Helgarpósturinn - 06.02.1986, Blaðsíða 24
Pólitísk togstreita meðal kirkjunnar manna
VINURINN SKAL VERÐA
BISKUP Á HÓLUM
Óánægðir prestar segja biskup brjóta lög meó því aó auglýsa ekki Hólaprestakall — að Pétur ætli vini
sínum Sigurói Guómundssyni á Grenjaóarstaö þar biskupsdóm.
Ef Alþingi fer að vilja meirihluta
kirkjunnar manna munu fullgildir
biskupar taka sér bólfestu á hinum
fornu biskupssetrum að Hólum og
Skálholti — með Biskup Islands í
Reykjavík sem fremstan meðal jafn-
ingja. Frá kirkjuþingi liggur fyrir
fullmótað ,,starfsmannafrumvarp“,
sem nú er í höndum Jóns Helgason-
ar kirkjumálaráðherra. Ríkisstjórn-
in hefur ekki samþykkt að frum-
varpið verði lagt fram — það þykir
of kostnaðarsamt. Því hefur verið
rœtt um að taka úr frumvarpinu
kaflann um biskupana og flytja sér-
staklega. fljósi þessa mun Biskup ís-
lands hafa sleppt því að auglýsa
laust til umsóknar prestakallið að
Hólum og greina heimildir Helgar-
póstsins frá því að þar cetli Biskup
Islands vini sínum Sigurði vígslu-
biskupi Guðmundssyni að Grenjað-
arstað búsetu.
Mikil óánœgja mun vera ríkjandi
meðal ýmissa kirkjunnar manna
með þetta ráðslag. Hólapresta-
kall hefur verið prestslaust frá því í
fyrrasumar, en vitað að margir
prestar renna hýru auga til brauðs-
ins og vilja prestskosningar þar hið
fyrsta. Hinirsömu telja hugmyndina
um biskupsstól að Hólum í besta
falli ógrundaða hugsjónamennsku
og misskilda sögurómantík. Með því
að auglýsa ekki brauðið brjóti
biskup lög — markmiðið sé að fá
samþykkt lög um biskupsstólana og
vera áður búinn að tryggja Sigurði
Guðmundssyni bólfestu að Hólum.
Þetta á að gerast í tveimur áföngum.
Fyrst á Sigurður Guðmundsson að
flytjast sem vígslubiskup að Hólum
og síðan vera orðinn rótgróinn þar
og um leið ósigrandi í hugsanlegum
biskupskosningum.
Biskupar verði þrír
Kaflinn „Um biskupa og biskups-
dæmi íslensku þjóðkirkjunnar" í
starfsmannafrumvarpinu gerir ráð
fyrir því að biskupsdæmin á íslandi
verði þrjú; Reykjavíkurbiskups-
dæmi, Skálholtsbiskupsdæmi og
Hólabiskupsdæmi. Er gert ráð fyrir
því að Biskup íslands sitji í Reykja-
vík og fari með yfirstjórn sameigin-
legra mála þjóðkirkjunnar, í sam-
ráði og samstarfi við hina biskupana
um ákvörðun mála „og getur falið
þeim að koma fram fyrir hönd
kirkjunnar". Að öðru leyti á hlut-
verk hinna nýju biskupa að vera eft-
irfarandi: „Biskupar fara hver með
sérmál biskupsdæmis síns. Biskup
íslands sker úr vafaatriðum þar að
lútandi. Þeir vígja presta og kirkjur
og hafa tilsjón með kirkjuhaldi
hver í sínu biskupsdæmi, hafa yfir-
umsjón með öllu kirkjulegu starfi
þar og setja fram tillögur, umsagnir
og álitsgjörðir um mál, er varða
biskupsdæmi þeirra sérstaklega.
Þeir setja próföstum, prestum og
sóknarnefndum erindisbréf. Þeir
vísitera kirkjur, presta og söfnuði
biskupsdæmis síns eigi sjaldnar en á
fimm ára fresti."
Sá hinna tveggja nýju biskupa
sem eldri er að biskupsvígslu á að
gegna embætti Biskups Islands ef
hann fellur frá eða lætur af embætti
— uns nýr biskup hefur verið skip-
aður.
f upphaflegum drögum frum-
varpsins var gert ráð fyrir því að
Skálholtsbiskupsdæmi næði yfir
Austurland, Suðurland, Vesturland
og Vestfirði, en þessu breytti kirkju-
þing, þannig að Vesturland og Vest-
firðir skulu heyra undir Reykja-
víkurbiskupsdæmi.
Starfsmannafrumvarpið liggur nú
í heild í dóms- og kirkjumálaráðu-
neytinu hjá Jóni Helgasyni. Sam-
kvæmt heimildum Helgarpóstsins
mun Jón hafa áhuga á því að frum-
varpið verði lagt fram, annað hvort
þá í hans nafni eða frá nefnd. Tak-
markið væri þá fyrst og fremst að
koma málinu í umræðuna og þoka
því áleiðis.
Hvers vegna er
brauðið a Hólum
ekki auglýst?
Helgarpósturinn hefur hins vegar
fengið staðfest að sú hugmynd hafi
komið fram, að taka kaflann um
biskupana út úr starfsmannafrum-
varpinu og flytja sem sérstakt frum-
varp og þá í þeirri von að löggjafar-
valdið kæmi þó þeirri breytingu
fljótlega í gegn. Er þessi hugmynd
sögð komin frá Biskupi Islands og
segja heimildir blaðsins sem fyrr
segir að biskup vilji koma vini sín-
um og vígslubiskup Sigurði Guð-
mundssyni á Grenjaðarstað í Hóla-
biskupsstólinn.
Flestir þeir sem Helgarpósturinn
ræddi við voru sammála um að það
væri beint samhengi á milli þess og
að ekki hefði enn verið auglýst laust
til umsóknar Hólabrauðið. Til að
mynda sagði Jón Bjarnason, skóla-
stjóri Hólaskóla, að almenn sam-
staða væri um það, að ekki bæri að
ráða að Hólum nýjan prest, sem
þyrfti síðan að víkja úr embætti ef
hugmyndin um biskup að Hólum
verður að veruleika. „Sigurður Guð-
mundsson, núverandi vígslubiskup,
hefur marglýst því yfir að hann sé
reiðubúinn að flytjast sem vígslu-
biskup að Hólum. Slíkt embætti yrði
kannski ekki fullgilt sem biskups-
embætti strax, þetta gæti orðið í
þrepum og fyrsta þrepið að vígslu-
biskupi yrðu falin einhver aukin
störf.“
En ef af hugmyndinni um þrjá
biskupa verður, þá þarf að sjálf-
sögðu að kjósa hina nýju biskupa
sérstaklega og nefndu sumir við-
mælenda blaðsins að flutningur Sig-
urðar að Hólum væri liður í því að
tryggja að hann yrði fullgildur
biskup þegar að kjöri kæmi. Mun
það þá vera með fullum vilja
og vitund Péturs Sigurgeirssonar,
Biskups íslands og vinar Sigurðar.
Reyndar fullyrti prestur einn við
blaðið að biskup væri nú að undir-
búa þetta vandlega.
leftir Friðrik Þór Guðmundsson
„Hef heyrt and-
styggilegar hlioar
á þessu móli/#
„Því miður er það svo, að ég hef
heyrt andstyggilegar hliðar á þessu
máli, sem ég vona að séu ekki alls
kostar réttar, en það er ástæða til að
kanna það,“ sagði prestur einn í
samtali við okkur. „Mér skilst að
séra Sighvatur Birgir Emilsson hafi
verið „færður til“ frá Hólum að
Asum í V-Skaftafellssýslu og emb-
ættið að Hólum hefur ekki verið
auglýst vegna brambolts um flutn-
ing Sigurðar Guðmundssonar
vígslubiskups á Grenjaðarstað að
Hólum og sýnist mér að tengdason-
ur séra Sigurðar, Gylfi Jónsson, eigi
að setjast í hans sess. Þetta er al-
mælt, en hvað rétt er í þessu þori
ég ekki að fullyrða um.“
Gylfi Jónsson, tengdasonur Sig-
urðar, var um skeið skólastjóri Skál-
holtsskóla. Hann hætti þar hins
vegar störfum í fyrra í kjölfar rann-
sóknar Ríkisendurskoðunar á fjár-
málum skólans 1982—1985. Rann-
sóknin leiddi til ýmiss konar að-
finnsla og athugasemda, sem ekki
varð þó dómsmál úr, enda sam-
þykkti Gylfi að „leiðrétta" það sem
aflaga hafði farið hjá honum. í orð-
um eins viðmælenda blaðsins úr
prestastétt, þá var málið „svæft í
dómsmálaráðuneytinu".
Guðfræðingur nokkur sagði í
samtali við Helgarpóstinn að víða
hefði komið fram óánægja innan
prestastéttarinnar með ganginn í
þessu máli. „Það er vitað að margir
prestar eru fýsandi að sækja um
Hólaprestakallið og gefa lítið fyrir
þá ógrunduðu hugsjónamennsku
og sögurómantík sem liggur að baki
því að biskup hefur ekki auglýst
brauðið laust. Biskup íslands ætlar
vini sínum þetta biskupsembætti og
á meðan á ekkert að gerast."
Smjörþefur af þessari óánægju
hefur borist upp á yfirborðið í væg-
um mæli.
Um haustjafndægur 1985 ritaði
sóknarpresturinn í Skálholti, Guð-
mundur Óli Ólafsson, bréf til bisk-
upsins, kirkjumálaráðherra og þjóð-
arinnar og birtist það í Morgunbíað-
inu 26. október sama ár. Þar sagði
hann meðal annars:
„Skálholt og Hólar verða að rísa
til vegs og virðingar á ný. Staða
vígslubiskupa er þessu máli óskyld.
Þar er einungis um nafnbætur að
ræða, sem ekki eru í neinum laga-
tengslum við stólana fornu. Verði
embættum biskupa fjölgað, verður
að sjálfsögðu kosið til þeirra emb-
ætta. Annað væri ósæmandi og
lagaleysa."
„Þetta er ekki
lagaleg aðferð#/
Um þetta sagði Guðmundur Óli í
samtali við Helgarpóstinn, að því
væri ekki að leyna að skiptar skoð-
anir væru um þessa tillögu, hann
sjálfur hefði t.d. áður verið fylgjandi
hugmyndinni, en með tíð og tíma
skipt um skoðun. Guðmundur vill
að Skálholt verði höfuðsetrið og
biskup sitji ýmist þar eða í Reykja-
vík. Um áðurnefnda tilvitnun sagði
Guðmundur:
„Það hafa komið áskoranir að
norðan um Hólastól vegna þeirrar
hugmyndar sem kom upp á yfir-
borðið sl. sumar þegar presturinn
þar fór í burtu, að þangað kæmi
vígslubiskupinn Sigurður Guð-
mundsson. Það er reyndar gömul
hugmynd, en hitt er ótvírætt og
held ég að enginn hafi mótmælt, að
þetta er ekki lagaleg aðferð. Það
yrði að breyta þessu vígslubiskups-
embætti — sem er reyndar ekki
embætti, aðeins virðingarheiti — að
lögum. Vígslubiskupar eru fyrst og
fremst til þess að hlaupa í skarðið ef
biskup fellur frá.
Ef biskupunum fjölgar er auðvit-
að eðlilegt að kosningar fari fram.“
Aðspurður um hvort hann teldi
það ekki óhjákvæmilega koma Sig-
urði til góða í slíkum kosningum ef
hann yrði áður fluttur að Hólum
sagði Guðmundur að menn hefðu
vissulega haft orð á þessu.
„Það er rétt, þeir eru til sem telja
að málið sé hugsað þannig að verið
sé að undirbúa eitthvað slíkt, ekki
held ég þó slíku fram. Ég hugsa að
vígslubiskup myndi hins vegar túlka
þetta á hinn veginn, að verið væri
með þessu að tryggja setu biskups á
Hólum, en ekki hans persónulega.
En hin Iöglega leið væri auðvitað að
hann sem aðrir gætu sótt um prests-
embættið að Hólum og sest þar að
ef væri hann kosinn."
Kirkjuþina sam-
kunda hóffvita?
Fylgjendur hugmyndarinnar um
þrjá biskupa segja málið snúast um
eðlilega skipulagsuppbyggingu.
Andstæðingarnir segja á hinn bóginn
að hugmyndin sé óraunhæf og
ógrunduð. Einn prestur var þung-
orður þegar Helgarpósturinn ræddi
við hann: „Því miður er það stað-
reynd, að kirkjuþing eru þegar best
lætur samkunda hálfvita, þar sem
upp koma hinar hörmulegustu hug-
myndir og málefni. Þeir leyfa sér að
móðga löggjafarvaldið með því að
senda þangað óunnar hugmyndir
og setja því fyrir það verkefni eins
og litlum skólakrökkum að full-
vinna þær.“
Biskup íslands:
M
VEGNA FJOLDA
ÁSKORANA
hefur Hólabrauóiö ekki veriö auglýst
laust til umsóknar
„Já, það er vegna fjölda ein-
dreginna áskorana manna að
norðan að ég hef slegið því á frest
að auglýsa Hólabrauðið laust til
umsóknar," sagði Biskup íslands,
hr. Pétur Sigurgeirsson í samtali
við Helgarpóstinn þegar rætt var
við hann um biskupamálin.
Pétur sagði það rétt að fram
hefði komið eindregin ósk um að
vígslubiskup, Sigurður Guð-
mundsson, flyttist að Hólum og
taldi biskup það eðlilegt og yrði
e.k. áfangi að þeim breytingum
sem í starfsmannafrumvarpi þjóð-
kirkjunnar fælust. Sigurður gæti í
því sambandi sótt um brauðið, en
þegar að breytingunum sjálfum
kæmi yrði að sjálfsögðu að fara
fram biskupskjör.
Biskup sagði ríkjandi mikinn
áhuga á því að starfsmannafrum-
varpið kæmi til meðferðar þings-
ins og þá í leið inn í umræðuna og
til umsagnar hinna ýmsu aðila.
Þetta væri viðamikið mál sem
snerti kirkjuna í heild og ekki við
því að búast að frumvarpið verði
samþykkt strax í fyrstu lotu. Hann
taldi orðum aukið að frumvarpið
hefði verulegan kostnaðarauka í
för með sér fyrir ríkissjóð. Það færi
ekki hátt hlutfall ríkisútgjalda til
málefna kirkjunnar, t.d. aðeins
0,44% miðað við núverandi fjár-
lagadæmi og hefði verið nokkuð
svipað hlutfall undanfarin ár.
Biskup sagði að sér vitanlega
hefði það ekki verið rætt af alvöru
að taka kaflann um biskupana út
og flytja sérstaklega, en vissulega
færi það eftir viðbrögðum á Al-
þingi hvort sá möguleiki yrði síð-
ar meir ofaná.
24 HELGARPÓSTURINN