Helgarpósturinn - 16.01.1986, Síða 23
MSTAPÓSI
„Vonandi fallegt leikhús“
segir Birgir Engilberts um leikrit sitt, Upphitun
„Einungis konur taka
þátt (sýningunni. Það
er viss lykill að þeim
heimi sem þarna er
lýst og gerist á djúp-
miðum sálarllfsins,"
segir Birgir Engilberts,
rithöfundur og mynd-
listarmaður.
,,Þad er erfitt hlutskipti ad vera
eini íslendingurinn innan um meist-
ara á bord viö Verdi, Tsjékhóv,
A rthur Miller og Shakespeare," segir
Birgir Engilberts en um mánaöa-
mótin veröur frumsýnt eftir hann
nýtt verk á stóra svidi Þjódleikhúss-
ins. Þaö ber heitid Upphitun og er
fyrsta leikverk Birgis í fullri lengd.
Adur hefur hann skrifad einþátt-
unga sem sumir hverjir hafa bœði
verid fœröir upp fyrir svid og sjón-
varp. Þar aö auki hefur hann sent
frá sér smásagnasafnid Andvöku-
skýrslurnar, 1982. Birgir er mennt-
adur myndlistarmadur og hefur
lengst af unniö sem leikmynda- og
búningateiknari. Hann sér þó ekki
um leikmyndina í sínu eigin verki.
Þad gerir Sigurjón Jóhannsson en
Þórhallur Sigurdsson leikstýrir.
„Það kom mér ákaflega á óvart
þegar leikhúsið ákvað að sýna þetta
verk,“ segir Birgir hógvær í spjalli
við HP. „Ég hafði átt það niðri í
skúffu i nokkra mánuði og taldi það
ekki boðlegt þar til vinur minn
Benedikt Árnason komst í handritið
og hafði aðra skoðun á málinu."
— Þetta er semsé alveg flunkunýtt
verk?
„Ég lauk við að skrifa það í fyrra
í grófum dráttum. En leikriti er
aldrei fulllokið. Það sem mér finnst
verst við leikritagerð er að allt er
stöðugum breytingum háð og hver
leikstjóri setur sitt mark á verkið. í
sagnagerðinni er maður aftur á
móti einræðisherra sem setur að
lokum endanlegan punkt.
Þórhaliur Sigurðsson leikstjóri fór
yfir verkið í sumar og gerði töluvert
miklar breytingar á textanum, svo
að hann á ekki svo lítinn þátt í því ef
flugvélin lendir heil.“
— Er Upphitun óvenjulegt sviðs-
verk að einhverju leyti?
„Já, ég tel það býsna sérkenni-
legt. Hefðbundnum reglum í leik-
ritagerð er ekki fylgt. Til eru vin-
sældauppskriftir og markaðslögmál
fyrir allar tegundir skáldskapar, en í
þessu verki hafna ég alfarið venju-
legri leikritauppbyggingu, þátta-
skiptingu og slíku. Ég læt bók-
menntafræðingum eftir að skil-
greina hvers lags fyrirbæri hér er á
ferðinni. En ég vona a.m.k. að þetta
verði fallegt leikhús og sæmilega
skemmtilegt. Það þarf að vera gam-
an í leikhúsi, annars er stemmning-
in hörmuleg."
— En hvað viltu segja um efni
leiksins?
„Sem minnst," segir Birgir íbygg-
inn. „Ég held að hann eigi eftir að
koma mörgum á óvart. Hann gerist
á djúpmiðum sálarlífsins — það er
svo sem hægt að velja sér auðveld-
ari fiskimið... Og leikstjórinn vildi
aðeins segja eftirfarandi í leik-
skránni: „Mamma er dáin. .. Syst-
urnar Þórey og Sóley eru komnar
ofan í kjallara til að fara i gegnum
gleymt og grafið drasl, en þá kemur
fortíðin í ljós á óvæntan hátt og
bregður miskunnarlausri birtu á líf
systranna..
— Það eru þá konur sem eru
burdarás verksins?
„Já. Það mun vekja athygli
margra að það eru einungis konur
sem taka þátt í sýningunni. Þær eru
um 20 í allt. Aðalhlutverkin leika
þær Kristbjörg Kjeld og Þóra Frið-
riksdóttir. Önnur hlutverk eru af
ýmsum stærðargráðum. Auk leikar-
anna taka dansarar og litlar telpur
úr ballettskólanum þátt í sýning-
unni.“
— Hvers vegna bara konur?
„Það er viss lykill að þeim heimi
sem þarna er lýst. Það er úthugsað
mál að ekkert karlmannshlutverk
er í sýningunni. Þó heyrist ein karl-
mannsrödd sem er prestsrödd. Fólk
getur dregið sínar ályktanir út frá
því.“
— Þú talar um að sýningin sé fal-
leg og verið sé að fiska á djúpmiðum
sálarlífsins. Ætlastu til að áhorfend-
ur skynji hana fremur tilfinninga-
lega en skilji hana röklega?
„Handritið er mjög sjónrænt. Það
yrði mjög erfitt að gefa það út á
prenti í þessari mynd. Það stafar
sennilega af því að ég er menntaður
myndlistarmaður, hef sjálfur gert
margar leikmyndir og er svo að
segja alinn upp í leikhúsi."
— Ertu stöðugt með eitthvað í
smíðum?
„Ég get varla sagt það. Á tímabili
var ég alveg hættur að skrifa. Hefði
Iðunn ekki gefið út Andvökuskýrsl-
urnar á sínum tíma hefði ég sjálfsagt
aldrei skrifað meir. Stundum er
maður ekki sendibréfshæfur og
horfir bara út um gluggann.
Kannski er maður alltaf að reyna að
hætta að skrifa. Þeir sem tekst að
hætta eru kannski hamingjusamast-
ir. En kannski byggist þetta á því að
verða aldrei fullorðinn. Þann dag
sem maður verður fullorðinn verð-
ur ritvélin borin út í öskutunnu.
Núna truflar það mig að fylgjast
með uppfærslunni, ég er mjög upp-
tekinn í huganum við að sjá hvernig
til tekst. Þetta er mikil mósaík hjá
Þórhalli. Ég hef átt erfitt með að
slíta mig frá æfingum þótt ég sé ekki
sjálfur í flugstjórasætinu."
— Aðrir aöstandendur sýningar-
innar?
„Nanna Ólafsdóttir semur dans-
ana og Gunnar Þórðarson tónlist-
ina. Þetta er í fyrsta sinn sem hann
vinnur fyrir Þjóðleikhúsið. En ég
býst ekki við að sú tónlist komist inn
á vinsældalistann. Hún er á öðrum
fiskimiðum," segir Birgir Engilberts
rithöfundur og myndlistarmaður.
-JS
BÓKMENNTIR
Crymogœa
Arngrímur Jónsson:
Crymogœa
Þœttir úr sögu fslands
Jakob Benediktsson þýddi og samdi inn-
gang og skýringar
Helgi Þorláksson sá um útgáfuna
Sögufélag 1985
Crymogæa er annað ritið í Safni Sögu-
félags, þýddum ritum síðari alda um ísland
pg Islendinga. Fyrsta bindi þessa safns var
ísland eftir Daniel Vetter, tékkneskan mann,
en bók hans kom fyrst út árið 1638, tæpum
30 árum eftir að Crymogæa Arngríms kom
fyrst út í Hamborg. Sögufélag á heiður skil-
inn fyrir þessa útgáfu,J)ví þessi rit hafa verið
lokaðar bækur þorra Islendinga, en eiga við
þá erindi. Frá hendi Sögufélags eru þessi rit
augnayndi, og víst mættu rit félagsins und-
angengin ár verða öðrum forleggjurum til
fyrirmyndar hvað varðar vönduð vinnu-
brögð og nostursemi við öll smáatriði.
Börn og unglingar hafa til skamms tíma
lært um Arngrím Jónsson í íslandssögunámi
sínu, jafnvel enn, þótt ég viti það ekki til víss.
Halldór Briem segir t.d., að hann hafi orðið
„frægur mjög í öðrum löndum fyrir lærdóm
sinn“. (Ágrip af íslandssögu, Rvík 1903, bls.
74.) Arnór Sigurjónsson víkur að ritum hans
og lýsir efni þeirra að nokkru (íslendinga-
saga, þriðja útgáfa, endurskoðuð, Ak. 1958,
bls. 210—214), Bogi Th. Melsteð segir að Arn-
grímur hafi verið hinn „mesti merkismaður,
og er hann einkum frægur fyrir bækur þær,
sem hann ritaði á latínu um ísland og sögu
þess. Fyrst ritaði hann eina bók til þess að
leiðrjetta ýmislegt skakt, sem útlendir rithöf-
undar sögðu um landið eftir sögusögn sjó-
manna. Síðan ritaði hann nokkurs konar
ágrip af sögu íslands og fleiri bækur." (Sögu-
kver handa börnum ... Kaupmannahöfn
1910, bls. 9.) Jónas frá Hriflu fjallar um Arn-
grím í íslandssögu sinni (2. hefti, Rvík 1968,
Kristján J. Gunnarsson sá um útgáfuna, bls.
40—42), lýsir ævi hans og ritum yfirleitt, að
þau hafi verið rituð „sumpart til að hrekja
hinar staðlausu fjarstæður og sumpart til að
fræða erlendar þjóðir um landið, sögu þess
og bókmenntir".
Þessi útgáfa Crymogæu er 304 bls. í fremur
litlu broti, með formála útgefanda, inngangi
Jakobs um Arngrím lærða, fræði hans yfir-
leitt og Crymogæu sérstaklega, söguskoðun
hans og áhrif. 35 myndir og uppdrættir eru
í ritinu og fylgir jjeim skrá um uppruna
myndanna og heimildir fyrir myndatexta.
Auk þess eru í bókarlok skrár um valin atrið-
isorð, heiti manna og örnefni.
Arngrímur skipti Crymogæu í þrennt. í
fyrsta hluta er lýst staðháttum og rakin land-
námssaga íslands og í stórum dráttum lýst
ýmsum atburðum á þjóðveldisöld, sem Arn-
grími þóttu annálsverðir. f öðrum hluta bók-
ar eru útdrættir úr íslendingasögum og -þátt-
um. Þessum endursögnum sleppir Jakob í
þýðingu sinni, enda skipta þær ekki megin-
máli. Hins vegar hefði verið fróðlegt að fá
svo sem eitt dæmi um þessar endursagnir til
að sjá hvaða tökum Arngrímur tók þetta
efni, hvað hann valdi til frásagnar. í síðasta
bókarhluta er fjallað um sögu lands og þjóð-
ar frá undirritun gamla sáttmála, í annáls-
formi er greint frá ýmsum atburðum og þó
ítarlegar er fram kemur um siðaskipti. í þess-
um hluta er konungaröðin umgjörð frásagn-
arinnar.
Arngrímur lærði gerir fyrstur manna til-
raun til að segja samfellda Islandssögu til
sinna daga. Víst kemur margt framandlega
fyrir sjónir nútímamanna, ekki sízt sú mála-
fylgja Arngríms að sanna lesendum að risar
hafi verið til og íslendingar eigi uppruna sinn
til slíkrar þjóðar að rekja, öðrum þræði, að
hinu leytinu til Óðins og manna hans. Hér
áður var vitnað í nokkrar kennslubækur í ís-
landssögu. Skemmst er frá því að segja að í
þeim endurómar frásögn Arngríms lærða af
landnámi á íslandi og orsökum þess. Höf-
undar þeirra styðjast við Landnámu, gagn-
rýnislaust eða lítið, og frásagnir þeirra eru
með rómantískum blæ, hetjulegum. Þó tekur
enginn sem Arngrímur jafnsterklega til orða
um þá fóstbræður, Ingólf og Hjörleif: „þeir
tókust á hendur það stórvirki að koma á fót
nýrri þjóð í nýju landi". (bls. 92)
Sífellt leitar Arngrímur hliðstæðna í sögu
fornþjóðanna, eins og til að styrkja málstað
sinn, réttlæta skoðanir sínar og verja siði og
hátterni íslendinga. Hann er þeirrar skoðun-
ar að naumast finnist „neitt svo ótrúlegt að
það eigi sér ekki sinn líka í sögum annarra
þjóða". (bls. 209) „En sá sem vill lasta íslend-
inga eða jafnvel brigsla þeim um torfþök sín
og torfveggi, eins og algengt er, svo sem sé
það auvirðilegt, fyrirlitlegt og andstætt forn-
um siðum, hann ætti að lesa Flavius Vopisc-
us um dómssæti eða ræðupall úr hnausum,
eða hjá Caesari um hundrað ölturu úr hnaus-
um á einum og sama stað.“ (bls. 138)
Arngrímur er konungssinni. Hann er þó
hrifinn af glæstri þjóðveldisöld, en íslending-
ar hafi ekki átt annars kost en ganga á vald
Noregskonungi 1262, því höfðingjaveldið
var orðið gjörspillt fámennisstjórn. Arngrím-
ur lítur með velþóknun á „viturlega hörku
og skynsamlegan strangleik fornra laga, því
að refsingarleysi nýrrar lögbókar hefur orðið
ríkinu til lítils gagns”. (bls. 231) Og kannski
kennir sviða vegna málavafsturs þeirra Guð-
brands biskups þegar hann fer orðum um
rétt kirkjunnar til forna: „svo mikil var virð-
ing fyrri manna fyrir embættum kirkjunnar
að svo nefndur veraldlegur réttur var látinn
víkja fyrir lögum guðs eða kirkjunnar . . .
Væri þvílík virðing fyrir kirkjunni jafnmikil
nú á dögum, hefðum vér vissulega færri
deilur og illindi, en hinsvegar meira tillit til
kirkjunnar sem réttilega ætti að leiða af
slíkri virðingu." (bls. 199).
Arngrímur Jónsson hefur stunduin verið
talinn upphafsmaður málverndar á íslandi
og má til sanns vegar færa, þótt sjálfur semdi
rit sín á latínu. Hann vildi vernda „hreinleik"
málsins með þvi að styðjast við „annars veg-
ar handritin sem varðveita fornan hreinleika
tungunnar og glæsilegan stíl, hinsvegar lítil
samskipti við útlendinga. En ég vildi að land-
ar mínir nú á dögum bættu við hinu þriðja,
það er að þeir öpuðu ekki eftir Dönum eða
Þjóðverjum í ræðu og riti, heldur leituðu sér
fyrirmynda í auðlegð og snilld móðurmáls
síns, sem á nóg af henni, og beittu til þess
vitsmunum og lærdómi; þá yrði minni hætta
á breytingum tungunnar framvegis, en að
öðrum kosti mundi ekki þurfa samskipti við
útlendinga til þess að spilla tungunni." (bls.
104-105)
Það leynir sér ekki, að Arngrímur semur
rit sitt handa útlendum mönnum, sem ekk-f
ert vita um ísland. Kolbeinn nokkur, norð-
lenskur maður, segir t.d. um Kolbein unga
eða Gunnar nokkur á Hliðarenda. Hér er
skírskotað til þeirra, sem ekki röktu ættir til
þessara ágætu höfðingja.
Crymogæa er bráðskemmtileg bók aflestr-
ar. Jakob Benediktsson hefur fellt niður alls
konar endursagnir, annálsgreinar o.fl. sem
hefur lítið sjálfstætt gildi og þýtt latínu Arn-
gríms á fjarska lipurt og læsilegt mál. Skýr-
ingar hans og tilvísanir auðvelda lesanda leit
að frekari fróðleik um Arngrím, rit hans og
samtíð, enda Jakob manna fróðastur; dokt-
orsritgerð hans 1957 fjallar einmitt um Arn-
grím og verk hans.
Áhrif Crymogæu voru margvísleg eins og
Jakob víkur að í inngangi sínum. Kannski
mótaði Arngrímur öðrum fremur róman-
tíska söguskoðun 19. aldarinnar, sem enn sér
stað í kennslubókum o.v. Islendingar voru
ættgöfugir menn, höfðingjar, hvorki þrælar
né ómenni. Fortíð landsins var glæst. Arn-
grímur kveikti þann áhuga erlendis, að ís-
lenzk handrit voru afrituð í miklum mæli,
áhugi erlendra fræðimanna, beindist að
gömlum bókum. íslenzk alþýða var ekki læs
á latínu, en líklega hefur efni bókarinnar
borizt til almennings, vakið fólk til íhugunar
um forna frægð, kveikt eins konar þjóðern-
isvitund, eða að minnsta kosti fært einhverj-
um þau sannindi, að íslendingar voru sízt
minni menn en aðrar þjóðir og stærri. Og
mætti ekki segja, að með samanburði við
forna háttu væri verið að höfða til samtím-
ans, deila á menn og hvetja þá til að taka upp
gamla góða siðu?
Það er lofsvert framtak að gefa út þýðingar
rita úr erlendum málum. Víst má fullyrða, að
Crymogæa sé úrelt að ýmsu, en hún á erindi
við nútímann að því leyti sem hún á sinn þátt
í þeirri þjóðerniskennd, sem blossaði upp á
19. öld og skilaði okkur fullveldi. Hún er upp-
lýsandi fyrir menntun og aldarhátt við upp-
haf siðskiptaaldar og einveldis. Vonandi læt-
ur Sögufélag ekki deigan síga við þessa út-
gáfu.
H GARPÓSTURINN 23