Helgarpósturinn - 16.01.1986, Page 25
BOKMENNTIR
Vilmundur
Jón Ormur Halldórsson:
Löglegt en sidlausl
Stjórnmálasaga Vilmundar Gylfasonar
Bókhlaöan 1985.
Það er ekki lítið færzt í fang að semja
stjórnmálasögu Vilmundar Gylfasonar
tveimur árum eftir að hann féll frá. Það er
tvíeggjað að því leyti, að svo skammt er liðið,
að heildarsýn er ekki að hafa á atburði, en á
hinn bóginn kostur, að flestir þeir sem komu
við sögu hans eru enn til frásagnar. Og út-
koman er læsileg bók, þótt ýmislegt orki tví-
mælis í frásögn Jóns. Hann segir reyndar í
formála bókar að ritið sé ekki sagnfræði og
jb*y'í fari fjarri, ad hann sé tilntlaus; ætli ritiö
flokkist ekki undir blaðamennskusagnfræði,
sem svo hefur verið nefnd, og sjónarmið og
hagsmunir Vilmundar njóta vildar höfundar.
Að auki er bókin samin á skömmum tíma,
níu mánuðum, og að mestum hluta til er-
lendis. Ég hef ekki borið tifvitnanir í greinar
saman við heimildir, nema þá búta sem birtir
eru úr Nýju landi, og bera þeir þess vott, að
samlestur hefur verið í molum. Bókin virðist
hafa farið í prentun í október, en kom út fyrir
jól, og það skýrir sjálfsagt þann mýgrút af
prentvillum, sem lýtir bókina. Frágangur
hennar er til vanvirðu fyrir formann Bók-
salafélags íslands, og raunar hefði bókin að
ósekju mátt bíða til næstu jóla. Frásögn Jóns
ber þess merki, að hún er hraðsoðin. Endur-
tekningar eru margar og oftast óþarfar, og
hefði án efa mátt forðast þær með skipulegri
efnistökum.
Þessi bók fjallar um síðasta áratuginn í lífi
Vilmundar. Hann kom heim frá námi 1973,
og hafði þá fleira reynt í einkalífi sínu en
flestir jafnaldrar. Að því leyti gekk hann út í
lífið „með fjöll á herðum sér“, eins og ágætt
skáld segir í ljóði. Hann hugðist hasla sér völl
í blaðamennsku, og gerði það með sínum
hætti. Hann varð blaðamaður á Alþýðublað-
inu hálfan dag, en varð síðan kunnur og um-
deildur fyrir útvarps- og sjónvarpsþætti, að
ekki sé minnzt á vikulegar greinar hans í
Vísi. Mér finnst sem í blaðamennsku Vil-
mundar komi fram öll þau atriði, sem síðar
einkenndu hann sem stjórnmálamann: Hann
var hugmyndaríkur og tilfinninganæmur,
metnaðargjarn og mikið niðri fyrir, óþolin-_
móður, ágengur og fór stundum offari. í
greinum sínum vakti hann iðulega athygli á
þörfum málum, beindi geiri sínum að valds-
mönnum og fékk iðulega skammir fyrir
málsmeðferð. Og víst var blaðamennska
hans umdeild. Rannsóknarblaðamennska,
sögðu sumir, ofsóknablaðamennska hét hún
í annarra munni. Og þetta voru viðburðarík
ár: Kröflumál, Klúbbmál, Geirfinnsmál, próf-
kjörsslagur, kosningasigurinn 1978, innan-
flokksátök krata, Alþýðublaðsdeilan, Nýtt
land, Bandalag jafnaðarmanna. Víst mætti
fleira telja. Vilmundur kom við sögu í öllum
þessum málum og var oft í aðalhlutverki, og
þó er of djúpt í árinni tekið, að hann hafi orð-
ið „þjóð sinni örlagavaldur á þrítugsaldri".
(349)
Vilmundur fór fyrst í framboð 1974, á Vest-
fjörðum, og skipaði annað sæti á lista Al-
þýðuflokksins. Jón Ormur segir að Vilmundi
hafi verið boðið efsta sæti listans, en hann
hafi vikið fyrir Sighvati Björgvinssyni. Eftir
þessar kosningar tók Vilmundur sífellt meiri
þátt í stjórnmálum. Hann barðist fyrir breyt-
ingum á stefnu og starfi Alþýðuflokksins og
varð ágengt að ýmsu leyti, t.d. voru lögfest
opin prófkjör. Hann veittist að verkalýðsfor-
ystunni, spilltu dómskerfi, embættaveiting-
um, valdakerfi flokkanna o.fl. Barátta hans
skilaði honum síðan öðru sæti á framboðs-
lista Alþýðuflokksins í Reykjavík við kosn-
ingarnar 1978. Þá var kosið um „samning-
ana í gildi“ og A-flokkarnir unnu stórsigur á
kostnað Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar-
flokksins. Jón Ormur telur næsta víst, að Vil-
mundur hafi átt snaran þátt í þessum sigri.
Hann var feiknalega ötull í kosningabarátt-
unni, fór um land allt og á ótal fundi hér
syðra. Á hinn bóginn lagði hann minni
áherzlu en aðrir frambjóðendur á kosninga-
slagorðin. Víst hefur Vilmundur laðað kjós-
endur að flokknum, og þó hygg ég að hin al-
menna krafa stjórnarandstöðunnar í heild
hafi ráðið mestu: samningana í gildi; hún var
í senn einföld og áhrifarík.
Alþýðuflokkurinn vann stórsigur í þessum
kosningum, bætti við sig 9 þingmönnum.
Það féll hins vegar í hlut Olafs Jóhannesson-
„Móta menn söguna eða eru þeir skilgetin af-
kvaemi hennar?" spyr Sölvi Sveinsson sig m.a. eftir
að hafa lesið bók Jóns Orms Halldórssonar um Vil-
mund Gylfason, „löglegt en siðlaust".
ar að leiða saman í ríkisstjórn sigurvegara
kosninganna, A-flokkana. Sú stjórn var frá
upphafi veik, og líklega hafa ýmsir aðstand-
endur hennar ekki verið heilir í samstarfinu,
og alþýðuflokksmenn lutu í lægra haldi —
sögðu sig úr stjórninni haustið 1979, og efnt
var til vetrarkosninga.
Þetta stjórnarár einangraðist Vilmundur í
þingflokknum. Hann var í stjórnarandstöðu
að heita mátti. Baráttumál hans úr kosning-
unum fengu lítinn hljómgrunn, valddreifing,
uppstokkun á efnahagskerfinu o.fl. Alþýðu-
flokkurinn, sigurvegari kosninganna, varð
að láta í minni pokann fyrir Alþýðubanda-
lagi og Framsókn. Vilmundur hélt uppi harð-
vítugu andófi í þingflokknum, en varð ekki
ágengt. Ætli skýringin gæti verið sú, að
hann hafi brostið pólitískt úthald, þrek til að
vinna baráttumálum sínum framgang? Enn
má nefna, að Vilmundur studdist ekki við
neinn hóp innan flokksins. Hann var pólitísk-
ur einfari í eigin flokki að því leyti, að hann
beindi skeytum sínum til allra átta í senn:
ráðherrar, valdamenn í flokknum, verka-
lýðsforusta urðu fyrir brandi hans. Hann
skorti bakhjarl í flokkskerfinu ef svo má
segja, en taldi sig framfylgja vilja fjöldans.
Vilmundur varð síðan ráðherra dóms- og
menntamála í minnihlutastjórn Alþýðu-
flokksins, starfsstjórn til bráðabirgða. Lík-
lega voru það pólitísk mistök af hálfu Vil-
mundar. Hann gat litlu áorkað á skömmum
tíma með lítinn hluta þings að baki. Auk þess
gaf hann slæman höggstað á sér með skipun
flokksbróður í embætti. Andstæðingar
hentu það vitaskuld á lofti og neru honum
um nasir, siðvæðingarpostulanum. Á hitt er
einnig að líta, að andstæðingar hefðu borið
honum hugleysi á brýn, ef hann hefði hafnað
þessu tækifæri. Alþýðuflokkurinn tapaði í
kosningunum 1979, en raunar minna en bú-
ast mátti við, vegna þess að krötum tókst
ásamt öðrum flokkum að gera stefnu sjálf-
stæðismanna tortryggilega, leiftursóknina
sálugu; færri en ella sneru aftur til Sjálfstæð-
isflokks.
Árið 1980 bauð Kjartan Jóhannsson sig
fram til formannskjörs í Alþýðuflokki gegn
Benedikt Gröndal, og Vilmundur afréð að
gefa kost á sér til varaformennsku. Jón Orm-
ur telur skýringu þess vera þá, að Vilmundur
hafi ekki ætlað að láta einangra sig aftur í
flokknum eins og eftir kosningarnar ’78 (bls.
296). Jón Ormur gerir lítið úr persónulegum
metnaði Vilmundar í þessu samhengi, honum
hafi nær einungis gengið til að tryggja, að
hugsjónir hans og baráttumál yrðu ekki snið-
gengin á nýjan leik. Mér sýnist hins vegar
augljóst á allri bókinni, að Vilmundur hefur
haft til að bera mikinn persónulegan metn-
að. Víst hafði hann ákveðnar hugsjónir, og
barðist fyrir þeim af þeirri hörku, sem knúin
er persónulegum metnaði. Vilmundi fannst
gengið freklega á vilja kjósenda í stjórnar-
mynduninni 1978, því stefnumál þau, sem
hann hélt hæst á loft í kosningabaráttunni
fengu lítinn hljómgrunn í málefnasamningi
stjórnarinnar. Og víst má líklegt telja, að Al-
þýðubandalag og Framsókn hafi notfært sér
reynsluleysi þingflokks krata, enda voru
hvorir tveggja fullir pólitískrar afbrýðisemi
vegna kosningasigurs þeirra. Vilmundur
vildi tryggja sér meiri áhrif innan flokks-
kerfisins til að styrkja sjálfan sig í sessi og
baráttumál sín. Það þótti mörgum mótsagna-
kennt eftir hörð orð hans um flokksapparat-
ið og kann persónulegur metnaður að hafa
nokkru ráðið.
Vilmundur gerði aðra tilraun tveimur ár-
um seinna, en var þá í raun kominn með
annan fótinn úr flokknum. Alþýðublaðsdeil-
an sumarið 1981 dýpkaði gjána milli Vil-
mundar og forystu flokksins, og virðist jafn-
vel hafa lokið með fullum fjandskap milli Vil-
mundar og Jóns Baldvins Hannibalssonar, ef
frásögn Jóns Orms er rétt. Upp úr því kom
Nýtt land, vikublað og lagði upp laupana
írman frdar, öar sig ekki, encfa öfaupíd fff úf-
gáfunnar. Vilmundur bauð sig fram til vara-
formennsku móti Magnúsi á flokksþingi
1982 og féll með 12 atkv. mun. Og þar með
var Vilmundur horfinn á braut, Bandalag
jafnaðarmanna var í burðarliðnum. Eitt að-
aibaráttumál Bandalagsins var aðskilnaður
framkvæmdavalds og löggjafarvalds, en
með þeim hætti vildi Vilmundur girða fyrir
þann möguleika að sigurvegari í kosningum
yrði ofurliði borinn við stjórnarmyndun.
Kjósendur áttu að velja beint og milliliða-
laust forsætisráðherra. Því má segja, að
Bandalagið eigi rætur að rekja til stjórnar-
myndunar 1978, nema að því leyti sem rekja
má til persónulegs metnaðar.
Ég leiði hest minn hjá því að fjalla um get-
gátur og fullyrðingar þess efnis, að Vilmur.d-
ur hafi verið geðveikur. Víst er margt ófag-
urt, sem eftir mönnum er haft um geðheilsu
Vilmundar, sem og ýmislegt, sem um hann
var ritað, ekki sízt í Tímann. En á hitt er einn-
ig að líta, að tiltektir hans voru ekki hvers-
dagslegar, sbr. Alþýðublaðsdeiluna, grín-
blaðið. Þá er einnig vert að hafa í huga, að
sjálfur var hann fjarska óvæginn í blaða-
greinum. Hann sá þó yfirleitt ýmis sjónar-
mið. Mér finnst að hann hafi virt andstæð-
inga sína, þótt hann þyldi þá illa, suma. Og
vert er að benda á, að margir rangfluttu það
sem Vilmundur hafði skrifað, en hann var
síðan gerður ábyrgur fyrir öllu saman, sbr.
Klúbbmálsgreinina frægu og málflutning
Sighvats Björgvinssonar á Alþingi og Ólafs
Jóhannessonar í framhaldi af því.
Ég er sammála Jóni Ormi og fleirum, að
Vilmundur vann pólitískt afrek með stofnun
Bandalagsins og framboði um allt land í
kosningunum 1983. Starfsþrek hans virðist
hafa verið með ólíkindum, a.m.k. þegar vel
gekk, metnaður hans var slíkur, að allt var
lagt í sölurnar, og það tókst. Hann fékk til
samstarfs hæfa menn og konur, flokkurinn
fékk fjóra menn kjörna. Það var vissulega
sigur, en þó minni en Vilmundur hafi vænzt.
Móta menn söguna eða eru þeir skilgetin
afkvæmi hennar? Hefði einhver annar kom-
ið í staðinn fyrir Vilmund? Víst hafa einstakl-
ingar áhrif á gang sögu, þótt ætla megi, að
einhverjir hefðu fyllt skörð þeirra, gegnt
hlutverki þeirra. Vilmundur átti sinn þátt í að
breyta fjölmiðlum hérlendis. Jafnvel minnk-
aði hann bilið milli valdsmanna og almenn-
ings. Þó fer víðs fjarri, að hann hafi staðið
einn að verki. Hugmyndir hans áttu hljóm-
grunn vegna þess að hann var ekki einn á
báti. Öll reynsla Vilmundar og fas olli því að
hann var áberandi og sífellt milli tanna fólks.
Hann var stór í sigrum sínum og ósigrum
eins og hann sagði sjálfur, gekk ekki hvers-
dagsleiðir. Hann var hávær í opinberu lífi,
gustmikill, en átti til aðra og hljóðlátari
strengi:
Ég elska þig af mœtti minna drauma
í mínu hjarta er sláttur fyrir þig,
ó, þú sem gafst mér guösins beztu veigar
og gekkst svo hnuggna dali fyrir mig,
ég elska þig.
Vilmundur spillti stundum fyrir sér með
fasi sínu og orðum, en hann átti erindi og
náði árangri. s.S.
Jónasarfóstri
lítur um öxl
Halldór E. Sigurösson: í fóstri hjá Jónasi
Halldór E. Sigurösson rekur minningar
sínar.
Andrés Kristjánsson bjó til prentunar.
Örn og Örlygur 1985.
Ekki er bókin beinlínis kölluð fyrsta bindi,
en sterklega gefið í skyn í lokin að framhalds
sé að vænta, enda lýkur henni þar sem
stjórnmálaferill Halldórs er að hefjast með
því að hann bregður góðbúi sínu á Staðarfelli
1955 til að gerast sveitarstjóri í Borgarnesi og
þingmannsefni Framsóknarflokksins í
Mýrasýslu. Ekki var þingsætið þó öruggt, og
starfið ekki heldur tryggt til neinnar fram-
búðar, og ef illa færi
„hefði ég gloprað úr hendi mér lífsafkomu,
sem ég hefði nú allörugga. Hermann og
Eysteinn sögðu, að þeir yrðu auðvitað að
taka á sig þá ábyrgð að útvega mér lifvæn-
legt starf, ef ég hyrfi að þeirra ráði, og verr
færi en þeir vonuðu. Ég efaðist að vísu ekki
um, að þei'r mundu standa víð þau orð ef tíí
kæmi, en mér var það heldur hvimleið hugs-
un að verða þannig háður annarra hjálp, og
ég hef oft hugsað um það síðar, hve lán mitt
var þó mikið að ég skyldi ekki þurfa að verða
þannig upp á aðra kominn með lífsframfæri
mitt og fjölskyldu minnar, úr því að svo fór
að ég sleppti því landi sem ég hafði náð.“
Svona geta hrotið af penna Halldórs hrein
gullkorn yfirlætislausrar hreinskilni; og
svona er stíll hans, hægur, skýr, og geðþekk-
ur. Hins vegar er bókin sundurleit að efni og
misjafnt hve vel tekst til um úrvinnsluna. Á
undan lokakaflanum, sem hér var vitnað í,
fer t.d. langur kafli, röskar 20 síður, um er-
indrekstur Halldórs fyrir Framsóknarflokk-
inn víða um land veturinn 1953-54, sem er
eintómt minningahrafl um ferðalög og fólk,
en naumast vottur af pólitískum fróðleik. Þar
á undan hins vegar smákafli um stofnun
Stéttarsambands bænda þar sem Halldór
kostar kapps um að skýra hinn pólitíska
kjarna þess máls. Þar á undan kafli um 9 Ijóð-
skáld, að jafnaði tæp blaðsíða um hvert, sem
uxu upp í Dalasýslu á 20. öld, og er nauðalít-
ið sem tengir kaflann raunverulegum minn-
ingum Halldórs.
Einkum er það seinni helmingur bókarinn-
ar, um 18 búskaparár Halldórs á Staðarfelli,
sem er æði sundurlaus, m.a. fyrir það hve
gríðarlegum fjölda af samferðafólki sínu
Halldór vill gefa nokkurn vitnisburð, og þá
jafnan loflegan. (Það er annars óttaleg níska
af forlaginu að láta ekki semja nafnaskrá við
svo mannmarga bók.) Þó er ýmislegt innan
um bæði fróðlegt og læsilegt, og allur andi
frásagnarinnar er jákvæður og viðkunnan-
legur.
Fyrri helmingur minninganna fjallar um
uppvaxtarár Halldórs til 21 árs aldurs, og er
þar öllu samfelldari þráður, þótt mikið sé þar
raunar líka af laustengdum skyndimyndum.
Langlengsti kaflinn, og sá sem bókin í heild
dregur nafn af, heitir „I fóstri hjá Jónasi frá
Hriflu" og er bæði fróðlegur og prýðilega
sagður. Jónas boðaði Halldór til sín tvítugan,
án þess að þekkja hann nema af afspurn, og
hélt hann nokkra mánuði sem hið kynleg-
asta millistig milli einkaritara, fóstursonar og
pólitísks lærisveins; en sú starfsþjálfun átti
eftir að fleyta Halldóri býsna langt. Hér örlar
að vísu eins og víðar á veikleika Halldórs fyr-
ir óviðkomandi efni; hann er á einum stað
allt í einu farinn aö birta valda kaíla úr minn-
ingargreinum sem Jónas skrifaði í Tímann.
En í heild er kaflinn hinn ágætasti, bæði sem
heimild um Jónas og einkar fallegur vitnis-
burður um aðdáun Halldórs — ekki þó
blinda — á sínum stórbrotna velgerðar-
manni.
Minningar Halldórs E. Sigurðssonar minna
talsvert á sjálfsævisögu annars framsóknar-
ráðherra, Steingríms Steinþórssonar. Enda
að vissu leyti úr sama aflinum, því að báðar
hefur Andrés Kristjánsson búið til prentunar.
Þó hygg ég samkennin séu ekki síður frá höf-
undunum runnin en Andrési; hið víða (ef
ekki losaralega) efnisval; misföst tök á póli-
tísku fróðleiksefni; og rík viðleitni til að
minnast sem flestra einstaklinga. En þar skil-
ur með þeim flokksbræðrum hve umtals-
frómur Halldór er, og raunar virðist hann á
allan hátt vera miklu sáttari maður en Stein-
grímur að kvöldi starfsævi. Það gerir minn-
ingar hans hlýlegar aflestrar. Þær eru líka á
góðu máli og lýtalausu, enda svo sem ekki
hætt við öðru þar sem Andrés Kristjánsson
hefur farið höndum um. En Andrés virðist
ekki hafa gaumgæft mjög efnisskipunina,
t.d. að eyða endurtekningum sem vottar fyr-
ir í seinni partinum, og ekki athugar hann að
gera það orðrétt sem vitnað er í kunnan
kveðskap, bæði Þorsteins Erlingssonar (bls.
132) og sjálfa Passíusálmana (bls. 95). H.S.K.
HELGARPÓSTURINN 25