Helgarpósturinn - 06.02.1986, Blaðsíða 2
ÚR JÓNSBÓK
Um niöurgreiöslur
Hverjum manni er vandalítið að ganga úr skugga
um hvort hann er karl eða kona. A hinn bóginn er
hreint ekki þrautalaust að fá úr því skorið hvort mað-
ur er hægrisinnaður eða vinstrisinnaður. Virðist svo
sem fleiri en ég og forsætisráðherra eigi erfitt með
að svara slíkri spurningu.
Einhvers staðar hef ég rekist á þá skilgreiningu að
sá sé hægrimaður sem virðir sjálfsákvörðunarrétt
einstaklinga svo mikils að hann þolir ekki einstakl-
inga, sem hafa nýtt sér þennan sjálfsákvörðunarrétt
og komisi áð hgjrn niðurstöðu að ekki sé einhlítt að
virða sjálfsákvörðunarrétt einstakiinga. Saiukv ræmí
þessari skilgreiningu get ég flokkast sem hægrimað-
ur. Ég virði ævinlega sjálfsákvörðunarrétt einstakl-
inga eða næstum alltaf að minnsta kosti og alveg
undantekningarlaust ef ég á sjálfur í hlut. Ég man
ekki til annars en að hafa virt skilyrðislaust sérhverja
ákvörðun, sem ég hef sjálfur tekið, og það jafnvel þó
að slíkt hafi borið að höndum við mjög örðugar að-
stæður og kostað átök — eins og til dæmis þegar ég
hef kosið, þrátt fyrir hótanir um illt verra, að virða
fremur mína eigin ákvörðun en ákvörðun konu
minnar. Þá hef ég iðulega vitnað í sannfæringu mína
um gildi sjálfsákvörðunarréttar einstaklingsins fyrir
þjóðfélagið í heild. Konan hefur í slíkum tilfellum
hnussað með fyrirlitningu á röksemdir mínar svo að
hún hlýtur að flokkast sem vinstrimaður. Kemur mér
það ekki á óvart því að konur hafa ætíð verið vara-
samar svo sem segir í Hávamálum um brigð í brjóst-
um og borgarfulltrúi Alþýðuflokksins í Reykjavík
fékk að reyna um síðustu helgi.
Einnig er talið gott aðalsmerki á hægrimanni að
hann sé á móti ríkinu af engu minni heift en bolsé-
vikkar voru á móti Rússakeisara, þó að hann gangi
kannski ekki jafnlangt og þeir og Hannes Há og flytji
um það langar ræður að réttur fólksins sé æðri lög-
um ríkisins. Mér er engin launung á að ég er afskap-
lega mikið á móti ríkinu sem reytir af mér hverja ein-
ustu krónu en vogar sér síðan að snupra mig fyrir að
lifa um efni fram. Að þessu leyti er ég svo harður
hægrimaður að ég vildi gjarnan verða ásjáandi að
endalokum þess tröllriðna fyrirbæris sem ríkið er.
Sumir hægrimenn eru ekki svo einarðir og vilja
vernda ríkið með því að draga úr ríkisútgjöldum. Ég
vil þvert á móti auka ríkisútgjöld langt umfram tekj-
ur svo að ríkið komist í sömu aðstöðu og útgerðar-
menn og láglaunamenn og fari á hausinn og verði
þar með úr sögunni. Sökum þessa gladdist ég mjög
þegar Iagt var fram á alþingi í síðustu viku frumvarp
sem gerir ráð fyrir að ríkisútgjöld verði aukin svo um
munar með því að leggja þá kvöð á ríkissjóð að
greiða niður verð á gögnum til getnaðarvarna.
Raunar er ég hissa á að mönnum skuli ekki hafa
dottið þetta í hug fyrr. Fréttasnápur innti enda einn
af flutningsmönnum, hvers vegna frumvarp af þessu
tagi væri lagt fram, og var því svarað til að oft hefði
verið þörf en nú væri nauðsyn. Sýnir þetta meðfram
öðru hversu uppbyggingarstarf ríkisstjórnarinnar
hefur gengið nærri fjölskyldum í landinu. Menn geta
ekki lengur veitt sér fábrotnustu og alþýðlegustu
skemmtun, sem í boði er, nema þeir fái til þess ríkis-
styrk.
Ég á nú þá ósk heitasta að deildir alþingis gangi í
eina sæng saman og afgreiði þetta frumvarp sem
lög. Trúi ég því ekki að óreyndu að standi á mönnum
við Austurvöll. Kann þá að fara svo að risið verði Iágt
á sumum úrtölumönnum sem hamra á því sýknt og
heilagt að draga verði úr ríkisútgjöldum; þeir vilji
sporna við fæti af veikum mætti og gera orð Davíðs
borgarstjóra að sínum: allt sé best með hófí. Vissu-
lega verður hér um gífurlegan kostnaðarauka að
ræða fyrir ríkissjóð, en mér finnst að á þeim bæ sé
orðin ærin ástæða til að gera eitthvað alþýðu lands-
ins til ánægju og upplifunar. Bendi ég á í því sam-
bandi að þjóðin á heimtingu á að orðið „getnaðar-
vörn“ verði skilgreint mjög rúmt. Áfengi hefur til
dæmis reynst mörgum virk og áreiðanleg vörn í
þessu tilliti. Má minna á fleyg orð Williams Shake-
speares: „ . . . it provokes the desire but it takes away
the performance." (Þeir sem skilja ekki þetta geta
sótt um þýðingarstyrk til menntamálaráðherra.)
Elnnig kemur tií álita hvort eigi ekki að flokka ver-
óníkur með getnaðarvörnum. (Áths. riisij.: VcrÓD’kS
er nýyrði, haft hér um uppblásnar gúmmíblöðrur
með sköpulagi kvenmanns. Fyrsti liður orðsins er
,,ver“ = karlmaður; annar liður orðsins er stytting á
biblíuheiti; þriðji og síðasti liður orðsins er ending,
fengin að Iáni úr orðinu „harmoníka", og skírskotar
til þess að fyrrgreindum blöðrum má þrýsta saman
— eins og hljóðfærinu — eftir að loftið hefur verið
tekið úr þeim.) (Aths. höf.: Datt mér ekki í hug að
ritstj. færi að grufla út í þetta orð sem ég nota fyrir
siðasakir svo að sneitt verði hjá að textinn særi
sómakennd lesenda. Sannast hér enn sem fyrr að
ekkert er þessum mönnum heilagt, jafnvel þó að þeir
kenni blað sitt við helgan dag.) Eflaust yrðu þeir í
Félagi veróníkuunnenda harla glaðir að fá niður-
greiðslur, en að yfirveguðu máli þykir mér ekki taka
því að veita ríkisstyrk mönnum sem lifa bókstaflega
á loftinu einu saman.
Eins og vænta má um alla nýbreytni, sem til fram-
fara horfir, munu margir mótmæla niðurgreiðslum af
þessu tagi enda þótt vitað sé með vissu að þær muni
ekki — líkt og niðurgréiðslur á landbúnaðarafurðir
— leiða til offramleiðslu. Vafalítið verður andstaðan
mest í röðum þeirra sem nota ekki það sem á að
greiða niður; þeir munu neita að gera það svo að aðr-
ir geti gert það.
Hver svo sem afdrif frumvarpsins verða á alþingi,
sem nú situr og margir telja harla ófrjótt í öllum sín-
um verkum, er ég ekki í nokkrum vafa um að niður-
greiðslur á getnaðarvarnir verða í lög ieiddar innan
fárra ára úr því að hugmyndinni hefur verið hreyft.
Hlýtur þörfin að vaxa í réttu hlutfalli við þá áherslu
sem vinnuveitendur og alþýðusambandsforingjar
leggja á þá meginstefnu sína að draga úr kaupgetu
launafólks án þess að skerða getu þess að öðru leyti.
Verður þess skammt að bíða að menn hætta að vera
á ríkisjötunni; menn verða á ríkispillunni.
HAUKURIHORNI
KAPP-
HLAUPIÐ
UM SPARI-
FÉÐ
„Veðjið á
minn grís!!"
2 HELGARPÓSTURINN