Helgarpósturinn - 06.02.1986, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 06.02.1986, Blaðsíða 10
HP HELGARPÖSTURINN Ritstjórar: Ingólfur Margeirsson og Halldór Halldórsson Blaðamenn: Friðrik Þór Guðmundsson, Jóhanna Sveinsdóttir, Jónína Leósdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson Útlit: Jón Öskar Hafsteinsson Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Magnea J. Matthíasdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Auglýsingar: Steinþór Ölafsson Dreifing: Garðar Jensson (heimasími: 74471) Afgreiösla: Berglind Björk Jónasdóttir Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, s(mi 8-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36. Sími 8-15-11 Setning og umbrot: Leturval s/f Prentun: Blaðaprent h/f Brunamálastjóri hætti strax Oft hefur Helgarpósturinn upplýst lesendur sína um alvar- legan hagsmunaárekstur ein- staklinga í opinberu starfi. Nægir þar að nefna brölt ým- issa þingmanna innan geira framkvæmdavaldsins. I dag segjum við frá Bruna- málastofnun ríkisins og for- stöðumanni hennar. Sú saga er dæmi um ótrúlega bíræfni op- inbers embættismanns, sem telur laun sín hjá ríkinu vera of lág. Til þess að bæta fjárhags- stöðuna stofnaði brunamála- stjóri fyrirtækið Skanis hf. ásamt börnum sínum og hafði hann prókúru fyrir fyrirtækið til skamms tíma. Fyrirtækið Skanis hf. sérhæf- ir sig í innflutningi á varningi vegna brunavarna, og í umfjöll- un blaðsins kemur fram, að brunamálastjóri hefur m.a. afl- að sér umboða í kynningarferð- um erlendis, sem hið opinbera hefur greitt. Þá hefur bruna- málastjóri þegið boð einkafyrir- tækja til útlanda. Allt er þetta mál morandi í dæmum um hagsmunaárekst- ur af verstu gerð. Þá kemur fram, að bruna- varnamál hérlendis eru í hin- um mesta ólestri, eins og raun- ar dæmin sýna og sanna. Hingað til hefur gagnrýni á störf brunamálastjóra ekki farið hátt, en Helgarpósturinn hlýtur að fordæma þau vinnubrögð, sem hafa verið viðhöfð gagn- vart þeim, sem hafa bein í nef- inu til þess að koma fram með heiðarlega gagnrýni. Þannig var alþingismanni sigað á einn stjórnarmanna í Brunamála- stofnun vegna gagnrýni hans. Þá virðist sem Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra og flokksbróðir brunamála- stjóra hafi ekki verið nægilega vakandi á verðinum vegna mála sjálfs brunamálastjóra og jafnframt vegna allrar þeirrar gagnrýni, sem brunavarnamál hafa fengið á undanförnum mánuðum. í fundargerðarbók Bruna- málastofnunar er að finna skrá um hreinar og klárar bruna- gildrur víða um land, en ekkert hefur verið að gert. Þetta verk- efni er að sjálfsögðu í hendi brunamálastjóra, þegar allt um þrýtur, en þrátt fyrir aðgerða- leysið hefur ráðherra ekki gripið í taumana. Það er verkefni viðkomandi ráðherra að fylgjast með fram- kvæmd þeirra málaflokka, sem hann fer með. í þessu tilviki er um að ræða að koma í veg fyrir hugsanleg stórslys og mann- tjón. Það er skylda Alexanders brunamálaráðherra að grípa í taumana nú þegar og miðað við þær upplýsingar, sem HP birtir í dag um hliðarstörf brunamálastjóra ætti ráðherra að veita honum lausn frá störf- um í dag. BREF TIL RITSTJORNAR Frá Náttúru- lækningafélagi Reykjavíkur Umfjöllun Helgarpóstsins um Náttúrulækningafélag íslands og náttúrulækningahælið í Hvera- gerði hefur vakið mikla athygli. Guðmundur Einarsson hefur lagt fram beiðni um skýrslu á Alþingi, umræður hafa orðið um málið í blöðum o.s.frv. Og nú hefur það gerst, að Náttúru- lækningafélag Reykjavíkur hefur kosið sér nýja stjórn, sem hyggst gera skurk í þessum málum. Eftir-, farandi barst blaðinu frá NLFR: „NLFR hélt aðalfund félagsins 19. janúar sl. í stjórn voru kjörnir eftir- taldir: Reynir Ármannsson, formað- ur, dr. Jónas Bjarnason, varafor- maður, Bragi Sigurðsson, ritari, Þor- valdur Bjarnason, gjaldkeri og Gunnlaugur Gunnarsson, með- stjórnandi. Stjórnin hefur ákveðið að hrinda af stað á næstunni ýmsum verkefn- um í því skyni að treysta starf félags- ins og afla því nýrra félagsmanna. I fyrsta lagi má nefna að ætlunin er að halda röð af félagsfundum með völdum fyrirlesurum úr hópi fræði- manna og leikmanna um hollustu- samlegt mataræði og lifnaðarhætti. Þjóðfélagsaðstæður hafa breyst mikið og stöðugt fást nýjar upplýs- ingar um þýðingu næringar fyrir heilsufar og vellíðan fólks, þess vegna er stöðug endurnýjun nauð- synleg svo og upprifjun á markmiði náttúrulækningastefnunnar, sem leitast við að treysta sem mest á náttúruna sjálfa varðandi heilsufar og að afla stuðnings á þýðingu fyrir- byggjandi aðgerða, til þess að koma í veg fyrir sjúkdóma. Þá er ætlunin að halda mat- reiðslunámskeið á sviði léttra og hollra matvæla; einnig er ráðgert að standa fyrir grasaferðum eftir því sem við verður komið. Það er von stjórnarinnar að áhugasamt fólk um málefni stefn- unnar taki þátt í starfi félagsins og veiti athygli tilkynningum um fé- lagsstarfið, eða snúi sér til skrifstof- unnar varðandi upplýsingar. F.h. stjórnar NLFR Reynir Armannsson“ NLFÍ: Engin vidbrögö Hveragerði 20.01.86. Fundur í starfsmannaráði Heilsu- hælis NLFÍ, Hveragerði, haldinn 20. janúar 1986, ályktaði eftirfarandi: Við í starfsmannaráði teljum spennu og óvissu í ýmsum málum á vinnustað svo komið að ekki verði við unað öllu lengur. Okkar mat á málunum er það, að halda beri reglulega rekstrarstjórnarfundi heilsuhælisins, á heilsuhælinu í Hveragerði, einu sinni í mánuði og oftar ef þurfa þykir. 1 blaðagreinum í Helgarpóstinum 28. nóv. ‘85 og aftur í janúar ‘86, kemur m.a. fram að í félagsmálum NLFÍ virðist ekki allt á hreinu. Engin svör hafa komið fram og að sjálf- sögðu ekki í okkar verkahring að svara. Þó hefur það valdið undrun okkar að engin viðbrögð né svör hafa sést. Þar sem ekki hefur verið haldinn rekstrarstjórnarfundur heilsuhælis- ins síðan 25. nóv. 1985, sýnist okkur ekki önnur leið til að koma sjónar- miðum okkar á framfæri en að senda þetta greinarkorn í viðkom- andi blöð, sem hafa birt m.a. meint vandamál NLFÍ, sem tengjast væg- ast sagt óvissu andrúmslofti starfs- manna heilsuhælisins. Æskilegra að okkar mati hefðu verið virkari og betri samskipti við rekstrarstjórn Heilsuhælis NLFÍ, og fyrst og fremst skoðanaskipti á kannski ólíkum sjónarhornum. Lágmarksviðleitni að ráða við vandann er að tala saman. F.h. starfsmannaráðs Heilsuhælis NLFÍ Oddný Guðmundsdóttir formadur Athugasemd í síðasta blaði var greint frá því að Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hefði á fundi í Garðabæ sagt 13 „framsóknar- menn“ vera í þingflokki Sjálfstæðis- flokksins og að formaðurinn væri þeirra á meðal númer eitt. Var sagt að viðstaddur Gunnar G. Schram hefði ekki hreyft andmælum. Af þessu tilefni hafði Friðrik Soph- usson samband við blaðið og vildi koma eftirfarandi á framfæri: „í fyrsta lagi minntist ég aldrei á neina framsóknarmenn í minni ræðu. Númer tvö, þá man ég ekki eftir því að við Gunnar Schram höfum verið á fundi saman nýlega og númer þrjú þá hefur þessi fundur aldrei verið haldinn, því ég hef ekki heldur verið í Garðabænum nýlega." Þessu er hér með komið á fram- færi, en þó með þeirri athugasemd, að einhverra mótsagna virðist gæta hjá Friðrik, þegar hann neitar því, að „þessi fundur“ hafi verið hald- inn, en engu að síður hafi hann haldið ræðuna, sem við sögðum frá. Ritstj. Hugleiöing um félagssamtökin Vernd Um leið og ég vil þakka Birni Einarssyni, starfsmanni hjá félags- samtökunum Vernd, fyrir þá aðstoð sem hann hefur veitt mér s.l. 3 ár, þá ætla ég samhliða því að minnast smávægilega á þessa starfsemi. Það er greinilegt, svo að ekki verður um villst, að vinnuálagið reynir lang- mest á Björn Einarsson. Fram að árinu 1967 voru fangar á Litla-Hrauni eftir sinn afplánunar- dóm látnir fara beint út á götuna. Nú hefur aftur á móti orðið breyting á þessu fyrirkomulagi. En væri Björn Einarsson ekki starfandi maður hjá félagssamtökunum Vernd í dag, þá litist mér ekki vel á framhaldið. Viss- ar persónur innan þessara samtaka eru nokkurs konar viðrini. Þær per- sónur hugsa bara um sinn eigin hag. Þeirra framlag til samtakanna er sambland af lævísi og fyrirlitningu. Fátt hefur orsakað meiri gremju hjá mér en sú staðreynd að sjá mynd og viðtalsbirtingu við Jón Thors, starfs- mann hjá dómsmálaráðuneytinu, framarlega í því blaði sem félags- samtökin Vernd gefa út. Meðan slík- ir menn sem Jón Thors starfa hjá dómsmálaráðuneytinu, þá hvílir dimmur skuggi þröngsýninnar yfir þeim stað, og á því mun engin breyt- ing verða. Þannig enda ég þessa hugleiðingu. Þorgeir Kr. Magnússon 9559-3704 LAUSN A SKAKÞRAUT 27. Hér eru óvenju margir menn á borði og spenna í stöðunni, enda er lausnin tilbrigðarík. 1. Rhf5! hótar Rxe3 mát, vegna þess að drottningin er þá aftur leppuð. Við þeirri hótun duga hvorki biskupsleikir, Dxh5 né c4. En svartur á fleiri varnir: 1. - Dg7+ 2. Rxg7 mát, 1. - Dg8+ 2. fg8D mát, 1. - Dxe7+ 2. Rxe7 mát, 1. - Dxg3 2. Rxg3 mát. 28. Þetta er dæmigerð biðleiks- þraut, svartur hlýtur að leika sig í mát, ef hann á leikinn: 1. -g3 2. Rf3 mát eða 1. - B~ 2. He4 mát. Þá þarf aðeins að finna leik sem engu breytir um þetta: i 1. Bh8. Gnnnar sölukóngur Nýlega fékk Gunnar Gunnarsson blaðasali Helgarpóstsins viðurkenningu frá blaðinu vegnaeinstaksdugnaðar viðsöluá HP. Hann varð sölukóngur HPárið 1985 og hefur hann raunar haldið sæmdarheitinu sölukóngur HP (nokkur ár, enda selt blaðið af kappi allt frá þvf Helgarpósturinn hóf göngu slna árið 1979. Gunnar sölukóngur fékk (verölaun útvarpsvekjaraklukku af gerðinni Supertech frá Sjónvarpsbúðinni. HP þakkar Gunna góð störf og óskar honum til hamingju með firnagóð störf. Samkeppni um ritun bóka í tengslum við dagskrána Bókin opnar alla heima Ákveðið hefur verið að framlengja skilaffest til 1. maí 1986. Efnið skal einkum tengjast íslandssögu (lífi fólks á íslandi áður fyrr, persónum, atburðum eða tímabili) og náttúru íslands (villtum dýrum, gróðurfari, jarðfræði landsins, þjóðgörðum eða friðlýstum svæðum) og vera við hæfi 9—13 ára skólabama. Miða skal við að það komi að notum í skólastarfi þegar nemendur vilja afla sér fróð- leiks um samfélags- og náttúrufræði. Lesmál verði 8 — 64 síður (miðað við u.þ.b. 2000 letureiningar á vélritaða síðu) eða sem næst þessum mörkum. Tillögur um myndefni, þ.e. ljósmyndir, teikningar eða skýringarmyndir skulu fylgja handritinu. Veitt verða þrénn verðlaun: 1. verðlaun kr. 40.000.- 2. verðlaun kr. 30.000.- 3. verðlaun kr. 15.000.- Dómnefnd skipuð af námsgagnastjóm mun meta innsent efni. Handritum merktum „Bóldn opnar alla heima. Samkeppni“ skal skila fyrir 1. maí 1986 til Námsgagnastofnunar. Höfundar skulu nota dulnefni en nafn og heimilisfang fylgi í lokuðu umslagi. Ritlaun verða greidd fyrir það efni sem út verður gefið og áskilur Námsgagna- stofnun sér rétt til að gefa út öll handrit sem berast. Höfundarlaun miðast við reglur Náms- gagnastofnunar um greiðslur til höfunda. NÁMSGAGNASTOFNUN PÓSTHÓLF5192 125REYKJAVÍK ■i 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.