Helgarpósturinn - 06.02.1986, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 06.02.1986, Blaðsíða 9
Stjórn Brunamálastofnunar á hinum örlagaríka fundi sl. mánudag: Gisli Kr. Lórenzson varaslökkviliðsstjóri á Akureyri, Ingi R. Helgason forstjóri Brunabótafélags Islands og Einar Ingi Halldórsson bæjarstjóri í Hafnarfirði. taka eldvarnir alvarlega og fram- kvæma þær.“ Síðastliðið vor bar einn þing- mannanna sextíu, Guðmundur Einarsson, fram fyrirspurn til félags- málaráðherra varðandi brunatjón í atvinnuhúsnæði og urðu um hana nokkrar umræður á Alþingi. Deildi Guðmundur hart á þá afgreiðslu, sem slík mál fengju í kerfinu. Nefndi hann sem dæmi, að rannsóknarlög- reglan hefði tekið skýrslu af vitnum í Hellissandsbrunanum 1983 tæp- um einum og hálfum mánuði eftir að tugmilljóna tjón varð þar en á Alþingi kom fram að búið hafi verið að bæta tjónið áður en lögreglan tók þessar skýrslur. Hvatti þing- maðurinn til þess að ýtt væri við Brunamálastofnun þannig að hún starfaði eftirþeim lögum, sem henni væru sett. Vitnaði Guðmundur í bréf, sem honum hafði borist frá Landssambandi slökkviliðsmanna, en þar segir: „Enn í dag hefur ekki eitt einasta fyrirtæki eða stofnun verið ákærð eða lokað vegna ágalla í brunavarnamálum og þó gera allir sér ljóst að nóg er af brotunum." Hótanir aldrei framkvæmdar Brunamálastjóri hefur, lögum samkvæmt, ýmis ráð til að sjá til þess að forráðamenn fyrirtækja og stofnana taki mark á tilskipunum eldvarnaeftirlitsmanna. Honum „ber að kæra brot til héraðsdóm- ara“, komi upp ágreiningur við hús- ráðendur um úrbætur í brunavörn- um. f samráði við héraðsdómara (eða lögreglustjóra) getur bruna- málastjóri einnig ákveðið að „fram- kvæmdar verði nauðsynlegar úr- bætur á kostnað húsráðanda eða ákveðið dagsektir á hendur hon- um“. Þar að auki kveða lögin á um að stöðva megi rekstur í viðkom- andi byggingu og loka henni þar til úr hefur verið bætt. Fram að þessu hafa forsvarsmenn fyrirtækja hins vegar getað verið nokkuð öruggir um að hótanir um endurbætur á kostnað eigenda eða lokun eru bara orðin tóm — af framkvæmd verður ekki! Bruninn á Kópavogshælinu nú í janúar er einungis eitt dæmi af mörgum um ófremdarástand í eld- vörnum, sem látið var viðgangast ár eftir ár með vitund Brunamálastofn- unar. Forstöðumanni hælisins höfðu verið send tvö bréf árið 1980, en síðan ekki söguna meir. Einnig við- gangast ýmis „opinber leyndarmál", svo sem vitneskja um beinar dauða- gildrur eins og t.d. á veitingastöð- unum Broadway í Reykjavík og Sjallanum á Akureyri. A báðum þessum stöðum er borðum og stól- um raðað fyrir framan neyðarút- ganga þegar mikið liggur við og það látið viðgangast án þess að ákvæð- um laganna sé beitt í þeim tilgangi að knýja fram breytingar. Eins og komið hefur fram í þeirri umræðu, sem hér skapaðist í kjölfar brunans á Kópavogshælinu, er brunavörnum mjög svo áfátt í ýms- um stórum fyrirtækjum og stofnun- um landsins. Tveir þingmenn Alþýðu- bandalagsins hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um eldvarnir, þar sem þeir vilja fela ríkisstjórninni að láta semja áætlun um eldvarnir í opinberum byggingum. Þeir, sem til þekkja, segja hins vegar að slíkar áætlanir séu nú þegar til, þó tölur um kostnað liggi ekki fyrir. Þær upplýsingar, sem þingmennirnir eru að leita eftir, koma allar fram í skoðanaskýrslum eldvarnaeftirlits- manna. I slíkum skýrslum má m.a. finna 19 athugasemdir varðandi öryggisatriði í Álafoss-verksmiðj- unni í Mosfellssveit, 16 athugasemd- ir við sjúkrahús Skagfirðinga á Sauðárkróki og 31 athugasemd við eldvarnir og öryggismál í stórversl- un K.Á. á Selfossi. Síðastnefnda dæmið sannar, að ekki er það ein- vörðungu í gömlum byggingum, sem öryggiskröfum er ekki fullnægt, en það er afsökun sem brunamálastjóri bregður gjarnan fyrir sig. Segir hann þá gjarnan að fyrirtæki, sem nú eru að koma sér upp húsnæði, fái ekki að hefja þar starfsemi fyrr en eldvarnir teljast í fullkomnu lagi, en kunnugir menn fara hreinlega að hlæja þegar þeir heyra slíkar full- yrðingar. Brunabótafélag íslands neytt til að tryggja brunagildrur Annað atriði, sem oft ber á góma í umræðu um brunavarnir hérlend- is, er sú staðreynd að Brunabóta- félag íslands situr eitt að bruna- tryggingum. Þetta nefndi Alexand- er Stefánsson m.a. í svari sínu við áðurnefndri fyrirspurn Guðmundar Einarssonar alþingismanns. Þá sagði félagsmálaráðherra: „Þetta er erfitt mál þar sem engin samkeppni er á þessu sviði hér á landinu. Það er einkaréttur Brunabótafélags íslands að sjá um brunatryggingar, skyldu- tryggingar í landinu og menn hafa ekki verið sammála um aðgerðir að þessu leyti til.“ Var Guðmundur þá ekki lengi að grípa ráðherra á orð- inu: „Ég held að ráðherra hafi, hvort sem það var viljandi eða ekki, reyndar komið að kjarna málsins í máli sínu síðast. Það sem hlýtur að þurfa að gera er að afnema einka- rétt og afnema þessar skyldutrygg- ingar Brunabótafélags íslands. Það þarf að koma málum svo fyrir að tryggingafélög tryggi ekki bruna- gildrurnar. Þá útvega menn sér pen- inga til þess að uppfylla sínar bruna- varnaskyldur." Gísli Lórenzson er greinilega sam- mála þessu viðhorfi þingmannsins, því hann segir: „Ég tel að brunamál skipuðu betri sess í þjóðfélaginu í dag ef einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir gerðu sér grein fyrir því að brunavarnir eru hluti af hverju þjóð- félagi. Það ætti ekki nokkur maður að láta það hvarfla að sér að hann geti komist hjá brunavörnum. Það eru mannslíf í veði og þau verða aldrei metin til fjár. Þess vegna má ekki spara í þessum málum. Aldrei!“ Þórir Hilmarsson brunamálastjóri. Þórir Hilmarsson brunamólastjóri „PERSÓNULEG RÓGSHERFERÐ Á HENDUR MÉR" Haft var samband við Þóri Hilm- arsson brunamálastjóra vegna umfjöllunar Helgarpóstsins um brunavarnir og þær sakir, sem hann hefur verið borinn í því sam- bandi. Sagðist Þórir ekkert eiga í fyrirtækinu Skanis h/f. Þegar hann var spurður að því hvort hluthafar væru ekki allir afkomendur hans, var svarið: „Það verðið þið bara að afla ykkur upplýsinga um.“ Síðan bætti bruna- málastjóri því við, að Skanis h/f hefði á síðasta ári aðeins flutt inn ryðvarnarmálningu. Aðspurður um það hvort fyrir- tækið væri ekki með umboð fyrir Halon 1301 slökkvi- og viðvörun- arkerfi, sagðist hann ekki hafa hugmynd um það. Þórir kvað það hins vegar rétt að hann hefði farið til Danmerkur á kynningarnám- skeið um Halon-slökkvibúnað. Taldi hann þó fráleitt að tengja þetta tvennt á nokkurn hátt. Ekki kannaðist brunamálastjóri við að fyrirtækið I. Pálmason hefði tekið þátt í kostnaði vegna utan- landsferðar sinnar í apríl 1984, en heimildir Helgarpóstsins í þeim efnum eru mjög öruggar. Hins vegar sagði Þórir það vera rétt að hann hefði farið utan í boði Hag- kaupa, enda hefði það verið með vitund og vilja bæði stjórnar Brunamálastofnunar og ráðuneyt- is þess, sem hún heyrir undir. Þarna hefði hann staðið frammi fyrir erfiðri ákvörðun um eldvarn- ir og því ekkert verið eðlilegra en að hann kynnti sér alla möguleika erlendis. Þórir sagðist hafa aukið kennslu sína við Tækniskólann til muna nú um síðastliðin áramót og kenna þar núna á hverjum virkum degi. Varðandi fyrirtækið Vélverk h/f fullyrti brunamálastjóri að starfsmaður sinn, Trausti Þorláks- son, ætti það ekki lengur. Sagði hann málið hafa verið tekið upp innan stofnunarinnar á sínum tíma og afgreitt á viðunandi hátt. Þar að auki kvað hann Vélverk h/f ekki starfandi fyrirtæki og væri umboð fyrir Bedford slökkvi- bíla komið í hendur allt annars aðila, Bifreiðaverkstæðis Jóns Þorbergssonar. Jón þessi er ein- mitt sá maður, sem skráður er með Trausta Þorlákssyni fyrir Vél- verki h/f í símaskránni. Þegar blaðamaður hringdi í skráð númer fyrirtækisins, var því til svarað að þetta væri hjá Vélverki h/f, svo ekki virðist það alveg dautt úr öll- um æðum! Hlutafélagaskrá hefur heldur ekki verið tilkynnt um að Vélverk h/f hafi verið lagt niður. Brunamálastjóri sagði það ekki þurfa að vera neitt leyndarmál að hann hefði sjálfur verið ónefndur tíðindamaður Tímans í umfjöllun um brunavarnir þann 26. janúar, þar sem mjög er deilt á ástand þessara mála hér á landi. Sagði hann ennfremur að endanlega hlyti ábyrgðin alltaf að vera hjá húseigendum eða forsvarsmönn- um fyrirtækja, því við byggjum ekki við það lögregluríki að svart- klæddir menn gætu gengið um og notað vald sitt til þess að kúga þegnana til hlýðni. Þórir Hilmarsson bætti því að endingu við, að hann hefði verið búinn að boða uppsögn á starfi sínu hjá Brunamálastofnun fyrir síðustu áramót, en það hefði áð- eins verið á vitorði stjórnarfor- manns, Inga R. Helgasonar, og fé- lagsmálaráðherra. lngi hefði feng- ið sig til þess að draga uppsögnina til baka um stundarsakir, en hún tæki þó gildi í allra nánustu fram- tíð. Aðspurður um ástæður upp- sagnarinnar, tjáði brunamálastjóri ritstjóra HP að hún væri eingöngu til komin vegna óánægju sinnar með launakjör, sem á engan hátt gætu talist sambærileg við laun verkfræðinga á almennum mark- aði. Viðtal okkar við Þóri fór fram síðla dags á þriðjudegi, en hann var þá rúmfastur heima. Sagðist hann telja þær sakir, sem hann væri nú borinn, persónulega rógs- herferð á hendur sér. Eftir samtal við blaðamann og ritstjóra Helg- arpóstsins, sendi brunamálastjóri eftir bréfsefni stofnunarinnar og á miðvikudagsmorgun mátti lesa stutta fréttatilkynningu í morgun- blöðunum þess efnis að bruna- málastjóri léti af embætti þann 1. júní næstkomandi. Ekki náðist samband við Inga R. Helgason til þess að fá staðfest- ingu á vitneskju hans um boðaða uppsögn brunamálastjóra sl. haust og þætti stjórnarformanns í að sú hótun kom ekki til framkvæmda. Helgarpósturinn hefur þó tryggar heimildir fyrir því að skyndileg uppsögn Þóris Hilmarssonar er ekki til komin fyrir áskorun eða þrýsting Brunamálastofnunar, sem fjallaði um störf og ávirðingar á hendur brunamálastjóra á fund- inum á mánudag. Á þessum fundi voru bókaðar mjög harðorðar at- hugasemdir vegna þessa máls. HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.