Helgarpósturinn - 06.02.1986, Blaðsíða 23
HP í INDVERSKUM FUGLASPÍTALA:
„Á sumrin er mest annríki hjá
okkur og kemur mjög mikið
til af því að þá eru viftur í
húsum allstaðar í gangi og
fuglagreyin fljúga á spaðana."
„Jú, jú, ég boröa náttúrulega
kjúklinga heima hjá mér og börnin
mín gera þad en hérna á spítalan-
um vinn ég eftir þeim reglum sem
gilda og vid getum ekki einu sinni
bundid enda á lífþeirra sem þó hafa
enga von til bata og eiga bara eftir
ad kveljast það sem eftir er. Við
höldum lífinu í öllum fuglum sem
komið er með."
Það er doktor R.K. Punshi yfir-
dýralæknir á fuglaspítalanum í
gömlu Delhi sem hefur orðið. Helg-
arpósturinn heimsótti þessa sér-
stæðu stofnun þar sem óbreyttir og
alþýðlegir fuglar fá endurgjalds-
lausa læknismeðferð og gott betur í
sumum tilvikum. Það er félag úr trú-
flokki jaina í Delhi sem rekur spítal-
ann en reksturinn er fjármagnaður
með frjálsum framlögum og er
rekstrarfé um ein milljón íslenskra
króna á ári. Við höfum orð Dr.
Punshi fyrir því að þetta sé eini
fuglaspítalinn í heimi.
Heilbrigðir neita að
fara . . .
Stofnun þessi heitir á ensku Char-
ity Birds Hospital og hýsir um
15.000 fugla, en yfir 90% af þeim
fjölda eru dúfur sem ættaðar eru úr
Delhi borg og bornar inn í spítalann
af fólki sem sér þær verða fyrir slysi
eða finnur þær á götunni væng-
brotnar, veikar og vankaðar. Takist
ekki að lækna sjúklinginn þannig að
hann geti flogið burt, sér spítalinn
honum fyrir fæði og húsnæði, víta-
mínum, fúkkalyfjum, baði tvisvar í
viku með sótthreinsandi og bætandi
efnum fyrir fiður og húð og yfirleitt
öllu sem viðkomandi þarf á að
halda það sem eftir er ævinnar. Það
er því ekki að undra þó margir þeir
fuglar sem Dr. Punshi telur sig hafa
læknað að fullu kúra sig vesældar-
lega niður þegar búrin eru opnuð á
sunnudögum til þess að þeir sem
eru heilbrigðir geti flogið á braut.
Og samkvæmt reglum spítalans má
ekki reka neinn í burtu þannig að
eitt alvarlegasta vandamál spítalans
er að stór hluti vist-fugla eru stál-
heilbrigður en lítur svo á að frelsið
utan spítalans sé alltof dýrkeypt.
Fjölgun þessara sjúklinga er þó
haldið niðri með getnaðarvarna-
lyfjum sem látin eru í fóðrið.
Það eru trúarreglur jainanna sem
eru lagðar til grundvallar í rekstri
spítalans en trúarbrögð þessi, sem
fáeinar milljónir Indverja aðhyllast,
eru skyld hindúisma og búddatrú.
Jainar hafa það að ieiðarljósi að
drepa aldrei neitt sem lifir, eru und-
antekningarlítið grænmetisætur og
ganga sumir með klút fyrir munnin-
um til þess að koma í veg fyrir að
flugur eða önnur smádýr slysist upp
í þá. Líf allra dýra er þeim jafn heil-
agt og sumir líta svo á að snerting
við blóð sé guðs þjónum ekki sam-
boðin. Af þeirri ástæðu hafa allir yf-
irlæknar spítalans verið af öðrum
trúflokkum en jaina í þau 60 ár sem
hann hefur starfað. Sá hefur yfirum-
sjón með daglegum rekstri en stjórn
stofnunarinnar er skipuð jainum og
stærstur hluti framlaga til spítalans
kemur frá þeim. Við spítalann vinna
tveir læknar, fjórir almennir starfs-
menn og ræstingakarl í hlutastarfi.
Húsnæðið er um 200 fermetrar á
þremur hæðum. Þar eru 400 búr-
kassar sem ætlaðir eru fyrir fugla
sem þurfa að vera einir, 7 stærri búr
og eitt gríðarstórt á efstu hæðinni
þar sem geymdir eru langlegusjúkl-
ingar sem flestir eru vel sprækir og
sumir stálheilbrigðir.
Fuqlum hjúkrað en fólk
sveltur
Viðmælandi okkar, dr. Punshi, er
ekki í öllum atriðum sammála þeim
reglum sem jainarnir setja honum í
starfi. „Auðvitað væri oft viturlegra
að lóga fuglum sem kveljast óum-
ræðanlega og eiga sér enga bata-
von, en meðan ég vinn hér hjá jain-
unum þá verð ég auðvitað að fylgja
þeirra reglum. Það er á sama hátt
vandræði að við getum ekki hýst
hérna neina ránfugla því við meg-
um ekki gefa þeim þann mat sem
þeir þurfa. Við getum tekið þá í
læknisaðgerðir en að þeim loknum
verður eigandinn eða sá sem kemur
með fuglinn að taka hann aftur. Slík
tilfelli eru um 5000 á ári hverju.“
En nú safnið þið framlögum til
þess að reka fuglaspítala hér í
gömlu Delhi þar sem þúsundir
manna lifa við óheyrilega fátœkt og
margir eiga þess engan kost að
komast undir lœknishendur þó eitt-
hvað bjáti á! Eru fuglarnir þeir sem
er mikilvœgast að hjálpa, — eruð
þið að gera rétta hluti?
„Það má náttúrulega deila um
það allt sarnan," svarar dr. Punshi
blátt áfram. Bætir svo við: „En segj-
um að öll fjárlögin á Indlandi telji
4000 billjónir, — ég tek töluna bara
af handahófi. Þessum billjónum er
svo öllum varið í eitthvað sem á að
vera manninum til framdráttar og
ekki einni krónu til góðs fyrir fugl-
ana. Þeir peningar sem við erum
með eru framlag jainanna til fugl-
anna og þó þessum peningum væri
bætt við þær billjónir sem eytt er
handa fólki þá myndi það ekki
breyta neinu, þeir væru aðeins
dropi í hafið. Svona er þetta þó eitt-
hvað.
En það er alveg rétt að fátæktin er
viða mikil og má ekki sist sjá það i
götunni hérna fyrir utan.“
Og á meðan við Punshi röbbum
saman í móttökusal sjúkrahússins
tínist inn fólk með slasaða og veika
fugla. Ungur kaupmaður úr götunni
fyrir utan sjúkrahúsið hefur í kassa
utan af steikarpotti dúfu sem hrap-
aði ofan á þakskegg búðarinnar.
„Hana vantar allt jafnvægisskyn,
hún hefur fengið högg á höfuðið en
jafnar sig vonandi," segir Punshi og
skráir sjúklinginn inn í stóra bók.
Ungir strákar bera inn vængbrotna
dúfu og læknirinn telur litlar likur á
að hún nái sér aftur. „Stundum get-
um við læknað vængbrot en ef
vængurinn er líka mikið særður þá
er það erfitt," fræðir Punshi okkur.
„A sumrin er mest annríki hjá okk-
ur og kemur mjög mikið til af því að
þá eru viftur í húsum allstaðar í
gangi og fuglagreyin fljúga á spað-
ana. Ég hef verið að berjast fyrir að
fólk setji nethlífar fyrir vifturnar
eins og þú sérð hér en því fer fjarri
að það sé orðið almennt. Annar
slysavaldur eru svo flugdrekar en
þeir eru sérstaklega vinsælir meðal
barna hérna í Delhi og fuglarnir
sem fljúga á þá fara oft mjög illa.“
Inn af móttökuherbergi spítalans
eru búrkassarnir 400 þar sem sjúkl-
ingar sem eru í hvað verstu ástandi
eru geymdir. Þar við er líka skurðar-
borðið, langt og mjótt „eldhúsborð"
með litlum vaski og „tæki“ stofnun-
arinnar eru ekki annað en fáein
skæri, hnífar og sprautur sem kom-
ast fyrir á litlum skúffubakka. Þarna
er allt afspyrnu hreinlegt og spritt-
fýla í loftinu.
Á næstu hæð fyrir ofan sýnir dr.
Punshi okkur búrið stóra þar sem
vistfuglar dvelja langdvölum. lnnan
um óteljandi dúfur af öllum afbrigð-
um stiklar einn virðulegur páfugl
sem Punshi segir okkur að hafi ver-
ið þarna í þrjú ár og sé ófleygur eftir
vængbrot. Hann er upprunninn úr
sveitaþorpi rétt utan við Delhi en
næsta sjaldgæft er að fólk komi með
fugla langt að. Perluhæna sem er
uppáhaldsgripur doktorsins kemur
væntanlega næst í röð gesta hvað
glæsileik snertir. í hópnum er svo
líka ein venjuleg hvít og þreytuleg
hæna eins og við þekkjum þær hér
heima á íslandi.
„Það er algengt að fólk komi
hingað með hænur sem á að slátra
bara til þess að bjarga þeim og við
tökum við þeim þó þær séu alheil-
brigðar. Hér er engum vísað frá,“
segir Punshi.
En hvað með þig, borðar þú
kjúklinga og annað kjötmeti heima
hjá þér?
„Jú, jú, ég borða náttúrulega
kjúklinga heima hjá mér og börnin
mín gera það líka," hlær þessi vina-
legi karl sem vann á stóru kjúklinga-
búi áður en hann byrjaði á fuglaspít-
alanum fyrir rúmum tíu árum.
Dr. Punshi og stóra búrið, þar sem fuglar dvelja langdvölum.
Itexti og myndir Bjarni HarðarsonHHHHpHi
HELGARPÓSTURINN 23