Helgarpósturinn - 16.01.1986, Side 28
MÖRG ÞÚSUND ÍSLENDINGAR HAFA Á UNDANFÖRNUM AAÁNUÐUM
NOTFÆRT SÉR ÞJÓNUSTU PÓSTVERSLUNAR, SEM SELUR
HP kannar starfsemi með milljóna
umsvif, sem gerir fólki
kleift að hressa upp ó kynlífiö
Menn þurfa ekki að uera marg-
sigldir til þess að uita að í flestum er-
lendum stórborgum er að finna suo-
nefndar „sex-búðir". Eins og foruitn-
ir ferðalangar kannast uið, er íþess-
um uerslunum seldurýmiss sá uarn-
ingur, sem á einhuern hátt tengist
kynlífi — í uíðustu merkingu þess
orös. Þarna má sjá grœskulaus grín-
leikföng, klámblöð, myndbönd,
geruilimi, uppblásnar plastkonur,
leðurfatnað, gegnsœ undirföt og
suipur, að maður tali ekki um allan
þann uarning, sem uenjulegir ein-
feldningar kunna engin skil á og
geta ekki ímyndað sér til huers séu
brúklegir. Enn sem komið er hefur
enginn opnað slíka búð hér á landi,
en í Reykjauík er hins uegar starf-
rœkt póstuerslun, sem selur ýmiss
konar hjálpartœki fyrir þá sem
kynda uilja lítillega undir kynlífinu.
A skömmum tíma hafa umsuif
þessa fyrirtœkis margfaldast en þuí
berast upp undir 80 bréfá dag — fyr-
ir utan símapantanir. Dœmi er um
að pöntunarlisti póstuerslunarinnar
sé kominn inn á fimm heimili af
huerjum sjö í einum stœrsta kaup-
stað landsins.
Anna engan veginn
eftirspurninni
Þessi póstverslun, sem nefnist
Pan, er rekin af tveimur ungum at-
hafnamönnum á fertugsaldri. Þeir
stofnuðu fyrirtækið fyrir þremur
mánuðum og auglýsa einungis í
smáauglýsingadálki eins dagblaðs,
en samt sem áður er svo mikið að
gera hjá þeim að þeir anna engan
veginn eftirspurninni. Þegar við
eftir Jónínu Leósdóttur
slógum á þráðinn og báðum þessa
framtakssömu menn um viðtal,
krossuðu þeir sig í bak og fyrir og
báðust vægðar. Sögðust þeir ekkert
mega við því að fá slíka auglýsingu,
því pantanalistarnir rynnu út og
vörurnar væru ekki fyrr komnar úr
tolli en þær færu í póst til óþreyju-
fullra kaupenda. Það varð hins veg-
ar engu tauti við blaðamanninn
komið og hann sigraði í fyrstu
lotu með því að fá stefnumót við eig-
endur póstverslunarinnar á skrif-
stofu fyrirtækisins í austurborginni.
Það var ekki laust við að ég væri
ögn kvíðin þegar á hólminn var
komið og ekkert var eftir annað en
að berja að dyrum og ganga beint
inn í hringiðu hjálpartækjanna.
Skrifstofa póstverslunarinnar
reyndist hins vegar vera mjög svip-
uð lítilli heildverslun og ungu menn-
irnir tveir, sem sátu hvor við sitt
skrifborð, voru hinir elskulegustu.
Að vísu voru þarna sýnishorn af
„hjálpartækjum ástarlífsins" í hill-
um upp um alla veggi, en rætt var
um hin ýmsu tól og tæki á jafnhvers-
dagslegan hátt og um væri að ræða
áhöld fyrir iðnaðarmenn eða eitt-
hvað álíka æsandi.
Engir
kynlífssérfræðingar
Mennirnir báðu um nafnleynd en
við getum til hægðarauka kallað þá
Helga og Geir, voru fyrst spurðir að
því hvernig viðbrögðin hefðu verið
hjá almenningi þegar þeir fóru að
auglýsa þessa óvenjulegu vöru hér á
íslandi.
„Við höfum alls ekki haft undan,
því eftirspurnin hefur verið framar
öllum vonum. Það eina, sem háir
okkur, er skortur á nægilegu fjár-
magni til þess að geta keypt inn
meira magn í einu og haft stærri
lager. Af þessum sökum fer af-
greiðslutíminn hjá okkur jafnvel
stundum upp í sex vikur, en við
hefðum gjarnan viljað stytta hann
verulega. Fólk sýnir þessu hins veg-
ar mikinn skilning. Það hringir
gjarnan í símatímanum okkar og
fylgist með því hvenær við fáum
vörurnar til landsins.
í þessum símtölum kemur einnig
oft fyrir að fólk leitar ráða hjá okkur
varðandi alls kyns vandamál, sem
það á við að stríða, en við erum nú
engir kynlífssérfræðingar. Við get-
um einungis lýst fyrir fólki þeim vör-
um, sem til sölu eru, og sagt frá
reynslu þeirra viðskiptavina, sem
haft hafa samband við okkur."
Það er Helgi, sem þannig kemst
að orði. Hann segist vera fráskilinn
og ekki stunda kynlíf í bili, þó hann
hafi vissulega áhuga á að kvænast
einhvern tímann aftur. Hann segir
að langalgengasta umkvörtun
þeirra kvenna, sem hringja til póst-
verslunarinnar, sé sú að þær fái ekki
kynferðislega fullnægingu. Óal-
gengara er að karlmenn viðri
vandamál sín símleiðis, en þeir fé-
lagar ráðleggja viðkomandi alltaf
að hafa samband við lækna, ef um
meiriháttar erfiðleika er að ræða.
— Er það ungt fólk, sem aðallega
uerslar uið ykkur?
„Nei, flestir af okkar viðskiptavin-
um eru komnir vel yfir tvítugt og ég
býst við að fólk um fertugt sé í yfir-
gnæfandi meirihluta. Þetta eru mest
hjón og fólk, sem verið hefur í mörg
ár í sambúð. Það er einfaldlega að
leita eftir tilbreytingu. Eftir að AIDS-
hræðslan fór að gera vart við sig,
hefur orðið gífurleg aukning í sölu
þeirrar vöru, sem við höfum upp á
að bjóða. Þetta er svona um allan
heim. Menn virðast fremur leitast
við að bæta kynlífið með eigin
maka en að leita á önnur mið eftir
að sljákka fer í lostanum! Það er stað-
reynd, að smithættan eykst í sam-
ræmi við fjölda rekkjunauta og hið
frjálsa kynlíf er því á miklu undan-
haldi.
Við Geir erum ekki hlynntir svo-
kölluðum frjálsum ástum, enda báð-
ir mjög „hjónabands-sinnaðir"
menn. Hér á skrifstofunni erum við
líka með eintak af þjóðskránni og
flettum hverjum einasta manni þar
upp áður en við sendum honum
pöntunarlista. Það gerum við til
þess að koma í veg fyrir að ungling-
ar séu að verða sér út um þetta, en
sá ótti hefur reynst óþarfur hingað
til. Það hefur aldrei neinn unglingur
undir 16 ára aldri sent eftir bæklingi
frá okkur og t.d. aðeins einn 18 ára
einstaklingur."
Ekkert öðruvísi en
að selja tannbursta
— Finnst ykkur ekkert feimnismál
að uersla með þessar uörur og rœða
um notkun þeirra uið Pétur og Pál í
gegnum síma?
„Nei, nei — blessuð vertu. Þetta er
svolítið vandræðalegt til að byrja
með, en nú finnst okkur þetta ekk-
ert öðruvísi en að diskútera mis-
munandi gerðir tannbursta. Við
hvetjum einmitt viðskiptavinina til
þess að ræða við okkur um vörurn-
ar, sem við seljum þeim. Ef eitthvað
líkar vel, getum við frekar mælt
með því við aðra, en við viljum
einnig að fólk kvarti ef það er
óánægt með varninginn. Þá getum
við hagað innkaupunum í samræmi
við reynslu neytendanna. Hingað til
höfum við hins vegar ekki fengið
eina einustu kvörtun, nema varð-
andi eitt tæki, sem var hreinlega
gallað. Við bættum að sjálfsögðu
þann skaða.
Það er hins vegar töluvert um að
fólk hringi eða skrifi til þess að
þakka okkur fyrir þjónustuna og
það er síður en svo erfitt að tala við
það. Sumir fullyrða jafnvel að við
höfum bjargað hjónabandi þeirra!
Oftast eru það konurnar, sem nota
símann, en karlarnir skrifa. Konurn-
ar biðja hins vegar mjög oft um að
sendingin sé stíluð á eiginmanninn!
Ósjaldan fáum við símtöl frá fólki,
sem áður hafði orðið sér út um þess-
ar vörur erlendis, og það kemur fyr-
ir að fólk bendi okkur á vörur, sem
við erum ekki með en það hefur
haft góða reynslu af. Við erum alltaf
fegnir slíkum ábendingum og höf-
um það bara að leiðarljósi að tala
ofur eðlilega um þetta allt saman.“
— Fáið þið aldrei spennandi til-
boð í gegnum síma — t.d. einhuerjar
dömur, sem biðja um sýnikennslu?
„Það hefur aðeins skeð einu sinni,
en að sjálfsögðu erum við ekkert í
þeim bransa."
Draumaprinsar og
bjargvættir
Á borðinu fyrir framan Geir var
hrúga af mismunandi löguðum
pökkum, sem nægt hefðu til þess að
fylla heilan bala. Þetta voru þær
pantanir, sem þeir höfðu pakkað inn
og merkt frá hádegi, en samtal okk-
ar fór fram rúmlega tvö að degin-
um. Enginn fyrirtækisstimpill var á
28 HELGARPÓSTURINN