Helgarpósturinn - 16.01.1986, Síða 26

Helgarpósturinn - 16.01.1986, Síða 26
POPP Myndbandamúsík meö Lennon og Zappa Tónlist á myndböndum verður æ meir áberandi eftir því sem tímar líða. Fyrst í stað var litið á myndskreytingar popplaga sem hreina og klára auglýsingu fyrir viðkomandi lag og tónlistarmann. Þær áttu að hjálpa til við söluna — og gerðu það áreiðanlega. — Þegar tímar liðu var farið að gera sérstaka þætti með þessari myndbandamúsík, sér- stök sjónvarpsstöð, MTV (Music Television), varð til og nú er svo komið að nokkrar rásir gervitungla sjónvarpa svotil engu nema þessum fyrrum auglýsingamyndböndum við miklar vinsældir þeirra sem tök hafa á að ná sendingunum. Ný iðngrein er orðin til innan poppbransans. Vitaskuld er einnig farið að selja mynd- bandsspólur með tónlist. Framboðið fer vax- andi dag frá degi. Fyrir síðustu jól mátti til dæmis vart á milli sjá hvort hljómplötur eða músíkspólur voru meira auglýstar í breska músíkiðnaðarblaðinu Music Week. Þarna kenndi margra grasa: Maður gat valið um heilu tónleikana með fjölda hljómsveita og tónlistarmanna, einnig var boðið upp á safn myndbanda með ákveðnum tónlistarmönn- um eða jafnvel hinum og þessum, — ókynnt Skonrokk. Meira að segja var boðið upp á gamiar filmur með hijómsveitinni Doors sem hætti störfum fyrir fimmtán árum. Þarna var einnig spóla með John heitnum Lennon sem var tekin upp sama ár og hann hljóðritaði plötu sína Imagine. IMAGINE - THE FILM - John Lennon Picture Music/EMI — Fálkinn Mér er ekki alveg ljóst hvað vakti fyrir John og Yoko þegar þau réðust í gerð mynd- arinnar Imagine árið 1972. Ætluðu þau að búa til bíómynd sem síðan misheppnaðist? Voru það aðeins að myndskreyta lögin sín? Voru þau bara að drepa tímann? Ég treysti mér ekki til að svara því. „Gamlir aðdáendur Lennons og/eða konu hans taka myndinni Imagine að minnsta kosti fegins hendi." Auðvitað á Imagine — The Film ekkert skylt við þau músíkmyndbönd níunda ára- tugarins sem við fáum að sjá heima í stofu annað hvert föstudagskvöld. Miðað við þau er myndin gamaldags og dálítið hallærisleg. Barn síns tíma. Hins vegar hefur myndin aldrei verið sýnd opinberlega fyrr en hún kom út á spólu síðastliðið haust. Því á hún er- indi. Gamlir aðdáendur Lennons og/eða konu hans taka myndinni Imagine að minnsta kosti fegins hendi. Á spólunni eru tíu lög af plötu Lennons, Imagine, tvö af Fly með Yoko Ono og síðan lagið Power To The People. Myndin er tekin hér og þar. Aðallega þó á setrinu Tittenhurst Park í Énglandi. í byrjun koma hjónin gang- andi heim að setrinu, fara inn og John sest við hvíta flygilinn og syngur fyrir okkur lagið Imagine. I Crippled Inside situr hann úti í garði meðan ljósmyndari tekur af honum andlitsmynd. Leikurinn berst síðan niður að vatni í landi setursins. Þau róa út í hólma, fara þar inn í garðhús, taka skák og snæða taflmennina. A meðan hljóma lögin Jealous Guy og Don’t Count The Waves. I Power To The People lendum við í mótmælagöngu með hjónunum, lítum síðar inn á sniðuga listsýningu, heilsum upp á Dick Cavett, Fred Astaire, George Harrison og fleiri, förum með hjónunum í bað og þannig mætti lengi telja. Söguþráður er sem sagt enginn, heldur skot héðan og þaðan. Ef hægt er að segja að einhver rauður þráður sé í gegnum myndina Imagine fyrir utan tónlistina þá eru það lærin á Yoko Ono. Hún sýnir þau mjög örlátlega allt frá upphafi til enda. Mjög álitleg læri og fallega sköpuð og vel þess virði að virða fyrir sér í heila klukku- stund meðan hlýtt er á fallega tónlist. Maður veit þó á eftir, að Yoko er með Iærðari kon- um! DOES HUMOR BELONGIN MUSIC? - Frank Zappa Picture Music/EMI — Fálkinn í upphafi er rétt að taka það fram, að ég er ekki og hef aldrei verið aðdáandi Franks Zappa. Myndaðist þó við að hlusta á hann á árum áður en leiddist karlinn alltaf frekar. Nema á plötunni Fillmore East June 1971 sem var tekin upp á tónleikum í Fillmore eftir Ásgeir Tómasson East í San Francisco. Þar fóru Zappa og félag- ar á kostum. Á spólunni sem hér er til umfjöllunar lítum við inn á tónleika hjá Frank Zappa og hljóm- sveit hans í tæpa klukkustund. Inn á milli laga er skotið stuttum viðtalsbútum við Zappa. Þeir eru ósköp klénir en tónleikarnir eru þeim mun skemmtilegri. Þarna er ekki boðið upp á lasergeislasjó, þokuvélar, þús- undir ljóskastara né aukahljóðfæri á tón- böndum. Zappa og hljómsveitin hans standa og falla með tónlistinni og húmornum. Og þar með erum við komin að titli spólunnar: Á húmor heima í rokktónlist? Svarið er hik- laust já eftir að hafa fylgst með tónleikunum. Þeir voru í einu orði sagt bráðskemmtilegir. Auðvitað hefur tónlist Zappa ekkert skán- að í mínum eyrum. Það er einfaldlega flutn- ingurinn sem gerir hana skemmtilega. Hljómsveit Zappa er skipuð sex klárum körl- um, öllum bráðflinkum hljóðfæraleikurum og til viðbótar eru þeir ágætir húmoristar. Á spólunni Does Humor Belong In Music? flytja þeir fjórtán lög, öll eftir Zappa utan Whippin’ Post sem Gregg Allman er skrifað- ur fyrir. Best þykir mér hljómsveitinni takast upp í He’s So Gay, Be In My Video, Bobby Brown og Whippin’ Post. Zappa er skemmti- legur á sviði, fyndinn, hæfilega líflegur og tengir lögin skemmtilega saman. Aðrir í hljómsveitinni ærslast óspart. Öll eru ærslin þó vandlega úthugsuð, Þegar best lætur dett- ur manni í hug Spike Jones og hljómsveit hans. Sá sem skarar fram úr í hljómsveitinni er Bobby Martin hljómborðsleikari. Hann bregður einnig fyrir sig saxófóni og frönsku horni auk þess sem hann syngur og raddar skemmtilega. Þrátt fyrir jákvæða umsögn um Does Humor Belong In Music? er ég ekki orðinn aðdáandi Franks Zappa. Ég ætla þó að vera á verði gagnvart næstu hljómleikaplötu þessa undarlega háðfugls og húmorista. Dekraðu víð sjálfan þig og dveldu hjá okkur Við erum miðpunktur allra ferðalaga innan lands og utan * Þeir sem fara srtemma á fætur fá sér auðvitað rjúkartdi kaffi með glóðvolgu morgurtbrauði í kaffi- teríurmi. Húrt er opin frá kl. 05.00-20.00 á hverjum degi. < U) * Við bjóðum hótelgestum okkar í einkasundlaugina og nuddpott- inn. Sundlaugin er opin alla daga frá kl. 07.00-22.00 alla daga. HÚTEL LOFTLEIÐIR FLUGLEIDA (S HÓTEL * Blómasalurinn er einnig opinn alla daga ársins. - Víkingaskipið í hádeginu er löngu orðið frægt. - En þú ættir að reyna nýja mat- seðilinn okkar á kvöldin, hann svíkur ekki. Heill heimur út af fyrir sig í hringiðu alheimsins 26 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.