eiga þeir að kjósa nýjan formann og þá á hann
að ráða!“ segir Jón sjálfum sér samkvæmur.
— Nú hefur þú veriö afskaplega önnum kaf-
inn um œvina. Hefur þér fundist þú hafa nœgan
tíma til aö vera meö fjölskyldunni?
Jón hikar andartak áður en hann svarar: „Nei,
það finnst mér ekki. En einhvern veginn er það
nú þannig að sumir eru alltaf önnum kafnir, al-
veg sama hvernig aðstæður eru. Finna sér alltaf
eitthvað til ef það er ekki nauðsyn sem kallar. I
minni ætt hefur þetta verið þannig að menn
væru alltaf með svo mikil verkefni að þeir sæju
ekki fram úr þeim. Svona var faðir minn og
svona er Böðvar sonur minn. Ég get tekið undir
orð Páls postula og sagt: Það góða sem ég vil,
geri ég ekki.
Ég hef reyndar ekki bara verið einþykkur
heldur líka einrænn. Ég gifti mig ekki fyrr en ég
varð 36 ára. Ég kunni því afskaplega vel að vera
laus og liðugur eins og kallað er. Síðan var ég
svo heppinn að konan mín er að mörgu leyti
eins skapi farin og ég. Hún er líka alltaf önnum
kafin. En ég er afskaplega vel giftur,“ segir hann
brosandi og minnist þess að nú þarf hann að
hringja suður til Guðrúnar Björgvinsdóttur
konu sinnar til að missa ekki af henni í leikfimi-
tíma...