Helgarpósturinn - 06.02.1986, Blaðsíða 38
HELGARDAGSKRAVEIFAN
eftir Sigfinn Schiöth
Föstudagurinn
7. febrúar
* 19.15 Hvað er að ske...
19.25 Denni. Norsk baddnamynd um
hvolp, já hvolp (nema hvaö?) sem
þjálfaður er sem blindrahundur.
19.50 Táknmálið.
20.00 Hitt málið.
20.30 Sápuauglýsingar. Blobb-blobb.
20.40 Rokkarnir geta ekki þagnaö. Grafík
gargar.
21.00 Þingsjá. Páll Magnússon stendur upp
í hárinu á þingmönnum.
21.15 Kastljós. 75 wott.
21.50 Sherlock Holmes fattar hlutina.
22.40 Seinni fréttir.
22.45 Ljósár (Les Annes lumiere) ★★★
Frönsk-svissnesk bíómynd frá '80.
Leikstjóri Alain Tanner. Aðalleikarar
Trevor Howard og Mick Ford. Flott
saga af sambandi auönuleysingja og
furðulegs draumóra- og uppfinninga-
manns. Frábær samleikur þeirra
Howards og Fords gerir þessa mynd
að einhverju best heppnaða verki
Tanners. Myndin gerist á Bretlands-
eyjum og er leikin á ensku. Hún hlaut
verðlaun í Cannes árið 1981.
00.35 Ein blá fyrir svefninn og svo uppí. ..
Laugardagurinn 8. febrúar
15.00 Kvöldstund meö listamanni. Dæma-
lausa viðtalið hans Bubba við Megas
eða var það öfugt, endurtekið eins og
sjónvarpsins var von og vísa.
15.45 íðróddir. Umsjonarmar Bjai Felion.
18.00 Bjaddna Felspyrnan.
19.25 Búrabyggð. Brúðumyndaflokkur með
Bjarna Felixsyni í aukahlutverki, en þó
það. . .
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fróttaíhaid ó öðru máli.
20.35 Staupasteinn. Bandarlskur he-he-he-
þáttur fyrir Guöna Kolbeinsey sem hló
tvisvar að þýðingu sinni á þessum
sautjánda þætti endaleysunnar.
21.00 Bobbysocks. (Já, þetta er satt, því
miður. ..)
22.00 Heimafólk (Donovan's Reef) ★★
Bandarísk gamanmynd frá '63. Leik-
stjóri John Ford. Aðalleikarar John
Wayne, Lee Marvin, Elizabeth Allen,
Cesar Romero og Jack Warden.
Wayne var aldrei gamanleikari eins og
þessi mynd sýnir einna best. Hér
koma saman nokkrir geðþekkustu
gæjar vestranna í gríni á Suðurhafs-
eyju. Þriðji hver brandari boðlegur,
þreyttur leikur í þreyttri sögu.
23.50 Munið bara aö slökkva vel í öllum
vindlingunum áður en síöasti sopinn
er teygaður fyrir taxa niðrá ball.
Sunnudagurinn 9. febrúar
16.00 Helgislepjan.
16.10 Fjársjóður. Bandarísk heimildarmynd
um fundiö fé á hafsbotninum undan
Florídaskaga, en þar fann einhver Kani
gullskipsflak eftir margra ára leit, og
eyddi því sjáifsagt öllu í óþarfa.
17.05 Framabrautin. Nítjándi þáttur endur-
sýndur afturábak.
18.00 Stundin okkar. íslenskt baddnaebbni
fyrir fulloddna.
18.30 Skák, USA-Norðurlöndin. Bein út-
sending frá Bjaddna fjórum til Ingva
Hrafns, gaffalvörn, mát í tveimur leikj-
um. Þýöandi: Hitakerfið f húsinu.
19.50 Fingrafimi.
20.00 Leikfimi: Ingvi Hrafn segir fréttir á
hlaupum um húsið. Gógó á slánni,
ögmundur í hringjunum, Guðni á
hestinum, Einar Sig með ilsig og frá
keppni, en þetta er í lagi, fjör og allt
fyrir nýja stílinn. . .
20.35 Á fálkaslóðum.
21.00 Sjónvarp næstu viku. 11. þáttur:
Vonbrigöi.
21.25 Blikur á lofti. 7. þóttur: Bólstraský.
22.55 Samhljómur þjóðanna. Hreint alveg
ægilega vel meint sjónvarpsefni frá
tónleikum glóbalbandsins í Stokk-(og
steina)hólmi.
00.35 Þjóösöngurinn. Allir að komast við
og klökkna.
19.00 Fréttir af líöan Ronald Gorbatsjevs.
19.50 Magga Jóns meinar hitt og þetta:
Daglegt mól, sko.
20.00 Lög unga fólksins í skóginum.
20.40 Kvöldvaka. Geisp.
21.30 Atli Heimir lemur/íeöanvert píanól
22.20 Hallgrímur Pétursson endursemur
Passíusálmana.
22.30 Næturljóð eftir Chopin. Alexei leikur
á als oddi.
22.55 Svipmynd. Jónas Jónasson kveikir á
báðum endum kertisins en kemur eld-
spýtustokknum samt ekki fyrir sig.
Ég mœli með
©
Fimmtudagskvöldið
6. febrúar
19.00 Furðufréttir.
19.50 Sigurður G. Tómasson rífur kjaft gegn
kaupi.
20.00 Á ferð. Sveinn Einarsson f sló-
mósjón.
20.30 Jónfóníumúlinn í Háskólabíói. C-dúr,
sennilega.
21.20 Ljóðin hennar Steinunnar Sig.. .
21.45 Sönglögin hennar Jórunnar Við...
22.20 plús sálmarnir hans Halla Pés.. .
22.30 ásamt umræðum Einars Arnar
Stebbasonar um LÍN. ..
23.30 en allt er þetta ógætt útvarps-
ebbni og örugglega skemmti-
legra en Kammertónleikarnir sem
hefjast núna, gjöriðisvovel!
24.00 Jóhannes Arason finnur engan hljóð-
nema að bjóða góða nótt í, svo hann
slekkur bara og fer heim.
Flöskudagurinn 7. febrúar
07.00 Bæn.
07.15 Morgunvaktin. Hringt heim í fólk sem
er að reyna að sofa frameftir, og þaö
vakiö meö langri spurningu um hvaöa
ávaxtasafi á markaönum því finnist
minnst sykraður, en síðan lagt á...
09.05 Morgunstund barnanna.
09.45 Þingfréttir. Helstu kjaftasögurnar
neðan af Austurvelli útlistaðar með
ógeðslegum lýsingarorðum...
10.40 „Sögusteinn" eða storístón as ví
westuræslendingurnir segjim.
11.10 „Sorg undir sjóngleri" eftir C.S. Lewis.
Síra Gunnsi Bjöss byrjar kjökrandi
lestur þýöingar sinnar.
11.20 Morguntónleikarnir mínir, sem ég
beið svo eftir.
12.20 Smáfréttir.
14.00 Miðdegissagan.
14.30 Sveiflur Sverris Páls.
16.20 Síðdegistónleikar.
17.00 Helgarútvarp barnanna. Vernharöur
mjögharður við börnin. Og Linnet
ekki látum fyrr en öll þegja.
17.40 Úr atvinnulífinu. Fólk ónáðað í akk-
orðinu.
Rás 1, föstudagskvöldið 7. febrúar,
klukkan 22.55; Svipmynd: Jónas
Jónasson kveikir á báðum endum
kertisins en kemur eldspýtu-
stokknum samt ekki fyrir sig.
00.05 Djassþáttur. Jón Múli Árnason kemur
sjálfum sér fyrir sig. Og setur annan-
hvorn ó fóninn.
01.00 Samtengingin: Rás 1 verður 2 og
hinsegin.
Laugardagurinn 8. febrúar
07.00 Brjálað veöur, væmin bæn og vondar
fréttir...
07.15 Já, það byrjar ekki vel, eins og þulur-
inn segir sem núna er að velja og
kynna hundleiðinlega tónlist.
07.30 Einsöngvara- og kóragaulið. Feiki-
lega falskt.
09.30 Öskalög sjúklinga. Bein lýsing úr
Holtabúinu. Helga Þonn Stephensen
snýr úr hálsliði, snögg að vanda.
11.00 Ógeðslegt, vægast sagt.
12.20 Góðar fréttir, enda ekki seinna vænna
að gerast jákvæður ef takast á að
bjarga deginum.
13.50 Hér og nú. Fréttamönnum útvarps
vísað á dyr og skipað að kjafta við
hvern þann sem þeir hitti utan þrösk-
ulds og Höskulds Jónssonar hjá
ÁTVR.. .ha, ha!
15.00 Miðdegistónleikar. Jibbý.
15.50 íslenskt mál. Guðrúnu Kvaran verður
mál...
16.20 . . sem er ekkert mál, í sjálfu sér, fyrir
Jón Pál (bara að það þurfi ekki að
testa þaðl).
17.00 Afsakið, en Listagrip hófst hérna á
undan, og núna var að hefjast fram-
haldsleikrit krakka.
17.35 Samleikur í útvarpssal. Séra Gunni
Bjöss leikur á sjálfan sig og sellóið
sitt. . .
19.00 Fréttir af svindli og svínaríi.
19.35 „Sama og þegið," sagði maðurinn og
slökkti.
20.00 Nikkuþátturinn. Dæri-dæri-
dammsala o.s.frv.
20.30 Sögustaðir á Norðurlandi. Hrabba
Jóns boðflennir sig um kjördæmið.
21.20 Vísnakvöld.
22.30 LP = Lestur Passíusálma.
22.30 Bréf frá Danmörku, só vott!
23.00 Danslög með Húllíó Íglíassis og
mér. ..
00.05 Miönætur Marinósson.
01.00 Rástengdur Marinósson.
Sunnudagurinn 9. febrúar
08.00 Morgunandakt prestsfrúarinnar.
Rauðleit. . .
08.35 Geysilega létt mórgunlög. Svíf-
andi. . .
09.05 ótrúlega þung synfónía. Kremj-
andi. . .
10.25 Passíusálmarnir og þjóðin.
11.00 Mezza ísafnaðarheimili Fella-og Hóla-
sóknar. Algóður Guð kemur í hléi og
segir skemmtisögur.
12.20 Fallegar fréttir.
13.30 Rólitísku potin Bensa á Auðnum.
14.30 Klassík.
.15.10 Spurningakeppni framhaldsskól-
anna???
16.20 Vísindi og fræði.
17.00 Klassík. Kremjandi sem fyrr.
19.00 Stórfróttir.
19.35 Milli rétta. Gunni Gunn stígur á vigt-
ina og öfugt.
20.00 Stefnumót. Þorsteinn Eggerts lentur
á sjens.
21.00 Hemmi Raggi Stebbason nartar í
mækinn.
21.30 Útvarpssagan.
22.20 íþróttir. Samúel örn segir frá og fyrir.
22.40 Svipir. . .
23.20 Kremjandi.
00.05 Milli svefns og vöku. Hildur Eiríks-
dóttir með léttar draumfarir. Tækni-
maöurinn horfir spenntur á og fliss-
ar.
00.55 Ragnheiður Ásta spilar þjóðsönginn á
snarvitlausum hraða en finnur ekki
muninn!
£
Fimmtudagskvöldið
6. febrúar
20.00 Listinn: Sjötta umferð lökkuð matt.
21.00 Gæsagangur: Ragga Dabbadú fretar
á stofninn.
22.00 Ræsisrónar: Svabbi Gezz og so
videre.
23.00 Heysátan: Velst um stingandi strá,
stöðvað á næsta spurningarmerki og
beygt til hænstri (hvaða átt sem það
nú er. . .)
24.00 Efstaleitið þagnað samkvæmt áætl-
Föstudagurinn 7. febrúar
10.00 Páll og Rásgeir fá sér 78 snúning.
12.00 Suð.
14.00 Mezzósópraninn í ábyrgðarpósti.
16.00 Ólafsson ríður út.
18.00 Hlé vegna efnisvöntunar.
20.00 Dósahljóð. Bein útsending frá opnun
Heinz-baunanna sem umsjónarmað-
urinn smjattar á vikulega.
21.00 Dansrásin. Hemmi Raggi Stebbason
steppar æðislega.
22.00 Rokkrásin. Snorri Már og hinn fuglinn
garga.
23.00 Vignir og Þorgeir í næturvinnu til þrjú
a klokk.
Laugardagurinn 8. febrúar
10.00 Morgunþáttur, sem er í sjálfu sér betri
nafngift á þessum þætti en t.d. kvöld-
þáttur, eöa hvað finnst ykkur hinum?
Álit berist umsjármanni þessa pistils
fyrir næsta miðvikudag, merkt ,,Bó-
bó 2002", Helgarpóstinum, Ármúla
36, 108 Reykjavík.
12.00 Hundleiðinlegt hádegi.
14.00 Svavar Gezz hú (gerist offari í gríninu).
16.00 Listapopp: Gunni Sal í næsta sal tll
hænstri.
17.00 Hringboröið: Umsjónarmaður hringar
sig um lengsta borðfótinn fyrir miðju
og dillar rófunni (takt.
18.00 Suðið.
20.00 Línur. Hugsiö um þær. . .
21.00 Milli stríða. Jón Gröndal stillir sig.
22.00 Bárujárn. Siggi Sverris meiriháttar
hevví...
23.00 Svifflugur. Hákon Sigurjónsson svífur
fram á son Ólafs uppi á Sandskeiði
þar sem hann skeiðar enn. Þeir hnakk-
rífast, uns Jón söðlar um, enda stend-
ur Konni ístað þegar þar er komið
Sögu (eins og hesturinn hét).
24.00 Á næturvakt með ging-gang-
gúlli-gúlli-gúlli-Steina-Grétars-
Gunn, sem fer með skátaeiðinn til
þrjú. . .
Sunnudagurinn 9. febrúar
13.30 Magga Blöndal afmælir fóik.
15.00 Dæmalaus þáttur. Eir gisar.
16.00 Vesældarlisti poppsögu íslenska lýð-
veldisins. Gulli Helgason hagræðir
tölum og kynnir.
18.00 Sussusei.
Svæðisútvarp virka daga
17.03-18.00 Höfuðborgarsvæðið syðra —
FM 90,1 MHz.
17.03-18.30 Höfuðborgarsvæðið nyröra —
FM 96,5 MHz.
ÚTVARP
eftir Friðrik Þór Guðmundsson
Flutningur niöur á Skúlagötu
Alltaf af og til gerist það, að Ríkisútvarp-
ið er meira á milli tanna manna fyrir annað
en það efni sem stofnunin hefur fram að
bjóða. Þannig er vinsælla að bollaleggja
um ráðningar á fréttamönnum en sjálfar
fréttirnar þegar svo ber undir. Rifrildi
vegna mannaráðningar eru reglulega á
dagskrá og um þessar mundir er einmitt
tekist á.
í gær, miðvikudag, mátti þannig lesa í
einu dagblaðanna um ráðningu Halls
Hallssonar til sjónvarpsins: „Minnstu mun-
aði að Einar Órn Stefánsson, fréttamaður
yrði sendur til baka niður á Skúlagötu til
þess að unnt yrði að koma Halli inn. Út-
varpsráð kom þó í veg fyrir þetta með því
að mæla með Einar Erni með 5 atkvæðum
gegn einu...“
Hvað sem annars má um þessi mál segja,
þá virðist af þessari frásögn að dæma, að
það séu ill og sorgleg örlög að vera „sendur
til baka niður á Skúlagötu” eftir að hafa á
annað borð komist þaðan og upp á Lauga-
veg — til sjónvarpsins. Um leið spyr maður
sjálfan sig: Er það tilfellið að innan þessarar
sömu ríkisstofnunar sé sá maður skör
hærra settur sem er hjá sjónvarpinu en
hinn sem er á útvarpinu? Fínni? Burt séð
frá samanburði milli Einars og Halls, má þá
sem sagt álykta að útvarpsráð hafi þarna
unnið mikið björgunarstarf, sem útvarps-
stjóri og fréttastjóri sjónvarps hafi síðan
klúðrað?
Vitaskuld liggur á borðinu að hin nýja
kynslóð stjórnenda Ríkisútvarpsins, Mark-
ús Örn, Ingvi Hrafn og fleiri vilja helst leiða
hjá sér álit útvarpsráðs, vilja ekki að aðrir
séu að fetta fingur út í þeirra heilaga
brambolt. Það virðist ríkja þaö viðhorf hjá
þessum mönnum að útvarpsráð sé þá og
því aðeins gagnlegt að það sé þeim sam-
mála.
Um efni útvarpsins er það annars að
segja að allt er á sínum stað. Morguntón-
leikar, miðdegistónleikar, síðdegistónleik-
ar, kvöldtónleikar og miðnæturtónleikar.
Óskalög sjúklinga, Islenskt mál, Passíu-
sálmarnir og Harmonikuþáttur. Fram-
haldsleikrit barna og unglinga, leikrit vik-
unnar, útvarpssagan og miðdegissagan.
Ekkert afjþessu náði eyrum mínum síðustu
vikuna. Eg veit ekki hvort ég telst eins-
dæmi, en í útvarpinu freistar mín fátt ann-
að en fréttirnar og stöku óreglulegur þátt-
ur. Léttu lögin á rás 2 berast til mín sem óm-
ur úr fjarska. Á hinn bóginn hefur æ meira
freistað mín í sjónvarpinu. Kannski hefur
sjónvarpið þetta mikla yfirburði gagnvart
útvarpinu sem miðill, að „sjón er sögu rík-
ari“.
Dettur mér þá nokkuð í hug varðandi
fréttamennskuna sem ég ræddi um áðan.
Ætli fréttamenn sjónvarpsins njóti ekki
meiri virðingar og trausts en fréttamenn
útvarpsins, hreinlega vegna þess að hinir
fyrrnefndu sjást og heyrast, en hinir síðar-
nefndu eru bara ,,rödd“? Hefði t.d. flutning-
ur Einars Arnar niður á Skúlagötu þýtt að
hann hefði breyst úr trúverðugri ásjónu
með persónu í rödd án sérstakrar persónu?
SJÓNVARP
eftir Halldór Halldórsson
Lagzt í rugl
Mikið óskaplega eiga stjórnmálaforingj-
ar, eins og þeir eru kallaðir í sjónvarpinu,
bágt. Þeir eru kallaðir á beinið og spurðir
spjörum úr, sem er í góðu lagi að sjálf-
sögðu, en þeim virðist með öllu fyrirmun-
að að svara spurningum hreint og beint.
Og fyrir vikið fær almenningur hálfgerða
skömm á stjórnmálamönnum. Á þriðju-
dagskvöldið sátu þeir hvor í sínu lagi fyrir
svörum, Þorsteinn Pálsson formaður Sjálf-
stæðisflokksins og Svavar Gestsson for-
maður Alþýðubandalagsins. Báðir voru
þeir trúir þeirri firru íslenzkra stjórnmála-
manna, sem felst í því að koma sér annað
hvort hjá því að svara spurningum eða
beinlínis að fara rangt með af list útúrsnún-
ingamannanna.
I aðfaraorðum sagði Páll Magnússon
stjórnandi þáttarins, að spyrt yrði þvers og
kruss og því væri e.t.v. hætt við, að þáttur-
inn verkaði ruglingslegur á fólk. En röð og
eðli spurninganna skipti engu máli um
framvindu þáttarins. Það sem réði úrslitum
var, að bæði Þorsteinn og Svavar svöruðu
þvers og kruss og lögðust í rugl, þegar þeim
vafðist tunga um tönn.
Og báðir voru „foringjarnir" svo uppfull-
ir af „plattitúdum" (tuggum), að maður
gæti haldið, að þeir gerðu ráð fyrir því, að
fyrir framan sjónvarpsviðtækin heima
sætu allt meira og minna hálfvitar.
Sem fjármálaráðherra gerði Þorsteinn
t.d. ráð fyrir því að „skilningur væri hjá al-
menningi", að nota bæri góðar ytri aðstæð-
ur núna, „búhnykkinn", til að ná niður verð-
bólgunni. Hvað hefur maður ekki heyrt
þetta oft og svo afsakanirnar síðar, að ytri
aðstæður hafi spillt fyrir o.s.frv. Og síðan er
bagginn lagður á þrautpínda launamenn.
Og var allt í lagi með bílakaup Alberts? „Ég
hef ekki gert athugasemd við það,“ sagði
fjármálaráðherra eftir langa mæðu. Og
maðurinn, sem sagt var um, að væri e.t.v.
enn í pólitískum mútum, var svo svakalega
„korrekt", að hann gat ekki haft skoðun á
hugmyndum, sem menntamálaráðherra
hefur varpað fram um Lánasjóð íslenzkra
námsmanna „fyrr en ráðherra, sem í hlut
á hefur lagt þær fram“. (í tvíriti, kannski?)
Geir er betri en Tómas, sagði Þorsteinn og
þótti eðlilegt, að fv. stjórnmálamaður væri
gerður að seðlabankastjóra vegna þess að
bankaráðið væri kosið af Alþingi! Eg held,
að Þorsteinn ætti að kynna sér hugmyndir
Gylfa Þ. og Bjarna Ben. um Seðlabankann,
þegar honum var komið á legg.
Og svo kom Svavar. Hann gat með engu
móti stunið því upp úr sér að hann hefði
ekki verið ánægður með, að Gudmundur
Þ. Jónsson skyldi lenda í 2. sæti í forvali,
enda þótt hann væri það. Hann gat ómögu-
lega viðurkennt, að vilji framkvæmda-
stjórnar Alþýðubandalagsins hefði verið
sá, að Garðar Sigurdsson bankaráðsmaður
og alþingismaður yrði ekki endurkjörinn í
bankaráð Útvegsbankans. Hann taldi
nefnilega ekki rétt að skipta Garðari út af
því að flestir hinna flokkanna ætluðu ekki
að gera það! Stjórnandi þáttarins gat að
sjálfsögðu ekki annað en hlegið.
Marx og Lenín voru viðkvæmt umræðu-
efni og Svavar svaraði á ská, þegar hann
var spurður hvort Alþýðubandalagið ætti
meira skylt með sænskum krötum eða
sænskum kommum. O.s.frv., o.s.frv.
En þrátt fyrir, að þeir félagar hafi talað
í skildagatíð eða jafnvel viðtengingarhætti
þátíðar, þá eru svona þættir fróðlegir, þó
ekki væri nema til þess að varpa ljósi á til-
hneigingu stjórnmálamanna til að vera
'ekki hreinir og beinir, og koma þannig
slæmu orði á sjálfa sig.
38 HELGARPÓSTURINN